Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Teg. 1038.
Litir: Svart & brúnt leður.
Stærðir: 39-46.
I Verð kr. 4.900
Verð kr. 4.600
Teg: 3013.
Litir: Svart & vínrautt leður.
Stærðir: 39-46.
SKO
GLUGGINN
SKÆÐI MÍLANÓ
Reykjavikurvcgi 50 - Siml 654275
KRINGLUNNI8-12 S. 689345
IAUGAVEGI 61-63, SÍMI 10655
Póstsendum samdægurs. 5% staðqreiðsluafsl.
STEILARTILBOU
^ /
Mest seldu steikur a Islandi
Ljúffengar nautagrillsteikur á
495 KR.
Stendur til
31. mars.
Jarlinn
V E I T I N G A S T O F A -
Sprengisandi
M. ‘ '4. ~
Srmlii |>öntunar8cðilinn í |JÓ»ti cða bringdu <>(! pantartu t'rccmans vörnliatnnn.
Við scnitum liunn iil j>íu í (lústkriifu Haindicjiurs.
nafn_________~......:________________L_------;L.. --~í----—
helmiHsfang______________ . _____:.................■
póstnr. staður
kennitala ____________________
"
Listinn kostar 490 kr. sem dregst frá fyrstu pöntun.
Sendist til: KRKKMANS, BÆJAKHRAUNl 14,
222 HAFNAKKJÖRÐlfR, fjyg
S í MI 565 3900 sími: 565 8800
-kjarni málsins!
I DAG
HOGNIHREKKVISI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Þekkir einhver piltinn?
ÞESSI mynd fannst fyrir utan Nóatún í Furugrund
skömmu fyrir jól. Kannist einhver við piltinn á mynd-
inni má hann hafa samband í síma 691323.
SKÁK
Umsjón Margcir
Pctursson
ÞESSI staða kom upp í
viðureign tveggja stór-
meistara á Pan Pacific
mótinu í San Francisco um
daginn. Englendingurinn
Dr. John Nunn (2.630)
hafði hvítt og átti leik, en
heimsmeistari kvenna,
Xie Jun (2.555), 25 ára
frá Kína var með svart.
Hún lék síðast 23. - De4-
b7.
24. Rxf7! - Kxf7 25.
Dh5+ - Kg8 26. Hxe6 -
Hc5 27. h4 - h6 28.
Hxh6! - gxh6 29. Dg6+
- Kh8 30. Dxh6+ - Kg8
31. De6+ og Xie Jun gafst
upp því 31. - Kf8 32. Bh6
er mát og að öðrum kosti
fellur svarti biskupinn á
e7.
Fimmta umferðin á
Skákþingi Norðurlanda,
sem jafnframt er svæða-
mót, fer fram í kvöld kl.
16 á Hótel Loftleiðum.
Pennavinir
FJÓRTÁN ára sænsk
stúlka með áhuga á tón-
list og köttum:
Anna Nissrot,
Ringviigen 32i,
614 33 Söderköping,
Sweden.
Þakkir til
Hemma Gunn
KONA hringdi og bað eftir þættinum og allir
Velvakanda fyrir þakk- sem vettlingi geta valdið
læti til Hemma Gunn hópast í sjónvarpssalinn.
fyrir hans frábæru þætti. Einnig óskaði hún eft-
Hún vinnur við umönnun ir því að þátturinn hans,
aldraðra og segir að Á tali hjá Hemma Gunn,
gamla fólkið bíði í ofvæni verði lengdur.
Gæludýr
Tveir kettir á flækingi
TVEIR fullvaxnir kettir beðið að athuga í kjallara
hurfu frá heimili sínu, eða geymslu ef vera
Mávahlíð 43, 17. mars kynni að þeir hafi lokast
sl. Annar kötturinn er inni.
brúnyijótt læða, en hinn Hafí einhver orðið
gulbrúnn högni, geltur ferða þeirra var er hann
og eyrnamerktur. vinsamlega beðinn að
Fólk í Hlíðahverfi er hringja í síma 17175.
250 g sykur
í UPPSKRIFT meistara-
kokkanna, Óskars og
Ingvars, í Daglegu lífi í
gær féll niður að 250 g
af sykri eiga að fara í
Brownies-súkkulaðikök-
urnar.
Arétting
í frétt á bls. 19 í Morgun-
blaðinu á fimmtudag um
leiðtoga sértrúarsöfnuðar
í Japan gætti óná-
kvæmni. Ekki var átt við
innhverfa íhugun (transc-
endental meditation) eins
og þekkist á Vesturlönd-
um.
COSPER
VAKNAÐU Kjartan. Ég hef á tilfinningn
að það sé þjófur í húsinu.
TUTTUGU og fjögurra
ára Ghanastúlka með
margvísleg áhugamál:
Jesse Doomson sr.,
P.O. Box 361,
Agona Swedru,
Ghana.
t .p.mi?r.TT
Víkveiji skrifar...
KUNNINGI Víkveija kom að
máli við hann og vildi mót-
mæla hundalógík Innheimtudeildar
Ríkisútvarpsins, sem hann kallaði
svo, en þeir auglýstu: „Þeir sem
greiða á réttum tíma spara 10%.“
Þetta er dæmi um fullyrðingu, sem
ekki stenzt, sagði kunninginn, sem
sagðist ávallt greiða afnotagjaldið
á réttum tíma, kr. 2.000 og slyppi
þá ekki með að greiða 1.800 krónur
eins og ætla mætti af orðalagi aug-
lýsingarinnar.
„Ég spara með öðrum orðum
ekki krónu, við það að greiða á
réttum tíma. Ef ég hins vegar greiði
EKKI á réttum tíma, leggst 10%
álag á gjaldið og um það snýst
málið,“ sagði kunninginn og bætti
við: „Innheimtudeildin ætti að sjá
sóma sinn í að orða auglýsingar
sínar og áminningar nákvæmar og
vera ekki að gefa í skyn einhvers
konar spamað, sem ég get ekki náð.
Þessi röksemdafærsla deildarinnar
er ekkert annað en hundalógík.“
xxx
OG FLEIRI auglýsendur á veg-
um ríkisins hafa undarlegar
hugmyndir um sparnað. Ríkissjóður
íslands segir gjarnan, þegar hann
er að reyna að fá fólk til þess að
lána sér peninga: „Eyddu í sparn-
að“ og á þá við að menn eigi að
kaupa spariskírteini ríkissjóðs.
Sparnaður og eyðsla eru andstæð
hugtök og það er lífsins ómögulegt
að eyða þeim sömu peningum og
maður sparar með sömu aðgerð-
inni, nema þá að ríkissjóður íslands
líti svo á að þessi sparnaður að
kaupa spariskírteini ríkissjóðs sé
glataður eyrir fyrir þann sem kaup-
ir skírteinin. Víkveija segir svo
hugur, að það sé þó ekki hugsunin
á bak við þessa auglýsingu.
xxx
EIR aðilar, sem ætla að ganga
yfir Grænlandsjökul eða fara
eitthvað út fyrir byggð verða að
kaupa sér tryggingu. Þannig verða
þeir að tryggja sig fyrir því að leita
þurfi að þeim og iíta menn á slíka
forsjálni sem sjálfsagðan hlut rétt
eins og menn verða að kaupa sér
tjald og svefnpoka, sem halda á
þeim hita í kulda og trekki uppi á
jöklinum.
En hér á íslandi fara menn van-
búnir upp á hálendið í hverri viku
án þess að þurfa að gera nokkrar
slíkar ráðstafanir svo sem að
tryggja sig fyrir því ef nauðsyn ber
til að hefja að þeim leit. Leit, sem
felst í því að senda fjölmennar
björgunarsveitir upp á hálendið með
alls konar tækjabúnað, kostar eng-
an smáskylding og það er rétt eins
og menn telji það sjálfsagt, að þeim
séu gefnir allir þeir fjármunir, sem
björgunarsveitir leggja þar til.
Það er í senn réttlætismál og
sjálfsögð krafa að menn, sem fara
á hálendið og í óbyggðir um miðjan
vetur kaupi sér tryggingu fyrir því
að þeir lendi í villum og iífshættu.
Almenningur á ekki að þurfa að
greiða fyrir þetta fjallasport, sem á
stundum er ekkert annað en fífl-
dirfska. Menn verða sjálfir að
standa undir kostnaði við eigið sport
og geta ekki ætlazt til þess að
kostnaður við það sé greiddur af
almannafé. Því virðist sjálfsagt að
menn fari að dæmi Grænlendinga
og skyldi aðila, sefn fara til ijalla
til þess að taka sér tryggingu fyrir
óvæntum áföllum, sem þeir kunna
að verða fyrir í þessu sem öðru.