Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Erill hjá bj örgnnar s veitarmönnum í
snælduvitlausu veðri
Vaxandi snjó-
flóðahætta úr
Ósbrekkufjalli
Morgunblaðið/Rúnar Þór
BJÖRGUNARSVEITARMENN aðstoðuðu fólk að komast til og
frá vinnu í gærmorgun.
GRÝLUKERTI hanga víða niður úr þykkum snjóhatti húsanna.
Vetraríþróttamiðstöð íslauds stofuuð á Ákureyri í dag
Samstarfs verkefni
ríkis, bæjar, ÍSÍ og ÍBA
„ÞAÐ er snælduvitlaust veður,
grenjandi stórhríð og 6 stiga frost,“
sagði Óli Ólason í Grímsey í gær.
Aftakaveður var á Norðurlandi, allir
vegir voru ófærir og vegna veðurs
var ekki hægt að sinna snjómokstri.
Þá var heldur ekki hægt að fljúga
norður annan daginn í röð.
Vaxandi snjóflóðahætta var í Ói-
afsfirði að sögn lögreglu og eigendur
hrossa í hesthúsahverfi bæjarbúa
undir Ósbrekkufjalli þurftu að koma
við á lögreglustöð til að taka þar
talstöðvar áður en farið var í hest-
húsin. Þá fóru ménn þangað þrír
saman í hóp. „Það er blindbylur,
mun verra veður en var í gær
[fímmtudag] og allt orðið ófært,“
sagði Jón Konráðsson lögreglumað-
ur í Ólafsfirði. Mjólkurlaust var orð-
ið í bænum en ófært hefur verið til
og frá staðnum frá því á miðviku-
dag. Skólastrákar í Óiafsfirði buðust
til að aka fólki á vélsleðum t.d. í
verslanir.
Náðu ekki að sinna öllum
beiðnum um aðstoð
„Við erum farnir að ráða við þetta
núna,“ sagði Árni Magnússon varð-
MESSUR
AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnu-
dagaskóli Akureyrarkirkju verður á
morgun kl. 11.00, allir velkomnir,
munið kirkjubílana. Messað verður í
Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl.
14.00. Mótettukór Hallgrimskirkju
syngur. Æskulýðsfundur í kapellunni
kl. 17.00. Biblíulestur í Safnaðarheim-
ilinu á mánudagskvöld kl. 20.30.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund í kirkjunni kl. 11.00 í dag,
laugardag. Barnasamkoma verður í
kirkjunni kl. 11.00. Foreldrar hvattir
til að koma með börnum sínum.
Messa verður kl. 14.00 Sigurbjörn
Einarsson biskup predikar. Fundur
æskufýðsfélagsins kl. 18.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Alþjóðlegt
átak Billy Grahams laugardag kl.
20.30. Sunnudagaskóli kl.13.30,
hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Allir
velkomnir. Heimilasamband fyrir kon-
ur á mánudag kl. 16.00. Samkoma í
Glerárkirkju kl. 20.30 á mánudag, Níls
Stórá kennir, samkirkjulegur lofgjörð-
arhópur syngur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam-
koman í kvöld fellur niður en minnt
er á samkomu með Billy Graham í
Glerárkirkju. Vakningasamkoma,
stjórnandi Anna G. Sigurðardóttir kl.
15.30 á sunnudag. Biblíulestur kl.
20.00 á miðvikudagskvöld, KKSH, kl.
17.15 á föstudögum og bænasam-
koma kl. 20.30 sama dag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlands-
vegi 26: Messa í dag, laugardag, kl.
18.00, sunnudag kl. 11.00 og mánu-
dag kl. 18.00.
---------------
Fyrsta einka-
sýning Krist-
jáns Péturs
KRISTJÁN Pétur Sigurðsson opnar
sína fyrstu einkasýningu í Deigl-
unni, Grófargili, í dag, laugardag-
inn 18. mars kl. 15.00.
Sýning Kristjáns er að stofni til
lágmyndir, tréristur og höggmynd-
ir. Myndefnið sækir hann til þeirrar
listgreinar sem honum er hugleikn-
ust, tónlistarinnar.
011 verkin á þessari sýningu eru
gítar í einhverri mynd.
Sýningin er opin frá kl. 14.00 til
18.00 alla daga fram til sunnudags-
ins 26. mars. Allir velkomnir.
stjóri lögreglunnár á Akureyri síð-
degis, en mikill erill var hjá lögreglu
sem fékk björgunarsveitarmenn, fé-
laga úr Hjálparsveit skáta og Flug-
björgunarsveitinni til áð aðstoða sig.
„Það var mjög mikið að gera hér frá
kl. 6 til 9 við að koma fólki til og
frá vinnu. Við náðum ekki að sinna
öllum þeim fjölda beiðna sem okkur
barst um aðstoð á þeim tíma. Síðan
þurfti að aðstoða ökumenn í ófærð-
inni að auki,“ sagði Árni.
Strætisvagnaleiðum í bænum var
haldið opnum fram eftir degi, en
íbúðargötur í úthverfum voru ill- eða
ófærar og ekkert átt við að hreinsa
þær vegna veðurs. „Þetta er óskap-
legt vetrarríki og mál að linni. Eg
held þetta sé einn harðasti vetur hér
um slóðir í seinni tíð,“ sagði Árni.
Sést ekki milli augna
Björgunarsveitir á Dalvík aðstoð-
uðu fólk við að komast milli staða
í gær. „Þar fara menn bara af stað
eins og á leigubílastöð þegar veðrið
er svona,“ sagði Felix Jósafatsson
varðstjóri á Dalvík. Allar götur voru
ófærar „og sést varla milli augna“
eins og Felix orðaði það.
Vetraríþróttamiðstöð íslands,
VMÍ, verður formlega stofnuð í
dag, laugardaginn 18. mars, á
Akureyri að viðstöddum Ólafi G.
Einarssyni, menntamálaráðherra,
sem gefa mun út formlega reglu-
gerð um vetraríþróttamiðstöðina
þar sem kveðið er á um hlutverk
hennar og þá aðila sem að henni
standa.
Dagskrá vegna formlegrar
stofnunar Vetraríþróttamiðstöðvar
íslands á Akureyri hefst kl. 14.00
í dag í íþróttahöllinni á Akureyri
Þar verður undirrituð reglugerð
um Vetraríþróttamiðstöð íslands á
Akureyri, en síðan flytja mennta-
málaráðherra, Jakob Bjömsson,
bæjarstjóri og Ellert B. Schram,
forseti íþróttasambands íslands,
ávörp.
Sameign
fjögurra aðila
Vetraríþróttamiðstöð íslands
verður sameign Akureyrarbæjar
og ríkisins. Starfsemi og uppbygg-
RÉTT um 200 skráðir árekstrar
hafa orðið á Akureyri það sem
af er ársins og eru þeir umtals-
vert fleiri en á sama tímabili í
fyrra þegar 113 árekstrar höfðu
orðið í umferðinni. Snjóþyngsl-
um og erfiðum vetri er einkum
um að kenna að mati lögreglu.
Matthías Einarsson, varð-
sljóri lögreglunnar, hafði á
fimmtudag tekið saman upplýs-
ingar um fjöida umferðaró-
happa í bænum og þá hafði lög-
regla haft afskipti af 195
árekstrum frá áramótum eða á
tveimur og hálfum mánuði. Allt
síðasta ár hafði lögregla af-
skipti af 466 ákeyrslum.
ing verður samstarfsverkefni
menntamálaráðuneytisins, Akur-
eyrarbæjar, íþróttasambands ís-
lands og íþróttabandalags Akur-
eyrar. Meginhlutverk hennar er að
efla vetraríþróttir og útivist, stuðla
að heilbrigðu lífi og heilsurækt
landsmanna allra, jafnt almenn-
ings, skólafólks og fatlaðra, sem
keppnis- og afreksfólks í íþróttum.
Lögð verður áhersla á góða að-
stöðu til æfinga og keppni, auk
þess sem miðstöðin hefur sérstöku
hlutverki að gegna í sambandi við
félagsstarfsemi, fræðslu og nám-
skeiða- og ráðstefnuhald.
Tómas Ingi Olrich, alþingismað-
ur, sem ásamt fleirum hefur unnið
að málinu sagði að mikil vinna
hefði verið lögð í undirbúning og
nú væri komið að því að ganga
formlega frá stofnun vetraríþrótt-
amiðstöðvarinnar. „Þetta þýðir að
uPPbygging og starfsemi hvílir á
þessum fjórum _ aðilum, Akur-
eyrarbæ, ríki, ÍSÍ og ÍBA þannig
að hægt verður að standa að upp-
Um 200
árekstrar frá
áramótum
„Þetta hefur verið mikil
hrina, þetta fer að ná því að
vera helmingur af öllum
árekstrum síðasta árs á þessum
skamma tíma,“ sagði Matthías.
Tjón af völdum þessara um-
ferðaóhappa á bifreiðum er
umtalsvert, gæti legið á bilinu
15 til 20 milljónir króna.
byggingu vetraríþrótta með öðrum
hætti en hingað til,“ sagði Tómas
Ingi og benti að að það yrði hlut-
verk nýrrar stjórnar vetraríþrótt-
amiðstöðvarinnar að marka stefnu
í þeim efnum og sinna henni í fram-
kvæmd.
Mikil viðurkenning
Það yrði því í framtíðinni hlut-
verk vetraríþróttamiðstöðvarinnar
að veita bæði félögum og einstakl-
ingum aðstöðu til æfinga og keppni
en auk þess væri gert ráð fyrir að
miðstöðin veitti einnig aðstöðu til
námskeiða- og ráðstefnuhalds og
stæði fyrir fræðslu af margvíslegu
tagi.
„Að Akureyri verður miðstöð
vetraríþrótta á landinu er mikil
viðurkenning á því uppbyggingar-
starfi sem unnið hefur verið í bæn-
um fram til þessa og í framhaldinu
má búast við að markvisst verði
unnið að því að byggja staðinn upp
sem miðstöð vetraríþrótta í land-
inu,“ sagði Tómas Ingi.
Matthías sagði að síðustu vik-
ur hefði ástandið verið nyög
slæmt, háir snjóruðningar við
hver gatnamót sem geri bílsljór-
um erfitt fyrir að fylgjast með
umferð, menn þurfi því að aka
Iangt út i göturnar og þá væri
oft orðið of seint að forða
árekstri. „Það er mjög áberandi
hversu mikið er um skemmda
bíla í umferðinni hérna, menn
eru á beygluðum og skældum
bílum sem er langt í frá nógu
gott. Kannski fólk hafi ekki efni
á að láta gera við bílana, en það
er ekki nægilega öruggt að aka
um áþessum hnoðuðu bílum,“
sagði Matthías.
Mótettu-
kórinn
syngnr
MÓTETTUKÓR Hallgríms-
kirkju efnir til tónleika í Akur-
eyrarkirkju í dag, laugardaginn
18. mars kl. 17.00.
Á efnisskránni eru verk eftir
þá feðga Áskel Jónsson og Jón
Hlöðver Áskelsson, messuþætt-
ir eftir Palestrina og mótettur
eftir Schútz, Hassler og
Bruckner.
Mótettukór Hallgrímskirkju
er í fremstu röð blandaðra kóra
á íslandi, en hann stofnaði
stjómandi hans, Hörður Áskels-
son, árið 1982 og hefur hann
starfað af miklum krafti síðan
og ferðast víða, bæði innan-
lands og utan. Þetta er þriðja
heimsókn kórsins til Akureyrar
Kórinn hefur flutt tónlist frá
öllum tímabilum kirkjutónlist-
arinnar.
Efnisskrá tónleikanna er tví-
skipt, fyrri hlutinn er byggður
upp á þremur þáttum hinnar
þekktu messu „Missa Papae
Marcelli" eftir Palestrina og
úrvalsmótettum Schútz og
Hasslers fléttað inn í milli. Síð-
ari hlutinn er samansettur úr
mótettum og sálmalögum feðg-
anna Áskels og Jóns Hlöðvers.
Eftir Áskel flytur kórinn m.a.
þijú sálmalög við texta Sverris
Pálssonar og Kristjáns frá
Djúpalæk. Einsöngvari með
kómum er Guðrún Finnboga-
dóttir, en auk hennar syngur
Kristín Erla Blöndal Maríubæn
eftir Áskel. Þá flytur kórinn
„Upp, upp mín sál“ sem Jón
Hlöðver samdi fyrir Kór Akur-
eyrarkirkju til minningar um
Pál Bergsson.
Lagnir í vot-
rýmum
FRÆÐSLUFUNDUR Lagna-
félags íslands verður haldinn í
samvinnu við lagnadeild KEA,
Byggingavörur Akureyri á Hót-
el KEA næstkomandi mánudag,
20. mars, og hefst hann kl.
12.45. Fundarefni er „lagnir í
votrýmum," í húsum, eldhúsum,
böðum, salernum, þvottahúsum
og undir svalahurðum.
Fótbolti á
Hörpu
HÓTEL Harpa býður nú gest-
um sínum upp á að horfa á sjón-
varpsstöðina Sky-Sport og í til-
efni af því gefst almenningi
kostur á að sjá knattspymuleik
Liverpool og Manchester United
í beinni útsendingu á morgun
sunnudag á bar hótelsins. Leik-
urinn byijar kl. 16.00 en
klukkustund áður er eins konar
upphitun.
Vígsluafmæl-
is húss KFUM
og KFUK
minnst
HÁTÍÐARSAMKOMA verður
haldin í húsnæði KFUM og
KFUK í Sunnuhlíð næstkom-
andi sunnudag, 19. mars kl.
16.00. Tíu ár vom í gær, föstu-
daginn 17. mars, frá því dr.
Sigurbjörn Einarsson biskup
vígði húsnæðið og verður hann
áðalræðumaður á hátíðarsam-
komunni.
Björg Þórhallsdóttir syngur
einsöng og fleira verður á dag-
skrá og er öllum boðið í afmæli-
skaffi á eftir.
Starfsemi í húsinu hefur ver-
ið mikil frá því það var vígt
fyrir 10 árum. Félögin tvö voru
sameinuð í ágúst 1993 og er
Bjarni Guðleifsson formaður
þess.