Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 11 FRÉTTIR Tryggingayfirlækni vikið úr stöðu sinni „Eg ætla að leita réttar tnins fyrir dómstólum“ JÚLÍUSI Valssyni tryggingayfir- lækni var í gær vikið úr stöðu sinni vegna skattalagabrota. Segir í uppsagnarbréfi frá heilbrigðisráð- herra að Júlíus sé óverðugur til að gegna stöðunni. „Að undangenginni ítarlegri athugun gagna málsins og að fengnu áliti embættis ríkislög- manns er það.mat ráðuneytisins að þér fullnægið ekki lengur skil- yrðum 3. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að gegna stöðu tryggingayfir- læknis. Ráðuneytið telur að með skattalagabrotum yðar vegna tekjuáranna 1990 og 1991 hafið þér sýnt af yður athæfi sem telst óhæfilegt, ósæmilegt og ósam- rýmanlegt stöðu yðar. Með sekt- argerð dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 27. febrúar sl. hefur því verið slegið föstu fyrir dómi að þér hafið gerst sekur um þann refsiverða verknað sem að mati ráðuneytisins gerir yður óverðugan að gegna stöðu trygg- ingayfirlæknis," segir í uppsagn- arbréfinu. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra segir í samtali við Pál Þór- hallsson að ekki hafí verið annað veijandi en víkja tryggingayf- irlækni úr stöðu sinni og minnir á að fyrrver- andi heilbrigðisráðherra hafí verið legið mjög á hálsi fyrir að styðjast ekki við ábendingar ríkislögmanns. - ÞAÐ felst í áliti ríkislögmanns að þér sé heimilt að víkja trygg- ingayfirlækni úr stöðu. Hvað réð því að þú ákvaðst að stíga þetta skref? „I fyrra áliti núverandi ríkislög- Júlíus var kvaddur á fund ráðu- neytismanna í gærmorgun. Var honum afhent uppsagnarbréf að viðstöddum Páli Sigurðssyni ráðu- neytisstjóra í heilbrigðisráðuneyt- inu, Guðjóni Magnússyni skrif- stofustjóra og Dögg Pálsdóttur lögfræðingi ráðuneytisins. Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra var á kosn- ingaferðalagi um Vestfirði. „Ég ætla að leita réttar míns fyrir dóm- stólum,“ sagði Júlíus aðspurður um það hvað tæki nú við hjá hon- um. „Staðan verður væntanlega auglýst og hver veit nema maður sæki um.“ Júlíus stóð annars í ströngu í gær því þegar hann hafði tekið við uppsagnarbréfinu og meðtekið stuðningsyfirlýsingar samstarfs- manna lá leiðin upp á fæðingar- deild með barnshafandi eiginkonu sinni. Mótmæli samstarfsfólks Júlíusar Margt starfsfólk Trygginga- stofnunar er óánægt með uppsögn Júlíusar. Voru tvær deildir, lækna- manns og áliti forvera hans kom fram að um væri að ræða mjög alvarlegt brot. Miðað við forsögu málsins, þar sem fyrrverandi ráð- herra var legið mjög á hálsi fyrir að hafa ekki stuðst við ábendingar ríkislögmanns, þá taldi ég ekki annað veijandi en að stíga þetta skref. En ríkislögmaður segir reyndar miklu meira en að mér sé heimilt að gera þetta.“ - Það sem ég var að ýja að var að þú hefðir samt átt val. „Ég taldi það ekki vera, ekki miðað við það sem áður var geng- ið, og ekki miðað við það sem sagt var í áliti ríkislögmanns, bæði núverandi og fyrrverandi, um það hversu alvarleg þessi brot teld- ust vera.“ - Nú nýtur Júlíus mikils trausts samstarfsfólks. deild og stjúkratryggingadeild, lokaðar frá kl. 11 í jgær vegna fundar starfsmanna. A fundinum var einróma samþykkt svohljóð- andi ályktun: „Fundur starfs- manna í Tryggingastofnun ríkisins haldinn 24. mars 1995 lýsir yfir fullum stuðningi við Júlíus Valsson fráfarandi tiyggingayfírlækni. Júlíus Valsson hefur á engan hátt gerst brotlegur í starfi sínu sem tryggingayfírlæknir og uppsögnin því ómakleg. Fundurinn fordæmir vinnubrögð yfirvalds heilbrigðis- og tryggingamála og telur að með þessum aðgerðum hafi starfsemi stofnunarinnar verið stefnt í voða.“ Taka verður hart á skattsvikum Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, var spurður í gær hvort hann væri sáttur við ákvörðun ráðherra. „Það er ekkert spurningin um það hvað ég sé sáttur við. Þessi atburður hefur átt sér stað og ekki dugir annað fyrir tryggingastofnun en að horfa fram á við. Júlíus var „Hann nýtur mikils trausts. Hann hefur mikið álit bæði hjá samstarfsfólki og hjá sjúklingum. Honum er ekki vikið úr starfí fyr- ir að hafa ekki staðið sig sem skyldi sem tryggingayfirlæknir heldur vegna þess að samkvæmt áliti ríkislögmanns eru skattalaga- brot hans svo alvarleg." - Þýðir þetta að menn sem ger- ast sekir um skattundandrátt eigi ekki að gegna opinberum embætt- um þar sem viss ábyrgð fylgir? „Ég reikna með að þessu máli sé ekki lokið og Júlíus leiti eftir því hjá dómstólum hvort það hafi verið rétt og eðlilega að þessu staðið. Þá kemur í hlut ríkislög- manns að veija ríkið fyrir þeirri málshöfðan. Hann segir sjálfur að það sé alveg ótvírætt að þetta sé meira en fullnægjandi ástæða til frábær starfsmaður, allra manna hugljúfi, mannlegur í samskiptum og vinsæll í stofnuninni. Auðvitað saknar maður slíks manns. Hitt er annað að ég geri mér grein fyrir því að taka verður hart á skattsvikum. Ég gagnrýni hins vegar hversu málsmeðferð hefur tekið langan tíma. Ég er þess full- viss að Júlíus hefði ekki sótt um þetta starf hefði hann gert sér grein fyrir því að þetta yrði dóms- mál.“ Líkt og að missa ættingja Karl Steinar var spurður hvort hann hefði samþykkt lokun deilda hjá tryggingastofnun í gær vegna starfsmannafunda. „Nei, eðlilega ekki, enda ekki að því spurður. Viðbrögð fólksins sem hefur um- gengist Júlíus eru líkt og það hafi misst náinn ættingja og þau mark- ast af því.“ Aðspurður hvort þetta myndi draga einhvern dilk á eftir sér, sagði forstjórinn: „Ég vil koma því á framfæri að fólki ber að sinna sinni vinnuskyldu, en ég er ekki refsiglaður maður.“ að víkja manninum úr starfi án þess að skaðabótaskylda stofnist. Ef sú verður niðurstaða dómstóla er verið að setja mjög ákveðnar reglur um þá embættismenn ríkis- ins sem hafa fjárreiður með hönd- um.“ - Mun þetta mál ekki hafa nein- ar afleiðingar fyrir þá sem gáfu á sínum tíma álit til ráðherra á starfshæfi Júlíusar? „Þessir menn hafa ekki gefíð mér neitt álit og ekki hegðað sér með óeðlilegum hætti gagnvart mér. Ég minni á að, að þeirra eig- in sögn, þá höfðu þeir verið full- vissaðir um að þessum málum væri lokið. Þeir stóðu í þeirri trú er þeir fjölluðu um umsóknina. Júlíus gerði það líka, en ríkislög- maður segir að hann hafi ekki haft neitt tilefni til þess.“ - Kannaðir þú eitthvað það sem sagði í áliti ríkislögmanns að það hefði verið orðrómur í ráðuneytinu um skattamál Júlíusar þegar hann fékk stöðuna? „Nei, það getur verið orðrómur um hitt og þetta, en ráðuneytið er ekki umsagnaraðili. Sá aðili sem hefði átt að kanna slíkan orðróm hefði verið umsagnaraðilinn.“ Álit ríkislögmanns Ráðherra óbundinn af kröfugerð í ákæruskjali HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Sig- hvatur Björgvinsson, fékk nýtt álit ríkislögmanns áður en hann tók ákvörðun um afdrif Júlíusar Valssonar tryggingayfirlæknis. Þar er tekin afstaða til bréfs lög- manns Júlíusar, Andra Árnasonar hrl., sem ráðherrann fékk fyrr í vikunni. Niðurstaða er sú að bréf Andra Árnasonar fyrir hönd Júl- iusar breyti engu í þvi áliti sem ríkislögmaður setti fram hinn 15. mars sl. um starfshæfi trygginga- yfirlæknis. Ríkislögmaður segist ósammála þeirri túlkun Andrá Árnasonar að ráðherra sé bundinn af því hvort í ákæruskjali sé gerð krafa um að refsiverður verknaður varði stöðu- missi skv. 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga, en eins og kunnugt er var höfðað opinbert mál gegn Júlíusi fyrir skattundandrátt árin 1990 og 1991. Andri hafði haldið því fram að fyrst saksóknari kaus að krefjast ekki sviptingar embætt- is i málinu gegn Júlíusi sem höfðað var eftir að hann varð trygginga- yfirlæknir þá ætti ráðherra ekki að endurskoða það mat. Ríkislög- maður segir að skoðun Andra eigi sér enga stoð í framkvæmd eða í umfjöllun í þeim dómum, sem gengið hafi um bótakröfur starfs- manna, sem vikið hefur verið úr starfi vegna gruns eða sönnunar um refsiverða háttsemi. Lagaheimild fyrir hendi „Þá er embætti ríkislögmanns ósammála þeirri túlkun lögmanns- ins, að lagaheimild skorti til frá- vikningar úr starfi. Samkvæmt 3. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er það starfs- gengisskilyrði sett, að starfsmað- ur hafi ekki hlotið dóm fyrir refsi- verðan verknað, sem geri hann óverðugan til að gegna stöðunni og samkvæmt 2. tl. 4. gr. sömu laga má veita lausn úr stöðu, ef starfsmaður fullnægir ekki lengur skilyrðum 3. gr. laganna. Þegar mál er svo vaxið, að brot er að fullu upplýst, ákvörðun um refs- ingu hefur verið tekin og eðli brotsins er slíkt, að það bendi til siðferðisannmarka, sem gera starfsmann óverðugan til að gegna stöðu sinni, verður þessi heimild virk,“ segir í álitinu. Mat ráðherra Ríkislögmaður beinir loks þeim orðum til ráðherra, að fyrir honum liggi nú að leggja mat á þau lög- fræðilegu sjónarmið og skýringar sem fyrir honum liggja og taka ákvörðun um, hvort brot trygg- ingayfirlæknis á skattalögum sé með þeim hætti, að hann þyki ekki lengur verður stöðu sinnar. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra um uppsögn tryggingayfirlæknis Annað var ekki veriandi FRÁ undirrituninni. F.v. Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa, Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra, Júlíus Sæberg Ólafsson forsljóri Ríkiskaupa, Leifur Steinn Elísson, Andri Hrólfsson, Haukur Ingibergsson og Ástráður Guðmundsson. Ríkissjóður semur við Visa ísland FJÁRMÁLARÁÐHERRA undir- ritaði í gær samning við Visa ísland um rafræn greiðslu- kortaviðskipti. Samningurinn nær til allra ríkisfyrirtækja og stofnana sem gera eðagert hafa samning við Visa Island um viðtöku greiðslna með Visa electron debet- eða kreditkort- um, auk rað- og boðgreiðslna, að því er segir.í frétt frá fjár- málaráðuneytinu. Tilgangurinn með samningn- um er að veita ríkisstofnunum nýja möguleika til að bæt þjón- ustu sína og auka fjölbreytni við móttöku greiðslna. Ríkiskaup annast framkvæmd samningsins fyrir hönd fjármálaráðuneytis- ins og mun stofnunin á næstunni kynna sanminginn og þá mögu- leika sem hann veitir ráðuneyt- um og ríkisstofnunum. Sainkvæmt upplýsingum frá Visa fslandi tekur samningur- inn ekki til Pósts og síma. En einnig hefur náðst samkomulag við Gjaldheimtuna um viðtöku debetkorta og innheimtu fast- eignagjalda með boðgreiðslum og kenuir það til framkvæmda innaíi tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.