Morgunblaðið - 30.03.1995, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
fftt'
Ahrif skattbreytinga á fjögra manna fjölskyldu 1988-1995
Fjölskylda A Fjölskylda B Fjölskylda C
1988
1991
1995
1988
1991
1995
1988
1991
1995
Atvinnutekjur 64.500 85.500 95.000 138.000 183.000 200.000 348.000 460.000 500.000
Hækkun milli ára 32,6% 11,1% 32,6% 9,3% 32,2% 8,7%
Tekjuskattur 18.383 28.044 30.863 39.330 60.024 64.974 99.180 150.880 164.885
Útsvar 4.322 5.976 8.174 9.246 12.792 17.209 23.316 32.154 43.022
Persónufrádráttur -27.994 -42.079 -44.460 -31.104 -46.754 -49.400 -31.104 -46.754 -49.400
Tekjuskattar nettó 0 0 0 17.472 26.062 32.783 91.392 136.280 158.507
Barnabætur 5.446 8.242 5.717 5.446 8.242 5.717 5.446 3.242 5.717
Barnabótaauki 7.700 11.447 15.533 0 612 2.804 0 0 0
Ráðstöfunartekjur 77.646 105.187 116.250 125.974 165.792 175.738 262.054 331.962 347.210
Hækkun milli ára 35,5% 10,5% 31,6% 6,0% 26,7% 4,6%
A. Áhrif tekjuskattsbreytinga á ráðstöfunartekjur 2,2% -0,5% -0,8% -3,0% -4,2% -3,8%
B. Áhrif annarra skatta á kaupmátt, -3,0% 3,5% -3,5% 3,0% -4,0% 2,5%
C. Heildaráhrif skattbreytinga -0,8% 3,0% -4,3% 0,0% -8,2% ' -1,3%
Skattabreytingar koma
lágtekjufólki bezt
Tekjuskattar hafa hækkað á kjortímabilinu,
neyzluskattar lækkað og tekjutenging bóta
aukizt. í samantekt Ólafs Þ. Stephensen
kemur fram að heildaráhrifín séu þau að
skattheimta af fyrirtækjum og láglaunafólki
hafí minnkað. Millitelqufóik standi í stað en
hátekjufólk greiði ívið hærri skatta.
STJÓRNARUÐAR og
stjómarandstaða hafa að
undanfömu deilt um það
hvort skattar hafí verið
hækkaðir á kjörtímabilinu og á
hverjum skattahækkanir hafí bitn-
að. I málflutningi stjómarandstöð-
unnar hefur komið fram að skatt-
byrði hafí verið færð af fyrirtækj-
um yfír á almenning; persónuaf-
sláttur lækkað og tekjuskattur
hækkað. Talsmenn ríkisstjórnar-
innar segja heildarskatta hins veg-
ar hafa lækkað og hafi skattalækk-
anir aðallega komið þeim til góða,
sem lægst hafí laun.
Segja má að báðir hafí í raun
rétt fyrir sér, og fer eftir því frá
hvaða sjónarhóli er horft og hvaða
stærðir eru teknar inn í reiknings-
dæmið. Dæmið er ekki
einfalt. Sumir skattar
hafa hækkað, aðrir lækk-
að. Það er heldur ekki
nóg að einblína á beina
skatta, sem innheimtir
eru með því að draga af
upphæðinni í launaum-
slaginu. Óbeinir skattar, til dæmis
virðisaukaskattur, eru mun stærri
hluti af skattheimtu ríkisins en
tekjuskattar. Spumingin er hvaða
heildaráhrif breytingar á beinum
og óbeinum sköttum hafa.
Breytingar á sköttum koma held-
ur ekki jafnt við alla þjóðfélags-
hópa. Þannig hefur lækkun virðis-
aukaskatts á mat komið þeim tekju-
lægstu hlutfallslega bezt, vegna
þess að stór hluti tekna þeirra fer
í mat. Hækkun tekjuskatts kemur
verr við þá, sem hafa háar tekjur,
en skattfrelsi lífeyrisiðgjalda kemur
þeim betur.
Skattbyrði færð til
Tekjuskattsprósenta einstakl-
inga hefur hækkað úr 39,79% í
Sumir skattar
hafa hækkað
en aðrir hafa
lækkað
upphafi kjörtímabilsins í 41,84% nú.
Benda má á að þar af hefur hlutur
ríkisins hækkað úr 32,8% í 33,15%,
eða um 0,35%, en útsvarið, sem
rennur til sveitarfélaganna, hefur
hækkað úr 6,99% að meðaltali í
8,69%. Útsvarshækkunin er að
mestu leyti til komin vegna niður-
fellingar aðstöðugjalds af fyrirtækj-
um, sem ríkið bætti sveitarfélögun-
um upp með tímabundnu framlagi.
Persónuafsláttur hefur hækkað í
krónum talið á kjörtímabilinu, en
hlutfallslega ekki jafnmikið og laun,
þannig að afslátturinn hefur lækkað
í reynd.
Þá var lagður 5% „sérstakur
tekjuskattur" eða hátekjuskattur á
telqur yfír 225.000 krónum á mán-
uði. Sú tekjuviðmiðun hefur nú ver-
ið hækkuð í 250.000
krónur á mánuði.
Tekjuskattur á fyrir-
tæki hefur verið lækkað-
ur úr 50% í 33% á kjör-
tímabilinu.
_________ Þessar breytingar á
tekjuskatti fyrirtækja og
einstaklinga komu að miklu leyti
til framkvæmda á árinu 1993 og
voru hluti af yfirlýstri stefnu ríkis-
stjómarinnar um að létta skattbyrði
af atvinnufyrirtækjunum til þess
að hindra að atvinnuleysi ykist enn.
Um leið var það yfírlýst markmið
ríkisstjómarinnar að færa þessa
skattbyrði yfír á almenna skatt-
greiðendur, en hlífa þeim, sem
lægst hefðu launin, við hærri skött-
um.
Lækkun á aðstöðugjaldi og
vsk á mat vegur á móti
Lækkun virðisaukaskatts á mat-
vömm úr 24,5% í 14% var meðal
annars ætluð til þess að bæta kjör
þeirra, sem hefðu tekjur undir
skattleysismörkum. Fjármálaráðu-
neytið og samtök vinnumarkaðarins
telja að lækkun aðstöðugjalds á
fyrirtæki hafí jafnframt leitt til allt
að l*/2% lækkunar framfærsluvísi-
tölu. Álagning 14% virðisauka-
skatts á bækur, blöð, tímarit, af-
notagjöld og húshitun, sem kom til
framkvæmda á kjörtímabilinu, er
ekki talin vega að fullu á móti þess-
ari breytingu.
Önnur breyting, sem ætluð var
til að hlífa þeim tekjulægri, er sú
ákvörðun ríkisstjómarinnar að
tekjutengja ýmsar bætur, til dæmis
barnabætur. Hins vegar má gera
ráð fyrir að skattfrelsi lífeyrissjóðs-
iðgjalda, sem verkalýðshreyfíngin
samdi um við ríkisstjómina í ný-
gerðum kjarasamningum, vegi upp
á móti hækkun skatta á milli- og
hátekjuhópa.
Láglaunafólk
hagnast lítillega
í meðfylgjandi töflu, sem byggð
er á upplýsingum frá efnahagsskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins, má sjá
mat á því hvemig skattabreyting-
amar hafa komið út fyrir meðalfjöl-
skyldur, hjón með tvö böm, annað
yngra en sjö ára, í þremur tekjuhóp-
um. í töflunni má jafnframt sjá
mat á áhrifum skattabreytinga síð-
ustu ríkisstjórnar (1988-1991) á
hag fjölskyldna. Gert er ráð fyrir
að tekjur viðkomandi hafí hækkað
í takt við aimennar launabreyting-
ar. Hér er miðað við fjölskyldur,
en hækkun tekjuskatts kemur verr
við einhleypinga, til dæmis vegna
þess að þeir geta ekki nýtt sér per-
sónuafsiátt maka og bamabætur
koma ekki til.
Fjölskylda A hefur 95.000 króna
mánaðartekjur. Hún greiðir engan
tekjuskatt, þar sem þessar tekjur
hjónanna eru undir skattleysis-
mörkum, þau nýta með öðmm orð-
um persónuafslátt sinn ekki að
fullu. Fjölskyldan fær hins vegar
greiddarbarnabætur og barnabóta-
auka, þannig að ráðstöfunartekjur
hennar, þ.e. tekjumar sem eru til
ráðstöfunar „eftir tekjuskatt" eru
116.250 krónur. Tekjuskattsbreyt-
ingar núverandi ríkisstjómar hafa
að mati fjármálaráðuneytisins vald-
ið 0,5% skerðingu á ráðstöfunar-
tekjum þessarar fjölskyldu, eins og
sjá má í lið A í töflunni.
í lið B sjást áhrif annarra skatta
á kaupmátt fjölskyldunnar. Þar er
meðal annars tekið tillit til breyt-
inga á virðisaukaskattinum og nið-
urfellingar aðstöðugjalds, sem
koma fram í vöruverði. Þessar
breytingar telur Ijármálaráðuneytið
að hækki kaupmátt ráðstöfunar-
teknanna um 3,5%. Heildaráhrifín
koma fram í lið C: Skattabreyting-
arnar á kjörtímabilinu hafa bætt
hag láglaunafjölskyldunnar (A) um
3%. Skattabreytingar síðustu ríkis-
stjómar lækkuðu kaupmátt ráðstöf-
unartekna hennar hins vegar um
0,8%.
Millitekjufólkið
stendur í stað
Þegar litið er á fjölskyldu með
meðaltekjur, um 200.000 krónur á
mánuði, má sjá að hún greiðir
32.783 krónur í skatt og fær ekki
nema 8.521 króna í barnabætur og
bamabótaauka vegna _______________
tekjutengingarinnar.
Ráðstöfunartekjur henn-
ar eftir skatta em því
175.738 krónur, og hafa
lækkað um 3% á kjör-
tímabilinu vegna tekju-
skattsbreytinga. Þessi lækkun er
hins vegar vegin upp með lækkun
á óbeinum sköttum, og þessi fjöl-
skylda kemur út á núlli.
„Hátekjufólk“
verður verst úti
Þriðja fjölskyldan, sem er merkt
C, hefur hálfa milljón króna í tekjur
á mánuði. Hún greiðir 158.507
krónur í tekjuskatt, fær tæpar
6.000 krónur í barnabætur. Eftir
skatta era ráðstöfunartekjur henn-
ar 347.310 krónur og hafa lækkað
um 3,8% á kjörtímabilinu vegna
tekjuskattsbreytinga, til dæmis há-
tekjuskattsins, sem hjónin þurfa að
greiða. Gert er ráð fyrir að lækkun
óbeinu skattanna bæti ekki hag fjöl-
skyldunnar nema um 2,5% og á
heildina litið hefur hagur hennar
því versnað um 1,3% á kjörtímabil-
inu vegna skattabreytinga. Til sam-
anburðar telja embættismenn fjár-
málaráðuneytisins að kaupmáttur
ráðstöfunartekna sömu íjölskyldu
hafí minnkað um 8,2% vegna
skattahækkana í tíð seinustu ríkis-
stjómar.
Þess ber að geta að ef gert væri
ráð fyrir að allar viðkomandi fjöl-
skyldur væra að kaupa sér hús-
næði, kæmu vaxtabætur inn í
myndina. Þær myndu hækka ráð-
stöfunartekjumar mest hjá þeim,
sem lægst hafa launin, en minnst
hjá þeim hæstlaunuðu vegna þess
að þær hafa verið tekjutengdar.
Slíkur samanburður er hins vegar
erfíður vegna mismunandi stærðar
húsnæðis og fleiri þátta.
Heildarskattheimta lækkar
Heildarskattheimta ríkisins hefur
lækkað, í krónum talið, um 1.880
milljónir króna á kjörtímabilinu,
samkvæmt tölum frá efnahags-
skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Á
tíma síðustu ríkisstjómar, sem Al-
þýðuflokkur, Álþýðubandalag,
Borgaraflokkur og FYamsóknar-
flokkur áttu aðild að, hækkaði
skattheimta um ellefu milljarða,
samkvæmt sömu upplýsingum.
Jafnframt hefur hlutfall skatttekna
ríkisins af landsframleiðslu lækkað.
Gert er ráð fyrir að á þessu ári
verði það um 22,8%, en var að
meðaltali 23,8% árin 1989-1991.
Hvað um þjónustugjöldin?
Talsmenn stjórnarandstöðunnar
hafa bent á að hluti skattahækkana
ríkisstjómarinnar hafí verið falinn
með því að leggja á þjónustugjöld,
til dæmis í heilbrigðisþjónustunni
og í skólum. Nú er deilt um það,
hvort þjónustugjöld teljast til
skatta; Þau era eingöngu greidd
af þeim, sem nota viðkomandi opin-
bera þjónustu, og era að því leyti
í eðli sínu frábrugðin sköttum, sem
eru lagðir á alla, burtséð frá því
hvort þeir nota þjónustuna eða ekki.
Strætisvagnafargjöld era ágætt
dæmi og spyija má hvort hækkun
á strætisvagnafargjöldum yrði talin
skattahækkun.
Hins vegar er eðlilegt að líta á
það hvar ný þjónustugjöld hafa
verið innheimt. Ríkið hefur aukið
tekjur sínar um 1.125 milljónir
króna og er það minna en sú 1.880
milljóna króna lækkun skatta, sem
fjármálaráðuneytið telur að hafí
orðið á árinu. Komugjöld á heilsu-
gæzlustöðvar skila 200 milljónum,
þátttaka í lyfjakostnaði 300 milljón-
um, greiðslur til sérfræðilækna 165
milljónum, þátttaka í kostnaði við
tannlæknaþjónustu 200 milljónum,
greiðslur fyrir fegrunaraðgerðir 80
milljónum, greiðslur vegna heim-
sókna á göngudeildir og slysavarð-
stofur, fyrir röntgenmyndatökur og
fleira skila 80 milljónum og skóla-
gjöld 100 milljónum.
Þessi þjónustugjöld koma, líkt og
skattarnir, mismikið við ólíka hópa
og má gera ráð fyrir að heimili, þar
sem tveir unglingar væru á skóla-
aldri og mikil veikindi í fjölskyld-
unni, yrðu verr úti en
önnur. Hins vegar fá
aldraðir og öryrkjar af-
slátt af þjónustugjöldum
á heilsugæzlustöðvum og
vegna sérfræðilækninga.
Sérstakur sjóður er jafn-
framt hjá Trygginga-
stofnun, sem getur endurgreitt allt
að 90% kostnaðar ef menn ráða
ekki við hann.
Almenningur fær afsláttarkort
fyrir íjölskylduna ef heilbrigðisút-
gjöld fara yfír 12 þúsund krónur á
ári. Sjúklingur, sem ber mikil út-
gjöld vegna læknishjálpar og lyfja,
á jafnframt rétt á endurgreiðslum
að hluta, og eru þær tekjutengdar.
Maður með undir 83 þúsund krón-
um í mánaðarlaun fær þannig 90%
kostnaðar umfram 18 þúsund krón-
ur endurgreiddan. Einstaklingur
með yfír 250.000 krónur í mánaðar-
laun fær hins vegar enga endur-
greiðslu.
Þeir, sem bera meira úr býtum,
greiða því fullt gjald fyrir bjón-
ustuna.
Breytingar
koma mis-
munandi við
ólíka hópa