Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR NIÐURGROIN nögl fyrir meðferð. SVONA lítur spöngin út á nöglinni. NÖGLIN eftir spangarmeðferðina. Spangarmeðferð notuð við niðurgrónar neglur NIÐURGRÓNAR neglur eru vandamál sem margir kannast við. Það getur verið nyög sárs- aukafullt og er gjarnan afleiðing þess að klippa neglurnar rangt og ekki síst þess að ganga í of þröngum skóm. Nokkrir tugir íslenskra fóta- aðgerðarfræðinga sóttu nýlega námskeið hjá Dananum Bent R. Nielsen fótaaðgerðarfræðingi og formanni danska fótaaðgerðar- fræðingafélagsins til að læra að beita svokallaðri spangameðferð við niðurgrónum nöglum. Aðferðinni hefur verið þekkt hérlendis í nokkur ár en nokkuð vantað upp á að allir fótaaðgerð- arfræðingar kynnu að beita henni. Sólrún Siguroddsdóttir fótaaðgerðarfræðingur segir að spangameðferðin sé góður kost- ur til að ráða bót á niðurgrónum nöglum, því hún sé lausn til fram- búðar. Meðferðin tekur um það bil ár eða þann tíma sem það tekur nögl að vaxa fram. Um leið og spöngin er komin á tá viðkomandi hættir hann að finna til sársauka. Vír er notaður í spöngina sem fótaaðgerðarfræðingarnir búa til á hverja tá. Spöngin þarf að passa alveg þannig að hún Iiggi þétt upp að nöglinni. Pressa er sett á spöngina og hún þrýstir siðan nöglinni upp. - En hversvegna fær fólk nið- urgrónar neglur? UPPSKRIFTIN að þessu sinni er ættuð frá Ma- rokkó í Norður-Afríku. Þetta er eftirréttur, þar sem appelsínur eru born- ar fram á allnýstárlegan hátt. Réttinn er fljótlegt að útbúa og hann á mjög vel við eftir þunga máltíð. I Ma- rokkó, þar sem Morgunblaðs- fólk kynntist réttinum, var hann borinn fram á eftir bragðmiklum pottrétti úr kjöti, grænmeti og baunum. Ekki skiptir máli hvaða afbrigði appelsínu er notað, en vitaskuld þarf hún að vera safarík. Hún má gjarnan vera súr, en helst steina- laus. Gera má ráð fyrir '/2-1 app- elsínu á mann og réttinn ætti að bera fram eins fljótt og auðið er. Ekki er heppilegt að geyma hann í ísskáp. Appelsínur 3 appelsínur 3 msk hunang 1-1 Vi tsk kanill Hunang er hitað í vatnsbaði, þar til það verður fljótandi. Hægt er að setja hunangskrukku beint í pott með vatni og hita þannig. Appelsínur eru afhýddar og skornar í þunnar sneiðar. Það er BENT R. Nielsen fótaaðgerð- arfræðingur í hópi íslenskra fótaaðgerðarfræðinga en sú stétt er 100% kvennastétt hér á landi. Sólrún segir að tvennt komi þar aðallega til, táneglur séu ekki klipptar rétt, þ.e.a.s. þvert yfir og síðan noti fólk ekki rétta skó, svokallaða fótlagaskó. Um hundrað fótaaðgerðafræð- ingar eru á íslandi, þar af eru um 70 félagsmenn í félagi ís- lenskra fótaaðgerðarfræðinga sem er löggild heilbrigðisstétt. 1944 í nýjum umbúðum SLATURFELAG Suðurlands hefur sett á markað 1944- rétti í nýjum umbúðum. Jafn- framt hefur S.S. sett á mark- að tvo nýja 1944-rétti, ind- verskan lambakjötsrétt með hrísgrjónum og steiktar kjöt- bollur með kartöflumús. Eftir könnun meðal neytenda var tveimur réttum breytt, strog- anoff líkist nú meira ijóma- gúllasi og kjöt í karrý hefur verið mildað. Morgunblaðið/BT RÉTTINN er auðvelt og fljótlegt að útbúa. einfalt ef notaður er vel brýndur hnífur. Fljótandi hunangi er hellt yfir appelsínusneiðar og kanil síðan stráð yfir með fingrunum. Rétturinn er borðaður með eftir- réttarhnífapörum, hnífi og gaffli. Ekki gamlan kanil Kanill er talsvert notaður í arab- íska matargerð og þess vel gætt að kryddið sé eins ferskt og bragð- mikið og kostur er. Þar sem kanil- notkun hér er ekki mikil, er sú tilhneiging rík að láta kanil úr sömu krús endast árum saman. Mælt er með því að nota ekki gamlan og bragðdaufan kanil í þennan rétt, enda missir hann þá séreinkenni sitt. Þess má í gamni geta að í bók- inni The Foods of Love, eftir Max de Roche, er kanill talinn upp í lista yfir girndaraukandi krydd, auk þess sem kanilstangir eru samkvæmt alþýðulæknisfræði taldar stemmandi og sótthreins- andi. Hunang er í miklum metum hjá höfundi bókarinnar, enda segir hann það hafa verið notað í kynör- vandi mixtúrur í gegnum aldirnar. Appelsínur, helsta uppistaða þessa réttar, komast ekki á blað hjá Max de Roche, en þær standa altént fyrir sínu sem góður C-vítamín- gjafi. Appelsínur með hunangi og kanil Uppskrift vikunnar ttW- W yr*.'* yt ] ttw; NtiVV | sitn f! 27. mars bók/\l*. /tudcr\t&. MSNSGtMim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.