Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Sjóvá-Almennar með
259 milljóna hagnað
HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra
trygginga hf. á síðasta ári var
alls um 259 milljónir samanborið
við um 195 milljónir á árinu 1993.
Þessa bætta afkomu rekur félagið
til fækkunar tjóna, jákvæðrar þró-
unar á mati tjóna frá fyrri árum,
bættra tjónavarna, betra áhættu-
mats við tryggingatöku og aðhalds
í rekstri. Viðskiptavinir félagsins
munu njóta góðs af þessum bata
því ákveðið var fyrr á þessu ári
að lækka iðgjöld til einstaklinga
um hátt á annað hundrað millijón-
ir. Þar að auki er fyrirhugað að
endurgreiða í maí nk. viðskiptavin-
um í svonefndum Stofni sem upp-
fylla skilyrði um fjölda vátrygg-
inga, góða tjónareynslu og skilvísi
10% af iðgjöldum vegna ársins
1994, samkvæmt frétt frá félag-
inu.
Tjón ársins námu
3.095 milljónum
Iðgjöld ársins hjá Sjóvá-
Almennum námu alls 3.822 millj-
ónum og hækkuðu um 3% milli
ára. Tjón ársins námu 3.095 millj-
ónum og lækkuðu um 3% milli
ára. Eigin iðgjöld námu 2.596
Afkoman í fyrra sú
besta frá stofnun fé-
lagsins, m.a. vegna
fækkunar tjóna
milljónum og lækkuðu um 1% frá
fyrra ári. Eigin tjón námu 2.417
milljónum og lækkuðu um 10% frá
fyrra ári. Þá námu umboðslauna-
tekjur umfram umboðslaunagjöld
um 86 milljónum og er það um
42% hækkun frá fyrra ári.
Skrifstofu- og stjómunarkostn-
aður nam alls um 479 milljónum
og hækkaði um 3% milli ára en
hlutfall skrifstofukostnaðar af ið-
gjöldum var óbreytt milli ára eða
um 12,5%. Hreinar fjármunatekjur
námu alls 616 milljónum og lækk-
uðu um 17% milli ára. Eigin trygg-
ingasjóður í hlutfalli við eigin ið-
gjöld nam 287% en var 259% árið
áður.
„Þetta er besta afkoma félags-
ins frá stofnun Sjóvár-Almennra,“
sagði Einar Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri í samtali við
Morgunblaðið. „Afkoman hefur
verið að batna síðastliðin þijú ár
og það má segja að þetta sé eðli-
legt framhald af okkar vinnu und-
anfarin ár. Við erum byijuð að
njóta árangurs þess erfiðis."
Iðgjöld félagsins
endurskoðuð
Einar sagði aðspurður að auk
betri afkomu hefði tekist að
styrkja tryggingarsjóðina um 635
milljónir eða um 9%. Þannig hefði
sjóðurinn staðið í um 7.459 millj-
ónum um áramótin. „Við höfum
einnig látið einstaklinga njóta þess
að afkoman hefur batnað með
lækkun iðgjalda og endurgreiðsl-
um. Þá má geta þess að við höfum
verið að fara í gegnum okkar við-
skiptamannahóp í atvinnurekstri
og endurskoðað iðgjöld,“ sagði
Einar.
Eigið fé félagins nam alls 1.063
milljónum og hækkaði um 23%
milli ára. Eiginijárhlutfall í árslok
var 10%.
Á aðalfundi sem haldinn verður
nk. föstudag 31. mars verður lagt
til að greiddur verði 10% arður til
hluthafa á árinu 1995.
Úr rekstri Sjóvár-Almennra trygginga hf.
Hagnaður
á núvirði
(1994)
69 76
Árið 1994
-80
milljónir
Skipting iðgjalda
og tjóna eftir
tryggingagreinum
Afkoma greina
sem hlutfall af
bókfærðum
iðgjöldum
Eignatryggingar
Skipa-, fiug- og farmtr.
Ökutækjatryggingar
Frjálsar ábyrgðartr.
Slysa- og sjúkratr.
Innlendar endurtr.
Erlendar endurtr.
Allar tryggingagreinar
1.642
1.627
Milljónir
króna
12 □Iðgjöld
[135 □ Tjón
3.822 millj. 3.095 miílj.
Iðgjöld Tjón
H+7,7
3+6,8
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Comið og skoðið nýuppsettar innréttingar hjá okkur
AUGARDAGI kl. 10-16 IOG SUlUDAGl
staðgreiðsluafsláttur af
baðinnréttingum næstu viku
Gásar
Borgartúni 29, Reykjavík
s: 562 76 66 og 562 76 67 Fax: 562 76 68
Hækkun á hrá-
olíu og annarri
hrávöru
London. Reuter.
Reykjavík
semur við
Visa
BORGARSTJÓRINN í Reykja-
vík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
undirritaði í gær rammasamning
við Visa Island um aukin rafræn
greiðslukortaviðskipti borgar-
stofnana og borgarfyrirtækja.
Þá hefur VISA náð samkomulagi
við Gjaldheimtuna í Reykjavík
um að framvegis verði unnt að
greiða fasteignagjöld með sjálf-
virkum og reglubundnum hætti
með boðgreiðslum, en gjalddög-
um þeirra hefur nú verið fjölgað
úr þremur í sex.
HAGNAÐUR varð af rekstri
Síldarvmnslunnar hf. á Neskaup-
stað í fyrra sem nam 119 milljón-
um króna, en árið 1993 nam hagn-
aður félagsins 50 milljónum.
Rekstrartekjur Síldarvinnslunnar
hækkuðu um 26% á milli ára og
námu 2.703 milljónum árið 1994.
Veltan fór í fyrsta sinn yfir 3
milljarða, var 3.064 milljónir.
Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
sagði að búist hefði verið um 90
milljóna hagnaði í fyrra, þannig
að afkoman hefði farið fram úr
væntingum. Ein ástæðan fyrir því
hefði verið betra rekstrarumhverfi
og stöðugt verðlag, en einnig varð
veruleg aukning á rækjuveiðum,
en 1994 var fyrsta heila árið sem
hinn nýi rækjufrystitogari Síldar-
vinnslunnar, Blængur NK-117,
var í rekstri. Finnbogi sagði að
loðnuvertíðin hefði einnig komið
vel út, sérstaklega fyrri hluta árs-
ins, en einnig hefði orðið aukning
VERÐ á ýmissi hrávöru frá málm-
um til olíu hækkaði í vikunni og
hár flutningskostnaður bendir til
þess að uppsveiflunni í heiminum
sé ekki lokið.
Tal um vígbúnað írana við
Persaflóa stuðlaði að því að verð
á hráolíu hækkaði um rúmlega
einn dollar. Eftirspurn var einnig
mikil eftir sumri hrávöru þrátt
á síldveiði, þar sem 3.000 tonn
voru veidd úr norsk-íslenska
síldarstofninum í júní.
Aflaverðmæti jókst um 60%
Síldarvinnslan var með 5 skip í
rekstri á árinu og nam heildarafli
þeirra rúmum 57.000 tonnum, sem
er 9% aukning frá fyrra ári, en
aflaverðmæti jókst mun meira eða
um 60%, úr 772 milljónum í 1.239
milljónir. Fryst rækja skilaði 13%
af tekjum Síldarvinnslunnar í
fyrra, en aðrar frystar afurðir
40%. Hlutur loðnumjöls og lýsis
var 26%, saltsíldar 8% og saltfísks
6%.
Bókfært eigið fé Síldarvinnsl-
unnar um síðustu áramót nam 594
milljónum króna og arðsemi eigin
ijár var 24%. Árið 1994 störfuðu
að meðaltali 360 starfsmenn hjá
fyrirtækinu.
Aðalfundur Síldarvinnsalunnr
verður haldinn 1. apríl næstkom-
anai.
fyrir bendingar um að uppsveiflan
hafi náð hámarki.
Hagfræðingar segja þó að þar
sem umsvif Japana aukist lítið og
teikn séu á lofti um að draga
muni úr uppsveiflu í Bandaríkjun-
um sé mikil hækkun á verði hrá-
vöru ólíkleg.
Staða HRÁOLÍU var jákvæð í
vikunni. Meintur vígbúnaður ír-
ana og olíuverkfall í Kúveit vöktu
ugg um öryggi olíuflutninga frá
Miðausturlöndum. Olíubirgðir í
Bandaríkjunum eru litlar og stað-
greiðsluverð á Norðursjávarolíu
hækkaði um 1.20 dollara í 17.60
tunnan.
Verð á GULLI var stöðugt, en
PALLADÍUM hækkaði enn, í
175.85 únsan, sem er hæsta verð
síðan 1989.
Verð á KOPAR fór aftur yfír
2,900 dollara tonnið og aðrir
undirstöðumálmar eins og Á1 og
NlkKEL treystu einnig stöðu
sína.
Lítil verðbreyting varð á
KAFFI, en KAKÓ lækkaði í inn-
an við 950 pund tonnið, lægsta
verð í ár.
Framreiknaðir samningar um
verð á HVEITI leiddu til hækkun-
ar í Chicago á sama tíma og mikl-
ir hitar voru í Texas og Ástralíu,
en lönd sem flytja inn kaffí og
urðu fyrir barðinu á verðhækkun-
um í fyrra voru treg til að kaupa.
Verð á frönsku hveiti lækkaði í
119 dollara tonnið, eða um 22%
miðað við hámarksverð í fýrra.
SYKUR hækkaði vegna mikillar
aftrspurnar frá Rússlandi og
Kína. Um miðjan mánuðinn hafði
verðið ekki verið lægra það sem
af er árinu.
Hagnaður Síldar-
vinnslunnar 119
milljónir