Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Estóníu-slysið Hraðinn megin- ástæðan Kaupmannahöfn. Morgunbladid. í SKÝRSLU rannsóknar- nefndar um Estóníu-slysið, þegar rúmlega 900 manns fórust, segir að helstu ástæð- ur slyssins hafi verið hraði feijunnar, veður og hönnun á stefni ferjunnar. í vikunni lét yfirmaður sænsku siglinga- stofnunarinnar af störfum, vegna gagnrýni á störf hans. Á meðan aðrar feijur í Eystrasalti höfðu dregið úr hraða vegna veðurs og sigldu með 10-11 hnúta hraða, sigldi Estónía með 14,5 hnútum. Þessi mikli hraði við slæmar aðstæður álítur rannsóknar- nefnd slyssins að sé ein af þremur meginástæðum slyss- ins. Hinar tvær eru veðrið og hönnun og frágangur stefnis- ins. Lokaskýrslan um slysið verður ekki tilbúin fyrr en í árslok. Fyrr verður ekki hægt að skera úr um hvort mál verður höfðað á hendur út- gerðarfélaginu, skipasmíða- stöðinni sem smíðaði feijuna og fyrirtækinu sem sá um að skoða skipið við útgáfu sjó- hæfnisvottorða. Þessir aðilar segja hraðann og aðgerðir áhafnarinnar helstu ástæður fyrir slysinu. Ákveðið hefur verið að steypa nokkurs konar skjöld utan um skipið til að koma í veg fyrir að kafað verði niður að skipinu af óviðkomandi aðilum. Ekki er ljóst hvort þeir sem komust af og ætt- ingjar hinna látnu muni hefja skaðabótamál í kjölfar slyss- ins, en margir þeirra hafa fengið bréf frá bandariskum lögfræðingum, sem sérhæfa sig í skaðabótamálum. Fólk hefur verið varað við að nýta sér tilboð þeirra, því í hópi þessara lögfræðinga séu ýms- ir vafasamir náungar. AZERSKIR stjórnarhermenn snúa til Bakú eftir að hafa kveðið niður uppreisn sérsveita innanrikisráðuneytisins í gær. Reuter Blóðugir bardagar og valdabarátta í Azerbajdzhan Uppreisn sérsveita brotin á bak aftur Alijev reynir að koma á stöðugleika í landinu Bakú. Reuter. STJ ÓRNARHERMENN í Az- erbajdzhan kváðu niður tilraun til valdaráns í gær eftir að uppreisnar- menn í sérsveitum innanríkisráðu- neytisins höfðu reynt að ráða for- setann, Haydar Aliyev, af dögum. Rovshan Javadov aðstoðarinnan- ríkisráðherra, sem stjómaði upp- reisninni, beið bana í bardögunum þegar hermennirnir réðust á höfuð- stöðvar sérsveitanna, átta km norð- ur af höfuðborginni, Bakú. Sér- sveitimar eru sagðar hafa reynt að ráðast þaðan á forsetahöllina. Um 700 liðsmenn sérsveitanna veittu stjómarhermönnunum harða mótspyrnu og voru vel vopnum búnir. Aliyev sagði í sjónvarps- ávarpi til þjóðarinnar að „fjöldi manna“ hefði fallið í bardögunum. Öryggismálaráðherra landsins, Namig Abbasov, sagði að Javadov hefði lagt á ráðin um uppreisnina vegna þess að hann vildi verða inn- anríkisráðherra. „Þeir ætluðu að ná forsetanum og drepa hann,“ sagði Abbasov. Javadov særðist illa í bardögun- um og lést á sjúkrahúsi í Bakú. Hann er sagður hafa notið stuðn- ings Ayaz Mutalibovs, fyrrverandi forseta, og Surets Huseinovs, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem Aliy- ev neyddi til að segja af sér eftir að hafa bendlað hann við valdaráns- samsæri. Talið er að þeir séu báðir í Moskvu. Aliyev forseti er 71 árs og hefur verið við völd í Azerbajdzhan frá því í júní 1993. Áður átti hann sæti í stjórnmálaráði sovéska kommún- istaflokksins. Vonir um olíugróða Aliyev er að reyna að koma á stöðugleika í landinu eftir að Azer- ar fóru halloka í stríðinu gegn Arm- enum um héraðið Nagorno-Kara- bakh. Azerbajdzhan er þriðji mesti olíuframleiðandi sovétlýðveldanna fyrrverandi og gerði í fyrra 470 milljarða króna samning við vest- ræn fyrirtæki um olíuvinnslu í Kaspíahafí. UTVARPIÐ í Kabúl skýrði frá því í gær að stjórnarher Afg- anistans hefði hrakið liðsmenn Taleban-hreyfingarinnar frá nokkrum mikilvægum stöðum sunnan við höfuðborgina í hörð- um bardögum í gær og fyrradag Afganskir námsmenn hörfa og drepið um 100 þeirra. Jafn- framt því að hrekja liðsmenn Taleban frá þremur mikilvægum hæðum var hald lagt á tvo skrið- dreka, brynvagn og sjö vopna- búr. Ekki tókst að fá þessar full- yrðingar staðfestar af hlutlaus- um aðila. Taleban-hreyfingin er Reuter einkum skipuð heittrúuðum námsmönnum og hún hafði sótt að borginni til að freista þess að steypa bráðabirgðastjóm Burhanuddins Rabbanis forseta. Á myndinni er særður Afgani borinn á sjúkrahús í Kabúl. Dauða- sveit maf- íunnar handtekin LÖGREGLAN á Sikiley kvaðst í gær hafa handtekið 16 meinta liðsmenn mafíunnar, sem taldir eru sekir um nokkur þeirra morða sem framin hafa verið á undanförnum vikum. Lögreglan fann einnig vopn og lista yfir menn sem ætlunin var að ráða af dögum. Á listan- um eru meðal annars þrír lög- reglumenn. Um 500 lögreglumenn tóku þátt í handtökunni og lögregl- an notaði einnig þyrlur og leit- arhunda. Fyrrverandi félagi í dauðasveitinni hafði veitt lög- reglunni upplýsingar um hana, en hann var handtekinn fyrr í mánuðinum. Yngsti sakborn- ingurinn er 21 árs og sá elsti 73 ára. Gekk með steinbarn í 60 ár AUSTURRÍSK kona lést fyrir skömmu, 92 ára gömul og nokkru fyrr komust læknar að því að hún hafði gengið með steingerðar leifar af fóstri í 60 ár. Fóstrið hafði náð að lifa í 31 viku. Sonur hennar segir móður sína hafa orðið barnshafandi, hún hafi fengið mikla iðraverki en síðan náð hestaheilsu að öðru leyti en því að hún varð ófijó; blæðing- ar hófust á ný með eðlilegum hætti. Ronnie Kray látinn BRESKI morðinginn Ronnie Kray, annar Kray-tvíburanna svonefndu, er látinn, 61 árs að aidri. Bræðurnir, Ronnie og Reggie, stjórnuðu einhveij- um alræmdasta glæpahring í London en voru 1969 dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð- ið á glæpaforingjanum Jack „The Hat“ McVitie. Ronnie var fyrst 10 ár í Parkhurst-fang- elsi á eynni Wight en var úr- skurðaður geðsjúkur árið 1979 og sat síðan í Broadmoor.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.