Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 71. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dalai Lama Japans- ferðinni mótmælt Pekinff. Reuter. STJORN Kína mótmælti í gær þeirri ákvörðun Japana að leyfa útlægum leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, að heimsækja landið um mánaðamótin. Sagði í yfirlýs- ingu Peking- stjómarinnar að vonandi myndu Japanar setja góð samskipti ríkj- anna tveggja ofar öllu; Dalai Lama hygðist nota Jap- ansdvölina til að ýta undir sundrungu kínverska ríkis- ins. Kínverjar réðu Tíbet öldum saman og kommúnistar treystu þegar tök sín á landinu er þeir tóku völdin í Kína um miðbik aldarinnar. Upp- reisn Tíbeta var kæfð í blóði 1959 og flýði Dalai Lama, sem er bæði trúarlegur og veraldlegur leiðtogi þjóðarinnar, þá til Indlands ásamt þúsundum stuðningsmanna sinna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989. Dalai Lama Herferð gegn munkum Stjórnvöld í Peking segja að mikl- ar framfarir hafi orðið í Tíbet undir þeirra stjórn en þess má geta að íjöldi Kínveija hefur flust til landsins og eru þeir nú orðnir fleiri en inn- fæddir. Fyrir tveim vikum hrúndu yfirvöld úr vör herferð gegn munk- um og klaustrum í Tíbet en íbúamir eru einlægir búddatrúarmenn. Fjöldi munka verður takmarkaður með lög- um og sækja verður um leyfi fyrir nýjum mustemm. Ciller hvetur til alþjóðlegrar lausnar á átökunum í Norður-írak Tyrkir sagð- ír ráðast á þorp Kúrda Zakho, Ankara, Dergele. Reuter, The Daily Telegraph. KÚRDAR sökuðu í gær Tyrki um að hafa gert sprengjuárásir á nokk- ur þorp þeirra í Norður-írak. Þeir sögðu að hús hefðu eyðilagst og að minnsta kosti einn íbúi þorpsins Dergele særst. Talsmenn tyrkneska hersins neita þessum ásökunum og fullyrða að engir óbreyttir borgarar hafi látið lífið eða særst í árásum þeirra á skæruliða. Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, hvatti til þess að fundin yrði lausn á al- þjóðavettvangi til að koma í veg fyrir að skæruliðar Kúrda nýttu sér ástandið sem skapast hefur í Norð- ur-írak eftir Persaflóastyrjöldina. Ciller sagði í samtali við BBC- útvarpið að ef ekki væri vilji til þess að tyrkneskir hermenn vernd- uðu saklausa borgara yrði að koma til alþjóðleg lausn á vandanum. Evrópusambandið yrði að veita Tyrkjum aðstoð við að stöðva árás- ir Kúrda yfir landamærin við Norð- ur-írak. Kúrdar óttast um líf sitt Kúrdar segja tyrkneska herinn hafa gert árásir á að minnsta kosti tíu þorp. Óttast Kúrdar í Norður- írak mjög um líf sitt, segjast enga trú hafa á því að Tyrkir ætli einung- is að ráðast gegn skæruliðum, held- ur sé ætlun þeirra að kúga Kúrda rétt eins og Saddam Hussein, leið- togi íraks, gerði fyrir Persaflóa- styijöldina. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, sem hafa eftirlit með Norður-írak, óttast að haldi aðgerð- ir Tyrkja áfram snúist Kúrdar gegn gæsluliðum frá Frakklandi, Banda- ríkjunum og Bretlandi. Tyrkneskir hermenn hafa viður- kennt að fjölmargir skæruliðar hafi flúið stöðvar sínar þegar þeir höfðu veður af liðsflutningum tyrkneska hersins til landamæranna, sem ekki hefðu átt að fara fram hjá neinum á svæðinu. Mikil valdabarátta ríkir á svæð- inu og er talið að ein aðalfylking Kúrda í Norður-írak, Lýðræðis- flokkur Kúrdistans, hafí lofað Tyrkjum samvinnu. Þess í stað mjmdu þeir veita flokknum áðstoð. Ásökunum Þjóðveija neitað Talsmenn tyrkneska utanríkis- ráðuneytisins neituðu í gær fréttum þess efnis að Tyrkir hefðu brotið skilmála um notkun vopna frá Þýskalandi með því að beita þeim í árásum á Kúrda. Þjóðveijar hafa útvegað Tyrkjum fjölda vopna, sem áður voru eign austur-þýska hers- ins, gegn því að þau verði einungis notuð til landvama en ekki til að leysa innanríkisátök. Reuter KÍJRDAR hrópa vígorð við byggingu ráðhen*aráðs Evrópusam- bandsins í Brussel í gær og mótmæla innrás Tyrkja í Norður-írak. Rússar spá hag- vexti á næsta ári Moskvu. Reuter. STJÓRNVÖLD í Rússlandi ætla að auka aðhald með opinberum út- gjöldum og herða róðurinn gegn verðbólgunni. Þau leggja hins vegar áherslu á, að engin trygging sé fyrir snöggum umskiptum til hins betra í efnahagslífinu. „Efnahagslífið er að ná jafnvægi en batamerkin eru ekki mikil enn,“ sagði Víktor Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, á fundi með ráðherrum og leiðtogum ein- stakra héraða í Kreml í gær. „Við getum þó og verðum að snúa dæm- inu við á þessu ári.“ Tölum ekki treystandi Samkvæmt spám rússneskra stjórnvalda mun hagvöxtur heíjast á næsta ári, verðbólgan fara niður í eitt eða tvö prósent á mánuði og erlend fjárfesting aukast. Þjóðarframleiðsla í Rússlandi hefur minnkað mikið á síðustu árum en margir benda á, að tölum um samdráttinn sé alls ekki treystandi. Þær séu miðaðar við upplýsingar, sem hafi verið skáldskapur og búinn Reuter TSJERNOMYRDÍN og Jeltsín á fundi i Kreml í gær. til í því skyni, að áætlanir stæðust á pappírnum, en nú væri aftur mik- ið um, að verksmiðjustjórar þættust framleiða minna en þeir gerðu til að sleppa við skatta. Vísindamenn finna upp nýtt efni til að lækna beinbrot Boston. Morgunblaðið. VÍSINDAMENN hafa fundið upp nýtt efni, sem kalla mætti beinlím og nota má til að lækna beinbrot á svipstundu. Beinlim- inu er sprautað inn í brotin bein og það harðnar þar á tíu mínútum. Efni þetta gæti spar- að sjúklingum ómældar þján- ingar og stytt sjúkrahúsvist, auk þess sem þessi aðferð er miklu ódýrari. Nýja efnið nefnist Norian SRS og er hugarfóstur Brents R. Constantz, sérfræðings í kristallafræði. Efnið er nánast nákvæmlega eins og bein i sam- setningu og er því bundið sömu lögmálum endurnýjunar og venjulegt bein. Það nær sama styrkleika og bein á tólf klukkustundum og nokkrum mánuðum eftir að því hefur verið beitt hefur það vikið fyr- ir venjulegu beini. Engin ónæmisviðbrögð Annar kostur við beinlímið er að það vekur engin ónæmis- viðbrögð og reynir líkaminn þvi ekki að hafna því eins og iðulega gerist þegar annarleg- um efnum er komið fyrir í hon- um. Beinlím í stað gifsis Efnið er nú notað til reynslu í tólf sjúkrahúsum í Bandaríkj- unum en það hefur verið á markaði í Hollandi í sex mán- uði. Beinlímið var kynnt í grein í hinu virta vísindatímariti Science, sem kom út í gær. „Þetta er mjög spennandi," sagði Jesse B. Jupiter, læknir við Massachusetts General Hospital og einn höfunda grein- arinnar. Ef allt er sem sýnist mun efnið valda byltingu í meðferð beinbrota. Þegar beinlímið er til að mynda notað til að lækna úlnliðsbrot er hægt að sprauta efninu inn í brotið með hjálp gegnumlýsingar og þarf ekki einu sinni skurðaðgerð. Efnið heldur beinunum á sínum stað á meðan beinið grær og er það sterkt að aðeins mun þurfa spelku, en ekki gifs. Jupiter sagði þetta stóran kost því gifs leiddi til stirðleika og vöðvarýrnunar, sem oft tæki marga mánuði að vinna upp í sjúkrameðferð. Talið er að beinlímið geti komið í stað nagla og platna sem notaðar eru nú til að lækna beinbrot, að því er fram kom í Wall Street Journal í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.