Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAÚGARDAGUR 18. MARZ 1995 17 Breiðdalsleggur V estfjarðaganganna Langþráðu tak- markí náð - borinn kominn í gegn. 25 metrar eru ósprengdir ísafirði - STARFSMENN Vestur- íss, verktakans í Vestfjarða- göngunum náðu langþráðu tak- marki á fimmtudag er bor þeirra fór í gegnum síðasta haftið í Breið- dalsafleggj aranum. Um var að ræða 5 sm breitt gat sem borað var í gegnum 33,5 metra langt klettabelti. Á fimmtu- dag voru ósprengdir rúmir 25 metrar og standa vonir verktakans til að af hinni svokölluðu „ráðher- rasprengingu" geti orðið í byijun næstu viku. „Það var meiningin að vera hin- um megin við haftið en það hefur ekki gefið upp að göngunum. Menn eru nokkuð vissir um að hafa hitt á miðjuna, en greinilegt er að borinn fór í gegn. Það mun- aði ekki nema 11 sm í Botnsdal og mælikerfið sagði okkur að skekkjan ætti að vera heldur minni í Breiðdalnum. Það verður ákveðið Morgunblaðið/Sig. Jóns. HELGI Guðmundsson með páskableikjuna úr einu kerinu. Silungur frá Merki- steini á markað Selfossi - „Merkismenn hf. sem rekur eldisstöð fyrir bleikju, regn- bogasilung og urriða skammt frá Laugarvatni hóf nýlega sölu hér innanlands á ferskum og reyktum regnbogasilungi. Merkisteinn hf., sem er í eigu 18 aðila, keypti eldisstöðina í fyrra, nær fisklausa. Byijað var að taka inn regnbogasilung, sem verið er að selja afurðir af, og bleikju en afurðir af henni fara á markað í sumar. Einbeitum okkur að bleikjunni „Við höfum hug á að einbeita okkur að bleikjunni en við erum einnig með dálítið af urriða héðan af svæðinu en hann er góður veiði- fiskur í lokuðum tjörnum," sagði Helgi Guðmundsson, einn eigenda, í samtali við Morgunblaðið. Regn- bogasilunginn segist hann rækta upp í stærðina 700 grömm til eitt kíló og selja hann ferskan og reyktan. Reykingin fer fram í Útey, skammt frá stöðinni. Þreifað á útflutningi Helgi sagði mikla vinnu fram- undan við markaðssókn. „Við erum að fjárfesta í markaðssókn til að ná fótfestu fyrir framtíð- ina,“ sagði Helgi. Helgi sagði þau hjá Merkisteini hf. einbeita sér að innanlands- markaðnum en þó væru [>au að þreifa fyrir sér með útflutning. Prufur hefðu verið reyktar í Útey og hjá Hafsól á Svalbarðseyri og sendar til Danmerkur. Framhaldið á þessu ætti eftir að koma í ljós. Sérstök fjöl- skyldumessa í Húsavíkur- kirkju Húsavík - Við hátíðlega fjöl- skylduguðsþjónustu í Húsavíkur- kirkju fyrir skömmu var öllum 5 ára börnum aflient að gjöf frá kirkjunni bókin Kata og Óli fara í kirkju. Bók þessi er sérstaklega samin og myndskreytt fyrir fimm ára börn og hefur að geyma frásögn af börnum og því hvernig þau kynnast kirkjunni og læra að biðja og þekkja guð. Bókin er ætluð foreldrum til stuðnings í trúaruppeldi barnn þeirra. Sóknarpresturinn, sr. Sighvat- ur Karlsson, liefur tekið upp þá nýbreytni að hafa sunnudaga- skóla kirkjunnar öðru hverju í félagsaðstöðu Hvamms, heimili. aldraðra, og eiga þar ungir safn- aðarmeðlimir helgistund með þeim elstu, oft afa sínum og ömmu. Sérstök ánægja hefur verið að þessari nýbreytni. um þessa helgi hvenær ráðherra- sprengingin verður en við vonumst til að af því geti orðið fljótlega í næstu viku. Það varð svolítið spennufall hjá starfsmönnum þegar borinn fór í Stykkishólmi - Helstu fram- kvæmdir á vegum Stykkishólms- bæjar eru endurbætur á hafna- skipabryggjunni i Stykkishólmi. Verkið var boðið út í tvennu lagi, vinnan annars vegar og efni hins vegar. I vinnuþáttinn buðu 7 aðilar úr Stykkishólmi og frá öðrum stöðum. Langlægsta tilboðið kom frá Eárusi Einarssyni sem rekur byggingafé- lagið Stapa hf. í Mosfellsbæ. Tilboð hans var 77% af kostnaðaráætlun. Heildarkostnaður við endurbygg- gegn og takmarkinu verður náð þegar síðasta haftið verður sprengt," sagði Björgvin Guðjóns- son, eftirlitsmaður Vegagerðar ríkisins við Vestijarðagöngin í samtali við blaðið. inguna er áætlaður 35 milljónir króna. Það er mikið verk. Það á að skipta um undirstöður og dekk á bryggjunni. Reknir verða niður stál- staurar í staðinn fyrir tréstaura sem bera bryggjuna nú uppi. Tréstaur- arnir eru mjög illa farnir og því breyta menn til og koma fyrir staur- um úr stáli. Bryggjudekkið verður úr harðviði og breytist því útlit bryggjunnar ekkert. Aætlað er að endurbótum ljúki í júlí nk. Islenski haf- örninn dag- leg sjón Stykkishólmi - íslenski haf- örninn er sjaldgæfur fugl og margir Íslendingar hafa ekki séð hann nema á myndum. Heimkynni hans eru á Vestur- landi, sérstaklega við Breiða- fjörð og á Vestijörðum. Undanfarna tvo vetur hefur verið næstum dagleg sjón að sjá erni í Stykkishólmi. Þeir koma hingað í leit að æti sem kemur frá fiskvinnsluhúsunum í bænum. Hjá fiskvinnslufyrir- tækinu Þórsnesi hf. geta menn fylgst með örnunum á sundinu fyrir framan. í fyrravetur sáust allt að 5 ernir í fjörunni í einu en í vetur hafa þeir oftast verið tveir og er talsverður stærðar- munur á þeim. Hefur fólk fylgst með út um glugga með örnun- um drepa æðarfugla og máva sér til matar og er það tilkomu- mikil sjón. Eftir að bardaga er lokið með sigri arnanna fara þeir með feng sinn út í Landey sem er þarna rétt hjá og gæða sér á veiðinni. Iðnaðarmenn á Suðurlandi í nýtt félag STOFNAÐ hefur verið nýtt fé- lag iðnaðarmanna á Suður- landi, Sunnuiðn, Sunnlenska iðnfélagið. Aðilar að nýja félag- inu eru fyrrverandi félagar Fé- lags byggingariðnaðarmanna, Árnessýslu, Iðnsveinafélag Rangárvallasýslu auk iðnaðar- manna úr V-Skaftafellssýslu. Félagssvæði nýja félagsins er Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýsla. Formaður nýja félagsins er Ármann Ægir Magnússon, Tiveragerði. Skrifstofa félagsins er að Eyrarvegi 29, Selfossi. Opnun skjjða- svæðisins frestað ísafirði - Formlegri opnun skíðasvæðis ísfirðinga á Selja- landsdal og í Tungudal setn fara átti fram í dag, laugardag, hefur verið frestað um einn dag vegna óveðurs. Athöfnin mun fara fram við nýju skíðalyftuna á Selja- landsdal og hefst kl. 13. Morgunblaðið/Árni Helgason ENDURBYGGING stóru bryggjunnar í Stykkishólmi hafin af fullum krafti. Stóra bryggjan endurbyggð \ Morgunblaðið/Silli ÖLL 5 ára börn á Húsavik fengu bókina Kata og Óli fara í kirkju, að gjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.