Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menning-
arvika í
Vitanum
UNGLINGARNIR í félagsmiðstöð-
inni Vitanum í Hafnarfirði standa
fyrir menningarviku dagana 3. til
7. apríl.
Mánudaginn 3. apríl í opnu dag-
starfi milli kl. 16 og 18 mun mynd-
bandaklúbburinn Villi villti sýna
frétta- og skemmtiþátt. Borðtennisl-
ið Vitans keppir við lið Stjömunnar
í Garðabæ. Á förðunamámskeiði
verður lögð áhersla á kvöldförðun.
Um kvöldið verður Kramhúsið með
kynningu á starfsemi sinni og salza-
dansarinn Carlos kemur í heimsókn.
Tónlistarklúbbur Vitans verður með
jazz- og blúskynningu.
Á þriðjudaginn milli kl. 16 og 18
verður myndbandaklúbburinn með
fréttatengd efni. Förðunarnámskeið-
ið heldur áfram og nú verður kennd
listförðun (fantasía).
Frambjóðendur með fulltrúum björgunarsveitanna
Bj örgunar s veitir spara
ríkinu miklar upphæðir
VETURINN í vetur hefur
undirstrikað mikilvægi björg-
unarsveita.
FRAMBJ ÓÐENDUR úr röðum sex
stjómmálaflokka sem bjóða fram til
þingkosninganna hittu fulltrúa
björgunarsveitanna í landinu á fundi
í húsakynnum Slysavarnafélaganna
við Flugvallarveg í vikunni. Fátt var
á fundinum, e.t.v. vegna þess að á
sama tíma fór fram úrslitaleikurinn
á Islandsmótinu í handknattleik.
Umræður voru þó líflegar.
Frummælendur fyrir flokkana
voru Sólveig Pétursdóttir fyrir Sjálf-
stæðisflokk, Ólafur Örn Haraldsson
fyrir Framsóknarflokk, Össur
Skarphéðinsson fyrir Alþýðuflokk,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
WAAGE
fyrir Þjóðvaka, Kristín Einarsdóttir
fyrir Kvennalista og Svavar Gests-
son fyrir Alþýðubandalag. í máli
frambjóðendanna kvað við nokkuð
samstiga tón. Allir fóm hlýjum orð-
um um það mikla og óeigingjama
starf sem unnið er á þessu sviði og
öllum þótti óhæfa annað en að ríkis-
valdið kæmi með einum hætti eða
öðmm til móts við þann kostnað sem
einstaklingar innan björgunarsveit-
anna eru að bera einir og óstuddir.
Kosningaloforð vom fá á þessum
fundi önnur en að frambjóðendur lof-
uðu virku og öflugu samstarfi, að
atburðir vetrarins hefðu sýnt fram á
svo ekki yrði fram hjá horft að það
þyldi enga bið að koma björgunarmál-
um í landinu í skaplegt horf. Bent
var á þá sérstöðu sem íslendingar
hafa, þ.e.a.s. að í flestum löndum séu
það ríkisreknir herir sem inni björg-
unarstörf af hendi, en á Islandi sjálf-
boðaliðar innan samtaka sem sjálf
afli sér tekna með ýmiss konar uppá-
tækjum. Björgunarsveitimar spömðu
ríkinu þannig ómældar upphæðir.
Áður en fundarsetan og framsögu-
erindin hófust, dreifðu forkólfar
björgunarsveitanna lista yfir ýmis
atriði sem mættu skoðast sem tillög-
ur til úrbóta. Ríkisvaldið mætti t.d.
athuga að fella niður virðisaukaskatt
af aðföngum, aðflutningsgjald af
búnaði, þungaskatt og bifreiðagjöld
Fundur um
hálshnykki
Stuðnings- og sjálfshjálparhópur
hálshnykkssjúklinga (SSH) heldur
fund 5 ÍSI-hótelinu í Laugardal,
mánudaginn 3. apríl klukkan 20.
Sérfræðingur í heila- og taugasjúk-
dómum kemur á fundinn og heldur
fyrirlestur.
af björgunarbifreiðum og þjónustu-
gjöld, t.d. Pósts og síma og fjar-
skiptaeftirlits. Auk þess mætti ríkis-
valdið marka björgunarsveitunum
fasta tekjustofna.
Sveitarfélögin mættu athuga að
fella niður gatnagerðargjöld, fasteig-
nagjöld, þjónustugjöld á borð við
sorphirðugjald og lóðaleigugjald,
rekstrargjöld s.s. vegna hita og raf-
magns auk þess sem þau mættu
marka björgunarsveitunum fasta
tekjustofna.
Við þetta bættu björgunarsveit-
armenn, að nýliðaþjálfun yrði að
samræma a.m.k. að hluta til og semja
yrði námsskrá sem hlutaðeigandi
stjómvöld myndu samþykkja og
greiða fyrir.
Enn fremur að björgunarsveitir
sem ekki fylgja staðli um búnað og
tæki, og kröfum sem gerðar eru til
björgunarsveitarmanna, njóti ekki
fjárhagslegrar fyrirgreiðslu opin-
berra aðila. Einnig, að ferðamenn
sem leggi leið sína inn á hálendið
skuli hafa sérstakar tryggingar og
renni hluti iðgjalda til björgunar-
sveitanna eins og tíðkast í nokkrum
löndum, t.d. í Olpunum.
Loks, að unnið verði stöðugt og
markvisst að framtíðarskipulagi
björgunarmála í landinu, bæði af
hálfu sjálfboðaliða björgunarsveit-
anna og stjómvalda.
NORDSJÖ
LJI
Verðsprengja!
Nordsjö málning frá 340 kr. líterinn
í 12 lítra dósum 5% gljástig.
Málarameistarinn Lækjarkot
Síðumúla 8, sími 689045 Hafnarfirði, sími 50449.
SOL OG SU
•V
/ FJÖLSKYLDUFRII
Verödæmi
BARCELONA
8. júní -14. sept.
Kr
Ein vika á Hotel Almirante
m.v. mann í 2ja manna herb.
Innifalið: Flug, gisting og morgunverður
og flugvallaskattur.
Bókað og staðgreitt fyrir 3. apríl.
Verðdæmi
LÚXEMBORG
Kr.
Kr. 38.40C **
‘Innifalið er flug til Luxemborgar, bílaleigubíll í B-flokki
í eina viku miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára,
flugvallaskattar. Staðgreitt.
'lnnifalið er flug til Luxemborgar, bílaleigubíll (B-flokki
í eina viku, miðað við 2 í bíl, flugvailaskattar. Staðgreitt.
Verðdæmi Verðdæmi
RIBE FLUG& r
Kr. BILL
24.76C* Kr.
Kr. 24.400*
32.730** Kr.
‘Innifalió er flug til Billund. gisting 28.100**
i 1 viku i Ribe míðað við 2 lulkxðna * Innifaliö er flug til Billund,
og 2 börn, 2ja -11 ára, bílaleigubfll í B-flokkl, 1 vika, miöaö
flugvallaskattar. vlð 2 fullorðna og 2 bðrn 2)a-11 éra,
Staögreitt fýrir 3. apríl. Brottför 7. júní. flugvallaskattar. Staðgreitt fyrir 3. apríl. Brottför 7. júnf.
“Innifaliö er flug til Billund, gisting I einaviku í Ribe miðad við 2 saman f ibúö, flugvailaskattar. Staðgreitt fyrir 3. aprfl. BrottfÖr 7. júní. ** Innifaliö er flug til Ðillund, bílaloigubill I B-flokkl í eina viku miðað við 2 f bfl, flugvallaskattar. Staögroitt fyrir 3. aprll. Brottför 7. júnf.
(D 65 22 66
Bæjarhrauni 10. fax. 651160