Morgunblaðið - 18.03.1995, Side 26
26 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
íuaí' i:h>v
MORGUNBLAÐIÐ
Orð tíl samkennara
Svar til Björgvins Sigurgeirs Haraldssonar
YFIRLEITT svara greinar, eins
og birtist í blaðinu þriðjudaginn 28.
febrúar með yfírskriftinni “Sjón-
menntavettvangur eða einkavett-
vangur," sér sjálfar, enda var tónn-
inn helst til “kennarastofulegur",
svo sem einn viðmælandi minn orð-
aði það af lítilli hrifningu. Það er
og síst sú tegund rökfræði sem ég
er að auglýsa eftir í pistlum mínum,
þar sem ég kem víða við og kann-
ast hvorki við dólgs-
hátt né að halla vísvit-
andi réttu máli.
Kannski hefur það
farið framhjá Björg-
vini, að miklar deilur
og umræður hafa farið
fram um listaskóla er-
lendis um langt árabil.
Þá er skrifari einn af
þeim fáu sem munu
hafa tekið til máls op-
inberlega um þau efni
hér á landi, og vafalítið
eini starfandi kennari
Myndlista- og handíða-
skólans. Hafí Björgvin
svo ekki tekið eftir
ýmsum hræringum
innan veggja hans,
Bragi
Ásgeirsson
í íslenzka skóla, og jafnframt „eng-
in dýpt í neinu" tel ég þróunina
innan MHÍ vera til vitnis um, hvort
heldur er í formi námslota eða
áfangakerfís, en mjög þykir þetta
steypt í líkt mót, og hafa margir
haft orð á því utan skólans sem
innan, sem Björgvini mun vel kunn-
ugt um.
Það hefur svo ekkert með fortíð-
arþrá að gera, að vilja kenna nem-
endum sínum vel og
gaumgæfílega, og ég
tel það mikla afturför
að það skuli illmögu-
legt. Kennsla hefur
verið færð niður á
námskeiðastigið, þar
sem enginn má svitna,
en metnaðarfullir
kennarar örvænta fyrir
hönd nemenda sinna,
skammast sín jafnvel.
Hvað grunnnámið
snertir, hlýt ég að
draga ályktanir af
vinnubrögðum nem-
enda sem ég tek við á
fyrsta ári í málunar-
deild, og upplýsingum
sem þeir gefa mér um
metnaðar- og agaleysi, er hann
ekki vel með á nótunum og hér
taldi ég mig þurfa að hrista upp í
málum. Þykir mér í Ijósi stöðunnar
eðlilegt að hann skuli líkja því við
eldgos og þakka með virktum, hár-
rétt er svo að eldgos hafa aðdrag-
anda og hann stundum langan svo
sem í þessu tilviki.
Og þar sem Björgvin byijar á
því að saka mig um að halla réttu
máli og m.a. telja að 50% nemenda
sé ofaukið, ætti hann að lesa máls-
grein mína betur, því að þar stend-
ur, „að miðað við vinnubrögð og
viðveru í sumum framhaldsdeildum
er allt að 50% nemenda ofaukið".
Hér alhæfí ég ekki né fullyrði og
þannig hefur Björgvin skrif sín með
útúrsnúningi, „hallar réttu máli“
og ómerkir skrif sín um leið.
Ekki tel ég það vera að misnota
sér stöðu mína sem listrýnir, að
segja frá staðreyndum sem við
blasa, og deila á það sem miður fer
í mikilvægasta sjónmenntaskóla
landsins. Telst vera í fullu samræmi
við málfrelsi, og sömuleiðis mál-
flutning fólks sem rökræðir slík
mál í erlendum blöðum, og hvar á
umræðan heima ef ekki á sjón-
menntavettvangi, almennum sem
afmörkuðum? En eitthvað mikið
hlýtur að vera að, þegar menn eru
jafn hörundsárir og Björgvin í þessu
tilviki, og leiðir hugann að máltæk-
inu „sannleikanum er hver sárreið-
astur“.
Hvernig fjölbrautaskólastefnunni
um „sitt lítið af hveiju" er lætt inn
lítið eða ekkert nám í lita- og form-
fræði innan skólans og á listbrauta-
sviði. Ef eitthvað er, telst það ekki
skynjað og upplifað, heldur tillært
en á þessu tvennu er dtjúgur mun-
Ég telst svo fávís að
álíta innra starf skólans
mikilvægast, segir
Bragi Asgeirsson, og
þar á meðal gott og
uppörvandi andrúm.
ur. Björgvini og skoðanabræðrum
hans virðist svo ekki ljóst, að mik-
ill og afgerandi munur er á lista-
skólum og framhaldsskólum. Meiri
áherzla er lögð á einbeitingu, upplif-
un, skynjun og sjálfstæða hugsun
í listnámi, en minni á almennan
skilning og stagl.
Við gerðum okkur skýra grein
fyrir þessu í upphafí er grunnnámið
var mótað, og einkum var Kurt
Zier þáverandi skólastjóra í mun
að kenna nemendum þá erfíðu þraut
að sníða og búta niður frumform
og nota einungis til þess það sem
menn hefðu handa á milli og ímynd-
unaraflið. Reglustrikur, kvarðar og
sirklar voru bannfærð, en nemend-
um var uppálagt að notast við hug-
arflugið við gerð hjálparmiðla t.d.
jaðar teikniblaðanna, og með blaðs-
ræmu og aðstoð títupijóns og blý-
ants er jafnvel mögulegt að búa til
sirkil. A.m.k. heill mánuður, óskipt-
ur af bóknámi, var notaður í þetta
í upphafí, og strax á eftir kom ann-
ar mánuður í hlutateikningu. Á
þessu tímabili breyttist hugarfar
nemenda ótrúlega og þeir lærðu
einbeitingu, rökrétt hugsunarferli,
og umfram allt að listnám væri
hörkuvinna og fullkomlega frá-
brugðið öllu því sem þeir höfðu
áður kynnst í almennum skólum,
sem var veigur athafnanna.
Mér er svo kunnugt um, að nú
fá menn strax öll hjálpartæki upp
í hendumar og þá er botninn ein-
faldlega dottinn úr hugmyndinni og
námið komið á iðnaðarstigið. Þetta
er svo einungis eitt dæmið af mörg-
um og er óþarfí að fara út í nánari
útlistanir.
Hvað lengingu fomámsins í þijú
ár áhrærir, var það á umræðustigi
vegna þess, að ósk um slíkt kom
frá nemendum sjálfum, og fram fór
atkvæðagreiðsla í fomámsbekkjun-
um, og kom í ljós að yfírgnæfandi
meirihluti nemenda var því fylgj-
andi. En einhvern veginn virtust
ýmsir meðal kennara ekki vilja við
þessar staðreyndir kannast og voru
hér blindir og heyrnarlausir, jafn
mjög og þeir reyndu þó annars að
viðra sig upp við nemendur um
málamiðlunarlausnir. Og ef svo
heldur fram sem horfír um minni
kröfur og aðlögun að miðlungsnem-
endum, er ekki óraunhæft að
álykta, að einn góðan veðurdag
verði sumir komnir í spor myndlist-
arkennarans, sem ég las um á dög-
unum, og var orðinn svo hræddur
við nemendur sína, að hann gerði
ekkert annað en að lesa spennusög-
ur fyrir þá í tímunum!
Þá vil ég vísa til og minna á, að
það kom fljótlega fram á fundum
í fyrstu laganefnd skólans 1971 sem
ég átti sæti í asamt Herði Ágústs-
syni, Stefáni Ól. Jónssyni og Knúti
Hallssyni (seinna Jónasi B. Jóns-
syni), ósk frá ráðuneytinu um að
fella grunnnámið niður og færa það
yfír í væntanlegar listbrautadeildir
framhaldsskólanna. Var ég því and-
vígur og taldi að grunnnámið yrði
minna og ófullkomnara og skerðast
mundi að auki sérstaða og sjálf-
stæði skólans, en tíu árum seinna
var svo sæst á að stytta grunnnám-
ið um eitt ár, en flytja seinna árið
yfír í framhaldsdeildir. Jafnframt
settust nemendur listbrautadeilda
framhaldsskóla beint inn í mynd-
lista- og listiðnaðardeildir, én því
var ég einnig andvígur í ljósi reynsl-
unnar. Ég hafði varað við breyting-
unum og áleit að framhaldsdeildir
skólans myndu vanrækja skyldu
sína, og sú sýnist mér hafa orðið
raunin í flestum tilvikum. Þá var
Ný sending af sófum og stólum fró
Gjafavörur fró
Urval rúmteppa fró verð fró kr. 1 9.800
Komið og fáið
nýja bæklinginn
frá
OpiS í dag frá
kl. 11-16.
Tappatogari kr. 2.990
Mörkinni 3, sími 588 0640
ég í leyfi frá skóla þegar ákvörðun-
in var tekin og teljast það klaufaleg
ósannindi, að ekki sé fastara að
orði kveðið, að ég hafí átt þátt í
henni, sem taldist alla tíð höfuðand-
stæðingurinn í laganefnd og innan
skólastjórnar.
Grunnnámið hafði hlotið mikið
lof erlendra listaskólafrömuða og
nefna má að ýmsir listaháskólar
erlendis hafa tekið upp tveggja ára
fomám.
Rétt er, að þegar endurskipu-
lagning námsefnis fyrir framhalds-
skóla var lögð fram, var það eðli-
lega látið laga sig að námsefni
MHÍ, en í mjög styttri útgáfu, og
það undarlega skeði, að afsprengi
þessarar styttu útgáfu var svo aftur
innleitt inn í MHI(!) og stór hluti
fyrra starfs þar með þurrkaður út.
Grunnnámið í Myndlistarskóla Ak-
ureyrar var enn um sinn upp á
gamla mátann og báru nemendur
þaðan þá af eins og gull af eiri á
inntökuprófum, sem ég á sínum
tíma vakti athygli á í vettvangs-
skrifum mínum, eðliega við lítinn
fögnuð íjölbrautaliðsins. Var enda
snarlega sett bremsa á slíka ósvinnu
og grunnnámið nyrðra enn frekar
lagað að jafnsléttunni og samhæf-
ingunni sunnan heiða! Þá skal þess
getið, að grunnnámið var áður í
stöðugri geijun og leitast við að
dýpka það frá ári til árs, en nú
hefur það verið staðlað, einnig virð-
ist verið að steypa alla listaskóla í
sama mótið.
Og hvað skrifstofuna áhrærir,
telst ég svo fávís að álíta innra starf
skólans mikilvægast og þar á með-
al gott og uppörvandi andrúm, sem
dijúgt var af í gamla daga, en nú
hefur Björgvin tekið af skarið og
vill meina hana mikilvægasta þátt-
inn og púls skólans, sem telst giska
frumlegt. Á sér þó fordæmi og fyrir-
mynd í köldu skrifræði miðstýringar
og samvirkrar framníngar.
Gegn betri vitund telur hann það
aðdróttanir, að einstaklingar innan
skólans hafi verið í ónáð, en um
það eru því miður dæmi og var
merkilegt hve sumir nemendur hafa
farið í taugarnar á kennurum í ár-
anna rás, einkum ef þeir leyfðu sér
að gagnrýna ýmsa þætti kénnslunn-
ar. Kennarar sem leyfðu sér að
mótmæla meintu óréttlæti innan
hans voru sömuleiðis litnir illu auga,
einangraðir og hröktust jafnvel frá
skólanum, og til þessa má rekja
ástæðurnar fyrir því, að ég er ekki
lengur í skólastjórn, önnur nöfn vil
ég síður nefna án vitundar viðkom-
andi. Deildarstjórar ákvarða um
brottvikningu en skólastjórn fjallar
um hana, og má hér nefna, að sami
kennarinn rak þijá nemendur í vet-
ur. Skrítin staða kom upp síðasta
árið sem ég var deildarstjóri málun-
ardeildar, en refsa átti nemendum
mínum og kallað var til skólastjóm-
arfundar í skyndi. Yfírsjónin var í
grunni sínum brennandi metnaður
nemenda, ástundun og vinnusemi í
lokaverkefninu!
-Skyldi það annars teljast raun-
hæft, að nemandi í grunn- eða
framhaldsskólum fái fall í bóknáms-
greinum, sem hann stendur sig full-
nægjandi 5, vegna lélegrar frammi-
stöðu í myndmennt?? Það held ég
sannarlega ekki, og í framhjáhlaupi
má geta þess, að virðingarleysið við
myndmennt er svo algjört í sumum
almennum skólum, að metnaðar-
fullir kennarar hafa tjáð mér að
skólastjórar ætlist til að allir fái
háar einkunnir í þessu „uppslátt-
arfagi", og verða ókvæða við þegar
kennararnir hafa viljað gefa eink-
unnir samkvæmt getu og ástundun
nemenda.
En svo skeður það í myndlistar-
skóla, að bóknám sem telja verður
hjáfag í listaskólum verður til að
stuðla að falli nemenda, þrátt fyrir
að þeir standi sig fullnægjandi í
verkgreinum! Og bóknámskennarar
hafa leyft sér að ýja að brott-
rekstri úr skóla standi nemandi sig
ekki betur.
Skrifari, sem hefur verið 6 ár
innan veggja listaháskóla víðs veg-
ar í Evrópu, hefði aldrei látið sér
detta í hug að innrita sig í skóla
með slík stefnumörk, og hefur hann
þó ómældan áhuga á listsögu, list-
heimspeki og heimspeki yfírleitt.
Telur myndlistamám einfaldlega
fullt starf.
Það eru þessi viðhorf sem eru
andstæðíngar mínir, en ekki ein-
staklingar innan skólans, en ljóst
má vera að Björgvin Sigurgeir telst
einn helsti liðsmaður viðhorfanna
og því eðlilega í fyrirsvari.
Minni á að sjónmenntaskóli er
þjóðarvettvangur, eins og Háskól-
inn, en ekki alfarið einkavettvangur
áhengenda samvirkrar framníngar.
Persónulegum aðdróttunum og
skætingi svara ég ekki, en það er
illa komið fyrir almennri umræðu
og rökfræði á íslandi, ef slíkt hugar-
far á að varða veginn, og rýni á
mikilsverða hluti í þjóðfélagsupp-
byggingunni telst jafngilda dólgs-
hætti og rógi. Og að lokum er spurn
hver getur skrifað rýni um menn
og málefni og gætt fyllsta hlutleys-
is um leið? Hér er um hugsana-
brengl að ræða því hlutlægni telst
aðall allrar rýni en síður hlutleysi
og þrælsótti. Tel það helgan rétt
hvers einstaklings í lýðræðisþjóðfé-
lagi að fá að viðra skoðanir sínar
svo sem þekking, vit og reynsla
bjóða honum.
Höfundur er myndlistarmaður og
gagnrýnandi.