Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Akureyri:
' Vetraríþróttamiðstöð
formlega opnuð í dag
Vetraríþpöttamiðslöð Islands,
VMl, verður formlega stofnuð f
dag, laugardaginn 18. mars, á
Akureyri að viðstöddum Ólafi G.
Einarssyni,
Akureyri er eini rétti staðurinn. Hér stendur ekkert upp úr sem þarf að varast nema kirkjut-
urnarnir, elskurnar mínar . . .
Styrkveitingar borgarráðs árið 1995
Rúmar 40 milljónir til
35 félaga o g samtaka
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
styrkja 35 félög og samtök um sam-
tals 40.075.086 krónur árið 1995.
Hæstu styrki fá KFUM og KFUK,
fimm milljónir í byggingarstyrk,
Karlakór Reykjavíkur sömuleiðis
fimm milljónir í byggingarstyrk og
MS-félag íslands fær 4,8 milljónir
í byggingarstyrk.
Bj örgunars veitir
Meðal styrkþega er Slysavarna-
deildin Ingólfur sem fær rúmlega
2,3 millj. í rekstrar- og byggingar-
Kasparov
kemur í dag
GARRÍJ Kasparov, heimsmeistari í
skák, er væntanlegur til landsins í
dag á vegum Sjónvarpsins. Hann
verður hér fram á mánudag.
Kasparov mun í
dag tefla blindskák
við Helga Áss Grét-
arsson, heims-
meistara yngri
skákmanna. Sú
skák verður sýnd í
Sjónvarpinu um
páskana.
Á morgun
klukkan 14 mun
Kasparov halda
fyrirlestur fyrir
börn og unglinga í
Faxafeni 12, en nú stendur einmitt
yfir sveitakeppni grunnskóla í skák.
Á sunnudagskvöld kl. 22.10 hefst
alþjóðlegt mót í atskák og verður
því sjónvarpað beint. Auk heims-
meistarans taka stórmeistararnir
Helgi Ólafsson, Hannes H. Stefáns-
son og Jóhann Hjartarson þátt í
mótinu.
styrk, Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík, sem fær 471.046 krónur í
rekstrarstyrk, Slysavamafélag ís-
lands sem fær 663.945 krónur
vegna fasteignaskatta, Landsbjörg,
landssamband björgunarsveita, fær
552.888 krónur vegna fasteigna-
skatta og Björgunarhundasveit ís-
lands fær 25.500 krónur, vegna
leyfísgjalda fyrir þrjá hunda.
íbúasamtök
Fimm íbúasamtök fá_ styrki:
Framfarafélag Seláss og Árbæjar-
hverfis fær 50 þús., Ibúasamtök
Suðurhlíða fá 25 þús., íbúasamtök
Grafarvogs fá 50 þús., íbúasamtök
Litla-Skeijafjarðar fá 25 þús. og
íbúasamtök Ártúnsholts fá 25 þús.
Önnur félagsstarfsemi
í flokknum önnur félagastarfsemi •
og sérstök verkefni eru Neytendafé-
lag höfuðborgarsvæðisins sem fær
550 þús. vegna kvörtunar- og leið-
beiningarþjónustu, Kvenfélagið
Hringurinn fær 150 þús., Félag eldri
borgara fær 1,1 millj., Landssam-
band Gideonfélaga á íslandi fær 100
þús. krónur og Vesturgata 3 hf.,
Hlaðvarpinn, fær tæpar 1,4 millj.
vegna fjögurra verkefna.
Kvennaheimilið Hallveigarstaðir
fær 509.859 krónur, Samband ís-
lenskra kristniboðsfélaga fær 200
þús., Viðeyingafélagið í Reykjavík
fær 100 þús., Ferðaleikhúsið fær
100 þús. og Leigjendasamtökin fá
500 þús. Stúdentaráð Háskóla ís-
lands fær 250 þús., Landssamtök
áhugafólks um flogaveiki fá 100
þús. og Norræna félagið í Reykja-
vík fær 100 þús.
Byggingarstyrkir
Byggingarstyrk fær Tónlistarfé-
lagið, vegna viðgerða á skólahúsi
1,5 rnillj., KFUM og KFUK fá fimm
millj. vegna nýbyggingar við Holta-
veg. Heildarkostnaður áætlast 117
millj. og 27 millj. vegna breytinga
á eldra húsnæði. Fram kemur að
árið 1991 veitti borgarsjóður 5 millj.
í styrk og síðan 15 millj. árlega á
árunum 1992 til 1994.
Skógarmenn KFUM fá eina millj-
ón í byggingarstyrk vegna íþrótta-
húss í Vatnaskógi. Deildin fékk
fyrst sérstaka styrkveitingu árið
1986, 200 þús., en árin 1993 og
1994 var styrkurinn tvær milljónir.
íþróttafélag fatlaða fær 4,1 millj.
til framkvæmda við íþróttahúsið við
Sigtún.
Islenskir ungtemplarar fá 1,2
millj. til kaupa á húsnæði. Fram
kemur að félagið hefur notið styrks
úr borgarsjóði í mörg ár, seinast
180 þús. árin 1991 til 1993. Á ár-
inu 1994 var styrkurinn hækkaður
í 1,2 millj. Þá hefur borgarráð sam-
þykkt að taka upp viðræður við
fulltrúa ungtemplara vegna rekstr-
arstyrks til samtakanna.
Nokkur skátafélög fá styrki til
að byggja eða kaupa húsnæði.
Landsamband íslenskra aksturs-
íþróttafélaga fær 300 þús. krónur
en félagið hefur verið styrkt um
sömu upphæð síðustu fjögur ár.
Félagsmál
Kattavinafélag íslands fær 500
þús. krónur. Fram kemur að heild-
arfjárveiting til félagsins hefur verið
rúmar 3,2 millj. á árunum 1983 til
1994.
Karlakór Reykjavíkur fær 5 millj.
■ byggingarstyrk, Blindrafélagið fær
4 millj. í byggingarstyrk en félagið
hefur áður verið styrkt með tveggja
millj. króna framlagi. Loks fær
MS-félag íslands 4,8 millj. í bygg-
ingarstyrk en þar af eru 800 þús.
vegna snjóbræðslukerfis við hús fé-
lagsins.
Garry
Kasparov.
Niðurskurður vofir yfir slökkviliðinu
Sparnaður
leiðir til
verri þjónustu
Hrólfur Jónsson
Þ HRÓLFUR Jónsson
Heilbrigðisráðuneyt-
ið hefur sagt upp
samningi við
Reykjavíkurborg þess efn-
ið að ríkið greiði 100 millj-
ónir á ári vegna sjúkra-
flutninga í höfuðborginni.
Slökkviliðsmenn annast
þessa flutninga og hefur
heilbrigðisráðuneytið leit-
að eftir samstarfi við
Rauða krossinn um sjúkra-
flutninga á landinu öllu og
stendur til að spara 50
milljónir árlega í þeim
málaflokki.
- Er hægt að spara í
starfsemi slökkviliðsins?
„Gunnar Scheving
Thorsteinsson verkfræð-
ingur gerði úttekt nýlega
á sjúkraflutningum á höf-
uðborgarsvæðinu og einn-
ig hefur Garðar Vilhjálmsson hjá
Hagsýslu ríkisins farið í saumana
á starfseminni. Það liggur því
fýrir að reksturinn er mjög hag-
kvæmur íjárhagslega eins og
hann er núna. Það kostar 278
milljónir á ári að reka slökkviliðið.
Menn eru kannski að deila um
það hvað sjúkraflutningarnir séu
stór þáttur í starfseminni en við
teljum að það liggi fyrir með ótví-
ræðum hætti því samkvæmt
gerðardómi á ríkið að borga rúm-
ar 100 milljónir vegna þeirra, en
við sinnum 70% af sjúkraflutn-
ingum á landinu. Það skiptir okk-
ur ekki máli í sjálfu sér hvort
samið er við ríkið eða Rauða
krossinn en ef á að spara í þess-
um rekstri tel ég að það verði
ekki gert með öðrum hætti en
að draga úr þeirri þjónustu sem
verið er að veita í dag. Auk þess
er mjög gott samstarf við Borg-
arspítalann og Reykjavíkurdeild
Rauða krossins sem hefur séð
okkur fyrir tækjum. Við erum
með sjö til átta bíla.“
- Hvað sinna margir slökkvi-
liðsmenn sjúkraflutningum á
dag?
„Það eru tveir menn á hveijum
bíl. Á daginn erum við með þrjá
sjúkrabíla og tvo á nóttunni. Þeg-
ar koma álagspunktar köllum við
til fleiri bíla og menn.“
- Væri hægt að aðskilja
sjúkraflutninga frá öðrum
rekstri?
„Það er hægt að aðskilja þetta
en það myndi þýða aukinn kostn-
að. Við erum með slökkviliðs-
menn á vakt allan sólarhringinn
sem hægt er að setja í sjúkra-
flutninga ef þannig ber við. Ef
þetta væri rekið ann-
ars staðar þyrfti að
hafa tíu menn a vakt
í einu því það er ekki
hægt að bjóða Reyk-
víkingum annað en að
hafa fimm sjúkrabíla
til taks í einu. Það þýðir 40 starfs-
menn, lágmark. Síðan þarf að fá
fólk til að sinna símaþjónustu,
viðgerðarþjónustu, þvotti á bílun-
um og sótthreinsun, auk skrif-
stofuhalds og stjórnunar. Ég segi
að þetta verði dýrara ef veita á
sömu þjónustu og einnig gæti
þetta þýtt lengri útkallstíma."
- Hvað eru mörg útköll á sól-
arhring vegna sjúkraflutninga?
„Það eru að meðaltali 30 á
sólarhring. Stundum fara þau
upp í 50-60, þannig að það koma
miklir álagspunktar. Einnig má
nefna að ef stórslys verður getum
slökkviliðsstjóri í Reykjavík
fæddist 24. febrúar 1955 í
Reykjavík. Foreldrar hans eru
Jón Jóhann Magnússon hús-
gagnasmiður frá Innri-
Fagradal i Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu og Sigrún Siguijóns-
dóttir húsmóðir frá Hólmavík.
Maki Hrólfs er Ingibjörg Stein-
unn Sverrisdóttir bókasafns-
fræðingur og börn þeirra eru
Sigrún Inga, Steinunn Björg
og Ragnar Jón. Hrólfur varð
slökkviliðsstjóri árið 1991.
við sent út 15 menn sem allir
hafa tilskilda þjálfun.“
- Veikir það ekki slökkviliðið
að sinna þessu að auki?
„Nei, ef við tæmum slökkvi-
stöðvarnar vegna slyss er kölluð
út aukavakt. Hún er kannski tíu
mínútur að koma sér á stöðina
en líkurnar á bruna á þessum tíu
mínútum eru hverfandi. Að vísu
getur það gerst en það myndi
kosta óhemju peninga að koma
alveg í veg fyrir það. Ef þessi
áhætta væri ekki tekin gæti það
kostað meira en tjón af völdum
bruna í Reykjavík."
- Hversu margir brunar verða
á ári?
„Við erum með um 1.000 út-
köll á ári og þar af eru slökktir
eldar um 200 sinnum. Afgangur-
inn telst síðan annars konar út-
köll því við erum farnir að gera
miklu meira en að vera slökkvi-
lið. Við sinnum umferðarslysum
ef fólk situr fast, einnig þegar
flæðir inn til fólks. Við sinnum
mengunarslysum en áður fyrr var
öllu skolað niður niðurföll. Einnig
höfum við stofnað
landflokk sem sinnir
sjúkraílutningum utan
vega og vinnum að
undirbúningi fyrir kaf-
araþjálfun starfs-
manna. Það kostar
gífurlega fjármuni að vera með
menn á vakt allan sólarhringinn.
Það eykur því hagkvæmnina að
geta nýtt þá í fleiri og fleiri hlut-
verk.“
- Hvernig er hægt að leysa
þetta?
„Það er ekki hægt að skera
niður og ef ætti að gera það
myndum við ekki vilja sinna þessu
starfi. Til þess að geta gert það
þarf Reykjavíkurborg að greiða
stærri hluta af sjúkraflutningun-
um, þótt það sé hlutverk ríkisins
að standa straum af kostnaði
vegna þeirra.“
Þrjátíu útköll
vegna sjúkra-
flutninga á
sólarhring