Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 9

Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 9 Sjálfs tæðis fólk! Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag. FRÉTTIR Dagvist barna vill hætta greiðslum til heimavinnandi foreldra Verðlækkun á bensíni! Tilboð: Tvöfaldur afsláttur í formi punkta til SAFNKORTSHAFA. 80 aurar á lítra, í stað 40 aura Hætt við eftir 1 árs reynslu Stjóm Dagvistar bama hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að greiðslur til for- eldra, sem annast böm á dagvistaraldri heima, verði felldar niður. Formaður Lands- samtaka heimavinnandi fólks segir að með þessu sé vegið að heimilunum og rétti heima- vinnandi fólks. Sú aðför bitni á þeim sem síst skyldi, bömunum. BORGARRÁÐ tekur samþykkt stjórnar Dagvistar barna til af- greiðslu á fundi sínum næstkom- andi þriðjudag. Forsaga þeirra greiðslna, sem hér um ræðir, er sú að fyrir borgar- stjórnarkosningamar 1990 gaf Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík loforð um að á kjörtímabilinu yrði ákveðið fyrirkomulag á greiðslu til foreldra, sem kysu að annast börn á dagvistaraldri heima. Fyrir kosn- ingarnar sagði Davíð Oddsson, þá- verandi borgarstjóri, að kostnaður borgarinnar vegna þessa færi eftir því, hvað skrefið yrði stigið hratt. I sjónvarpsumræðum þann 25. maí 1990 benti hann á, að það kostaði borgina og einstæða móður tæplega 800 þúsund krónur á ári að vista tvö börn í heilsdagsvistun hjá borg- inni. Því væri spurning, hvort ekki væri betra að móðirin fengi þessar 800 þúsund krónur sjálf til ráðstöf- unar og tæki þá sjálf ákvörðun um hvort hún notaði peningana til að greiða fyrir dagvistun eða yrði heima. Skattaleg atriði kæmu einn- ig til athugunar og einnig mætti velta fyrir sér þeim möguleika að taka barnabætur, sem nú væri skipt niður á 16 ár og setja þær niður þegar börnin væru á viðkvæmasta aidri. í framhaldi af þessu hafði Morg- unblaðið eftir borgarstjóra, að Reykjavíkurborg og ríkisvaldið þyrftu að taka upp umræður um skattalega meðferð greiðslna, sem foreldrar fengju. Ekki gengi að rík- ið tæki tæp 40% af greiðslunum í skatta. í janúar 1991 var stefnt að því að greiðslur til foreldra gætu hafist á haustmánuðum það sama ár. Að sögn Bergs Felixsonar, fram- kvæmdastjóra Dagvistar barna, stóð lengi á skýrum svörum frá skattayfirvöldum um skattalega meðferð greiðslnanna. auk þess sem setja þurfti reglur um hveijir ættu rétt á þeim. Greiðslur til foreldra hófust því ekki fyrr en í ársbytjun 1994. Þær hafa jafngilt þeirri fjár- hæð, sem borgin greiðir með barni í hálfs dags vistun á leikskóla, eða 6.000 krónum á mánuði. Greiðsl- urnar eru - skattskyldar, en undan- þegnar staðgreiðslu, sem þýðir að gera skal grein fyrir þeim á skatt- framtali og skattar eru gerðir upp eftir á. Rúmlega 500 sóttu um greiðslur í upphafi og hefur sú tala staðið nokkurn veginn í stað, sam- kvæmt upplýsingum Dagvistar barna. Kostnaður borgarinnar nem- ur því um 3 milljónum á mánuði. Haft var eftir Árna Þór Sigurðs- syni, formanni stjórnar Dagvistar barna og borgarfulltrúa R-listans, í Morgunblaðinu í gær, að greiðsl- urnar hafi verið bundnar við for- eldra barna frá 2'h árs til 4 'h árs, en það séu ekki síst foreldrar barna undir 2 ára aldri sem hafi þurft að greiðslunum að halda. Þessi nýting á fjármunum borgarinnar í dagvist- armálum hafí ekki verið æskileg, þar sem um 40% færu beint í skatta og það sé verkefni sveitarfélaga að gefa börnum kost á leikskólavist eða tryggja þeim dagvistunarpláss annars staðar, en ekki að greiða foreldrum fyrir að vera heima með börn sín. Frá 1. september njóti foreldrar niðurgreiðslna í formi beinna styrkja til dagmæðra. Ragnheiður Ólafsdóttir, formað- ur Landssamtaka heimavinnandi fólks, kveðst vera mjög ósátt við niðurfellingu greiðslna til foreldra. „I því atvinnuleysi, sem nú er ríkj- andi, hefði mér þótt eðlilegt að greiða góða upphæð til heimavinn- andi foreldra, sem vilja vera heima með börnum sínum. Eg er líka full- viss um, að ef fólki væri gert kleift að sinna börnum sínum heima myndi það koma samfélaginu mjög til góða. Til dæmis myndu sparast háar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu, sem annars renna til áfengis- og vímuefnameðferðar ungmenna, sem fara á vergang. Þessar greiðsl- ur Reykjavíkurborgar hafa hvorki verið fugl né fiskur, en ég vonaðist til að þær væru vísir að einhvetju meira. Niðurfelling þeirra en enn ein atlagan að heimilunum. Nú þeg- ar er heimavinnandi fólki gert lægra undir höfði en öðrum, þar sem ekki má nýta meira en 80% persónuafsláttar þess. Aðför að heimilunum leiðir alltaf til þess að börnin okkar líða.“ Olíufélagið hf Utankj örs taðaskrifstofa S j álfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum 8. apríl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Engjateigi 5, alla daga kl. 10.00-12.00,14.00-18.00 og 20.00-22.00. Nýkomnir sundbolir frá Finnwear Stœrðir: S,M,L,XL,XXL Einnig fallegur bómullarfatnaður Sendum í póstkröfu. ÍAMAN || Laugaveg 32, siml 16477. nqki omið Ljósar dravtir & fx Kaufti kuvcrslun rárslíf: 1. sími 6 15077 Franskar buxur og blússur í ljósum litum TESS v n' neðst við Dunhaga, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. NYJAR vorvorur ‘Kjótar — margar gerðir Xvmfatnaður frá RENE LEZARD r~A r"H I O N G R O U P Sœvar Karl Ölason Bankastræti 9, sími 13470.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.