Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 1

Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 1
88 SIÐUR B/C/D/E 75. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mið-Asíu- forsetar treysta völd sín Alma-Ata. Reuter. NURSULTAN Nazarbajev, for- seti Kazakhstan, varði í gær þá ákvörðun sína að boða til þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvort framlengja eigi embættissetu hans fram til ársins 2000. Kaz- akhstan er þriðja fyrrum Sovét- lýðveldið sem það gerir á skömmum tíma, hin tvö eru Úzbekístan og Túrkmenístan. Nazarbajev segir að veiti þjóð hans honum áframhald- andi umboð til setu í forseta- stól, geri það honum kleift að kveða niður umrót og átök svip- uð þeim sem skekið hafa Tsjetsjeníju og Ngorno-Kara- bakh. Hann leysti upp þingið fyrr í mánuðinum. Stýrir Naz- arbajev með tilskipunum og hefur í raun alræðisvald í Kaz- akhstan. Nazarbajev er fyrrum framámaður í Kommúnista- flokknum, rétt eins og leiðtogar Úzbekístan, Islam Karímov, og Túrkmenístan, Saparmurat Níjazov. Stjómarumboð Karímovs var nær einróma framlengt til ársins 2000 um síðustu helgi en umboð Níjazovs til 2002 skömmu áður. Sendimaður Sameinuðu þjóðanna sakar Bosníustjórn um vopnahlésbrot Stjórn músl- ima íhugar að fjölga í hernum Sar^jevo. Reuter. STJÓRN múslima í Bosníu varaði í gær fólk við að nota fölsuð vega- bréf til að komast úr landi og sleppa þannig við herþjónustu. Sagði aðstoðarvarnarmálaráðherrann að ef nauðsyn krefði yrði hægt að fjölga í hemum í 200.000 manns og nægur mannafli væri í 400.000 manna lið. Sendimaður Sameinuðu þjóðanna, Yasushi Akashi, sakaði í gær múslima jafnt sem Bosníu-Serba um vopnahlésbrot en var einkum harð- orður í garð múslima sem hafa eflt mjög hernað sinn síðustu daga. í næstu viku verða liðin þrjú ár frá því að átökin í Bosníu hófust. Ótraust vopnahlé, sem samið var um í desember, rennur út í lok apríl. „Deiluaðilar ... virðast stað- ráðnir í að koma af stað nýrri styrj- öld í Bosníu,“ sagði í yfirlýsingu Akashis. Hann sagði að sókn herja Sarajevo-stjórnarinnar við borgirn- ar Tuzla og Travnik væri „augljóst brot“ á vopnahléssamningnum. Bosníu-Serbar ráða um 70% alls lands í Bosníu en þeir eru mun bet- ur búnir þungavopnum en andstæð- ingamir, múslimar og Króatar. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, sagði í gær að yrði ekki sam- ið fljótlega um friðsamlega lausn á deilum þjóðabrotanna myndi hann beita valdi til að knýja fram niður- stöðu. Tryggja yrði réttindi og sjálf- stæði lýðveldis Bosníu-Serba, það myndu hermenn þeirra gera. Vísar hótunum Smiths á bug Karadzic vísaði á bug hótunum breska hershöfðingjans Ruperts Smiths sem tekið hefur við stjórn gæsluliðs SÞ en Smith sagðist á mánudag myndu biðja um loftárás- ir flugvéla Atlantshafsbandalags- ins á stöðvar Serba ef þeir hættu ekki að ráðast á sérstök griða- svæði SÞ í Bosníu. Sagði Karadzic að yrði flugvélunum beitt myndi hann slíta öll tengsl við SÞ og líta framvegis á gæsluliðana sem óvinahersveitir. Reuter HERMENN Bosníu-Serba ylja sér við eld í varðstöð sinni á Majevica-fjalli í gær en þar hafa bardagar staðið í 20 daga. ‘We're doing everything we can to protect A^climate.' Reuter Bretar hvetja til still- ingar í grálúðustríði London, Brussel. Reuter. DOUGLAS Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, skoraði í gær á Spánveija og Kanadamenn að lægja öldurnar í grálúðustríðinu meðan viðræður færu fram. Kanadamenn segja að vel miði í viðræðunum við Evrópusambandið um aukið eftirlit og betri stjórn á veiðunum við Austur-Grænland. Hurd sagði í viðtali við BBC, breska ríkissjónvarpið, að meðan á viðræðunum stæði ættu spænsku skipin að hætta veiðum og kanad- ísku varðskipin að láta þau í friði. Bretar eru eins og á milli tveggja elda í þessari deilu, annars vegar er Evrópusambandið en hins vegar samveldisríkið Kanada og samúð breskra sjómanna er öll með Kanadamönnum. Þeir kunna líka að segja ófagrar sögur af fram- ferði Spánverja á miðunum við Bretland. Ekki á umdeildu svæði Talsmaður sjávarútvegsráðu- neytisins á Nýfundnalandi sagði í gær að spænsku skipin væru að veiðum en ekki á hinu umdeilda Miklabankanefi, heldur nálægt Flæmska hattinum. Eru þau látin óáreitt enda lítinn fisk að fá á þess- um slóðum. Jacques Roy, sendiherra Kanada hjá Evrópusambandinu, ESB, sagði í gær að vel hefði gengið í viðræð- unum í Brussel um strangara eftir- lit með veiðunum. Er meðal annars rætt um að fylgjast með ferðum fiskiskipa úr gervihnetti og herða reglulegt eftirlit um borð. Sagði hann að allar aðrar hliðar á deil- unni væru einnig til umræðu og talsmaður framkvæmdastjórnar ESB tók undir það. Leiðtogar gagnrýndir FJÖLDI veggspjalda hefur verið settur upp í Berlín í tilefni ráð- stefnu SÞ um andrúmsloftið og hækkandi hitastig. Á þessu spjafdi hafa nef Bills Clintons Bandarikja- forseta, Tomiichis Murayamas, forsætisráðherra Japans, og Helmuts Kohls, kanslara Þýska- lands, lengst eins og nef brúðunn- ar Gosa er hann laug og í texta segir: „Við gerum allt sem við getum til að vernda andrúmsloft- ið.“ Undir er áskorun til leiðtog- anna: „Hættið að ljúga. Ekki tefja. Framkvæmið nú.“ Kissinger fyrrv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna á ráðstefnu í London Fríverslun N Atlantshafsríkja? London. Reuter. HENRY Kissinger, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvatti í gær til, að stofn- uð yrðu Fríverslunarsamtök Norður-Atlants- hafsríkja í því skyni að binda þau nánari bönd- um og koma í veg fyrir ágreining. Sagði hann, að samtökin gætu tengst þeim viðskiptabanda- lögum, sem Bandaríkjamenn hefðu og kynnu að beita sér fyrir í Vesturheimi. „Við ættum að byija að skoða hugmyndina um Fríverslunarsamtök Norður-Atlantshafsins eða Norður-Atlantshafssáttmála,“ sagði Kissin- ger á stórri ráðstefnu, sem breska stjórnin boð- aði til um stöðu Bretlands í breyttum heimi. Útlistaði hann hugmyndina ekki nánar og sagði ekkert um hvort hann hefði aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins sérstaklega í huga. Enginn óvinur „í fyrsta sinn verðum við að halda uppi utan- ríkisstefnu án þess að eiga okkur neinn einn óvin og í heimi, sem við getum hvorki stjómað né lokað okkur frá,“ sagði Kissinger og hvatti til meiri viðræðna milli Evrópu og Bandaríkj- anna. „Evrópa þarf ekki lengur að berjast fyrir ímynd sinni í skugga Bandaríkjanna og því vona ég, að við getum endurtekið með öðrum hætti það, sem við gerðum fyrir einni kynslóð síðan.“ Sagði Kissinger það mikla einföldun að segja Bandaríkin eina stórveldið sem eftir væri. Nú þegar kalda stríðinu væri lokið, skiptist heimur- inn í sex til sjö öflug ríki eða ríkjasamtök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.