Morgunblaðið - 18.03.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 45
ekki margorður um sjálfan sig,
hann Valli. En maður sá það bara,
það var honum nautn að nostra við
blóm, klippa limgerði og runna,
gróðursetja tré. Og þar hefur hann
sett saman marga vísuna, í ró og
friði garðsins.
Seinna þegar við vorum farnir
að heiman og byijaðir að syngja inn
á hljómplötur í nafni Þokkabótar
var sjálfgefið að leita til Valgeirs
eftir textum. Hann hafði alltaf eitt-
hvað til málanna að leggja og gaf
okkur marga ágæta texta, „lítillát-
ur, ljúfur, kátur,“ að vanda. Hafði
ekki mörg orð um vísurnar sínar,
gat alltaf séð af einhveiju til okk-
ar: Glettni og rómantík í bland með
alvarlegum undirtóni. Einhveiju
sinni hringdum við í Valla frá
Reykjavík og sungum lagið fyrir
hann í símann. Þá var okkur mikið
mál. Daginn eftir hringdi síminn,
það var Valgeir með textann klár-
an, góðan texta. Það gáfust ekki
lífsglaðari og græskulausari textar
en hjá Valla í þá daga:
Blítt lætur blærinn
um bringu og vanga,
svipað og særinn,
daglangt við dranga.
Sæll vertu, blíði blær,
hvað varstu að gera í gær?
Svo orti hann um dufl og dans,
válynd veður og heimsins tál. Allt
svo vel gert, stendur vel fyrir sínu,
þrátt fyrir tímans tönn. Svo þegar
maður kom á Seyðisfjörð var farið
í heimsókn og stundum jafnvel gist
hjá þeim á Vesturveginum þegar
þannig stóð á. Þá var gott að sitja
í eldhúsi með honum og Kiddý,
drekka kaffi og skrafa. Hann átti
svo mikið í manni, hann Valli.
Seinna þegar Gylfi hafði tekið
við tónlistarskólanum og var að
setja upp söngleiki í skólanum lagði
Valgeir til alla texta. Það leiddi af
sjálfu sér. Og einn veturinn kennd-
um við báðir með honum við skól-
ann. Þá vorum við orðnir kollegar,
sátum á kennarastofu og ræddum
heimsmálin, höfðum áhyggjur af
vígbúnaðarkapphlaupi og settum
saman skólaskemmtanir með börn-
unum. Valgeir var þá kominn á
efri ár og farinn að horfa björtum
augum til eftirlaunaáranna. Það
þarf enginn að halda að það hafi
verið létt verk að helga líf sitt
kennslu barna og unglinga á því
mikla breytingaskeiði sem staðið
hefur yfír síðustu ijörutíu árin. En
Valli kvartaði ekki. Hann hélt bara
sínu striki og einn góðan veðurdag
fyrir nokkrum árum var törninni
lokið. Þá gat hann helgað sig garð-
inum og öðrum hugðarefnum.
í fyrra varð Valgeir sjötugur. Það
var mikið talað um að setja upp
einhvers konar söngdagskrá með
kvæðunum hans. En því miður lét-
um við það tækifæri ganga okkur
úr greipum. Kannske það gefist
aftur næsta sumar þegar kaupstað-
urinn okkar verður 100 ára. Þar
hefði Valli viljað vera. Þótt hann
væri fæddur Borgfirðingur var
hann svo mikill Seyðfirðingur í sér.
Fór eiginlega aldrei af bæ, var bara
heima að rækta garðinn sinn og
ungdóminn. Hann Valgeir, þessi
litli, hógværi maður sem setti svo
sterkan svip á bæinn á sinn hljóðl-
áta hátt, allt frá því hann fyrst kom
að skólanum árið 1949.
Nú er skarð fyrir skildi á Vestur-
vegi 4. Fyrir nokkrum árum kvaddi
Guðjón og nú Valgeir. Það er erfitt
að sjá á bak honum, jafn ungum í
anda og hann var. Én minningin
lifir um góðan dreng. Við þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta upp-
fræðslu Valgeirs Sigurðssonar og
vináttu. Þökkum fyrir allar vísurnar
og kvæðin og fyrir góðu stundirnar
í gegnum tíðina. Móður hans og
systrum sendum við samúðarkveðj-
ur.
Elsku Kiddý, okkar einlægustu
samúðarkveðjur. Megi guð gefa þér
styrk.
Ingólfur Steinsson,
Gylfi Gunnarsson.
Eftir barnaskólanám í Austur-
bæjarskólanum fór Valgeir í hér-
aðsskólann í Reykholti. Hann
minntist veru sinnar þar ávallt með
gleðiglampa í augum, átti þaðan
sýnilega góðar minningar. Seinna
fór hann í Kennaraskólann, eink-
um fyrir hvatningu og atbeina
föðurbróður síns, Stefáns náms-
stjóra og rithöfundar.
Eftir kennarapróf réðst hann
sem kennari að Bama- og gagn-
fræðaskólanum á Seyðisfirði,
haustið 1949. Þar varð síðan vett-
vangur hans til starfsloka 1989.
Af framanskráðu sést, að Val-
geir tjaldaði ekki til einnar nætur,
þegar hann kom hingað fyrst, hon-
um hefur sýnilega virst bæði stað-
urinn og íbúar þokkalega. Hér
hafði skóli starfað síðan 1881, og
var sá elsti á Austurlandi, gróin
og mótuð stofnun, þar sem jafn-
vægi og festa ríkti í öllu skóla-
starfi. Skólastjóri þá og lengi síð-
an, var valmennið Steinn Stefáns-
son, góður stjómandi og bjartsýnn
menningar- og framkvæmdamað-
ur. Það var því gott og lærdóms-
ríkt ungum kennara og starfsfús-
um að hefja þar störf. Þeir félagar
urðu líka samstarfsmenn þar í ald-
arfjórðung og var það staðnum
mikill ávinningur.
Mál skipuðust auðvitað fljótt á
þann veg, að svo hæfileikaríkur
maður og Valgeir fékk margvísleg
viðfangsefni utan síns aðalstarfs.
Liðveislu hans var oft leitað og
hann var bóngóður og lét fólk
ógjarnan ganga bónleitt til búðar.
Hann var skáldmæltur í besta
lagi og oft var leitað til hans þeg-
ar bundins máls var þörf. Hann
orti marga texta við vinsæl dægur-
lög, sem hafa notið vinsælda. Hann
orti einnig margan braginn á enn-
þá léttari nótum, sem fólk skemmti
sér við að syngja á þorrablótum
og öðrum gleði- og skemmtisam-
komum.
Sem drengur og unglingur hafði
hann leikið knattspyrnu með Val
og var því ávallt Valsari. Allar
íþróttir áttu mikið rúm í huga hans
og hann studdi framgang þeirra
með ráðum og dáð. Hann var lengi
í forystusveit Hugins, og starfaði
lengi sem knattspyrnudómari, var
ávallt reiðubúinn að hlaupa undir
bagga væri liðsinnis þörf. Þeir voru
ekki margir knattspyrnuleikimir
hér á vellinum, án þess að Valgeir
væri þar, annaðhvort sem dómari
áður fyrr eða sem áhorfandi til að
hvetja menn til dáða.
Það eru sem betur fer menn í
öllum stéttum, sem á kyrrlátan
hátt auka hróður stéttarinnar með
því að skila góðu starfi. Þegar ég
virði Valgeir fyrir mér að skilnaði
í daglegu starfi hans, verða sam-
viskusemi og heiðarleiki það sem
eftirminnilegast er í fari hans. Rík
réttlætiskennd og andúð á misrétti
einkenndi ávallt álit hans og orð-
ræðu. Hann var venjulega æðru-
laus og blátt áfram - en hlýr.
Glaðværð og spaugsemi var alltaf
rík í framkomu hans. Hann var
taustur maður. Honum var lagið
að sýna milda festu, en var öfga-
laus og kurteis. Hann kvartaði
ekki um annríki og var ávallt reiðu-
búinn að greiða úr vandamálum
bæði nemenda og samstarfs-
manna. Konfúsíus, hinn spakvitri
Kínveiji, segir: „Göfugur maður
veit skyn á skyldu sinni.“ Valgeir
vissi að framtíðin býr í unga fólk-
inu og hann vissi það skyldu sína
að veita því sem best veganesti —
helst betra þekkingarlega en kyn-
slóðin á undan hafði átt kost á.
Fljótlega eftir komu sína hingað
réðst það svo að Valgeir varð heim-
ilismaður hjá hinum mætu hjónum
Kristínu (Kiddý) og Guðjóni á
Vesturvegi 4. Þar var síðan heim-
ili hans til æviloka og bamabörn
þeirra hjónanna urðu hans barna-
börn. Guðjón lést fyrir tæpum
tveimur árum, missir fjölskyldunn-
ar er því mikill á stuttum tíma.
Þorvaldur Jóhannsson, fyrrver-
andi skólastjóri, sem flutti hingað
fyrir aldarfjórðungi, bjó fyrstu árin
á Vesturvegi 8. Það voru mikil og
góð samskipti og vináttutengsl
milli nágrannanna, enda voru þeir
Valgeir og Þorvaldur samstarfs-
MIIMNINGAR
menn. Þorsteinn, eldri sonur Dóru
og Þorvaldar, varð hálfgerður fóst-
ursonur þeirra á Vesturvegi 4 og
dvaldi þar jöfnum höndum og
heima hjá sér. Hann er nú búsett-
ur í Ástralíu, en er nú kominn um
langan veg til að fylgja kærum
fóstra sínum til grafar.
Dóra og Þorvaldur sem eru er-
lendis, harma fjarveru sína á sorg-
arstund. Þau votta hinum látna
virðingu og þakkir og öllum að-
standendum samúð.
Mér fínnst um fáa menn megi
segja með meiri sanni en Valgeir
Sigurðsson, að hann mátti ekki
vamm sitt vita í neinu og á engu
níðast því sem honum var til trúað.
Megi minning um góðan dreng
vera öllum huggun harmi gegn.
Jóhann Jóhannsson.
Guð gaf mér eyra
svo nú má ég heyra,
Guð gaf mér auga
svo nú má ég sjá.
Guð gaf mér hönd
svo ég gjört geti meira.
Guð gaf mér fætur
sem nú stend ég á.
Guð gaf mér höfuð
sem hugsar og dreymir,
hátt sem að lyftist
að vísdómsins lind.
Guð gaf mér hjarta,
já, hjarta sem geymir
hreina og geislandi
frelsarans mynd.
Þessar línur vildi vinur okkar
Valgeir Sigurðsson gjarnan hafa í
sálmabókinni. I rauninni segja þær
mikið um hans lífsgildi alla tíð.
Athugull fegurðardýrkandi, næmur
á talað orð og ekki síður ritað mál
naut hann sín í lífí og starfí. Kvik-
ur í hreyfingum, ötull og alúðlegur
var hann hvers manns hugljúfi. Og
oft var stutt í kímnina. Það var
gott að leita til Valgeirs í skólan-
um. Vart var viðkomandi búinn að
sleppa orðinu um æskilegan hlut í
kennslu eða upplýsingar af ein-
hveiju tagi, þegar Valgeir var þot-
inn af stað til að afla hins um-
beðna. Enginn var fljótari né fús-
ari. Félagi var hann góður og nota-
legur. Skemmtinn og orðhagur
kunni hann ógrynni af sögum og
lét fjúka í kviðlingum. Eru sumar
tækifærisvísur hans og ljóð við vin-
sæl lög löngu landskunn. Valgeir
var einnig félagslyndur utan skól-
ans og minnast þess margir.
„Vitið er gimsteinn sem ber
skærasta birtu, þegar það er í
umgerð af lítillæti og hæversku.“
Það var kannski þessi umgerð,
hæverskan og lítillætið, sem prýddi
vin okkar mest og best. Hvernig
hann gat á sinn hæverska hátt sleg-
ið á létta strengi, fært til betri
vegar og þjónað sínum samferða-
mönnum.
65 ára gamall ákvað Valgeir
Sigurðsson að láta af störfum.
Skólinn, þessi 40 ára starfsvett-
vangur Valgeirs, varð svo undar-
lega tómur, þegar hans naut allt í
einu ekki við. Það tók langan tíma
að jafna sig á þeirri breytingu. Þó
var raunabót að rekast á hann í
bænum í hverskyns erindagerðum
og geta þá rabbað við hann stund-
arkorn. Eða þegar Valgeirsleysið í
skólanum varð of yfirþyrmandi, þá
var vegur að knýja á hans dyr og
þiggja hressingu, veraldlega og
andlega. Hann bjó hjá góðu fólki
í öll þessi ár og leið greinilega vel.
En allt hefur sinn tíma. Kennari í
Qóra áratugi við sama skólann, þar
af yfirkennari í 14 ár og settur
skólastjóri í eitt ár í forföllum,
hans tími er kominn.
Skólastjóri lífsins skóla hefur
kallað og hinn ljúfí lærisveinn kveð-
ur okkur hin, sem sitjum eftir í
bekk en hann færist ofar. Þar ósk-
um við honum góðs brautargengis.
Nemendur og kennarar þakka
tengsl undanfarinna ára.
Ástvinum öllum biðjum við bless-
unar.
í þökk og virðingu.
Samkennarar við
Seyðisfjarðarskóla.
+ Hansína Jóhann-
esdóttir fæddist
á Eiði í Eyrarsveit
18. nóvember 1891.
Hún lést á St. Frans-
iskussjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 9.
mars síðastliðinn.
Hansína ólst upp á
Eiði en fluttist á
unglingsárum með
móður sinni til
Stykkishólms og átti
þar heima til dauða-
dags. Foreldrar
hennar voru Jó-
hannes Bjarnason,
f. 19.6. 1859, d. 1901, b. í Vind-
ási í Eyrarsveit, og Hildur
Helgadóttir, f. 31.7. 1855, d.
1935, húsmóðir í Stykkishólmi.
Hansína giftist 1917 Sigurði
Marinó Jóhannssyni, f. 1889,
d. 1961, sjómanni og verka-
manni í Stykkishólmi. Hann var
sonur Jóhanns Erlendssonar,
söðlasmiðs í Stykkishólmi og
Onnu Sigurðardóttur húsmóð-
ur. Börn Hansínu og Sigurðar
eru: 1) Hildur, f. 15.10. 1917,
húsmóðir í Reykjavík, gift
Kristjáni Sigurðssyni múrara
og eiga þau eina dóttur. 2)
Anna, f. 6.9. 1920, nú látin,
húsmóðir í Reykjavík, var fyrst
gift Bjarna Mar-
kússyni matsveini
og eignuðust þau
sex dætur en seinni
maður Önnu var
Jón Kristjánsson
sjómaður og eign-
uðust þau tvö börn.
3) Sæmundur, dó
ungur. 4) Þóra, f.
30.5.1925, húsmóð-
ir í Stykkishólmi,
ekkja eftir Kristin
Friðriksson frysti-
hússtjóra og eign-
uðust þau fjóra
syni. 5) Sigurbjörg,
f. 2.4. 1928, húsmóðir í Stykkis-
hólmi, gift Kristni Finnssyni
múrarameistara og eru börn
þeirra þijú. Fóstursonur Hans-
ínu og Sigurðar er Hergard, f.
16.9. 1931, sjómaður í Stykkis-
hólmi. Einnig ólst Anna dóttur-
dóttir þeirra að mestu upp hjá
þeim. Hansína stundaði verka-
mannastörf samhliða heimilis-
störfum. Hún var félagi í Kven-
félaginu Hringnum og í kristni-
boðsfélagi kvenna í Stykkis-
hólmi.
Útför hennar fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 18.
mars, og hefst athöfnin kl. 14.
í DAG þegar ég kveð ástkæra
ömmu mína hinstu kveðju streyma
fram í hugann margar ljúfar minn-
ingar sem henni tengjast og gott
er að ylja sér við. Allt það mikla
ástfóstur sem hún tók við alla í fjöl-
skyldu sinni á langri vegferð, hið
vandaða líferni hennar og trúar-
vissa, sem hún lagði ávallt mikla
áherslu á og vildi innprenta hjá
okkur hinum, stendur nú ljóslifandi
í minningunni. Fjölskyldunni var
það mikil gæfa að eiga hana svo
lengi heilsuhrauta, til að hugar og
handa, í góða níu áratugi, en það
voru okkur forréttindi sem við
þökkum Guði fyrir. Hún var okkur
líka ótrúlega mikil kjölfesta, þó að
í allri sinni hógværð væri, til henn-
ar var ávallt gott að leita því hún
var næm og skilningsrík. Þótt hún
væri ekki langskólagengin, hún
amma mín, fremur en allur fjöldinn
af hennar kynslóð, þá var hún vel
greind og stundaði skóla lífsins vel
og reyndist trú sínu kalli í lífínu.
Stefán G. segir:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða:
hvassan skilning, haga hönd
hjartað sanna og góða.
Hansína amma fæddist í Eyrar-
sveit og ólst þar upp til unglingsára
og henni var ávallt hlýtt til bernsku-
stöðvanna, en unglingur flytur hún
til Stykkishólms og á þar heimili í
90 ár. Henni þótti vænt um bæinn
sinn, Stykkishólm, og fylgdist vel
með vexti hans og viðgangi og hér
átti hún marga vinni og kunningja
gegnum tíðina.
Heimili afa og ömmu stóð á
Skólastíg 16, en í þá daga voru
eiginnöfn á húsum og hét þeirra
hús Klöpp. Þangað var ávallt svo
gott að koma í litla hlýja eldhsúsið,
fá að stauta í kverinu þar sem
pijónninn benti á orðin og tók sér
hvíld frá vanabundnu hlutverki.
Húsið þeirra stóð á lóð sem var á
miðju athafnasvæði okkar krakk-
anna „uppfrá" en við orum ekki
ávallt tilbúin til að virða eignarrétt
á ióðum, rófugörðum eða svefnfrið
vinnulúins fólks. En þessu tápmikla
unga fólki var þó ávallt fyrirgefið
en ákveðin umvöndun fylgdi þó
með. Samhliða vinnu sinni stundaði
afí lítillega sauðfjárbúskap og leyfði
okkur, barnabörnunum, að eiga
hlutdeild í því tómstundastarfí.
Hann naut sín vel í bjástri sínu við
kindurnar og ég held hann hefði
helst viljað gerast bóndi. Þótt afí
og amma væru á margan hátt ólík
að upplagi var sambúð þeirra mjög
náin og traust alla tíð. Það var
þungt áfall fyrir þau að missa son
sinn ungan og sá harmur hvíldi
lengi þungt á þeim. En dætur þeirra
fjórar og fótursonur auðuguðu líf
þeirra enda voru þau börnum sínum
allt sem þau máttu. Svo var einnig
með Önnu, dótturdóttur þeirra, sem
að mestu ólst upp hjá þeim og var
augasteinninn þeira. Þegar afí deyr
flytur amma uppfrá því á heimili
foreldra minn og er þar heimilisföst
í 16 ára. Það var vissulega dýrmæt-
ur tími okkur öllum að hafa Hans-
ínu ömmu á heimilinu þetta lengi.
Þótt hún þreyttist aldrei á að segja
að hún væri bara fyrir. Við hin
vorum þar sannarlega þiggjendur
og samband mömmu og hennar var
einstaklega náið og gæfuríkt alla
tíð. Þó að sambýli þriggja kynslóða
sé eitthvað sem fellur ekki að tiðar-
anda dagsins í dag þökkum við
bræðurnir fyrir að hafa fengið þau
uppvaxtarskilyrði og teljum það
okkur til mikilla tekna. Amma var
ákaflega frændrækin og lagði sig
alla fram um að halda utan um
hópinn sinn sem dreifðist svo víða
og fjölgaði stöðugt, enda var hún
elskuð og virt af okkur öllum og
ættingjarnir ólatir að heimsækja
hana þótt um langan veg væri að
fara. Hún fylgdist vel með þótt
árin færðust yfir og tók þátt í fé-
lagsstarfí Kvenfélagsins Hringsins
og var félagi kristniboðskvenna í
Stykkishólmi í mörg ár. Hansína
amma var í tvö ár á dvalarheimili
aldraðra_ hér og leið þar vel nærri
gamla húsinu sínu við Skólastíg en
síðustu árin varð hún að dveljast á
St. Franciskussjúkrahúsinu þar sem
hún lést 103 ára gömul.
Umönnun systranna á sjúkrahús-
inu og alls starfsfólks var einstök,
sem við svo mörg þekkjum, systurn-
ar voru vinir hennar og í þeirra
skjóli leið henni vel, þar verður
enginn einn.
Nú er leiðarenda náð eftir langt
æviskeið og framundan eru nýjar
brautir fyrir Iéttstíga stúku á ást-
vinafund.
Lækkar lífdaga sól
löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þeim frið
gleddu og blessaðu þá
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Guð blessi minningu Hansínu
Jóhannesdóttur.
Ellert.
HANSÍNA
JÓHANNESDÓTTIR