Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 11

Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson * Urskurðum Samkeppnisráðs og Rikisskattstjóra vegna P&S áfrýjað Ekki í samræmi við lög URSKURÐIR Ríkisskattstjóra og Samkeppnisráðs um að P&S skuli greiða virðisaukaskatt af allri póst- þjónustu annarri en þeirri sem háð er einkarétti hefur verið áfrýjað að sögn samgönguráðherra. Á fundi með fréttamönnum í gær gagnrýndi ráðherra úrskurði þess- ara embætta harðlega. Halldór Blöndal samgönguráð- herra kvaðst telja að úrskurður Ríkisskattstjóra stangist á við landslög. „Úrskurður Ríkisskatt- stjóra var athyglisverður að því leyti að hann stangaðist á við bók- staf laganna," sagði Halldór. „Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað og ég tel einnig að úrskurður Sam- keppnisráðs sé ekki í samræmi við lögin. Samkeppnisstofnun er að því leytinu til undarleg stofnun að hún gefur alls konar úrskurði en það er ekki um málflutning að ræða fyrir þeirri stofnun og um suma hluti hefur hún farið rangt með staðreyndir í sambandi við þær athugasemdir sem ég hef komið á framfæri," segir Halldór og kveðst telja að Samkeppnistofnun verði „að hafa vit fyrir sjálfri sér“. „Það liggur fyrir að Ríkisskatt- stjóri úrskurðaði gagnstætt lands- lögum og gagnstætt skýrum fyrir- mælum laga um virðisaukaskatt og Alþingi samþykkti þegar í stað á seinustu dögum þingsins að staðfesta fyrri skilning laganna, þannig að sá bókstafur stendur sem þar stóð eins og rétt er að skilja hann samkvæmt Orðabók Háskólans, að póstþjónusta skuli ekki virðisaukaskattskyld nema bögglapóstur, sem er auðvitað áminning fyrir Ríkisskattstjóra," sagði Halldór. Hey í harðindum ÞEGAR vetrarhörkur geisa þykir hestunum fengur að heytugg- unni til að seðja sárasta hungrið. Myndin var tekin á fögrum mars- degi í Hrafnkelsdal. Fjármálaráðherra ánægður með yfirlýs- ingar formanns Framsóknarflokksins Bönkunum breytt í hlutafé- lög á næsta þingi FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra telur að forsendur hafi skap- ast til að breyta ríkisviðskiptabönk- unum í hlutafélög strax á næsta ári. Hann bendir á að aðstæður í efnahagsmálum á íslándi hafi breyst til batnaðar á seinustu misserum sem auðveldi þessa breytingu. Einn- ig hafi Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins, lýsti yfir stuðningi við það að ríkisbönkunum verði breytt í hlutafélagabanka. Kristján Ragnarsson, formaður stjórnar íslandsbanka, gagnrýndi stjórnvöld á aðalfundi bankans í fyrradag fyrir að hafa ekki breytt ríkisbönkunum í hlutafélag. „Það verður að teljast furðulegt hvað sá stjórnmálaflokkur sem hefur á stefnu sinni að atvinnureksturi eigi að vera á hendi einstaklinga, og fé- laga þeirra, hefur látið þessa ríkis- reknu bankastarfsemi afskipta- lausa,“ sagði Kristján. „Sjálfstæðisflokkurinn styður það að ríkisviðskiptabönkunum verði breytt í hlutafélög og að það verði stefnt að því að selja þá þegar færi gefst,“ sagði Friðrik. „Ástæðan fýrir því að þetta hefur ekki verið gert ennþá er að íslenska bankakerfið hefur verið í nokkrum erfiðleikum og það var talið eðlilega að bíða með þessar breytingar þar til að við- skiptaumhverfið væri jákvæðara. Eg tel augljóst að þessi breyting á rekstrarformi ríkisviðskiptabank- anna hljóti að verða á næsta þingi. Það sem styrkir trú mína á að svo verði er yfírlýsing Halldórs Ásgríms- sonar, sem hefur sagt að hann telji að eigi að breyta formi þessara banka.“ Friðrik sagðist vilja vekja athygli á því, vegna gagnrýni Kristjáns Ragnarssonar, að mál ríkisviðskipta- bankanna heyrði undir viðskipta- ráðuneytið. Frumkvæði í þessu máli yrði því að koma frá viðskiptaráð- herra. Nýr Vesturlands- vegur í Mosfellsbæ NÚ ER verið að hanna nýjan Vesturlandsveg í gegnum Mos- fellsbæ. Vegurinn verður færður austur þar sem rýmra er um hann. Vegamót Vestur- landsvegar við Þverholt og Reykjaveg hafa lengi verið til vandræða og er varla pláss til að gera þau sómasamleg á núverandi stað, segir í frétta- bréfi Vegagerðarinnar. Ætlunin er að byggja veginn með eina akrein í hvora átt til að byrja með en eins og mynd- in sýnir verður pláss fyrir fjög- urra akreina veg með eyju á milli. Gatnamótin við Reylga- veg verða á hringtorgi til að byija með en möguleikar á planfríum gatnamótum í fram- tíðinni. Fyrsta fjárveiting til verks- ins kemur 1996 en frani- kvæmdin verður aðallega 1997. Verkið er unnið í samvinnu við Mosfellsbæ en verkfræði- stofan Fjölhönnun hf. sér um hönnun. Gera þarf umhverfis- mat og breyta skipulagi. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá sjö starfsmönnum félagsmálaráðuneytisins, sem er svo- hljóðandi: „Undirritaðir samstarfsmenn Láru Hafliðadóttur í félagsmálaráðuneyt- inu vilja koma eftirfarandi á fram- færi vegna viðtals sem birtist við hana í Morgunblaðinu 26. þ.m. Við lýsum furðu okkar á yfirlýs- ingum Láru á viðmóti og andrúms- lofti í félagsmálaráðuneytinu í ráð- herratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Við getum á engan hátt tekið undir þess- ar lýsingar né að Lára hafi verið beitt misrétti og áreitni af hálfu ráð- herra og starfsmanna ráðuneytis- ins.“ Undir athugasemdina skrifa: Mar- ía Á. Guðmundsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Margrét Jóhannsdóttir, Helga Helgadóttir, Ingi Valur Jó- hannsson, Sesselja Ámadóttir, Elín Pálsdóttir. I kvóld kl. 20:30 verður haldinn opinn framboðsfundur um málefni kjördæmisins. Framsögumenn verða alþingismennirnir Árni M. Mathiesen, Sigríður A. Þórðardóttir og Árni R. Árnason. Ávarp: Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Frambjóðendur heimsækja fyrirtæki í Kópavogi í dag og á morgun og ræða málefnin við kjósendur. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Kópavogs. Komdu og kynntu þér stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvernig möguleikar íbúa svæðisins verða best nýttir. BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.