Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSlCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flug- freyjum gert tilboð SAMNINGAFUNDUR var haldinn í kjaradeilu Flugfreyjufélags ís- lands og Flugleiða í gær. Að sögn Sigríðar Ástu Áma- dóttur, formanns samninganefnd- ar flugfreyja, lagði samninganefnd Flugleiða fram formlegt tilboð til lausnar deilunni, en nýr fundur hefur verið boðaður hjá sáttasemj- ara í dag, laugardag, kl. 14. Of snemmt að segja til um lausn deilunnar Sigríður Ásta sagði að þetta væri fyrsta formlega tilboðið sem fram hefði komið. Hún vildi ekki segja hvað í því fælist, enda ættu flugfreyjur eftir að fara vandlega yfir það. Þá sagði hún einnig of snemmt að segja til um hvort von væri til að deilan leystist áður en þriggja daga verkfall flugfreyja hefst á þriðjudag. Davíð segist vonast eftir þáttaskilum Húsavík. Morgunblaðid. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á stjórnmálafundi á Hótel Húsavík í gærkvöldi að hann vonaði að þáttaskil væru komin í kennara- deilunni. Davíð sagðist vera að taka áhættu með því að beina þeim til- mælum til ríkissáttasemjara að leggja fram sáttatillögu til að brjót- ast út út vítahringnum. Sjálfur sagðist hann ekki hafa hugmynd um hvað sáttasemjari myndi leggja til, en sagðist ekki hafa tekið þetta skref, hefði han taliö að kennarar væru því andvígir. „Ég bind vonir við að sáttasemj- ari finni leið sem sé millivegur, sem við getum samþykkt beggja megin borðsins, kannski með hundshaus báðir aðilar. Davíð sagði að deilan hefði verið komin í algera sjálfheldu og ef ekki fyndis lausn vissi enginn hvar henni myndi ljúka. Stjórnarmyndun gæti tekið þrjá mánuði Hann sagðist taka undir með Jóni Baldvin Hannibalssyni um það, að allar líkur væru á að stjórnarmynd- unarviðræður eftir kosningar myndu dragast mjög á langinn, gætu tekið þijá mánuði, og vitnaði til nýjustu skoðanakannana í því sambandi. „Á þeim tíma leysa menn engin verk- föll,“ sagði hann. KRÖFUGANGA nemenda hindraði umferð á gatnamótum Hverf- isgötu, Kalkofnsvegar og Lækjargötu. Viðskipti Sambands íslenzkra samvinnufélaga við erlenda banka Skuldasöfnun 2,5 milljarð- ar án vitundar Landsbanka Morgunblaðið/Sverrir Nemendur kreflast aðgerða NEMENDUR framhaldsskóla og sérskóla á höfuðborgarsvæðinu efndu til kröfugöngu í gær, til að knýja á um lausn kennaradeilunn- ar. Nemendurnir sögðu róttækra aðgerða þörf, nú þegar verkfall kennara hefur staðið í 5 vikur. Gengið var í 250-300 manna hópi frá Kjarvalsstöðum að sljórnar- ráðshúsinu við Lækjargötu og fjármálaráðuneytinu. I farar- broddi gengu nemendur með borða á milli sín, sem á stóð „Hug- arfarsbreytingu!“, en á kröfu- spjöldum mátti meðal annars lesa „Oflugt menntakerfi er verð- mætasköpun" og „Ríkið er ábyrgt". Fyrir framan Sljórnar- ráðshúsið köstuðu nemendur námsbókum í hrúgu og helltu bensíni yfir. Lögreglan hindraði þá hins vegar í að kveikja í bál- kestinum. Nemendur hindruðu umferð við Stjórnarráðshúsið um stund. Fyrir utan fjármálaráðu- neytið talaði Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, til nemend- anna. Að því loknu gekk fjórðung- ur hópsins að skrifstofu rikissátta- semjara, þar sem málsaðilar ræddu við þá. Yfirdráttur í Landsbanka og Samvinnu- banka 8,5 milljarðar í árslok 1989 SAMBAND íslenzkra samvinnufé- laga hafði safnað 2,5 milljörðum í skuldum við erlenda viðskiptabanka án þess að aðalviðskiptabanki Sam- bandsins á íslandi, Landsbanki ís- lands, hefði hugmynd um fyrr en í júlímánuði árið 1990, þegar Ham- brosbanki í London skýrði forráða- mönnum Landsbankans frá skulda- stöðu Sambandsins erlendis. Sam- band íslenzkra samvinnufélaga hafði rúmlega 4 milljarða króna yfirdrátt í Landsbankanum í árslok 1989 en forráðamönnum bankans var ókunnugt um, að Sambandið hafði einnig um 4,4 milljarða yfir- drátt í Samvinnubankanum, þar til samningaviðræður hófust um kaup Landsbankans á Samvinnubankan- um. Þessar upplýsingar og aðrar koma fram í fjögurra greina flokki, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, á morgun, sunnudag, og nk. þriðju- dag og miðvikudag um endalok Sambandsins, sem um áratugaskeið var umsyifamesta viðskiptasam- steypa á íslandi. I fyrstu greininni, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, er frá því skýrt, að bankastjórn Landsbank- ans hafi sett á stofn sérstakan vinnuhóp þriggja ungra manna sumarið 1992, sem hafi lokað sig inni í herbergi í Sambandshúsinu við Kirkjusand með tölvur og síma og unnið myrkranna á milli við að greina skuldastöðu Sambandsins, eignastöðu þess og skulda- og eignastöðu allra dótturfyrirtækja Sambandsins. Upplýsingasöfnun þessa vinnuhóps varð svo grundvöll- urinn að aðgerðum bankastjórnar Landsbankans til þess að leysa upp þessa miklu viðskiptasamsteypu án þess, að bankinn yrði fyrir milljarða tjóni og ísland fyrir miklum álits- hnekki á erlendum fjármálamörk- uðum. ■ Endalok Sambandsins/16-18 Sáttatillaga um helgina „Eftir að mér bárust tilmæli frá forsætisráðherra um að leggja fram sáttatillögu í kjaradeilu kennara og ríkisins, hef ég átt viðræður við samningsaðila og þeir orðið ásáttir um að reynd verði sú leið,“ segir í orðsendingu, sem Þórir Einarsson sáttasemjari ríkisins sendi frá sér síðdegis í gær. „Eg hef því ákveðið að vinna að gerð sáttatillögu, sem lögð verði fyrir samninganefndirnar til samþykktar eða synjunar. Er til- lögunnar að vænta um helgina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.