Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 13 FRÉTTIR Magnús L. Sveinsson á fundi í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins Atvinnulífið þol- ir ekki sambæri- legar hækkanir MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavik- ur og 10. maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, sagði á fundi í kosningamiðstöð flokksins í fyrradag um hvernig skipta beri efnahagsbatanum að hljóði samn- ingar kennara upp á 16-20% launahækkanir sé ljóst að efna- hagslífið þoli ekki að slíkar hækk- anir gangi jafnframt til opinberra starfsmanna og annarra sem ós- amið er við. Magnús sagði að laun væru al- mennt lægri hér á landi en í flest- um öðrum löndum og eitt megin- verkefni íslendinga væri að breyta því og tryggja að launakjör og lífs- kjör væru hér sambærileg við það sem gerðist meðal annarra þjóða. Menn þyrftu hins vegar að átta sig á því að þetta yrði ekki gert í einu stökki með einum samningi sem leiddi til holskeflu heldur þyrftu slíkar breytingar að gerast stig af stigi í sátt við alla launþega. Ofangreint kom fram í svari Magnúsar við fyrirspum fundar- manns um hvort öllum efnahags- batanum hefði verið ráðstafað til kennara með samningnum. Magn- ús sagði ennfremur að hefði ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar ekki afnumið kjarabætur til kenn- ara eftir verkfall 1989 hefðu þeir sjálfsagt verið betur settir en nú að fengnum nýjum kjarasamningi eftir 6 vikna verkfall. Magnús L. Sveinsson rakti stað- reyndir um þann efnahagsbata sem orðið hefði á kjörtímabili ríkis- stjómarinnar sem fært hefði stöð- ugleika, lága verðbólgu, hagstæð- an viðskiptajöfnuð, auknar fjár- festingar, aukna einkaneyslu, auk- inn útflutning, lægri vexti. Allt hefði þetta leitt til þess að hag- vöxtur væri á ný staðreynd hér á landi eftir samdráttarskeið undan- farinna ára. Magnús sagði að þessum efna- hagsbata væri ekki aðeins útdeilt í kjarasamningum heldur skiptu ákvarðanir stjórnvalda, ríkis- stjómar og sveitarstjóma miklu máli um kjör manna og hvemig batanum væri skipt og í raun snertu flestar ákvarðanir stjóm- valda kjör manna í landinu. Ákvörðun nýs borgarstjómar- meirihluta um 600 milljóna holræ- sagjald, sem hefði þau áhrif á láns- kjaravísitölu að skuldir heimilanna hækkuðu um 400 millj., hefði mik- il áhrif á kjör fólks í landinu. Fyrri ríkisstjórn hefði rýrt kjör með 11 milljarða króna skattahækkunum en sú ríkisstjórn sem nú væri að ljúka kjörtímabili hefði snúið af þeirri braut. Magnús L. Sveinsson sagði að vinna þyrfti að aukinni arðsemi í þjóðfélaginu en hér væri hún með því lægsta sem þekktist. Þar hefði áhrif sú sóun í fjárfestingum sem átt hefði sér stað í loðdýrarækt, fiskeldi og byggingu atvinnuhús- næðis. Nú stæðu íslendingar frammi fyrir því að allt atvinnulífið byggi við batnandi skilyrði og því væm forsendur fyrir því að láta laun- þega njóta batans í þjóðfélaginu. Kjarasamningarnir frá 21. febrúar sl. væru hentug fyrirmynd að því hvernig standa ætti að skiptingu batans. Þar væri tekið tillit til þess grundvallaratriðis sem stöðugt efnahagsumhverfi væri og þannig styrktu samningarnir möguleika á áframhaldandi bata og hagvexti í þjóðfélaginu. Það ásamt því að auka arðsemi, efla hugvit, mennt- un og rannsóknir í þjóðfélaginu væri grundvallaratriði í viðleitni til að bæta kjör í landinu og tryggja að íslendingar byggju við sambærileg lífskjör og þær þjóðir sem menn vilji helst bera sig sam- an við. Athugasemd frá Al- þýðubandalagi Björn Bjamason leiðréttur MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd frá Alþýðubandalaginu, sem Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri undirritar. Hún er svo- hljóðandi: Björn Bjarnason alþingismaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins ritar grein 'í Morgunblaðið í gær, 29. mars, og lætur að því liggja að sýnishom af hugsanlegum tví- hliða samningi milli Islands og Evr- ópusambandsins, sem formaður Al- þýðubandalagsins lét gera vorið 1992, hafi verið „óskrifað“. Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram 30 blaðsíðna sýnishom af „samningi íslands og Evrópusam- bandsins um viðskipti og samvinnu" á blaðamannafundi í júní 1992, jafn- framt því sem eintak var afhent utanríkisráðherra eftir umræður á Alþingi. Það er áhyggjuefni að for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis skuli ekki hafa fylgst betur með en skrif hans bera merki, en að sjálfsögðu gemm við ráð fyrir að hann vilji hafa það sem rétt er.“ Fundur hjá Þjóðvaka ÞJÓÐVAKI heldur opinn fund í kosningamiðstöðinni Hafnar- stræti 7 fímmtudagskvöldið 30. mars kl. 20. Umræðuefnið verður yfírlýsing Þjóðvaka um myndun félags- hyggjustjórnar eftir kosningar og að hafna stjórnarsamstarfí við Sjálfstæðisflokkinn. Til að ræða þessa yfirlýsingu, ástæður hennar og áhrif á íslensk stjórnmál, koma til fundarins þau Ásta R. Jóhannesdóttir, 2. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík og dr. Svanur Kristjánsson, prófess- or við HÍ. Að loknum framsöguer- indum verða almennar umræður. Fundarstjóri er Páll Halldórsson. Fundurinn er öllum opinn og kaffi verður á boðstólum. HEILBRIGÐISRAÐUniEYTIÐ heldur því fram að tilvísanaskyldan breyti engu um eðli heilbrigðisþjónustunnar á fslandi ÞETTA ElRAWCT Tilvísanaskyldan gerir þér erfitt að fara til þess sérfræðings sem þú treystir best - nema þú komir fyrst við á heilsugæslustöðinni og borgir þar 600 krónur fyrir tilvísun. Tilvísanaskyldan mismunar fólki eftir efnahag EFTIRTALDIR LÆKNAR MUNU EKKI STARFA SAMKVÆMT TIL VÍSANASKYLD U: SVÆFINGALÆKNAR Aðalbjörn Þorsteinsson Arnaldur Valgarðssoti Ástríður Jóhantiesdóttir Auðunn K. Sveinbjörtisson Bergþóra Ragnarsdóttir Björn Ttyggvason Eitiar Eitiarsson Eiríkur Bettjatníttsson Girish Hirlekar Gísli Vigfusson Guðmundur J. Björtisson Guðjóti Sigurbjörnsson Hjördts Smith Hjörtur Sigurðssott Ingunn Vilhjálmsdóttir Jótt Sigurðssott Kristinn Sigvaldason Magntís Guðmundsson María S. Hjálmarsdóttir María Sigurðardáttir Niels Chr. Nielsen Oddur Fjalldal Ólajiir Ólajsson Ólajur Þ. Jónssott Óli Hjálmarsson Páll Ammendrup Ragttar Fittnssott Sigurður Kr. Pétursson Veigar Ólajsson Viðar Hjartarson Þórarinn Ólajssön
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.