Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ E<S HErALDRE! '\~~7p’Ft)B£)ULB3 T EKK&&T /T/U- TAPAD DA/Vl/Vtl ) (WeKAUG FERÐ EF ÉG FEP AÐ TAfí* -------1 /——•—y XpOAÐþuír '—rrrr^rr-._.» ,..I/ECT/ é<3 SP/L/NU Ljóska Smáfólk Þannig lýkur ritgerð minni um sólina ... Þú ert næst, herra... gerðin mín um vind- ínn . BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er dómsmálaráðu- neytið á fráfæru- tímabilinu ennþá? Frá Sveini Bjömssyni: ER ÞAÐ tilfellið að þar inni skilji menn ekki hvað er að gerast í þjóð- félaginu? Skilja ekki hvað glæpa- klíkurnar, þessir 230 manns sem eiga að vera innilokaðir, en vaða hér uppi, fremja alls konar glæpi, ræna og rupla, ráðast á fólk á göt- um úti og vaða inn á heimili fólks og lögreglan ræður ekki við neitt vegna fámennis. Stundum nást þeir og eru settir inn á meðan verið er að rannsaka mál þeirra, játa og er svo sleppt. Fremja kannski 2-3 innbrot á sólarhring. Lögreglunni fækkar jafnt og þétt. Fé til lögreglunnar skorið við nögl og nánast algjört fjársvelti til lögreglunnar. Slíkt er búið að vara lengi. Það gerir lögregluna mátt- lausa gagnvart glæpalýðnum. Blátt bann við aukavinnu nema kannski 50 tímum á mánuði, sem eru fljótir að fara, en eins og allir vita er mest að gera fýrir lögregluna á nóttunni. Þeir vita ekki þessir ráða- menn í dómsmálaráðuneytinu að eftir því sem lögreglan er fámenn- ari verður hún máttlausari, en glæpalýðurinn veit það og notfærir sér. Launin hjá lögreglunni eru svo lítil, að þeir geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum. Þetta er að verða til skammar hjá dómsmála- ráðuneytinu að niðurníða svona lög- regluna, sem endar bara með því, eins og ég hef áður sagt, að það fást engir almennilegir menn í hana lengur. Starf lögreglunnar er ekki metið nóg, enda það nýjasta að láta hjálparsveitir vinna lögreglustörf, sem er fyrir neðan allar hellur. Hjálparsveitimar eru alveg bráð- nauðsynlegar og hafa unnið mörg frábær afrek, þannig að til sóma er, en að ætla sér að fara að nota góðsemi þeirra afla til að vinna lög- reglustörf er fyrir neðan allar hell- ur. Auðvitað eiga yfirmenn lögregl- unnar í Reykjavík að fá lánaða lög- reglumenn frá nálægum bæjarhlut- um í vissum tilfellum, en þá kemur á daginn, að þeir eru svo illa mann- aðir, að þeir eru ekki aflögufærir, nema að kalla út aukavaktir, en það kostar peninga sem lögreglan hefur ekki ráð á, en hjálparsveitir kosta ekkert. Svona langt er nú gengið. Allt er á niðurleið vegna sparnaðar hjá þessum háu hermm. Sem dæmi má nefna, að það voru ekki nema fimm nemendur í Lög- regluskólanum í vetur. Sýslumenn- irnir höfðu ekki efni á að senda nýja lögreglumenn í skólann vegna peningaleysis og svo engir nýir lög- reglumenn ráðnir, þó bráðnauðsyn- legt sé. Kannski leggja þessir herr- ar í dómsmálaráðuneytinu Lög- regluskólann niður. Þó ættu þeir að vita að lögbrotum er alltaf að fjölga. Eitrið er enn meira og flæð- ir yfir landið. Sannleikurinn er því miður sá, að þessum fíkniefnamál- um hefur ekki verið nóg sinnt vegna lítils mannafla í fíkniefnalögregl- unni. Ekki gert eins og lofað var fyrir margt löngu þegar Kristján Pétursson deildarstjóri á Keflavík- urflugvelli varaði við auknu eitur- efnasmygli til landsins með flugvél- um og skipum, þá væri kannski minna um þessi vandamál núna. Ég starfaði þá með Kristjáni í nefnd, sem mig minnir að hafi ver- ið skipuð af Alþingi líklega fyrir ca 15-20 árum. Þá lofaði þáverandi dómsmálaráðherra fleiri hundum sérþjálfuðum fyrir vélarrúm skipa og í flugvélum, þannig að oft væri hægt að skipta um, því hundar verða líka þreyttir, en ekkert gerð- ist að ráði í þeim málum. Þessu rolukasti í dómsmálaráðu- neytinu verður að linna. Það eru nýir tímar og fráfærutímabilið löngu liðið. Það þarf að borga lög- reglunni mannsæmandi fastakaup, minnka eftirvinnu, en þegar hún verður að vinnast geta lögreglu- menn fengið hann að mestu í fríum, í sumarfríum eða vetrarfríum eða þegar hentar. Að þessu þarf að vinna í næstu samningum. Það er gott að starfandi lögreglumenn eru farnir að þora að láta heyra frá sér sannleikann í þessu ófremdar- ástandi, sem er orðið um allt land. Vonandi verða þeir ekki reknir fyrir að segja meiningu sína. Svo er það dómskerfíð sem er í molum. Engir dómar að ráði fyrir innbrot og þjófnaði, nauðganir eða rán. Það læðist að mér sá grunur, að fangelsisleysið ráði þar ein- hveiju. Kannski bara miklu. Það er auðvitað bágt fyrir dómarann, að dæma menn í langt fangelsi, þegar þeir vita að þangað komast þessir ógæfumenn ekki fyrr en eft- ir dúk og disk. Þegar þeir hafa kannski lagast, eru orðnir heimilis- feður eða eftir 2-6 ár frá því að þeir frömdu afbrotið, settir inn. Þá fer þetta að nálgast mannréttinda- brot hjá dómsmálaráðuneytinu. Ef það á að hafa einhver áhrif hjá afbrotamönnum að fara í fangelsi, verður það helst að gerast strax eftir að dómur er fallinn. Annars er þetta allt vonlaust hjá þessum afbrotamönnum og þeir bæta meiru og meiru við sig af afbrotum eins og reyndin hefur orðið. Það er ann- ars dálítið skrýtið, að enginn stjórn- málaflokkur hefur nú þegar stutt er til kosninga beitt sér fyrir að stemma stigu við fíkniefnamálum. Það sést ekki á stefnuskrá þeirra. Kannski eru engin atkvæði á bak við slíkt? Það væri nú gott ef dómsmála- ráðuneytið drifi nú í því að klára þetta litla fangelsi á Litla-Hrauni og taki úr umferð verstu skunkana. Það gæti haft áhrif. Setja suma unga á meðferðarheimili, svo sem í Krísuvík og víðar. Ég hef aldrei viljað að mjög ungir afbrotamenn færu inn um mjög slæma afbrota- menn sem eru kannski á Litla- Hraúni. Það gæti gert þá verri en þeir voru. SVEINN BJÖRNSSON, fyrrv. yfirlögregluþjónn. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.