Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 19 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Árni Sæberg GESTUR Einarsson, auglýsingasljóri Morgunblaðsins, afhendir Birni Jónssyni hjá Atómstöðinni og Elvari Guðjónssyni hjá Skan- dia hf. verðlaun fyrir athyglisverðustu dagblaðaauglýsinguna. Athyglisverðasta auglýsing ársins 1994 Fimm auglýsingastofur fengu gjallarhomið AF þeim sjö auglýsingastofum sem hlutu verðlaun á Athyglis- verðustu auglýsingu ársins 1995, voru fimm að fá verðlaunagripinn, gullhúðað gjallarhorn, afhentan í fyrsta skipti. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Borg- arleikhúsinu í gær; en það var í níunda skipti sem IMARK, fslenski markaðsklúbburinn, gengst fyrir slíkri samkeppni. Eins og áður voru veitt verðlaun í átta flokkum auk þess sem óvenjulegasta aug- lýsingin var valin. Alls stóð valið um 223 auglýs- ingar sem sendar voru í keppnina og að sögn Martins Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Athyglisverð- ustu auglýsingu ársins 1995, var keppnin jöfn og spennandi í flest- um flokkum. Auglýsingastofurnar fimm sem unnu í gær til gjallar- hornsins í fyrsta skipti voru; Gra- fít, Atómstöðin, Nonni & Manni, Mátturinn og dýrðin og Sjöundi himinn. Auglýsingarstofurnar Grafít og Hvíta húsið unnu til tveggja verð- launa, en sjö auglýsingastofur fengu ein verðlaun hver. Tvenn verðlaun, gullhúðuð gjallarhorn, voru veitt í hveijum flokki. Önnur verðlaunin fóru til viðkomandi auglýsingastofu, hin til auglýsand- ans. Auglýsingastofan Grafít hlaut verðlaun í flokki útvarpsauglýs- inga fyrir auglýsingu um Svala fyrir Sól hf. Þá fékk Grafít verð- laun fyru vöru- og firmamerki fyrir þjóðhátíðina á Þingvöllum; Þingvellir. Hvíta húsið fékk verðlaun fyrir tímaritaauglýsingu fyrir Mark- aðsnefnd mjólkuriðnaðarins, Sérðu ekkihvað mjólkin ergóð fyrir sjónina?. Auglýsingin Is- lenska er okkar mál fékk verðlaun í flokki sjónvarpsauglýsinga, en framleiðendur voru Hvíta húsið og Hugsýn. Auglýsandi var Mjólk- ursamsalan. I flokki dagblaðaauglýsinga fékk Atómstöðin verðlaun fyrir auglýsinguna Hver heldur þér uppi, sem framleidd var fyrir Skandia. I flokki útsendiefnis fékk auglýsingastofan Mátturinn og dýrðin verðlaun fyrir Lykil að lukku fyrir Ikea. Auglýsingastofan Nonni & Manni fékk verðlaun fyrir um- hverfisgrafík með Eureka sem framleitt var fyrir Eureka. Þá fékk Gott fólk verðlaun fyrir aug- lýsingaherferðina Egils Malt ’94 fyrir Ólgerðina Egil Skallagríms- son. Að lokum fékk auglýsinga- stofan Sjöundi himinn verðlaun fyrir óvenjulegustu auglýsinguna. Þar var um að ræða auglýsinga- herferð fyrir Brimborg undir heit- inu Daithatsu-Charade. Kaffi lækkar þvert á vonir nýrra samtaka London. Reuter. SAMBAND kaffíframleiðslulanda samþykkti í London á mánudaginn að koma á fót nýju kerfi til þess að draga úr útflutningi í von um að verð hækki. Verðið lækkaði hins vegar þegar bandaríska land- búnaðarráðuneytið birti spá um meiri uppskeru í Brasilíu en búizt hefur verið við - allt að 18.2 millj- ónum sekkja. Yfirvöld í Brasilíu sögðu að spá- in gæti ekki staðizt, en verð í London lækkaði um 7% í 3,100 dollara tonnið í lok vikunnar úr 3,312 dollurum metverði 1995. GULL seldist á 388 dollara úns- an, hæsta verði sem það hefur komizt í það sem af er árinu. PALLADIUM hefur ekki kostað eins mikið síðan 1989 — 161.85 dollara únsan. Verð á KOPAR hefur verið um 2,900 dollarar tonnið í þijár vikur. Samtök um að draga úr útflutningi ÁL og NIKKEL lækkuðu lítið eitt í verði. Jákvæðar hagtölur frá Banda- ríkjunum virðast spá góðu um eft- irspurn eftir málmum. Verðbré- fasalar velta því fyrir sér hvort hætta á verðbólgu muni ýta undir kaup á málmum á ný. Aðrir telja enn hættu á að menn reyni að losa sig við málma. Verð á HVEITI til afhendingar í haust hækkaði þegar Kínveijar sömdu um kaup á 600,000 tonnum frá Bandaríkjunum. En sala upp- skeru síðasta árs gengur enn illa vegna dræmrar eftirspurnar, veikrar stöðu dollars og flutnings- kostnaðar, sem er í hámarki. Heimsmarkaðsverð lækkaði um 5 dollara í vikunni í 125 dollara tonnið. Verð á KAKÓ lækkaði í innan við 1.000 pund tonnið eftir hækkun í 1.063 dollara 22. febrúar, sem var hæsta verð í sex mánuði. SYKUR lækkaði í 368 dollara tonnið í London og verðið hefur ekki verið lægra það sem af er árinu. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni niálsins! Norden i ísland - zNijrdans Borgarleikhúsinu, 21. og 22. mars Verk eftir tvo af þekktustu dans- höfundum Norðurlanda verða sýnd á sameiginlegri danssýningu í Borgarleikhúsinu, 21. og 22. mars kl. 20:00. Frá Finnlandi kemur Kenneth Kvarnström & Co. með tvö verk „Carmen?!" og „and the angels began to scream". Frá Noregi kemur Ina Cristel Johannessen ásamt Scirocco dansflokknum með verkið „Absence de fer". Einstakt tækifæri til að sjá það allra nýjasta í dansheiminum í dag. Miðasala í Borgarleikhúsinu í síma 568 06 80 „!Jhrsæld þjóðanna er ekkí komin undir því, að þær séu mjög fjölmennar eða hafí mjög míkíð um síg. Sérhverrí þjóð vegnar vel, sem hefír lag á að sjá kostí lands síns og nota þá eins og þeír eíga að vera notaðir. Löndín eru lík eínstökum jörðum, ekkert land hefír alla kostí og engu er heldur alls varnað.' Hvað veist þú um Jón Sigurðsson? J°n Sigurðsson (1838). Veist þú að Jón Sigurðsson var só fyrsti sem lagöi kröftuga óherslu ó gildi og framtíð höfuöstaöar í Reykjavík? Vissir þú hvert þrekvirki það var áb halda úti Nýjum félagsritum í 30 ór? Veist þú aó söguleg rök voru helstu vopn Jóns Sigurössonar og samherja hans í sjálfstæöisbaráttunni? Vissir þú aö Danir báru mikla viröingu fyrir Jóni Sigurössyni? Veist þú hver kallaöi sig „skugga" Jóns Sigurössonar? Vissir þú hvaöa Englendingur rétti Jóni hjálparhönd og þar meö Islandi, þegar mest lá viö? Veist þú aö Jón Sigurösson taldi aö frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn? Vissir þú að einhverjir hörðustu og eindrægnustu stuðningsmenn Jóns voru prestar? Jón Sigurðsson forseti, ævisaga í hnotskurn, er hentugt uppsláttarrit fyrir fólk á öllum aldri. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð 1.490 kr. Vestfirska forlagið sími og bréfasími 94-8181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.