Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 13
lelflrá
Mfina
Grálúðudeila Evrópusambandsins og
Kanada hefur enn á ný vakið athygli á
meintri rányrkju Spánverja á heims-
höfunum. Breska dagblaðið The Daily
Telegraph ákvað að kanna málið og
komst að miður upplífgandi niðurstöðum.
PÁNVERJAR hafa skirrst
við veiðibanni Kanada-
manna á þeim svæðum
Miklabanka sem falla utan 200
mílna efnahagslögsögunnar við
Nýfundnaland. Ástæðan er m.a.
sú, að dregið hefur úr aðgangi
þeirra að fjarlægum miðum svo
sem við Afríku og Suður-Ameríku
og eru þeir ákveðnir í að bæta sér
það upp með veiðum annars stað-
ar. Blaðamaður breska blaðsins
Daily Telegraph kynnti sér
spænskan sjávarútveg í fyrri viku
og fór um hafnarbæi norðvestur-
hluta Spánar með fyrrverandi yfir-
mann enska og velska veiðieftir-
litsins sér til fulltingis. Niðurstaða
hefur birst í blaðinu undanfarna
daga og þar er Spánveijum ekki
borin sagan vel. Það sem fer hér
á eftir er samantekt úr skrifum
hans.
Oháð lagalegum rökum í deilu
Spánverja og Kanadamanna, þá fer
ekki milli mála að með framgöngu
sinni eru Spánverjar komnir í hóp
ránveiðimanna á heimshöfunum.
Með kerfisbundinni óvirðingu
fyrir öllum reglum -orðið svindl
hljómar alltof veikt í þessu sam-
bandi- leika Spánveijar forystu-
hlutverk á sviði rányrkju, stunda
helför gegn fiskistofnum hafanna.
Hafi breska stjórnin einhveija löng-
un til að lifa mun hún frábiðja sér
aðild að sérhverri samþykkt Evr-
ópusambandsins (ESB) sem ætlað
er að sýna Spánveijum stuðning í
deilu þeirra við Kanadamenn.
Það kemur Spánveijum illa að
Kanada skuli ekki eiga aðild að
ESB. Ef svo væri fyndu spænskir
stjórnarerindrekar fljótt leið fyrir
spænska sjómenn til að stunda rán-
skap á Miklabanka við Nýfundna-
land á kostnað sameiginlegra sjóða
ESB. í staðinn hefur Kanadamönn-
um tekist að beina sjónum manna
að rányrkju þeirra.
Sökin hjó ESB?
Sjómenn allra landa gerast sekir
um brot á reglum. En það er ekki
einungis að Spánveijar eigi stærsta
fiskiskipaflota í Evrópu -hann er
jafnstór og sameiginlegur veiðifloti
allra hinna ESB-ríkjanna- heldur
eru þeir langmestu svindlararnir. Á
það jafnt við um ólögleg veiðar-
færi, leynilestar, undirmálsafla og
yfirstærð aflvéla. Enginn virtist
vilja spyrna við fæti þar til Kanada-
menn tóku það hlutverk að sér.
Sökin á því hvernig komið er ligg-
ur hjá framkvæmdastjórninni í
Brussel og hvernig hún framkvæm-
ir sameiginlega fiskveiðistefnu
sambandsins (CFP). Hefur hún lát-
ið undan óbilgirni Spánveija og
mistekist algjörlega að sjá til þess
að þeir færu að reglum eftir að
ákvörðun um kvóta hefur verið tek-
in.
Þær kvaðir hvíla á einstökum
ríkjum að framfylgja reglum um
veiðar og afla. Er það hins vegar
niðurstaða af ferð fulltrúa Daily
Telegraph til Spánar, að spænsk
stjórnvöld taki það hlutverk sitt
ekki alvarlega. Með tilliti til þessa
og í ljósi þess að ránveiðar Spán-
veija hafa komið illa við breska sjó-
menn, væri fráleitt af ESB að ætl-
ast til þess að Bretar tækju þátt í
refsiaðgerðum gegn samveldisland-
inu Kanada.
Kvólareglur virtar
aó vettugi
Það er viðtekin venja á Spáni að
kvótareglur séu virtar að vettugi
og þeir færa ólöglegan undirmáls-
físk óhikað að landi. Hvergi var að
finna eftirlitsmenn sem hafa eiga
eftirlit með flotanum sem þrátt fyr-
ir fækkun skipa hefur aldrei verið
afkastameiri og virðir verndarsjón-
armið að vettugi.
Undirmálsfískur af mörgum teg-
undum var algeng sjón á fiskmörk-
uðum og í fiskverslunum. Stundum
var í boði fiskur sem var helmingi
styttri en ákvæði um lágmarks-
stærð kveða á um og rækilega var
kynnt á veggskiltum í mörkuðun-
um. Það hvarflaði að engum að
spænskir sjómenn hefðu gerst sekir
um ólöglegt athæfi.
Peter Derham, fyrrverandi yfir-
maður fiskveiðieftirlits Englands og
Wales, slóst í för með blaðamanni
til Spánar og aðstoðaði hann. Við
þeim blasti iðnaður sem staðráðinn
er í' því að áhrifin af minnkandi
veiðimöguleikum á fjarlægum mið-
um svo sem við Afríku og Suður-
Ameríku -auk slóðarinnar um-
deildu við Nýfundnaland- og hert-
ari verndaraðgerðum ESB verði
sem minnst.
Okkur var tjáð, að spænskum
sjómönnum fyndist þeir hafa verið
settir til hliðar af ESB og spænskir
embættismenn tækju undir það.
Möguleikar til fiskveiða á fjarlæg-
um miðum færu þverrandi þar sem
mörg ríki færðu lögsagnarumdæmi
sitt út fyrir 200 mílna efnahagstðg-
sögu. Þá hefðu Spánveijar misst
veiðiréttindi við Namibíu, Marokkó,
Máritaníu, Nígeríu, Mózambík o.fl.
afrísk og suður-amerísk ríki þar
sem þau hefðu ákveðið að byggja
upp eigin fiskveiðiflota. Til þess að
vega á móti þessu reyndu Spánveij-
ar að hámarka afla sinn í lögsögu
ESB og á öðrum svæðum þar sem
sambandið hefði samið um veiðar.
Eftirlitsmenn
sóust hvergi
í þessu sambandi ber þó að hafa
í huga, að skerfur Spánveija af
aflaheimildum, sem sambandið hef-
ur keypt fyrir um 226 milljónir
sterlingspunda á ári á tjarlægum
miðum, hefur verið miklu meiri en
annarra sambandsríkja.
Við könnuðum ástandið í La
Coruna, helstu fiskveiðihöfn Galis-
íu. Hvergi gátum við komið auga á
veiðieftirlitsmenn sem þar áttu að
vera. Þeir eru 110 talsins í Galisíu
einni. „Eftirlit með hveiju?" var
viðkvæðið þegar við spurðumst fyr-
ir um þá. Leiðtogar sjómanna sögðu
eftirlitsmennina ekki skoða afla af
nákvæmni þegar þeir birtust þar
sem þeir væru ósammála fiskveiði-
stefnu ESB.
Það þarf ekki að ganga lengi um
markaðinn í La Coruna áður en
vísbendingar um ólögmætt athæfi
blasa við og sanna framferði sem
komið hefur óorði á spænskan sjáv-
arútveg. Innan um aflann gat hvar-'1'
vetna að líta kassa af smáum, ókyn-
þroska fiski, stórkjöftu, skötusel og
lýsing -eftirsóttasta og verðmæt-
asta sjávarfanginu á Norðvestur-
Spáni.
Kóó ó markaói
Á smásölumarkaði keyptum við
og mynduðum smástórkjöftu sem
seld var á 700 peseta kílóið, eða
350 krónur. Meðalstærð hennar
kostaði 300 pesetum meira og stóri
fiskurinn um 3.000 peseta kílóið.
Minnstu fiskarnir á markaðinum
voru aðeins 14 sentimetra langir
en bannað er að landa fisk undir
25 sentimetrum, samkvæmt reglum
ESB.
Við keyptum líka lýsingskóð sem
voru 26 sentimetra löng en lág-
marksstærð lýsings sem veiddur er
norður af Biscayaflóa er 30 senti-
metrar og 28 sm fyrir físk sem
veiddur er sunnan flóans. Hefðu
kóðin fengið að vaxa hefðu þau
getað orðið að meters stórum fisk-
um og gefíð þannig af sér meiri
mat og skilað sjómönnum meiri
tekjum. í staðinn er gengið á verð-
mætan framtíðar hrygningarstofn.
Samkvæmt reglum ESB ber sjó-
mönnum að henda undirmálsfiski
sem kemur með sem óviðráðanlegur
viðafli, hvort sem hann er dauður
eða lifandi. Er það hugsað til þess
að sjómennirnir hagnist ekki á kvót-
asvindli.
Engin aflavog
Ekki var hægt að vigta afla sem
barst á stóra fiskmarkaðinum við
höfnina í La Coruna. Ástæðan er
einföld, það voru engar vigtar þar.
Fiskinum var í staðinn landað í 50
kílóa plastkassa. Því var útilokað
fyrir starfsmenn eða eftirlitsmenn
-sem að sjálfsögðu voru fjarstadd-
ir- að mæla aflann nákvæmlega,
svo sem reglur ESB kveða á um.
Án nákvæmra aflatalna er útilokað
að meta áhrif veiðanna á afdrif
stofnanna og fylgjast með hvort
kvótareglur hafi verið brotnar.
Var það niðurstaða Derhams, að
allt fiskveiðieftirlit Spánveija þyrfti
uppstokkunar við og stæði breska
eftirlitinu og starfsaðferðum þess
langt að baki.
Samkvæmt opinberum aflatölum
hefur heildarafli Spánveija haldist
hár þrátt fyrir að yfirvöld hafí hald-
ið því fram að dregið hafi úr sókn-
inni. Aflinn í fyrra var 1,4 milljónir
tonna, eða 243.000 tonnum meiri
en 1993 og tvöfalt meiri en árið
1955.
Þessar tölur eru ekki í samræmi
við þær samþykktir ESB, sem
skyldað hafa Spánveija til að draga
úr afkastagetu flotans. Og sérfróðir
ætla að þessar uppgefnu aflatölur
séu miklu lægri en raunverulega
kemur að landi.
SPÁNVERJAR eru
sagóir i fylkingar-
brjósti rónveiói-
manna á höfun-
um. Hér stendur
Brian Tobin sjáv-
arútvegsráóherra
Kanada vió ólög-
leg veióarfœri
spœnsks togara
sem tekin var á
Miklabanka á
dögunum. Heldur
hann á grálúóu-
kóói sem mikió
var af i aflanum.
Afkastamikill floti
Vegna örlátra niðurgreiðslna
bæði frá spænskum yfirvöldum og
ESB hafa spænskir útgerðamenn
getað endurnýjað veiðiflota sinn.
Þó skipum hafí fækkað stórlega á
undanförnum árum hafa afköst
flotans aukist engu að síður. í hon-
um eru nú um 18.900 skip, þar af
1.140 stór úthafsveiðiskip á borð
við þau sem veiða við Nýfundnaland
og 1.000 djúpsjávarveiðiskip. Ætla
verður að það sé aðeins tímaspurs-
mál hvenær fækka verður verulega
í þessum flota vegna strangari
verndaraðgerða.
Til þess að anna eftirspurn hafa
spænskir útgerðarmenn keypt tugi
breskra togara fyrir lítið fé af §ár-
vana útgerðum, endurbyggt þá og
sett í þá aflmiklar vélar. Eru þeir
að nafni til í eigu breskra fyrir-
tækja, sigla undir breskum fána og
veiða úr breskum kvóta en eru gerð-'
ir út frá Spáni og landa þar afla
sínum. Eru 72 slíkir á bresku skipa-
skránni.um þessar mundir.
Þá hafa spænskir útgerðarmenn
snúið á samþykktir ESB um fækk-
un skipa með því að láta smíða
nýja aflmikla togara sem eru mun
afkastameiri en togararnir sem þeir
leggja. Þeir eru sömuleiðis búnir
nýjustu fiskleitar- og veiðitækjum.
Nýju skipin eru jafnan byggð með
allt að 60% niðurgreiðslu frá
spænska ríkinu.
Móti gervi-
hnattaeftirliti
I ljós kom veruleg andstaða
spænskra sjómanna við tilraunir
ESB til að koma á sjálfvirku veiði-
eftirliti gegnum gervihnetti. Segja
þeir það jafngilda frelsissviptingu,
en fróðir menn segja að með til-
komu þess sé útilokað að hagræða
log-bókum viðkomandi skips þar
sem skynjarar á vél og veiðarfærum
sendi samstundis upplýsingar til
tölvumiðstöðva í landi. Aðeins örfá-
ir spænskir togarar hafa fengist til
að taka þátt í tilraunum með búnað
af þessu tagi.
Spánveijar telja sig vera fórn-
arlömb óáreiðanlegrar flskifræði,
bæði á vettvangi ESB og á alþjóða-
vettvangi, rangra útreikinga sem
sýni að fjöldi fiskistofna sé í útrým-
ingarhættu. Fullyrtu þeir óhikað að
af hálfu ESB væri tölum hagrætt
í pólitískum tilgangi, til þess að
hygla breskum og frönskum sjó-
mönnum.