Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Estóníu-slysið Hraðinn megin- ástæðan Kaupmannahöfn. Morgunbladid. í SKÝRSLU rannsóknar- nefndar um Estóníu-slysið, þegar rúmlega 900 manns fórust, segir að helstu ástæð- ur slyssins hafi verið hraði feijunnar, veður og hönnun á stefni ferjunnar. í vikunni lét yfirmaður sænsku siglinga- stofnunarinnar af störfum, vegna gagnrýni á störf hans. Á meðan aðrar feijur í Eystrasalti höfðu dregið úr hraða vegna veðurs og sigldu með 10-11 hnúta hraða, sigldi Estónía með 14,5 hnútum. Þessi mikli hraði við slæmar aðstæður álítur rannsóknar- nefnd slyssins að sé ein af þremur meginástæðum slyss- ins. Hinar tvær eru veðrið og hönnun og frágangur stefnis- ins. Lokaskýrslan um slysið verður ekki tilbúin fyrr en í árslok. Fyrr verður ekki hægt að skera úr um hvort mál verður höfðað á hendur út- gerðarfélaginu, skipasmíða- stöðinni sem smíðaði feijuna og fyrirtækinu sem sá um að skoða skipið við útgáfu sjó- hæfnisvottorða. Þessir aðilar segja hraðann og aðgerðir áhafnarinnar helstu ástæður fyrir slysinu. Ákveðið hefur verið að steypa nokkurs konar skjöld utan um skipið til að koma í veg fyrir að kafað verði niður að skipinu af óviðkomandi aðilum. Ekki er ljóst hvort þeir sem komust af og ætt- ingjar hinna látnu muni hefja skaðabótamál í kjölfar slyss- ins, en margir þeirra hafa fengið bréf frá bandariskum lögfræðingum, sem sérhæfa sig í skaðabótamálum. Fólk hefur verið varað við að nýta sér tilboð þeirra, því í hópi þessara lögfræðinga séu ýms- ir vafasamir náungar. AZERSKIR stjórnarhermenn snúa til Bakú eftir að hafa kveðið niður uppreisn sérsveita innanrikisráðuneytisins í gær. Reuter Blóðugir bardagar og valdabarátta í Azerbajdzhan Uppreisn sérsveita brotin á bak aftur Alijev reynir að koma á stöðugleika í landinu Bakú. Reuter. STJ ÓRNARHERMENN í Az- erbajdzhan kváðu niður tilraun til valdaráns í gær eftir að uppreisnar- menn í sérsveitum innanríkisráðu- neytisins höfðu reynt að ráða for- setann, Haydar Aliyev, af dögum. Rovshan Javadov aðstoðarinnan- ríkisráðherra, sem stjómaði upp- reisninni, beið bana í bardögunum þegar hermennirnir réðust á höfuð- stöðvar sérsveitanna, átta km norð- ur af höfuðborginni, Bakú. Sér- sveitimar eru sagðar hafa reynt að ráðast þaðan á forsetahöllina. Um 700 liðsmenn sérsveitanna veittu stjómarhermönnunum harða mótspyrnu og voru vel vopnum búnir. Aliyev sagði í sjónvarps- ávarpi til þjóðarinnar að „fjöldi manna“ hefði fallið í bardögunum. Öryggismálaráðherra landsins, Namig Abbasov, sagði að Javadov hefði lagt á ráðin um uppreisnina vegna þess að hann vildi verða inn- anríkisráðherra. „Þeir ætluðu að ná forsetanum og drepa hann,“ sagði Abbasov. Javadov særðist illa í bardögun- um og lést á sjúkrahúsi í Bakú. Hann er sagður hafa notið stuðn- ings Ayaz Mutalibovs, fyrrverandi forseta, og Surets Huseinovs, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem Aliy- ev neyddi til að segja af sér eftir að hafa bendlað hann við valdaráns- samsæri. Talið er að þeir séu báðir í Moskvu. Aliyev forseti er 71 árs og hefur verið við völd í Azerbajdzhan frá því í júní 1993. Áður átti hann sæti í stjórnmálaráði sovéska kommún- istaflokksins. Vonir um olíugróða Aliyev er að reyna að koma á stöðugleika í landinu eftir að Azer- ar fóru halloka í stríðinu gegn Arm- enum um héraðið Nagorno-Kara- bakh. Azerbajdzhan er þriðji mesti olíuframleiðandi sovétlýðveldanna fyrrverandi og gerði í fyrra 470 milljarða króna samning við vest- ræn fyrirtæki um olíuvinnslu í Kaspíahafí. UTVARPIÐ í Kabúl skýrði frá því í gær að stjórnarher Afg- anistans hefði hrakið liðsmenn Taleban-hreyfingarinnar frá nokkrum mikilvægum stöðum sunnan við höfuðborgina í hörð- um bardögum í gær og fyrradag Afganskir námsmenn hörfa og drepið um 100 þeirra. Jafn- framt því að hrekja liðsmenn Taleban frá þremur mikilvægum hæðum var hald lagt á tvo skrið- dreka, brynvagn og sjö vopna- búr. Ekki tókst að fá þessar full- yrðingar staðfestar af hlutlaus- um aðila. Taleban-hreyfingin er Reuter einkum skipuð heittrúuðum námsmönnum og hún hafði sótt að borginni til að freista þess að steypa bráðabirgðastjóm Burhanuddins Rabbanis forseta. Á myndinni er særður Afgani borinn á sjúkrahús í Kabúl. Dauða- sveit maf- íunnar handtekin LÖGREGLAN á Sikiley kvaðst í gær hafa handtekið 16 meinta liðsmenn mafíunnar, sem taldir eru sekir um nokkur þeirra morða sem framin hafa verið á undanförnum vikum. Lögreglan fann einnig vopn og lista yfir menn sem ætlunin var að ráða af dögum. Á listan- um eru meðal annars þrír lög- reglumenn. Um 500 lögreglumenn tóku þátt í handtökunni og lögregl- an notaði einnig þyrlur og leit- arhunda. Fyrrverandi félagi í dauðasveitinni hafði veitt lög- reglunni upplýsingar um hana, en hann var handtekinn fyrr í mánuðinum. Yngsti sakborn- ingurinn er 21 árs og sá elsti 73 ára. Gekk með steinbarn í 60 ár AUSTURRÍSK kona lést fyrir skömmu, 92 ára gömul og nokkru fyrr komust læknar að því að hún hafði gengið með steingerðar leifar af fóstri í 60 ár. Fóstrið hafði náð að lifa í 31 viku. Sonur hennar segir móður sína hafa orðið barnshafandi, hún hafi fengið mikla iðraverki en síðan náð hestaheilsu að öðru leyti en því að hún varð ófijó; blæðing- ar hófust á ný með eðlilegum hætti. Ronnie Kray látinn BRESKI morðinginn Ronnie Kray, annar Kray-tvíburanna svonefndu, er látinn, 61 árs að aidri. Bræðurnir, Ronnie og Reggie, stjórnuðu einhveij- um alræmdasta glæpahring í London en voru 1969 dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð- ið á glæpaforingjanum Jack „The Hat“ McVitie. Ronnie var fyrst 10 ár í Parkhurst-fang- elsi á eynni Wight en var úr- skurðaður geðsjúkur árið 1979 og sat síðan í Broadmoor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.