Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ <5- í Kolaportinu Hagkvæm innkaup er Til dæmis dfV9*‘a kjarabótin Bækur, kjolar, nybökuð brauð frá HVERAGERÐI, SKARTGRIPIR, HÁKARL OG ILMVÖTN. Gallabuxur, LEIKFÖNG, RÚMFATNAÐUR, ÚRVALS KARTÖFLUR, VERKFÆRI, ÍSLENSKT HANDVERK OG SÆLGÆTISSÍLDIN FRÁ bergi. Geisladiskar, SALTFISKUR, SÆLGÆTI, HANNYRÐAVÖRUR, LESGLERAUGU, HARÐFISKUR OG DÚNMJÚKAR KÓKÓSBOLLU R. MÁLVERK, SLÆÐUR, GRÆNMETI, SKÓR, HVALKJÖT OG BESTA FISKBÚÐ LANDSINS. Fallegir T HAILENSKIR SKRAUTMUNIR, KÖKUR, SOKKAR, BÚSÁHÖLD OG GÓMSÆTUR LAX HJÁ Skarphéðni. 09 í Kolaportinu færðu mikið úrval af vönduðum vörur á kjarabótaverði hjá 200 seljendum! laugardag kl. 10.-16. og sunnudag kl. 11.-17. MARKAÐSTORG FÉLAGS- OG FRÆÐSLUFUNDUR Samband veitinga- og gistihúsa heldur félags- og fræðslufund 22. og 23. mars nk. i ráðstefnusal A á Hótel Sögu. Dagskrá er eftirfarandi: Miðvikudagur 22. mars 13:10 SETNING Ásiaug Alfreðsdóttir, formaður SVG UMHVERFISMÁL HÓTELA OG VEITINGAHÚSA 13:20 ÁVARP Össur Skarphéðinsson, umhverfismálaráðherra. 13:30 UMHVERFISMÁL, HÓTELA OG VEITINGAHÚSA Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SVG 14:00 UMHVERFISSTEFNA SCANDIC HÓTELKEÐJUNNAR Sigrún Sigurðardóttir, markaðsstj. Flugleiðahótelanna erlendis 14:15 FLOKKUN SORPS - ER HÆGT AÐ LÆKKA FÖRGUNAR- KOSTNAÐ FYRIRTÆKJA? Óskar Maríusson, forstöðumaður umhverfismáladeildar VSÍ 14:45 HREINLÆTISVÖRUR - SKAÐSEMI ÞEIRRA - SKAMMTASTÆRÐIR Ólafur Haraldsson, hreinlætisráðgjafi 15:15 KAFFI 15:45 LÍFRÆNN MATUR Baldvin Jónsson, ráðgjafi 16:00 REYKLAUS SVÆÐI í HÓTELUM OG VEITINGAHÚSUM Halldóra Bjarnadóttir, formaður tóbaksvarnanefndar 17:00 VÖRUSÝNING — REKSTRARVÖRUR HF„ RÉTTARHÁLSI 2. Fimmtudagur 23. mars 09:30 HEILBRIGÐISEFTIRLIT — NÝ HEILBRIGÐISREGLUGERÐ Gunnar Kristinsson, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. 10:30 FLOKKUN GISTISTAÐA Jónas Hvannberg, hótelstjóri 10:45 STEFNUMÓTUN i GÆÐA- OG UMHVERFISMÁLUM Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri SÓLAR hf. 11:15 LÍFEYRIS- OG EFTIRLAUNAMÁL STJÓRNENDA Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður reksturs sjóða VÍB 12:00 HÁDEGISVERÐUR 13:30 LÖG UM ALFERÐIR — TRYGGINGAR Sigrún Kristmannsdóttir, fulltrúi frá Samkeppnisstofngn Guðný Björnsdóttir, lögfræðingur 14:30 MARKAÐSSETNING í FRAMTÍÐINNI „AMADEUS ÍSLAND“ Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri „Amadeus ísland" INTERNET Fulltrúar Miðheima hf. 15:30 KAFFI 16:00 ÞRÓUN VERÐLAGS OG NÝTINGAR Á GISTISTÖÐUM Gunnar Karlsson, hótelstjóri Nánarí upplýsingar og skráning er á skrifstofu SVG i símum 27410 og 621410. I DAG BRIPS llmsjón Guðm. I’ á 1 I Arnarson FLEST pörin spiluðu spaðabút, eða jafnvel fjóra spaða, í eftirfarandi spili úr Sunday Times keppn- inni. Hollendingarnir Wubbo de Boer og Bauke Muller voru þeir einu sem sögðu þijú grönd, sem er ekki slæmt geim eftir opn- un austurs á hjarta. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á V 1098 ♦ G1Ö983 ♦ ÁG87 Suður ♦ DG8632 V KD7 ♦ ÁD2 ♦ 6 Rosenberg og Deutsch frá Bandaríkjunum voru í AV: Vestur Norður Austur Suður Deutsch Muller Rosenberg de Boer 1 hjarta 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartasexa. Sagnhafí fékk að eiga fyrsta slaginn á hjartatíu blinds. Hvemig myndi les- andinn spila? De Boer fann lykilspila- mennskuna þegar hann tók spaðaásinn í öðrum slag, áður en hann spilaði tígli. Hann var öruggur með níu slagi ef austur átti tígulkóng annan eða þriðja, en sú vand- virkni að taka fyrst spaðaás- inn borgaði sig þegar í Ijós kom að austur átti engan Norður ♦ Á V 1098 ^ ♦ G10983 + ÁG87 Austur ♦ K54 II ;ÁG532 * KD932 Suður ♦ DG8632 V KD7 ♦ ÁD2 ♦ 6 Rosenberg henti laufi og de Boer stakk upp tígulás. Og sótti spaðann með því að spila drottningunni. Nú er spilið öruggt þar eð spað- inn fellur. Ef spaðaásinn er ekki tek- inn fyrst, neyðist sagnhafi til að gefa vestri slaginn á tígulkóng. Vestur brýtur og þá fær sagnhafi aldrei nema átta slagi. tígul! Vestur ♦ 1097 V 64 ♦ K7654 ♦ 1054 COSPER lCOSPLR HALTU bara áfram að sofa. Þú ert þó ekki hrædd við þrumuveður? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkarkveðja GÓÐU vinir og stuðn- ingsfólk um land allt. Nú, þegar sól er farin að hækka á lofti og líf okkar hér í Laufási farið að færast í eðlilegt horf eftir erfið veikindi, verð- ur okkur hugsað til ykk- ar allra sem á ýmsan hátt hafið stutt við bakið á okkur með kveðjum og góðum gjöfum. Það er okkur ómetanlegt að finna alla þá hlýju og þann velvilja sem þið hafið sýnt okkur, og þannig hvatt okkur til að líta björtum augum til komandi tíma. Við þökkkum af alhug umhyggju ykkar og stuðning við okkur hér í Laufási og biðjum ykkur blessunar Guðs. Pétur Þórarinsson, Ingibjörg S. Siglaugsdóttir. Gæludýr Kettlingar NOKKRIR kassavanir átta vikna kettlingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 675404. SKÁK Umsjón Margcir Pctursson ENGLENDINGURINN Nig- el Short (2.655) hefur sýnt góð tilþrif á Linaresmótinu en verið seinheppinn eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Short hafði hvítt og átti leik en ungi Rússinn Sergei Tivj- ■ akov (2.625) var með svart og átti 7 leik. Short hafði þrá- 6 sinnis hafnað jafn- tefli í þessu endatafli 5 og lék síðast 44. Ke3- f4 og hefur líklega 4 talið að svartur væri 3 í leikþröng. Svo reyndist þó ekki vera: 2 STÖÐUMYNDB Short var tilbúinn til að fórna riddara sínum í stöðunni, því eftir 44. — Ke6 45. Kg5 - Kd7 46. Kxg6 - Kxc8 47. Kxg7 vinnur hvítur á h peði sínu. En Tivjakov á einn leik í stöðunni og fann hann: 44. — g5+! 45. hxg5+ — Ke6 (Leið hvíta kóngsins að mikilvæga peðinu á g7 er nú lokuð og nú er það Short sem þarf að finna einstigi til jafn- teflis: 46. a3! — g6 47. g4! — fxg4 48. Ke4! því 48. — Kd7 má svara með 49. Kd5. Hann kom ekki auga á þetta og lokin urðu:) 46. g6 — Kd7 47. Rxa7 — Rxa7 48. Kxf5 - Rc6 49. f4 - Re7 50. Kg5 - Ke6 51. g4 - Rc6 52. f5+ - Ke5 53. Kh4 - Rd4 54. Kg3 - Re2+ 55. Kh4 - Rf6 56. a3 - Rd4 57. b4 — b5! (laglegur loka- hnykkur!) 58. cxb5 — c4 59. b6 - Rc6 60. b7 - c3 61. b5 — Rb8 og Short gafst upp. Víkverji skrifar... HÚSMÓÐIR hringdi til Vík- veija í vikunni og vildi bénda á að bændur á nýju búnaðarþingi ræddu mikið um hvers vegna svo lítið seldist af kindakjöti. Þeim ein- um virtist ekki ljóst hvers vegna fólk keypti ekki kjötið, en það væri auðvitað vegna þess að bæði væri það allt of dýrt og ef um til- boð og lækkað verð væri að ræða, væri kjötið bæði gamalt, vitlaust skorið fyrir fólk og að auki allt of feitt. Húsmóðirin sagðist helzt iq'ósa framhrygg, ef hún mætti velja, en sá hluti skepnunnar kvað hún fok- dýran og kílóið komið yfir eitt þúsund krónur. Fyrir venjulegt fólk, svo að ekki sé talað um líf- eyrisþega, væri þetta allt of dýrt. Þá kvaðst hún hafa nokkrum sinn- um keypt hálfan skrokk í poka og fengið eintómt fiturusl. „Svo sitja þessir menn á bún- aðarþingi og ræða, hvers vegna salan á kindakjötinu hrapaði niður úr öllu valdi,“ sagði frúin, sem taldi kjötið eitthvert hið bezta, sem unnt væri að fá. XXX NAFNLAUSA sveitarfélagið á Suðurnesjum hefur enn ekki fengið nafn og fór síðasta kosning um nafngiftina út um þúfur. Nú hefur verið ákveðið að efna til nýrra kosninga um nafngift á sveitarfélagið samhliða alþingis- kosningunum hinn 8. apríl næst- komandi. Meðal nafna, sem bæjar- stjórn nafnlausa sveitarfélagsins hefur mælt með, er Suðurnesbær og hefur það heiti verið ganrýnt m.a. af Þórhalli Vilmundarsyni prófessor, sem segir að Suðurnes hafi jafnan verið notuð í fleirtölu en ekki eintölu. Er Víkverji að mörgu leyti sammála Þórhalli í gangrýni hans á nafnið Suð- urnesbæ. En fleiri nöfn koma vissulega til greina og í vikunni gaukaði Baldur Ingólfsson skjalaþýðandi að Víkveija enn einni nafnatillög- unni og finnst Víkveija uppá- stunga hans ekki verri en þær sem til umræðu eru. Baldur segir að helzta prýði Suðumesja sé fjallið Keilir, sem sjáist víða að og prýðir m.a. fjallahringinn frá höfuðborg- inni. Hann stingur upp á orðinu Keilisbær, en það nafn hefur það sér til ágætis að það hefur ekki verið til áður og hljómar auk þess vel í munni. Því kemur Víkveiji þessari tillögu Baldurs á framfæri. Annars finnst Víkveija engin spurning um hvað sveitarfélagið eigi að heita. Það á auðvitað að heita Keflavík og Keflavíkurbær. Keflavík er eitt þekktasta bæjar- nafn á íslandi um víða veröld vegna flugsins. Ef menn hugsa í alvöru um verðmæti nafnsins Keflavík og þá góðu auglýsingu sem það hefur fengið alls staðar, blandast engum hugur um hvert heiti sveitarfélags- ins á að vera. xxx KONA úr hópi eldri borgara í Reykjavík hefur haft á orði við Víkveija að æði oft, þegar hringt er í félagsmálayfirvöld og spurt um einhvern embættismann- inn, fást þau svör að viðkomandi sé annaðhvort á fundi eða staddur erlendis á ráðstefnu. Jafnan sé einnig kvartað undan því að elli- málin kosti mikið og að nauðsyn- legt sé að spara í þeim mála- flokki. Samt séu haldnar ráðstefn- ur og fundir um þennan málaflokk alltaf annað slagið og þar sé fullt út úr dyrum, þar sem allir, sem að málaflokknum standi, þurfi að láta ljós sitt skína. Og konan spyr. Hve mikið kosta allar þessar ráðstefnur og hve mik- ið fjármagn fer í ferðakostnað fyr- ir þetta fólk á fundi og ráðstefnur erlendis, þar sem fjallað er um hvað gera skuli við gamla fólkið? Er ekki hægt að spara á þessum sviðum? Hún kvaðst þess fullviss að spara mætti stórar summur með því að fella niður slíkar kjaftasam- komur og að fólkið, sem stöðugt væri á á fundum og ráðstefnum, sneri sér að því að hefja einhveijar umbætur í málefnum aldraðra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.