Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS VIGGÓS JÓNSSONAR, Sólvangi, áður Vesturbraut 7. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sólvangs. Ragnheiður Benediktsdóttir, Högni Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda hluttekn- ingu og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BALDURS JÓNSSONAR frá Söndum, Miðfirði, Akurgerði 44, Reykjavík. Herdís Steinsdóttir, Lóa Gerður Baldursdóttir, Örn Ingólfsson, Jón Birgir Baldursson, Þórunn Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MAGNÚS JÓNSSON + Magnús Jóns- son fæddist 29. júlí 1919 í Borgar- firði. Hann lést 12. mars sl. Foreldrar hans voru Jón Þór- ólfur Jónsson, f. 25.6. 1870, d. 10.3. 1959, og Jófríður Ásmundsdóttir, f. 29.4. 1881, d. 16.10. 1977. Magnús var tólfti í röð sextán systkina, en af þeim eru tólf á lífi. Magn- ús kvæntist 1947 Sólveigu Maríu Andersen, f. 15.8. 1925, d. 4.12. 1988. Börn þeirra eru: Kristín L. Magnúsdóttir, f. 25.2. 1947, Jón B. Magnússon, f. 24.4. 1950, Valur Magnússon, f. 26.6. 1952, og Tryggvi Magn- ússon, f. 23.9.1957. Utför Magn- úsar fer fram frá Langholts- kirkju í dag, 17. mars, og hefst athöfnin kl. 15. HANN Magnús okkar er dáinn. í miðjum gleð- skap meðal nánustu ættingja hans og vina kom kallið, svo snöggt og svo sárt. En eins og allir vita eru vegir Guðs órann- sakanlegir. Ég mun aldrei gleyma velvild og hlýju Magnúsar í minn garð þegar ég kom inn í fjöl- skyldu mannsins míns. Alltaf var hann kátur og hress og kvartaði aldrei þó vitað væri að honum liði ekki alltaf vel sökum gigtar og kransæðasjúk- dóms sem hrjáði hann í gegnum árin. Sárt er að hugsa til þess að hann komst ekki í fyrirhugaða utan- landsferð sem hann beið eftir með mikilli tilhiökkun. I þess stað var hann fyrirvaralaust kallaður yfir móðuna miklu. Já, söknuðurinn er mikill en við geymum minningu þína, Magnús minn, í hjörtum okkar eða eins og litla dóttir mín sagði: „Nú er afi Magnús kominn til Sólveigar ömmu og eru þau saman hjá Guði“. Að lokum vil ég þakka þér, Magn- ús minn, fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með þér. Þeim munum við aldrei gleyma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jónína Gunnlaugsdóttir. Ekki þýðir að kveðja Magnús Jónsson móðurbróður minn með ein- hverri vellu eftir það lífshlaup sem hann hefur lifað. Ég man fyrst eftir Magnúsi á meðan við bjuggum á Káratígnum, ég hef verið liðlega fimm ára er Maggi og Grímur á Veggjum komu í heimsókn og ég með pelann ennþá. Þeim þótti þetta vera fyrir neðan virðingu manns af Gunnlaugsstaða- ttAW>AUGLYSINGAR Óska eftir að kaupa bát Óska eftir að kaupa 4 til 15 brúttólesta bát úr stáli, áli eða plasti. Báturinn verður fluttur úr landi og má því gjarnan vera úreldingar- bátur. Þeir, sem áhuga hafa á þessu, eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við Sámal Joensen með símbréfi/bréfi eða á Hótel Loft- leiðum í síma 91-22322/símbréf 91-25320, þar sem ég mun dvelja frá laugardegi 18. mars og í nokkra daga. Nauðsynlegt er að lysthafendur útvegi teikn- ingar af bátnum og upplýsingar um hvernig báturinn er útbúinn, ástand hans og komi með verðhugmynd. Eða beint til P/f Atlantic Fishplant Ltd., Sundsvegi 11, FR-100 Tórshavn, Færeyjum, símar 00 298 17789 og 00 298 14842, bréfsími 00298 16789. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 21. mars 1995 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Grundarstígur 26, Flateyri, þingl. eig. Reynir Jónsson, gerðarbeiö- andi Tryggingastofun ríkisins. Hjallavegur 17, Suðureyri, þingl. eig. Benedikt J. Sverrisson, Mar- grét Þórarinsdóttir og íslandsbanki hf. 0556, gerðarbeiðendur Siglu- fjarðarkaupstaður og fslandsbanki hf., lögfraeðideild. Mb. Hafrafell ÍS-222, þingl. eig. Ásafell hf., gerðarbeiðendur Lands- banki íslands og Lífeyrissjóður sjómanna. Sláturhús, Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. sláturfélagið Barði hf., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Grundarstígur 18, e.h., Flateyri, þingl. eig. db. Hjartar Hjálmars- sonar, gerðarbeiðandi Guðjón Ármann Jónsson hdl., 20. mars 1995 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á ísafirði, 16. mars 1995. Aðalfundur Samtaka um tónlistarhús verður haldinn í Bláfjallasal útvarpshússins í Efstaleiti 1, 5. hæð, laugardaginn 1. apríl 1995 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar. 3. Kosning fulltrúaráðs og staðfesting tilnefningar persónulegra aðila. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Ákvörðun árlegs framlags félagsmanna. 6. Önnur mál. Alþýðukonur ífararbroddi Kjósendur á Reykjanesi Hvað hafa kvenframbjóðendur Alþýðuflokks- ins í Reykjaneskjördæmi að segja okkur og hvað viljum við segja þeim? Það fá þeir að vita sem koma á fund í Hafnar- borg laugardaginn 18. mars nk. kl. 11.30. Fundarstjóri: Bryndís Schram. Ávörp flytja: Rannveig Guðmundsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Elín Harðardóttir og Þóra Arnórsdóttir. Harmonikuleikur: Jóna Einarsdóttir. Söngkvartett tekur lagið. Léttur hádegisréttur. Verð kr. 500. Allir velkomnir. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Aðalfundur Aðalfundur Haraldar Böðvarssonar hf. verð- ur haldinn í kaffistofu fyrirtækisins á Báru- qötu 8-10, Akranesi, laugardaginn 25. mars nk. kl. 11.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum a) til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög, b) um heimild til stjórnar til þess að auka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir kr. með hlutafjárútboði. 3. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstof- unni á Bárugötu 8-10 frá 17. mars. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hiuthafar eru hvattir til þess að mæta á fundinn. Stjórnin. Kópavogsbúar - opið hús Opið hús er á hverj- um laugardegi milli kl. 10og 12ÍHamra- borg 1, 3. hæð. Halla Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og for- maður húsnæðis- nefndar, og Árni Ragnar Árnason, al- þingismaður, verða til viðtals á morgun, laugardaginn 18. mars. Allir velkomnir. Kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. V V Sjálfstæðiskonur! Landssamband sjálfstæðiskvenna og Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt í Reykjavík, halda kynningarfund á kvenframbjóðend- um Sjálfstæðis- flokksins á Hótel Borg laugardaginn 18. mars kl. 15.00. Fundarsetning: Arndis Jónsdóttir, formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Fundarstjóri: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dóm- og skjalaþýðandi. Launamisrétti kynjanna. Framsaga: Þórunn Gestsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Komið og kynnið ykkur stefnuna og takið þátt í umræðum eftir að framsöguerindum lýkur. Allir hjartanlega velkomnir. I ■ jyHÉMb. ] /SSife w , v ' ■-Æ r I f ‘ . < BKí'.. zd {•.•:"• ,.x I > j/ \ m^, ■. h i, flP 1 a” * I ^ Jyiv ■> ' . 1 Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.