Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ • Morgunblaðið hefur um nokkurt skeið unnið að könnun á endalokum Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem um áratuga skeið var ein umsvifamesta viðskiptasam- * * steypa á Islandi. I fjórum greinum, sem birtast í dag og næstu daga, er lýst síðustu misserum í sögu þessarar samsteypu. Jafnframt er því lýst hvernig Landsbanka ís- lands tókst að leysa upp viðskiptaveldi Sambandsins, án þess að bankinn yrði fyrir milljarða tapi og ísland fyrir alvarlegum álitshnekki á erlendum fjármálamörkuðum. ENDALOK SAMBANDSINS Landsbanki Islands vann mikið afrek í kyrrþey við lokauppgjör við sinn stærsta viðskiptavin og skuldunaut, Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Agnes Bragadóttir lýsir hér, í fyrstu grein sinni, aðdraganda stofnunar Hamla, eignarhaldsfélags Landsbankans, og stöðu Sambandsins sem við blasti um mitt sumar 1992. Þær voru ekki troðnar slóðimar, sem Landsbankinn fór í undirbúnings- starfí sínu, sem stóð fram á haust 1992.' FYRSTA GREIIM EGAR viðskiptafræð- ingar, endurskoðend- ur og bankasérfræð- ingar 21. aldarinnar rýna í banka- og við- skiptalífssögu síðustu áratuga þessarar aldar, munu þeir áreiðan- lega komast að þeirri niðurstöðu, að Landsbanki Islands hafi með yfirtöku á eignum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, þann 11. nóvember 1992, með stofnun eign- arhaldsfélagsins Hamla hf., forðað sjálfum sér frá meiriháttar reiðar- slagi - líklega einu því mesta sem vofað hefur yfir bankanum. Sennilega bjargaði þessi djarfa ákvörðun ekki einungis virðingu Landsbankans, heldur eru miklar líkur á, að uppgjör við Sambandið með þessum hætti, hafi tryggt að lánstraust íslendinga erlendis, beið ekki skaða. Þetta er sameigin- legt mat fulltrúa Landsbankans og Sambandsins og fleiri. Enn hefur engu heildarljósi ver- ið varpað á samskipti Landsbank- ans og SÍS, geigvænlega skulda- stöðu Sambandsins, sem stjórn- laust fór versnandi ár frá ári, án þess að nokkuð væri aðhafst og ótrúlegan sofandahátt Landsbank- ans gagnvart þessum langstærsta skuldunaut sínum, í óheyrilega langan tíma. Né hefur það verið tíundað í samhengi, hvernig Landsbankinn, með ákveðinn starfshóp í farar- broddi, undirbjó yfirtöku á eignum Sambandsins, til þess að forða því að bankinn mætti þola nánast óbærilegt tap, kæmi til allsherjar- gjaldþrots Sambandsins og fyrir- tækja því tengdum. Markvisst stjórnunartæki Þessi viðskiptasaga úr íslensku banka- og viðskiptalífí, sýnir hversu miklum breytingum við- skipta- og fjármálalíf Islendinga hefur tekið á undanförnum árum. í dag eru tryggingar fyrir útlánum mun traustari en áður, eftirlit út- lána hefur stóraukist, útlánastýr- ing er orðið markvisst stjórnunar- tæki og vinnubrögð virðast vera orðin sérfræðilegri, faglegri, vand- aðri og agaðri en áður. Guðjón B. Ólafsson, heitinn, var ráðinn sem forstjóri SIS árið 1986, að undangenginni talsverðri bar- áttu um forstjórastólinn, sem Val- ur Arnþórsson, heitinn, stjórnar- formaður Sambandsins sóttist um skeið eftir, en varð síðan fráhverf- ur forstjórastólnum, áður en dró til hreinnar úrslitabaráttu. Guðjón þótti hafa staðið sig með afbrigðum vel, sem forstjóri Ice- land Seafood Corporation, dóttur- fyrirtækis Sjávarafurðadeildar Sambandsins í Bandaríkjunum og var í hugum margra, vel að því kominn að verða arftaki Erlends Einarssonar, á forstjórastól. Sú varð líka niðurstaðan, þótt ráðning Guðjóns væri aldrei óumdeild inn- an Sambandsins. Svo virðist sem stjórnendur Sambandsrisans, forstjórar, fram- kvæmdastjórar og Sambands- stjórn, hafi haft afar takmarkaða yfirsýn yfir ólíka rekstrarþætti þessa stærsta fyrirtækis landsins í allmörg ár áður en að skuldadög- um Sambandsins kom. Hvað voru stjórnendur Sambandsins að hugsa?! Slíkt hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það, hvað menn voru að hugsa, sem stýrðu at- vinnurekstri sem velti tugum milljarða króna, og voru í for- svari fyrir hreyfingu sem taldi yfir 47 þúsund manns, þegar fé- lagar innan Sambandsins voru hvað flestir. Að vísu má ekki gleyma því hvernig Sambandsstjórn var ávallt valin. Það gerðist á flölmennum aðalfundum Sambandsins, þar sem bændur og kaupfélagsstjórar öttu kappi hver við annan og sótt- ust eftir þeirri virðingarstöðu að skipa sæti í Sambandsstjórn. Rekstur Sambandsins skiptist á sínum tíma m.a. í: • Iðnrekstur • Útgerð • Skipaflutninga • Verslunarrekstur • Sjávarafurðasölu • Búvörudeildarrekstur • Heildsölu Það liggur í augum uppi, að geysilegrar þekkingar og yfírsýn- ar verður að kreijast af stjórnend- um þeirra, sem halda eiga utan um jafn margbrotinn rekstur og Sambandsreksturinn var. Stjórnskipulega má því ætla að rekstur og ákvarðanataka Sam- bandsins hafi verið hrein og klár tímaskekkja í áraraðir, án þess að nokkur maður hafi gert sér grein fyrir þeirri staðreynd. Jafnvel sú ákvörðun að brjóta upp rekstur Sambandsins, í sex sjálfstæð hlutafélög um áramótin 1990/1991, dugði ekki til, því eft- ir sem áður var reksturinn allt of tengdur innbyrðis. Ætla má að algjört andvara- og stjórnleysi hafi orðið Samband- inu að falli, en einnig hafi aðrir þættir, svo sem eins og sú mikla breyting sem varð á fjármagns- markaði, með tilkomu verðtrygg- ingar, hjálpað til og flýtt fyrir endalokunum. Sennilega gerðu engir stjórn- endur Sambandsins, a.m.k. ekki þeir sem höfðu úrslitaáhrif í ákvarðanatöku um fjárfestingar og lántökur, sér nokkra grein fyr- ir því hversu mikil og afdrifarík áhrif urðu af verðtryggingunni árið 1978. Skipulag Sambandsins, eða öllu heldur skipulagsleysi, gerði það að verkum, að énginn áttaði sig á breytingunum og af- leiðingum verðtryggingarinnar og þýðingu þess að draga úr lántök- um og fjárfestingum. Allt var lát- ið reka á reiðanum, aðhalds- og eftirlitslaust. Þegar Sambandsmenn líta í dag um öxl, vilja þeir ekki kenna verð- tryggingunni einni um, að svo fór sem fór, þótt þeir telji vissulega að hún hafi haft sín áhrif. Helstu skýringuna segja þeir vera botn- lausan taprekstur verslunarþátta Sambandsins í áraraðir, auk þess sem þeir telja hluta skýringarinnar vera þá staðreynd, að skuldir Sam- bandsins jukust frá ári til árs, án þess að nokkurn tíma væri ráðist að rótum vandans. Menn hafi ein- faldlega ekki verið nógu vökulir. Ekki svo að skilja að þar hafi forkólfar Sambandsins verið einir um sök, því eftirlit, aðhald og gæsla að því er varðaði fullnægj- andi tryggingar Sambandsins vegna lántöku, virðist hafa verið í molum, af hálfu Landsbankans, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríki í ríkinu Fáar haldgóðar skýringar hafa verið gefnar á því, hvers vegna útlánaeftirlit Landsbankans var ekki öflugra og traustara en raun bar vitni. Helst virðist Landsbank- inn hafa litið á Sambandið sem hálfgert ríki í ríkinu. Sambands- menn eru þessu sammála og segja Sambandið sjálft hafa verið svo stórt og öflugt, að stjórnendur þess hafi litið það sömu augum og Landsbankinn. SÍS hafi einfaldlega tilkynnt fyrirhugaða lántöku og í hana hafi verið ráðist. Litið hafi verið á hið öfluga Samband sem jafn- traustan viðskiptavin og ríkissjóð og ábyrgðir þess hafí verið jafn- góðar og ríkisins. Þetta mun ekki einasta hafa verið afstaða Landsbankans, held- ur munu erlendir lánadrottnar hafa litið hið stóra Samband svip- uðum augum. Til marks um þetta má benda á að Sambandið tók lán hjá 10 erlendum bönkum, sem um tíma stóðu í um 2,5 milljörðum króna, í gegnum Lundúnaskrif- stofu sína. Þetta gerði Sambandið án þess að aðalviðskiptabanki þess, Landsbanki íslands, hefði hugmynd um hversu mikil lántaka Sambandsins var í gegnum er- lenda banka. Raunar undrast Sambands- menn það í dag, að þetta skuli hafa gerst, án vitundar Lands- bankans. Segjast engar skýringar hafa, hvorki að því er varðar Sam- bandið né Landsbankann, en telja helst, að erlendir lánardrottnar hafi litið á Sambandið svipuðum augum og Landsbankinn, þ.e.a.s. sem ríki í ríkinu, sem þeir viður- kenna jafnframt að hafi verið ríkj- andi viðhorf innan Sambandsins. Haustið 1992 stóðu þessi er- lendu lán í rúmum 1.200 milljónum króna, en það var Landsbankinn sem að mestu hafði greitt niður hin erlendu lán og skuldir ein- stakra Sambandsfyrirtækja höfðu að sama skapi aukist í Landsbank- anum. • Hagdeild Landsbankans • Útlánastýring Landsbankans • Fyrirtækjaviðskipti Landsbankans Á þessum árum var svokölluð Hagdeild Landsbankans við lýði, þar sem ofangreint eftirlit átti að fara fram, en haft er fyrir satt, að það hafi ekki verið fyrr en eft- ir mitt ár 1988, þegar bankastjórn Landsbankans samþykkti að ráða breska fyrirtækið Speisen & Op- penheim, til þess að gera allsherj- ar uttekt a Landsbankanum og starfsskipulagi hans, að breyttra og bættra vinnbragða af hálfu bankans tók að gæta. Ein megintillaga Speisen & Oppenheim var sú, að Landsbank- inn setti á stofn sérstaka deild, Útlánastýringu. Það var gert með því að kljúfa Hagdeildina gömlu upp í tvær sjálfstæðar deildir inn- an bankans, Fyrirtækjaviðskipti og Útlánastýring. Nýja fyrirkomu- laginu var svo endanlega hrint í framkvæmd árið 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.