Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ cr vflAW m JjnfOAUSAOTTA i »?. LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 59 FRÉTTIR Kostir og gallar seiðasleppinga ÁRSFUNDUR Veiðimálastofnunar og formannafundur Landssam- bands stangaveiðifélaga verða haldnir samhliða í Borgartúni 6 á morgun, laugardag, og hefst dag- skrá klukkan 10.00. Fram að há- degi verða flutt erindi sem öllum er heimill aðgangur að, auk þess sem Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra mun veita verðlaun Veiði- málastofnunar vegna skila á laxa- merkjum. Viðfangsefni frummæl- enda eru seiðasleppingar, afrakstur og árangur þeirra. Seiðasleppingar af ýmsu tagi hafa verið viðhafðar í ám hér á landi um árabil. Ymsar útfærslur hafa komið og farið og sýnist sitt hverjum um ágæti þessara að- gerða. Fyrir hönd LS ræða þeir Sigmar Ingason og Þröstur Elliða- son um málefnið, en fyrir hönd Veiðimálastofnunar koma í pont- una Magnús Jóhannsson og Sigurð- ur Guðjónsson, auk þess sem Jónas Jónasson flytur erindi um erfða- fræði vaxtar, sjóþroska og göngu- tíma laxastofna. Erindaflutningur- inn hefst um klukkan 10.30 og að þeim loknum verða fyrirspurnir og umræður. Sameiginlegum fundi VMST og ■ BIRGIR Jóhannesson flytur fyrirlestur á sviði efnisfræði þriðju- daginn 28. mars kl. 17.15 í stofu 158 í VR-II. Fyrirlesturinn nefnist: Bjögunarherðing og eftirspenn- ur í málmsamsetningum. Birgir hlaut B.Sc. gráðu í eðlisfræði frá HÍ 1985 og Ph.D. gráðu í efnis- fræði frá háskólanum í Surrey í Englandi 1992. Hann er nú sér- fræðingur við Verkfræðistofnun Háskóla íslands. ■ ÝMISLEGT verður til afþrey- ingar og skemmtunar um helgina í Miðbæ í Hafnarfirði. Sundfélag Hafnarfjarðar verður með köku- basar og kynningu á sinni starf- LS verður slitið á hádegi, en eftir hádegið setjast formenn og fulltrú- ar aðildarfélaga LS á rökstóla og ræða ýmis sameiginleg hagsmuna- mál. „Það sem við tökum fyrst og fremst fyrir er fluguhnýtinga- keppni sem hleypt verður af stokk- unum á næstunni og stuðningur við kvótakaupastarf Orra Vigfús- sonar, auk þess sem við munum að vanda skiptast á upplýsingum fréttum og möguleikum á kaupum óseldra veiðileyfa hver hjá öðrum,“ sagði Jón G. baldvinsson formaður LS í samtali við Morgunblaðið. Skráð silungsveiði... Víðast hvar er skráning á sil- ungsveiði lítil eða engin. Þó eru nokkrar undantekningar frá því, helst þar sem veiðin er eftirsótt og stangarfjöldi takmarkaður. Veiði- málastofnun lét fyrir nokkru frá sér lokatölur úr nokkrum þekktum silungsveiðiám og -vötnum. Skiptir stofnunin veiðistöðunum eftir því hvort um er að ræða bleikju- eða urriðaveiði. Lítum á tölurnar yfir bestu veiðistaðina: Grenlækur 3.311 urriðar (líklega mest sjóbirtingur), Fremri Laxá á Ásum 2.744 fiskar, Laxá í Þing. ofan Brúa 2.301 fiskur, sama á neðan Brúa 705 fiskar og Litlaá ásamt Skjálftavatni 584 stykki. Fimm aflahæstu bleikjuveiðiárn- ar voru þessar: Fljótaá 7.071, Eyja- fjarðará 3.319, Svarfaðardalsá 1.691, Flókadalsá í Fljótum 1.673 og Hörgá 1.590 bleikjur. í öllum ánum er um sjóbleikju að ræða. serni. Handknattleiksdeild Hauka ,2. og 3. flokkur, býður upp á ódýra bón- og þvottaþjónustu í bílkjallar- anum í tilefni af keppnisferð félags- ins til útlanda. Heimalagaði ísinn í Miðbæ verður kynntur og seldur alla helgina eingöngu í Miðbæ auk þess sem ýmsar matvæla- og vöru- kynningar verða í boði í verslunum í Miðbæ. ■ SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafnarfirði gangast fyrir Bryggjuballi í veitingahúsinu Kænunni í kvöld, laugardaginn 25. mars. Hljómsveitin Jón forseti leik- ur fyrir dansi til kl. 3. Aðgangur er ókeypis. SÍÐASTLIÐINN sunnudag fjölmenntu 5 ára börn og foreldrar þeirra til Seltjarnarneskirkju til að veita viðtöku bókinni Kata og Oli fara í kirkju. Biskup íslands vísiterar Selljarnarnessöfnuð BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, er nú um þessar mundir að vísitera Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Með honum í för er prófasturinn sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Sunnudaginn 26. mars mun bisk- up vísitera Seltjarnarnessöfnuð og hefst vísitasían með messu sem hefst í kirkjunni kl. 11 f.h. Þar predikar biskup, prófastur ávarpar söfnuðinn en sóknarprestur, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, þjónar fyrir altari. Eftir messuna þiggja gestimir hádegisverð í safnaðarheimili kirkj- unnar og að honum loknum hefst fundur með sóknarnefnd og starfs- fólki kirkjunnar. Á fundinum fær biskup að heyra ágrip af sögu kirkj- unnar og greint verður frá þeim eig- um og kirkjumunum sem kirkjan á. Auk þess mun biskupi verða greint frá helstu viðfangsefnum í safnaðar- starfinu. Þriðjudaginn 28. mars vísiterar biskup íbúa aldraðra á Seltjarnar- nesi en þar hefur sóknarpresturinn helgistundir einu sinni í viku. At- höfnin hefst kl. 13.30 og þangað em allir eldri bæjarbúar velkomnir. Fyrirlestur um erlend tengsl hjúkrunar- fræðinga ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, flyt- ur fyrirlesturinn: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga: Samstarf og tengsl við erlend samtök hjúkr- unarfræðinga mánudaginn 27. mars kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga er aðili að Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga ICN (Inter- national Council of Nurses) og Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, SSN (Sykeplejer- nes Samarbeid i Norden). í erind- inu verður fjallað um uppbyggingu og starfsemi þessara samtaka og áhrif þeirra á hjúkrun á alþjóðlega vísu. Fjallað verður sérstaklega um tengsl íslenskra hjúkrunar- fræðinga við samtökin og þýðingu þeirra fyrir íslenska hjúkranar- fræðinga í fortíð, nútíð og fram- tíð. Einnig verða í erindinu kynnt samskipti félagsins við ýmis evr- ópsk samtök hjúkranarfræðinga, bæði þau sem byggja á faglegum grunni og einnig á fagpólitískum grunni. Athugasemd um bílakaup SIGURÐUR Th. Magnússon og Gísli Guðmundsson hafa sent Morg- unblaðinu eftirfarandi athugasemd fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins: „Dómsmálaráðuneytið óskar vin- samlegast eftir því að koma á fram- færi eftirfarandi athugasemd við frétt í Morgunblaðinu á bls. 9, mið- vikudaginn 22. mars sl., sem ber yfírskriftina Óánægja lögreglu- manna í Mosfellsbæ vegna bíla- kaupa. í fréttinni er því haldið fram að lögreglan í Reykjavík hafí ekki feng- ið að kaupa bíl af þeirri gerð sem hún telur gagnast best á löggæslu- svæðinu í Mosfellsbæ, heldur hafí hún þurft að kaupa bíl af annarri tegund sem er 400 þúsund krónum dýrari, en henti hins vegar mun verr að mati lögreglunnar í Mosfellsbæ. Hér er rangt farið með staðreynd- ir. Hið rétta er að lögreglan í Reykja- vík óskaði eftir að kaupa tvær bifeið- ar með drifí á öllum hjólum, önnur ætluð til afnota í Breiðholti, en hin fyrir Mosfellsbæ. Af hálfu ráðuneyt- isins og Bílanefndar ríkisins var fall- ist á þörfina fyrir fjórhjóladrifnar bifreiðar til þessara nota og var mælt með því að keyptar yrðu tvær bifreiðar af gerðinni Toyota Corolla Touring, í samræmi við niðurstöðu útboðs Ríkiskaupa. Samkvæmt út- boðsverði kostar slík bifreið 1.659.000 kr., þ.e. 491 þúsund krón- um lægra en útboðsverð á Subaru Legacy. I fréttinni er farið rangt með verð á Volvo-bifreiðum því samkvæmt til- boði Brimborgar í útboði Ríkiskaupa er verð á Volvo 850 kr. 2.248.000 en Volvo 460 frá 1.548.000 til * 1.648.000 kr. í fréttinni er haft eftir lögreglu- varðstjóra á lögreglustöðinni í Mos- fellsbæ að lögreglustjóri hafí ákveðið að þessir bílar yrðu ekki notaðir sem merktir lögreglubílar og því verið keyptir þrír Volvobílar fyrir lögreglu- stöðvarnar í Grafarvogi (á sennilega við Breiðholt) og Mosfellsbæ. Ekki er ráðuneytinu kunnugt um slíkar fyrirætlanir lögreglustjórans í Reykjavík, enda samrýmast þær ekki framangreindri þörf fyrir kaup bif- reiða með drif á öllum hjólum. Ráðu- neytið lítur svo á að hér sé um rang- færslur að ræða og að gagnrýni á Bílanefnd ríkisins eigi ekki við rök að styðjast." Samþykktir vegna kennaraverkfallsins Ovissan hrekur nemendur frá námi OVISSA ríkir enn í kjara- deilu kennara og ríkisins. Meðan hún varir heldur samþykktum vegna verk- fallsins áfram. Þar er skorað á deilu- aðila að ganga til samninga. Nemendur eygja litla von til þess að ná tilskildum árangri Stjórnarfundur Félags fram- haldsskólanema segir marga nem- endur hafa nú þegar flosnað upp úr námi vegna þeirrar óvissu sem ríkir og leitað á náðir vinnumarkað- arins. Fjöldi námsmanna standi frammi fyrir því að eiga ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum vegna þess að námslán fást ekki greidd nema sýnt sé fram á tilskilinn námsárang- ur og nemendur sem að stóðu höllum fæti í námi fyrir verkfall eygja nú litla sem enga von á að ná tilskildum árangri þetta námsár. Nemar í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskóla ís- lands vekja athygli á því að til stóð að kennaranemar færu í æfinga- kennslu í framhaldsskólum í bytjun mars en nú er útlit fyrir að úr. því geti ekki orðið og þar með eru minnkandi líkur á því að nemarnir geti útskrifast úr Háskóla íslands í vor. Kjaramálanefnd Iðnnemasam- bands íslands lýsir yfir stuðningi við kennara og krefst þess að rík- isstjórnin gangi nú þegar frá samningum við kennarasamtökin. Lengd þessarar launadeilu er far- in að hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir alla nema og sérstaklega þá nema sem eiga að útskrifast í vor. Það er staðreynd að nú þeg- ar hefur stór hluti nemenda í framhaldsskólum flosnað frá námi og ef verkfallið leysist ekki nú þegar mun stærri hópur flosna frá námi. Sambandsstjórn Iðnnemasam- bands íslands segir lengd þessarar launadeilu vera farna að hafa ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir alla hlutaðeigandi aðila og verði ekki séð hvernig neyðarástandi verður forð- að, vari deilan lengur. Sambands- stjórnin varar við að í lausn deilunn- ar felist lenging á kennslutíma fram yfír mánaðamót maí-júní, þar sem slík lenging muni skapa vandamál í öllum sumarstörfum sem byggja á þátttöku nema og skerða möguleika nema til tekjuöflunar. Ábyrgðarleysi gagnvart börnunum Stjórn Foreldrafélags Mela- skóla segir samninganefndirnar með hægagangi sýna mikið ábyrgð- arleysi gagnvart börnunum sem varnarlaus gjalda þess hvernig mál- um er háttað. Dragist deilan enn á langinn verður nám margra nem- enda að engu gert og flestir nemend- ur verða lengi að ná upp þræðinum að nýju. Skólanefnd Neskaupstaðar hvetur ríkisstjórnina til að beita sér í málinu með meiri þunga en gert hefur verið til þessa, þannig að skólahald geti hafíst sem fyrst svo að börn landsins fái þá menntun sem þeim er tryggð með lögum. Launastefna ríkisins er verkfallsvaldur Miðstjórn Bandalags háskóla- manna telur verkfallið sprottið vegna launastefnu ríkisins og naumra fjárveitinga til menntamála. Miðstjórnin er þess fullviss að til þessa verkfalls hefði ekki komið, ef ríkisvaldið hefði staðið við kjara- samninga við kennara og önnur að- ildarfélög bandalagsins, sem gerðir voru 1989 og teknir af með bráða- birgðalögum 1990. Skólastjórnendur sérskóla rík- isins átelja það tómlæti sem stjórn- völd hafa sýnt gildi menntunar og mikilvægi kennarastarfsins. Skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri Kópavogsskóla hafa sent bréf til nemenda og foreldra þeirra, þar sem vinnudeilan er hörmuð og lýst ótta við afleiðingamar.“Þessum deilum verður að linna“. Með kennurum Nemendur og sérfræðingar sem kenna við Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Olfusi lýsa yfír fullum stuðningi við kennara og kennarar í Kvennaskólanum í Reykjavík lýsa yfir fullum stuðningi við samninganefnd HÍK og IO. Trúnaðarmannafundur kennara í Reykjavík lýsir yfir fullum stuðn- ingi við störf samninganefndar kennara og segir að öllum megi ljóst vera að gagngerar breytingar á fjár- sveltu skólakerfi kosti fjármuni. Það sé kominn tími til að standa við stóru orðin. Kennarar í Hvaleyrarskóla, Hafnarfirði skora á ríkisstjórn ís- lands að taka ábyrga afstöðu til menntamála þjóðarinnar með því að ganga að kröfum kennara og semja strax og Stjórn Félags íslenskra leikskólakennara hvetur grunn- og framhaldsskólakennara til dáða í kjarabaráttu sinni. Sveitarfélög beiti sér Kennarafélag Suðurlandshefur beint tilmælum til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hún beiti áhrifum sínum til lausnar kjaradeilunni með vísan til þess að samkvæmt nýsamþykktum grunnskólalögum taka sveitar- félögin við rekstri grunnskólans 1. ágúst 1966.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.