Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ DR. JÓRUNN Erla Eyfjörð sameindalíffræðingur í rannsóknastofu sinni hjá Krabbameinsfélagi íslands. Morgunblaðið/Kristinn GALLIIERFÐAGENI KRABBAMEINSVALDUR í hinu vírta bandaríska fagtímaríti Cancer Research birtist nú í febrúar merk grein um krabbameinsrannsóknir á sviði sameinda- erfðafræði sem dr. Jórunn Erla Eyfjörð hef- ur leitt á Rannsóknastofu Krabbameinsfé- lagsins. Er þar sýnt fram á marktæka fylgni milli stökkbreytinga í ákveðnu próteini og óstöðugleika í frumunni, eins og hún út- skýrði fyrir Elínu Páimadóttur. Breytingar í þessu geni virðast leiða til illkynja sjúkdóms. . FLUORLJÓMAÐIR litningar. Með því að geta litað litningana er auðveldara að greina þá að. HÉR MÁ sjá krabbameinsfrumur með óeðlilegt magn af p53-pró- teini í kjarna. Ef fruma fremur ekki sjálfsmorð og eyðir sér reyn- ir hún að gera við skemmdina. En þarna hefur hvorugt tekist. GEYSIMIKLAR rannsóknir á krabbameini eru í gangi um víða veröld. Þrátt fyrir það finnst mörgum að hægt gangi. Mjög mikið hefur þó gerst á allra síðustu árum, að því 2r dr. Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræð- ngur segir, en hún er nýkomin af dþjóðlegu þingi um þessi mál. Hjá írabbameinsfélagi íslands fara fram slíkar rannsóknir í Rannsóknastofu sameinda- og frumulíffræði. Helga ígmundsdóttir læknir er yfirmaður •annsóknastofunnar, en sameinda- annsóknunum stýrir Jórunn Erla Cyfjörð. Þar er m.a. komið inn á leit tð áhættuhópum. „Við erum hér með •miskonar erfðarannsóknir og einnig annsóknir á þeim breytingum sem íiða til krabbameinsæxla," útskýrir wún í upphafí samtals okkar, og bætir við að þetta sé hópvinna, svo sem fram kemur síðar í samtalinu við hana. Er út af fyrir sig athyglis- vert að svo umfangsmiklar rann- sóknir skuli vera á einkarekinni rann- sóknastofu. Stökkbreytingar á erfðaefninu Jórunn Erla segir að menn séu nú famir að horfa á fmmuhringinn, þ.e. hvemig fmmur stýra fmmu- skiptingunni, en á því er mjög ná- kvæmt skipulag. „Við emm að skoða þar svokallað p53-gen, en þetta gen reynist eitthvað gallað í mjög mörg- um tegundum krabbameina," segir hún og bætir við að þetta sé eins og spennusaga eftir Agöthu Christie. Vísbendingar komi úr ýmsum áttum og nú sé allt í einu farið að sjást í þessu ákveðið mynstur. Á árinu 1993 birtistí CancerRese- arch grein frá þeim um rannsóknir á þessu geni í bijóstaæxlum, þ.e. um rannsókn á stökkbreytingum á erfða- efninu. „Við skoðuðum það með til- liti til horfa, þ.e. hveijar horfurþeirra reyndust sem höfðu þessar breyting- ar í æxlinu og svo hinna, þar sem þessi galli fannst ekki,“ segir hún. Þetta er mjög breytilegt, sumir lifa lengi og kenna sér einskis meins eft- ir að æxli hefur verið fjarlægt, *á öðmm tekur það sig kannski upp, fyrr eða seinna, þótt útlitið virðist það sama í upphafi." Af hveiju? — Við því er ekkert eitt svar. Að því var verið að leita. Þessi grein vakti mikla athygli vegna þess að þarna var svo skýr og vel skilgreindur hópur rannsakaður og niðurstöður vom svo snemma á ferð- inni.“ Það tengist semsagt slæmum horfum að vera í þessu ákveðna geni með breytingar. Þá hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort einhver bót sé að því að þetta hefur nú skýrst. Jór- unn Erla segir að ef þessar umræddu breytingar séu fyrir hendi gefí það kannski ástæðu til ítarlegri með- höndlunar á einstaklingnum, þótt minni áhyggjur þurfi að hafa af hin- um. Þegar þessi niðurstaða fékkst vom Jómnn Erla og hennar fólk að rann- saka framur og hvemig þær gera við, verði þær fyrir geislun. Sýnt hefur verið fram á hvemig fmmur bregðast t.d. við útfjólubláum geisl- um í sólarljósinu, verði þær fyrir geislun. Doktorsritgerð hennar, sem hún varði í Englandi eftir framhalds- nám í erfðafræði til lokaprófs í sam- eindaerfðafræði, var einmitt um við- gerðir á erfðaefninu. Drepast eða gera við „Það sem fmma, sem verður fyrir áreiti er veldur skemmdum á erfða- efninu, gerir, er að hún annaðhvort eyðir skemmdu frumunni eða gerir við erfðaefnið. Þetta sjálfsmorðskerfí er innbyggt í allar frumur. Því hefur verið haldið fram að þetta hafí verið þáttur í þróun mannsins frá einni frumu yfír í einstakling. Þeim fram- um, sem ekki dugðu eða pössuðu inn í þróunina, var einfaldlega eytt. Ef útrýming þessarar skemmdu fmmu tekst ekki af einhveijum ástæðum, má hún ekki bara halda áfram að skipta sér, eins og ekkert hafí í skor- ist. Hún verður að geta gert við skemmdina. Til þess þarf að stöðva frumuhringinn," úrskýrir Jómnn Erla. Hún segir að skoskur læknir hafi að vísu verið búinn að benda á þetta og tala mikið um það á síðasta áratug, jafnvel áratugi, án þess að nægilega hafí verið á hann hlustað. „Það sem okkur sem emm að rannsaka bijóstakrabba fínnst svo spennandi er að p53 stýrir þessu. Yið voram búnar að sýna fram á að það gerist í bijóstaæxlum. Núna emm við að skoða og sýna fram á að breytingar á þessu geni valdi óstöðugleika á litningum og erfða- efni og um það fjallar þessi nýja grein í Gancer Research,“ segir Jór- unn Erla. Litningarnir málaðir — Hvemig fer þessi leit nákvæm- lega fram? „í þessum æxlum hefur orðið óeðlileg fjölföldun. Við fáum bút úr krabbaæxli, sem fjarlægt hefur verið úr bijósti, tökum sneið, einangmm erfðaefnið DNA og leitum að stökk- breytingum á þessu umrædda geni, p53. Það er mjög erfítt að rannsaka litninga úr bijóstakrabbameinsæxl- um, t.d. erfitt að rækta framurnar, en þar kemur dr. Helga Ögmunds- dóttir og samstarfsfólk hennar við sögu. Það sem er mest spennandi núna er að geta málað litningana og skoðað þá þannig. Þá kemur til kasta litningafræðinganna. Okkur hefur I i I i \ i > > > > > > > > > > > > > > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.