Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 43 AÐSEIVIDAR GREINAR Tennur og tannskekkja I NÚTÍMATANNLÆKNINGUM kemur oft upp sú staða að meta verður hvort meðhöndlunar sé þörf eða ekki, sjái tannlæknir eitthvað sem ekki fellur beinlínis undir eðli- legt ástand í munni sjúklinga sinna. Mörkin á milli þess sem telst getur afbrigðilegt eða heilbrigt ástand eru alls ekki alltaf skörp, um bit- og tannskekkju. Eðlilega eru það út- litsatriði sem oftast eru hvati þess að sjúklingur leitar sér sjálfur með- ferðar, en tannlæknirinn hefur auk þess til hliðsjónar í mati sínu hver langtímaáhrif bitskekkju geta verið mun erfiðari við þær aðstæður og jafnvel ómöguleg öðruvísi en að undangenginni tannréttingu. Nánast allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á tengslum tann- og bitskekkju og annarra tannsjúk- dóma byggjast á svokölluðum þver- sniðsrannsóknum. Meiri vissa um þessi tengsl ætti að fást með lang- tímarannsóknum, þar sem sömu einstaklingum er fylgt eftir frá barnsaldri til fullorðinsára. Slíkt tækifæri gefst nú á íslandi. Vetur- inn 1972-73 stóð dr. Þórður Eydal Magnússon prófessor fyrir um- fangsmikilli rannsókn á bitskekkju, tann- og beinþroska bama og á fyrstu blæðingum telpna í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur. Dr. Þórður hefur nú ásamt nokkrum samkennurum sínum við Háskóla íslands hafið könnun meðal ein- staklinga í þessum hópi. Af þeim 1.641 einstaklingi sem tók þátt í upphaflegu rannsókninni fyrir 22 árum tókst að ná til 1.518 einstakl- inga sem sýnir eins og oft hefur verið bent á hve íslenskar aðstæður henta vel til faraldsfræðilegra rann- sókna. Þessa dagana hafa um 1.500 einstaklingar fengið senda til sín spurningalista þar sem spurt er um óþægindi frá kjálkunum, mat þeirra sjálfra á útliti tannanna, afstöðu til FYRIR meðferð. tannréttinga og ótta við að fara til tannlæknis. Að 3 árum liðnum verð- ur þeim sem svarað boðið til ókeyp- is skoðunar og ráðlegginga á Tann- læknadeild Háskóla Islands vegna þeirra atriða sem spurt er um, auk þess sem ástand tanna og tannholds verður metið. Niðurstöður þeirrar skoðunar ættu að gefa mjög mikil- vægar upplýsingar um hve alvarleg, ef einhver, áhrif mismunandi teg- EFTIR meðferð. undir bitskekkju hafa á almenna tannheilsu. Slíkar upplýsingar eru gagnlegar bæði tannlæknum og sjúklingum þeirra jafnt sem heil- brigðisyfirvöldum og ættu að geta stuðlað að markvissari stefnumörk- un í tannheilsumálum. Höfundur er tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla íslands. Sigurjón Arnlaugsson á heilsu sjúklinga sinna. Á íslandi þar sem tannlæknisþjónusta verður nú að teljast góð uppgötvast bit- skekkja venjulega snemma og þá af tannlækni, sem gerir foreldrum viðvart áður en í óefni er komið. Upphafleg ákvörðun um meðferðar- þörf byggist því alla jafnan á fag- legu mati fremur en mati eða óskum einstakra barna eða foreldra þeirra. Auðvitað hlýtur það að vera áhyggjuefni að hið opinbera skuli Sendir hafa verið út spurningalistar varð- andi rannsóknir á bit- skekkju, tann- og bein- þroska. Sigurjón Arn- laugsson hvetur við- komendurtil viðbragða. ekki lengur taka þátt í kostnaði vegna tannréttinga barna og ungl- inga nema í undantekningartilvik- um. Það er ástæða til að óttast að upp vaxi ný kynslóð á íslandi sem að stórum hluta fer á mis við þenn- an þátt tannlæknisþjónustunnar. Erlendar rannsóknir benda til þess að bitskekkja geti leitt til auk- innar tíðni tannskemmda, tann- holdsvandamála, verkja í kjálkalið- um og andlitsvöðvum, auk þeirra sálrænu og félagslegu áhrifa sem það kann að hafa á einstaklinginn að vera með skakkar tennur. Rann- sóknastofnun Bandaríkjanna í tannlæknisfræðum (National Instit- ute of Dental Research) hefur sér- staklega bent á nauðsyn þess að kanna betur en gert hefur verið sálræna og félagslega þáttinn í stefnumörkun sinni um rannsóknir á bitskekkjum. Auk þeirra beinu áhrifa sem skekkja getur haft á tannheilsu einstaklingsins getur hún oft valdið vandræðum síðar á ævinni þegar bæta þarf sjúklingi upp tanntap með smíði fastra eða lausra tanngerva. Slík smíði er oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.