Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 51
EYJOLFUR
ÁGÚSTÍNUSSON
+ Eyjólfur Ágúst-
ínusson er
fæddur I Steinskoti
á Eyrarbakka 10.
maí 1910. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 15.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ágústínus
Daníelsson frá
Kaldárholti í
Rangárvallasýslu,
f. 25. nóvember
1868, d. 6. maí
1950, og Ingileif
Eyjólfsdóttir frá
Mýrakoti í Grímsnesi, f. 15.
október 1885, d. 13. júlí 1967.
Eyjólfur ólst upp hjá foreldr-
um sínum ásamt bróður sínum
Daníel, f. 18. mars 1913, fv.
bæjarsljóra á Akranesi, og
uppeldissystur,
Bjarndísi Krist-
rúnu, f. 20. nóv.
1926. Eftir lát föð-
ur síns stundaði
Eyjólfur búskap
ásamt móður sinni.
Þegar tími gafst
frá bústriti starfaði
hann á ýmsum stöð-
um. Má þar nefna
vinnu fyrir breska
herinn í Kaldaðar-
nesi við flugvallar-
gerð, byggingu
skíðaskálans í
Hveradölum, smíði
Ölfusárbrúar og brúasmíði í
Borgarfirði.
Eyjólfur verður jarðsunginn
frá Eyrarbakkakirkj u í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
ÉG VIL með nokkrum orðum minn-
ast þessa frænda míns og vinar.
Skyldleiki okkar var með þeim
hætti að afi minn Sigurður Daníels-
son, gull- og silfursmiður frá Deild
á Eyrarbakka, og Ágústínus voru
hálfbræður. Voru þeir synir Daníels
Þorsteinssonar bónda í Kaldárholti
í Rangárvallasýslu. Einn albróður
átti Agústínus, Jóhann Vilhjálm,
kaupmann á Eyrarbakka, fjóra
hálfbræður auk Sigurðar í Deild en
þeir voru Sigurður veitingamaður á
Kolviðarhól, Daníel bóndi í Gutt-
ormshaga, faðir Guðmundar rithöf-
undar, Vilhjálmur og Þorsteinn og
eina hálfsystur, Guðrúnu í Búð í
Þykkvabæ, konu Hafliða hrepp-
stjóra. Um föðurætt Eyjólfs vísa
ég í bækur Guðmundar Daníelsson-
ar rithöfundar: Bókin um Daníel
og Krappur dans, jarðvistarsaga
Jóa vaff.
Ingileif móðir Eyjólfs var frá
Mýrarholti í Grímsnesi. Þorleifur
afi hennar bjó í Efstadal í Laugar-
dal og var hann af Skorrastaðaætt.
Hann var bróðir Valgerðar móður
séra Magnúsar Andréssonar á Gils-
bakka, alþingismanns. Móðir Ingi-
leifar hét Sólveig Þorleifsdóttir frá
Syðri-Brú, en Sigríður móðir henn-
ar var frá Fossi og var alsystir
Þorkels Jónssonar dannebrog-
manns frá Ormsstöðum.
„Hann Eyvi er dáinn,“ heyrði ég
móður mína segja við bróður minn
einn daginn. Ég hafði ekki frétt af
því og brá því óneitanlega við þessa
frétt. Eyvi, eins og við kölluðum
hann, hafði að vísu átt við heilsu-
brest að stríða um nokkurt skeið
en ég hélt að hann mundi samt sem
áður lifa lengur. Hann bjó einn í
Steinskoti sem er býli á Eyrar-
bakka. Þar heyjaði hann handa
hestum og kindum sem hann hafði
til þess að hugsa um, gæfí það sér
hreyfingu og holla útivist eins og
hann orðaði það. Ég kynntist þess-
um frænda mínum þegar bróðir
minn var búsettur á Eyrarbakka
fyrir nokkrum árum og hélt sú vin-
átta æ síðan. Það var orðinn fastur
liður í tilverunni að koma í Steins-
kot og hitta Eyva. Það er því sökn-
uður í sál minni en jafnframt gleði
yfír að þessi vinur minn skuli geng-
>nn inn til fagnaðar herra síns eins
°g hinn trúi þjónn í Lúkasarguð-
spjallinu. Hann var hinn trúfasti
Þjónn í búi sínu og studdi foreldra
°g systkini og gekk að öllum störf-
um þar og víðar. Hann vildi ekki
yfirgefa Steinskot vegna þess að
hann taldi sig þarfnast hreyfingar-
innar við skepnuhirðinguna og einn-
>g taldi hann að það væri ákveðin
frelsisskerðing að fara inn á elli-
heimili. Við þetta naut hann dyggi-
legrar aðstoðar uppeldissystur sinn-
kr Dúnu, eins og hann kallaði hana,
°g eiginmanns hennar, Úlvars
Magnússonar, og Erlendar bróður-
sonar síns að öllum öðrum ólöstuð-
um. Eyvi var félagslyndur og sótti
mannfagnaði og var fastur gestur
í kirkjunni á Eyrarbakka og naut
þar samfélags herra síns, sem hann
þjónaði með lífi sínu og starfi. Hann
var gestrisinn með afbrigðum og
laðaði fólk að sér með glaðværð og
hlýju. Börn og barnabörn systkina
hans voru löngum í sveit hjá honum
á sumrum. Og skepnumar fóru
ekki varhluta af umhyggju hans.
Ég minnist þess að ég bauð honum
að verða mér samferða upp í Hval-
fjörð til ættingja sinna á Ytra-Hólmi
en hann taldi sig ekki geta notið
ferðarinnar vegna þess að ein
skepnan var veik. í þessari stuttu
grein er ekki hægt að segja allt sem
segja þarf. Aðeins er hægt að koma
fram með nokkrar hugsanir og
þakklæti. Hann Eyvi var af þeirri
kynslóð á íslandi sem hefur séð
hvað mestar breytingar á íslensku
þjóðfélagi. Það var oft gaman að
heyra hann segja frá gamla tíman-
um á Bakkanum þegar bændumir
voru að koma með ullina og aðrar
afurðir sínar í kaupstaðinn og oft
gistu frændur og vinir Gústa í
Steinskoti og sögðu fréttir að heim-
an. Einnig var gaman að heyra
hann segja frá ævintýrum sínum í
vinnunni hjá setuliðinu og í brúar-
vinnunni í Borgarfirði og Árnes-
sýslu. Hann varð þeirrar gæfu að-
njótandi að bjarga manni frá
drukknun við byggingu brúarinnar
yfir Ölfusá. Ég vil í dag votta systk-
inum og öðrum ættingjum Eyjólfs
mína dýpstu samúð.
Álbert E. Bergsteinsson.
Eyvi minn í Steinskoti er farinn.
Minningar hrannast upp um þennan
góða mann, og þær ljúfu stundir
sem ég átti með honum. Þær voru
margar ferðirnar sem ég fór með
ömmu Dúnu í Steinskot, þar sem
hún eldaði gómsætan mat ofan í
okkur og hélt litla bænum hreinum.
Eyvi var einstakur dýravinur og
kom það til dæmis fram í því að
hann hugsaði ávallt um að villi-
kisurnar, sem héldu sig í útihúsun-
um, hefðu nóg að éta. Ein þeirra,
nefnd Rósa, varð svo hænd að hon-
um að hún hætti útigangnum og
gerðist heimilisköttur. Ætíð voru
einhveijir hestar á bænum og nú
síðari árin voru það Skjóni og Blesa,
sem hann dekraði við og hafði
ómælda ánægju af. Eyvi bjó einn í
Steinskoti en hafði Kisu sér til
ánægju. Kisa var svo hænd að hon-
um, að hún mátti aldrei af honum
sjá. Eyvi mátti ekki einu sinni setja
upp derhúfuna þá byrjaði hún að
væla og bar sig illa.
Eyvi var mjög laghentur og var
alltaf að dytta að hinu og þessu í
litla bænum sínum. Hann fór ungur
að aldri á útskurðarnámskeið hjá
Ríkharði Jónssyni og prýddu stof-
una hans Eyva margir fallegir mun-
ir sem hann hafði sjálfur skorið út.
Eyvi bjó alla sína ævi í Steins-
koti og þar voru allir velkomnir.
Hann hafði gaman af því að fá fólk
í heimsókn og var einstaklega góð-
ur gestgjafi. Ánægðastur var hann
þegar gestirnir stóðu á blístri af
góðgerðum. Eyvi hafði gaman af
því að spjalla og var vel upplýstur,
hann hikaði þó ekki við að spyija
ef hann langaði til þess að vita eitt-
hvað nánar. Eyvi hafði gaman af
því að fara í heimsóknir og á
mannamót og fór hann venjulega
hjólandi. Þá hélt hann ætíð upp fjör-
legum samræðum. Eyvi var þó frek-
ar dulur á tilfinningar sínar, hann
hefur eflaust ekki viljað íþyngja
öðrum með sínum áhyggjum. Eyvi
mátti ekkert aumt sjá, þá var hann
kominn til hjálpar. Hann var nægju-
samur fyrir sjálfan sig en aðeins
hið besta var nógu gott fyrir kisuna
hans og aðra. Eyvi var traustur og
hlýr maður, hann var náttúrubarn
með góða kímnigáfu, því hann gat
alltaf séð broslegu hliðarnar á til-
verunni.
Eyvi var mér eins og þriðji afínn
og nú er hann farinn yfir móðuna
miklu þar sem hann eflaust er orð-
inn ungur á ný og farinn að vinna
góðverk af krafti. Ég sakna hans
sárt en vona að ég hitti hann þegar
ég fer yfir, þá mun hann fagna
mér brosandi og bjóða einhverjar
góðgerðir eins og ávallt. Eyvi gaf
mér mikið og góðu minningarnar
eru óteljandi. Eg þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum
góða manni. Guð blessi minningu
hans.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Þýð. H. Hálfd.)
Arna.
Hann Eyvi er dáinn. Með honum
er fallinn frá fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem nú er óðum að hverfa.
Á uppvaxtarárum Eyva hafði ungt
fólk sjaldnast tækifæri né efni á
skólagöngu. Eyvi var engu að síður
smiður góður og yann við smíðar
samfara búskapnum. Upp í hugann
hrannast minningar frá bemsk-
unni. Á sumrum dvöldum við syst-
urnar ásamt móður okkar hjá Eyva
og ömmu í Steinskoti við heyskap
og önnur sveitastörf. Heyvinnan var
með gamla laginu, vélvæðing var
engin og því reyndi mikið á líkam-
lega burði eina karlmannsins á
bænum. I augum okkar systranna
var Eyvi ofurmenni. Hann var
rammur að afii og þakkaði það
hollum mat og lýsinu sem hann tók
í stórum skömmtum á hverjum degi.
Eyvi var einstaklega hlýr maður
og börn löðuðust að honum. Hann
leyfði okkur að taka þátt í öllu og
sagði okkur sögur frá uppvexti sín-
um. Þegar við svo eignuðumst börn
var umhyggja hans fyrir þeim engu
minni. Hann var síspyijandi og
fylgdist vel með högum allra. Við
minnumst einnig hjálpsemi hans við
samferðafólk. Margt handtakið var
unnið og sjaldnast nokkuð tekið
fyrir né um það rætt. Með Eyva
okkar í Steinskoti er genginn dreng-
ur góður. Við kveðjum Eyva með
söknuði og þökkum honum sam-
fylgdina.
Ágústa og Sigurveig.
Nú þegar byijað er að birta og
vorið nálgast kveður hann Eyjólfur
föðurbróðir minn þennan heim.
Hann lést eftir stutta sjúkralegu á
85. aldursári.
Eyvi frændi var fæddur í austur-
bænum í Steinskoti á Eyrarbakka
og ól þar allan sinn aldur. Þegar
hann var að alast upp var Bakkinn
fjölmennasta sveitarfélag á Suður-
landi. Þar fór saman verslun, út-
gerð og landbúnaður. Ungir menn
í þá daga kynntust þar því fjöl-
breytileika atvinnulífsins. í mörg
ár bjuggu þau Eyvi og amma sam-
an í Steinskoti og höfðu nokkrar
skepnur. Búskapurinn mæddi mikið
á ömmu, því oft var Eyvi í alls
konar lausavinnu, aðallega var
hann eftirsóttur við smíðar. Þegar
ég minnist Eyva koma upp í huga
mér margar góðar og skemmtilegar
stundir þegar ég sem barn fékk að
vera hjá honum og ömmu viku og
viku að sumarlagi. Þá fékk ég að
reka kýrnar, fara í fjósið, raka með
hrífu, en minnisstæðastir eru mér
búleikirnir og að fá að leika mér í
hlöðunni í grænni töðunni. Eitt
fannst mér ævintýralegt við Eyrar-
bakka, það var fjaran og allir þeir
leyndardómar sem hún hafði að
geyma.
Eyvi var ókvæntur og barnlaus,
en Dúna, sem kom á fyrsta ári eins
og sólargeisli inn í fjölskylduna í
Steinskoti árið 1927, hefur borið
mikla umhyggju fyrir honum alla
tíð. Eins naut hann mikillar aðstoð-
ar bróður míns, Erlendar, sem bú-
settur er á Selfossi.
Ejivi gerði hófsamar kröfur til
lífsins og gerði ekki víðreist um
ævina. Hann var ætíð glaður og
hress og virtur af sínum samferða-
mönnum.
Heldur hefur nú hljóðnað í
Steinskoti. Nú er þar enginn Eyvi
frændi lengur. Það verður ekki
framar sest inn í stofu, boðið upp
á maltöl og kremkex og spurt tíð-
inda ofan af Skaga. Nú er komið
að kveðjustund og vil ég þakka
þér, elsku frændi, fyrir hlýju þína
og umhyggjusemi í garð fjölskyldu
minnar.
Hvíl þú í friði.
Ingileif.
Elsku Eyvi frændi er dáinn. Ég
trúi því ekki ennþá að þessi stóri
og sterki maður sem drakk lýsi á
hveijum degi sé búinn að kveðja
okkur og farinn þá leið sem við öll
förum að lokum. Ég minnist þess
þegar ég var smástelpa með ömmu
Dúnu í sveitinni þegar ég hoppaði
og skoppaði fyrir utan Steinskot
og skoðaði kindumar, hestana og
leitaði að Gulla, kisunni hans Eyva.
Enginn mátti klappa Gulla nema
Eyvi besti vinur hans. Þegar Eyvi
lá uppi í sófa og hlustaði á útvarp-
ið lá Gulli iðulega ofan á honum
og malaði hátt. Nokkrum sinnum
plötuðum við Eyvi Gulla þannig að
ég laumaði smárri hönd minni í
stað Eyva til að stijúka kisu. Það
var allt í lagi því að Gulli vissi að
hann væri öruggur þegar hann lá
hjá Eyva. Ég man líka hvað Eyva
þótti gott en mér spennandi þegar
ég náði í greiðu og vatnsglas og
byijaði að greiða honum a.m.k. um
hárið. Hvað hann var þolinmóður
við litla hnátu. Þarna upplifði ég
það sama og mamma þegar hún
var stelpa í Steinskoti.
Seinna, þegar ég hef verið u.þ.b.
átta ára, bar ein ærin tveim lömbum
og varð annað þeirra heimalningur.
Ég var fljót að taka ástfóstri við
hann og lékum við okkur saman
og urðum bestu vinir. Eyvi skildi
þessa vináttu og gaf mér lambið
sem ég nefndi Salómon eftir Salóm-
oni svarta sem ég hafði lesið um
stuttu áður. Seinna þegar við vorum
við heyskap rölti Salómon í kringum
okkur og vildi leika. Þá var hann
kominn með lítil horn og vissi ekk-
ert skemmtilegra en að hlaupa á
milli fótanna á mér og bakka. En
þrátt fyrir marbletti ærsluðumst við
fram og til baka. Eitt sinn þegar
ég var á leiðinni i kaupfélagið til
þess að kaupa mjólk kom Salómon
hlaupandi á eftir mér. Eftir nokkrar
árangurslausar tilraunir til að skilja
hann eftir gafst ég upp og skellti
á hann bandi og svo röltum við stolt
saman áleiðis í kaupfélagið.
Ejrvi var einstaklega hjartahlýr
og gaf mikið af sjálfum sér. Hann
var mesti dýravinur sem ég hef
kynnst og passaði uppá að öll dýrin
sín fengju nóg að borða og þeim
liði vel. Honum þótti sérstaklega
vænt um ketti og var ekkert of
gott fyrir kisurnar hans. Ejrvi var
sérlega gestrisinn og gjafmildur.
Þegar við renndum í hlað kom hann
brosandi með opna arma til að bjóða
okkur velkomin. Best leið honum
þegar við fórum frá honum úttroðin
af veitingum. Það verður tómlegt
að fara austur og enginn til að taka
á móti okkur.
Hver jól sendi Eyvi okkur innileg
jólakort og stóra konfektdós. Þann-
ig var Eyvi. Minnisstæðar eru þær
skemmtilegu stundir sem við áttum
með honum á gamlárskvöld hjá Síu
frænku í gegnum árin. Mikið var
spjallað og fylgdist Eyvi alltaf vel
með því sem var að gerast í kring-
um hann. Ég álít að amma Dúna
hafí verið heppin að hafa verið alin
upp hjá sómahjónunum Ágústínusi
og Ingileifu þegar móðir hennar
veiktist og dó svo seinna úr berkl-
um. Þau reyndust henni sem bestu
foreldrar og hefur hún alltaf metið
það mikils. Fyrir áttu þau hjónin
tvo syni, þá Eyva og Daníel. Rætur
ömmu eru því sterkar austur og
ófáar ferðimar sem hún hefur farið
á milli Reykjavíkur og Eyrarbakka.
í gegnum árin hefur hún aðstoðað
Eyva, eldað, þrifíð og þvegið þvott.
Hún hefur lagt hart að sér til að
sjá um heimilishald á tveimur stöð-
um en gert það með miklum sóma.
Einnig hafa afi Úlfar og Erlendur
bróðursonur Ejrva reynst honum
mjög vel í alla staði. Ég trúi því
að það sé sérstök sál sem fylgir
Steinskoti því að þaðan kemur
mesta sómafólk sem ég hef kynnst.
Heiðarleiki, dugnaður og hjálpsemi
eru einkenni þess.
Nú er hann Ejrvi okkar farinn á
fund feðra sinna, vina og Gulla kisu
sem honum þótti svo vænt um og
eru sjálfsagt miklir fagnaðarfundir.
Ég veit að seinna bíður Eyvi bros-
andi og með opna arma til að bjóða
okkur hjartanlega velkomin.
Elsku amma, afi og aðrir ástvin-
ir, mínar dýpstu samúðarkveðjur
og megi drottinn styrkja okkur á
þessum erfiðu tímamótum.
Og fóður sínum fól hann drauminn stóra
um frið og líkn og bað í hinsta sinn
og hneigði andlit hljótt og sagði:
Faðir í þínar hendur fel ég anda minn.
(Matthías Johannessen)
Ólöf Kr.
t
Eiginmaður minn og faðir,
JOSEP MAGRINA RIBA,
andaðist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, þann
16. mars síðastliðinn
Útförin hefur farið fram i kyrrþey.
Maja Ólafsson,
Pedro Ólafsson Riba,
Jóhann Ólafsson Riba.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR GUÐMUNDSSON
frá Málmey,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann
21. mars.
Guðfinna Bjarnadóttir,
Gísli Einarsson, Ellý Gfsladóttir,
Kristbjörg Einarsdóttir, Tryggvi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.