Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 33
hann við krufningar á Rannsóknar-
stofu Háskólans þar til hann varð að
ljúka störfum vegna aldurs. Að öllu
þessu loknu batt hann inn bækur og
gerði það af listrænum og eðlislægum
hagleik.
Heimili þeirra hjóna ber vott um
hlýleika og snyrtimennsku að
ógleymdum sumarbústað þeirra í
landi múrara í Öndverðamesi, sem
óhætt er að fullyrða sérstæðan og
vandaðan að öllum frágangi, þar sem
saman fer vönduð smíði og hug-
kvæmni úti sem inni. Á hveiju vori
var þess beðið að bjarkimar þeirra
og annar gróður opnaði blöð sín móti
hlýju sumarsins og ynnu næringu úr
fijósömum jarðveginum og lofti.
Þótt starfsvettvangur hans væri
ijarri bemsku- og æskusveit fýlgdist
hann náið með störfum fólksins í
frændgarði þar. Þar vom sterkir
stofnar ættar hans sem nýtt höfðu
sér breytingar í landbúnaði síðustu
ára. Honum varð tíðrætt um framtíð
sveitar sinnar, og raunar allrar sýsl-
unnar, en skyldmenni hans vom víða
þar eystra, og fór ekki dult með ótta
sinn um framtíð sveitarinnar, en stöð-
ugt var þrengt að búandliði.
Það særði jafnréttisvitund hans er
launabaráttu láglaunafólksins var
haldi niðri með samningum meðan
aðrir gátu aukið gróður sinn í valdi
auðæfa og félagslegrar aðstöðu. Það
var í andstöðu við jafnréttishugsjón
hans í afkomu borgaranna, kvenna
sem karla, hvort sem var í bæ eða
sveit.
Skyld þessari afstöðu hans til jafn-
réttis borgaranna var afstaða hans
til alþjóðamálsins esperantos, en því
helgaði hann krafta sína, og lagði
fram mikinn tíma til félagslegrar
þátttöku. Hann skildi nauðsyn þess
að fólk af ijarskyldum þjóðum ætti
sitt hlutlausa, sameiginlega hjálpar-
mál án tillits til litarháttar, trúar-
bragða eða stjómmálaskoðana. Hann
tók þátt í nokkram alþjóðaþingum
esparantista, sem juku sannfæringu
hans um gildi málsins til aukins skiln-
ings milli einstaklinga og þjóða.
Nokkur bréfasamsbönd hafði hann
við erlenda bréfavini, þar sem hann
kynnti þeim land sitt og þjóð.
Óhætt er að fullyrða að tillögur
hans í sambandi við kaup félagsheim-
ilis esparantista við Skólavörðustíg
eiga mikinn þátt í þeim árangri, sem
náðst hefur. Eggjunarorð hans og til-
lögur gleymast ekki okkur félags-
systkinum hans í Auroro, enda var
hann meðal þeirra, sem kjömir vom
til forystu þar.
Bergsteins Jónssonar verður ætíð
minnst sem drengskaparmanns, sem
hafði næman skilning á kjömm al-
þýðustéttanna um leið og hann var
tilbúinn til að leggja þeim lið í orði
og verki.
Megi fordæmi hans verða öðmm
fyrirmynd. Við hjónin vottum eftirlif-
andi konu hans, Sigríði Bergsteins-
dóttur, dætmm, bamabörnum og
tengdasonum og skyldmennum
dýpstu samúð okkar.
Ingimundur Ólafsson.
Bergsteinn Jónsson hefur kvatt og
lagt upp í langferðina miklu sem fyr-
ir öllum liggur fýrr eða síðar.
Skömmu áður en hann lagðist inn
á spítala til uppskurðar við illskeytt-
um sjúkdómi, sagði hann mér að
hann væri ferðbúinn og sáttur við að
fara. En engum datt þó í hug að
þetta bæri svo bráðan að.
Bergsteinn tók allt föstum tökum
sem hann gaf sig að og gilti þá einu
hvort um var að ræða vinnuna,
áhugamál eða tómstundastarf.
Og hann kom víða við. Allt sem
hann tók sér fyrir hendur var gert
af mikilli alúð, næmi og einstakri
vandvirkni. Áhugi hans á hvetju við-
fangsefni var alveg sérstakur, hann
vildi kafa til botns í hveiju verkefni
og hveiju máli, ná tökum á því. Þetta
er alveg afbragðs eiginleiki og væn-
legur til árangurs. Bergsteinn náði
líka góðum árangri i sínum viðfangs-
efnum sem á hans lífsleið urðu mörg.
Auk þess var handlagni hans alveg
einstök og vitna þá bækumar sem
hann batt inn alveg sérstaklega þar
um.
Það var gaman og fræðandi að
ræða við Bergstein um lifið og tilver-
una. Hann hafði ákveðnar skoðanir á
flestum hlutum. Hann átti lika mjög
auðvelt með að tjá sínar skoðanir því
hann hafði einstakt vald á íslensku
máli og var rökfímur vel. Hann var
vel lesinn í íslenskum bókmenntum
og kunni langar tilvitnanir utanbók-
ar. Ungur heillaðist hann af kenning-
um dr. Helga Péturs og fann í þeim
mikinn sannleik sem hann vitnaði oft
í. Eftir því sem hann las og kynnti
sér meira um heimspekileg efni, þeim
mun sannfærðari varð hann um að
gmndvallarkenningar dr. Helga væm
réttar því margt sannaði honum að
svo væri.
Samræðustundimar við Bergstein
vora alltaf skemmtilegar og skildu
eftir sig fróðleik og umhugsun. En
hann gat líka hlustað og ef maður
taldi sig hafa eitthvað fram að færa,
gat sagt frá áhugaverðri bók eða
öðm var ekki til betri hlustandi. Þeg-
ar við hittumst mánuði áður en hann
dó sagði hann mér frá því að hann
væri búinn að lesa bókina Vígðir
meistarar og þar hafði hann líka fund-
ið sannanir fyrir kenningum dr.
Helga.
Frá því ég var unglingur man ég
eftir því þegar Bergsteinn og Sigga
og dætumar komu á sumrin til okkar
norður í Eyjafjörð. Það var mikil há-
tíð og tilbreyting í hversdagslífíð.
Hann var mikill vinur vina sinna.
Aldrei þreyttust þeir faðir minn og
hann á að etja kappi saman og rök-
ræða stjómmálin, heimsmálin, komm-
únismann og auðvaldið. En á seinni
ámm þegar ég fór að blanda mér í
umræðuna fannst mér mestur fengur
í að ræða andlegu málin við Berg-
stein. Þau tóku líka hug hans fanginn
í vaxandi mæli í seinni tíð.Mér finnst
ég hafa misst góðan vin. Ekki er ég
í minnsta vafa um að Bergsteinn legg-
ur upp i langferðina vel undir búinn
og verður fljótur að átta sig á nýjum
aðstæðum.
Ég minnist Bergsteins með söknuði
og þakklæti og votta fjölskyidu hans
innilega samúð á kveðjustund.
Kristján Baldursson.
Einn af traustustu félögum Aur-
oro, esperantistafélags í Reykjavík,
Bergsteinn Jónsson, fýrrverandi
deildarstjóri, er fallinn frá. Áhugi
Bergsteins á alþjóðamálinu esperanto
mun hafa vaknað þegar í æsku er
hann las kynningargrein um málið í
Unga íslandi. Hann hóf þó ekki að
læra málið fyrr rúmleg fertugur og
þá í bréfaskóla ASÍ og SÍS undir leið-
sögn Ólafs S. Magnússonar. Berg-
steinn gerðist félagi í Auroro 1976
og varð brátt einn ötulasti liðsmaður
þess félags. Þegar ákveðið var í byij-
un níunda áratugarins að félagið
reyndi að eignast eigið húsnæði til
fundarhalds og kennslu var Berg-
steinn kosinn í húsanefnd þriggja
manna sem skyldi kanna möguleika
á húsakaupum. Kom þá best í ljós
hve Bergsteinn var ötull og fylginn
sér í baráttu fyrir góðu málefni. Eink-
um em hvatningarræður hans eftir-
minnilegar, fluttar á kraftmiklu máli
af þunga og eldmóði. Er ekki hvað
síst þeim'að þakka hve vel gekk að
vekja og virkja áhuga félagsmanna á
framkvæmdum. Eftir að félagið hafði
eignast eigin fundarstað á Skóla-
vörðustíg 6b var Bergsteinn þó ekki
á því að þar yrði látið staðar numið.
Gerðist hann nú ákafastur talsmaður
þess að stækka aðsetur félagsins þeg-
ar því bauðst að kaupa aðliggjandi
húsnæði í sama húsi. Þótt hann væri
þá orðinn sjúkur vom hvatningarorð
hans enn jafn áleitin og styrk og
studdu að því að samþykkt var að
ráðast í þau kaup. Bergsteinn lifði
það að sjá nýtt og stærra húsnæði
félagsins sem hann hafði lagt svo
dijúgan skerf til að yrði að vemleika.
Bergsteinn sótti tvisvar alþjóðaþing
esperantista, í Vama 1978 og í Stokk-
hólmi 1980, og átti í bréfaskiptum
við erlenda esperantista. Alþjóðamálið
átti vissulega hug hans en ekki síður
móðurmálið, íslenskan, og var hann
einkar vel máli farinn, enda leit hann
á Þórberg Þórðarson sem sinn meist-
ara og var afar vel lesinn í ritum
hans. Fór enda vel á því þar sem
Þórbergur var einnig á sínum tíma
helstur baráttumaður fyrir esperanto
hérlendis.
Félagar Auroro þakka Bergsteini
gjöfula samfylgd og senda ekkju
hans, Sigríði Kristjánsdóttur, dætmm
þeirra og öðm skylduliði hugheilar
samúðarkveðjur.
Sljórn Auroro.
STEFAN EINAR
ÞÓRHALLSSON
-I- Stefán Einar
* Þórhallsson
fæddist 28. júlí
1944 á Hreiðar-
stöðum í Fellum,
Norður-Múlasýslu.
Hann lést 19. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þórhallur
Einarsson bóndi, f.
12. desember 1906,
d. 19. júlí 1984, og
Agnes Árnadóttir,
f. 3. september
1919. Þau bjuggu
í Þingmúla í
Skriðdal, síðar á Kirkjubóli í
Norðfirði. Siðustu árin bjuggu
þau á Egilsstöðum. Móðir hans
býr nú á Kópavogsbraut 1B í
Kópavogi. Stefán var þriðji
elstur tíu systkina, Þau eru:
Árni, f. 1942, Amalía, f. 1943,
Ingibjörg, f. 1945, Kristín, f.
1946, Sveinn, f. 1950, d. 1974,
Herdís, f. 1954, Þórarinn, f.
1956, Lárus, f. 1959 og Þór-
hildur, f. 1965. Hinn 11. júní
1976 kvæntist Stefán Svan-
hildi Björk Jónasdóttur frá
Vogum í Mývatnssveit, f. 4.
júní 1947, d. 20. september
1993. Hún var einkadóttir
Kristínar Jónasdóttur frá
Vogum. Synir þeirra eru þrír.
Elstur er Þórir Sigmundur
Þórisson, f. 8. október 1973,
sem Stefán gekk í föðurstað.
Hann lýkur námi frá íþrótta-
kennaraskólanum á Laugar-
vatni í vor. Unnusta hans er
Guðrún Erla Gísladóttir frá
Selfossi, f. 4. des-
ember 1972. Hún
lýkur einnig námi
frá sama skóla í
vor. Næstelstur er
Kristinn Agnar, f.
1. október 1977,
nemandi við FJöl-
brautaskóla Suð-
urlands. Yngstur
er Þórhallur Reyn-
ir, f. 30. júlí 1980,
nemandi við
Grunnskóla Suður-
lands. Eftir hefð-
bundna skóla-
göngu vann Stefán
við bústörfin og stundaði sjó-
mennsku um tima. Haustið
1969 fór hann í Vélskólann á
Akureyri og var þar í tvö ár
en fór siðan suður til Reykja-
víkur og stundaði nám við
Vélskóla íslands. Hann lauk
prófi þaðan vorið 1973. Mest-
an sinn starfsaldur vann Stef-
án sem vélstjóri við Kröflu-
virkjun en frá því í september
1994 við virkjanirnar í Soginu.
Heimili þeirra Stefáns og
Svanhildar var alltaf í Reykja-
hlíð fyrir utan fyrsta búskap-
arárið i Neskaupstað. Þau
byggðu sér hús á Birkihrauni
11 og ráku þar gistiþjónustu
í nokkur ár. Síðastliðið haust
flutti Stefán á Selfoss ásamt
sonum sinum, þar sem hann
keypti húseign á Dalengi 6.
Útför Stefáns fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í dag, 30.
mars og hefst athöfnin kl. 14.
ENN hefur þungt áfall dunið yfir
fjölskyldu okkar. Kær sonur og
bróðir er horfínn á braut. Á andar-
taki er allt búið. Em örlögin svona
eða er þetta tilviljun? Við spyijum
og erum ráðvillt en fáum engin
svör. Ein lítil frænka sagði: Það
getur ekki verið Stebbi, hann er
nýbúinn að tala við mig í símann.
En þannig var það einmitt. Stebbi
bróðir eins og við kölluðum hann,
hafði bæði heimsótt og talað við
marga af sínum skyldmennum og
kunningjum síðustu dagana áður
en hann kvaddi þennan heim. Hann
varð bráðkvaddur í bílnum sínum
á heimleið af skíðum á fögrum
sunnudagseftirmiðdegi.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um Stebba, bæði frá æskuár-
unum og síðar. Hann var glaðsinna
og hafði ríka kímnigáfu sem setti
svip á tilveruna. Oft kom hann
okkur á óvart með ýmsum tiltækj-
um. Hugur hans var fullur af fram-
tíðaráformum þegar hann var ung-
ur. Lífíð brosti við honum og hann
kunni að njóta þess. Stebbi var vel
látinn af öllum sem honum kynnt-
ust. Hann var athafnasamur mað-
ur, vinsæll og virtur af sínum sam-
starfsmönnum.
Stebbi stofnaði fjölskyldu með
eiginkonu sinni og var hamingju-
maður í sínu einkalífi. í Mývatns-
sveit undu þau hag sínum vel,
byggðu sér myndarlegt og fallegt
hús á Birkihrauni 11 og komu þar
á fót gistiþjónustu sem þau ráku
með myndarbrag í nokkur ár. Þar
var reglusemi og snyrtimennska í
fyrirrúmi. Útlendingar ekki síður
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er mðttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld t úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasfðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðalltnubi! og hæfilega
llnulengd — cða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
stn en ekki stuttnefni undir greinunum.
en íslendingar höfðu jafnan á orði
hve vel væri búið að öllu svo gest-
um liði vel. Eins var það ávallt til-
hlökkunarefni íjölskyldunnar að
staldra við á ferðalögum og njóta
gestrisni þeirra og góðra veitinga
í fögru umhverfi.
Stebbi og Svana voru sérlega
samhent um allt sem þau tóku sér
fyrir hendur. Þau báru velferð
heimilisins og drengjanna sinna
fyrir brjósti. Þeim var vel fylgt
eftir hvort sem það varðaði nám
eða tómstundir. Fjölskyldan hafði
ánægju af ferðalögum. Áttu þau
til að taka sig upp með skömmum
fyrirvara og þeysa út í buskann,
stundum inn á hálendi landsins.
Þá kom sér vel að eiga góðan jeppa.
Stebbi lét sér ekkert óviðkom-
andi, hafði ákveðnar skoðanir á
málefnum líðandi stundar. Hann
var virkur félagsmaður í málefnum
Mývetninga, lét skólamál og
íþróttamál sérstaklega til sín taka.
Svo kom að því að sorgin barði
dyra. Svana veiktist af alvarlegum
STEINAR WAAGE
f SKÓVERSLUN "N
SKOVERSLUN
Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519
Kringlunni, Kringlunni 8-12, simi 689212
Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212
Afa inniskór
Tegund: 4043
Stœrðir: 40-45 • Utur: Vínrauður
Verð kr. 995
5% Staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum samdægurs
STEINAR WAAGE
sjúkdómi og varð að lúta í lægra
haldi eins og svo margir. Þá sem
oft áður kom sér vel styrkur Stebba
og stuðningur tengdafólks hans í
Vogum, en ætíð var mjög kært
með þeim Stebba og Kristínu
tengdamóður hans. Frá upphafí
hafði jafnan ríkt gagnkvæmt
traust á milli heimilanna.
Harmur okkar er mikill en son-
anna mestur. Við óskum þess að
það góða veganesti sem foreldrar
þeirra létu þeim í té verði þeim til
hjálpar á lífsins vegi þrátt fyrir allt.
Móðir og tengdamóðir syrgja
sárt. Við biðjum góðan guð að
standa vörð um synina og aðra
ástvini.
Guð geymi þig, elsku bróðir.
Systkinin.
Eftir margra daga stórhríð og
dimmviðri birti upp og náttúran
skartaði sínu fegursta vetrarríki.
Þannig kvaddi sveitin vin okkar
allra, Stefán Þórhallsson, sem lést
langt um aldur fram. Við getum
ekki annað en fyllst reiði, hver
getur verið tilgangurinn? Að mað-
ur í blóma lífsins sem fyrir aðeins
18 mánuðum fylgdi konu sinni til
grafar, skuli vera burt kallaður svo
fljótt. Eftir standa þrír ungir synir
sem með svo skömmu millibili hafa
misst báða foreldra sína.
Stebbi var mikill félagsmaður
og starfaði ötullega og af trú-
mennsku að ýmsum félagsmálum
fyrir sveitina. Það var því mikill
missir fyrir okkur öll þegar hann
flutti á Selfoss síðastliðið haust.
Þar bjó hann sér og sonum sínum
fallegt heimili. En ræturnar eru
sterkar, hér átti hann sín bestu
ár, hér bjó hann með Svönu sinni
og strákunum í fallega húsinu
þeirra í Birkihrauni. Hér átti hann
líka Stínu tengdamóður sína en á.
milli þeirra var sterkt og gott sam-
band. Um síðustu áramót komu
þeir feðgar allir í heimsókn á
heimaslóðimar. Stebbi var ánægð-
ur með lífið og tilveruna og fullur
bjartsýni og áforma. Það hafði líka
bæst við litlu ijölskylduna tengda-
dóttir og lítill strákur sem hann
var hrifinn af því barngóður var
hann. Því fékk litli Pétur minn að
kynnast. Ég trúi því að þau hjón
hafi verið kölluð til æðra verka.
Svana til að syngja með sinni
björtu röddu í himnakómum og
Stebbi til einhverra ábyrgðar-
starfa.
Elskulega fjölskylda, við ykkur
öll sem misst hafíð svo mikið, lang-
ar mig að taka undir orð Kahlils
Gibrans þar sem segir: „Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
hug þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“
Þakka þér samfylgdina.
Sólveig Pétursdóttir.
Sterkir plastkassar og skúffur.
Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti.
Hægt að hengja á vegg, eða stafla
saman.
lyiargar stærðir gott verð.
Avalít fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN
SMIÐJUVEGUR 70, KÓR
SlMI 564 4711 • FAX 564 4725