Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 45 FÓLK í FRÉTTUM Fegurðarsamkeppn Dans, söngnr o g fegnrð FEGURÐARSAMKEPPNI Reykjavíkur var haldin síðastliðið fimmtudagskvöld á Hótel íslandi. Það var sautján ára stúlka úr Hafnarfirði, Berglind Ólafsdóttir, sem bar sigur úr býtum, en fimmt- án stúlkur af höfuðborgarsvæðinu kepptu um titilinn. Lokakeppnin verður svo haldin á Hótel íslandi 24. maí næstkomandi. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, 19 ára, var valin besta ljósmynda- fyrirsæta og vinsælasta stúlka í hópi keppenda var kjörin Bryndís Asmundsdóttir, sem einnig er nítj- án ára. Á meðal skemmtiatriða var danssýning Batoo-dansflokks- ins með gestadansaranum Jó- hanni Frey Björgvinssyni. Auk þess söng Margrét Sigurðardóttir lagið „Memory". Berglind Ölafsdóttir segir í samtali við Morgunblaðið að úr- slitin hafi komið sér mjög á óvart: „Ég var eiginlega alveg búin að útiloka að ég gæti unnið, þannig að ég varð mjög hissa.“ Hún bætir svo við og hlær: „Segja það ekki allir?" BRYNDÍS Ásmundsdóttir, sem var kjörin vinsælasta stúlkan, Berglind Ólafsdóttir, Ungfrú Reykjavík 1995, og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, besta ljósmyndafyrirsætan. HRAFNHILDUR Sigurðardóttir, Amfríður Kristín Amarsdóttir, Bima Bragadóttir og Svava Kristjánsdóttir tóku þátt í keppninni í fyrra. BERGLIND með foreldrum sínum Sig- rúnu Steingrímsdóttur og Ólafi S. Vil- lyálmssyni. ÞÁTTTAKENDUR í fegurðarsamkeppninni ásamt Margréti Skúladóttur Sigurz, Ungfrú ísland og Reykjavík 1994. Fyrir framan stúlkurnar er kynnir kvöldsins, Anna Björk Birgisdóttir. Broderick á Broadway ►ÁR OG DAGAR em síðan Matt- hew Broderick tróð upp í leikrit- um Neils Simons á Broadway. Hann haslaði sér völl í Hollywood og hefur leikið i fjölmörgum kvikmyndum á borð við „War Games“, „The Freshman" og hina ógleymanlegu „Ferris Bueller’s Day Off“. Nú ætlar hann að spreyta sig aftur á Broadway, að þessu sinni í söng- leiknum „How to Succeed in Business Without Really Try- ing“. „Enginn stenst Matthew snún- ing í því sem hann tekur sér fyr- ir hendur,“ segir unnusta hans og leikkonan Sarah Jessica Par- ker. Það getur verið nokkuð til í því hjá henni, en engu að síður er mikil vinna er framundan hjá Broderick. Þetta er hans fyrsta uppfærsla á Broadway í sjö ár og hann hefur aldrei áður leikið í söngleik. „Eg langaði til þess að gera heiðarlega tilraun,“ seg- ir hann. Á sama tíma er Broderick að leggja síðustu hönd á kvikmynd- ina „Infinity" sem hann framleið- ir og leikstýrir, auk þess að fara með aðalhlutverkið. Það vekur óneitanlega athygli að handritið er skrifað af móður hans, Patric- iu. Samstarfið milli þeirra geng- ur vel, segir Broderick. „Ég hef alltaf getað sagt allt af létta við móður mína.“ Morgunblaðið/Gunnar Lund FJÖLMARGIR gestir gæddu sér á léttum veitingum. MESSUÞJÓNARNIR íris María Jónsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Maríukirkjan 10 ára HALDIÐ var upp á tíu ára afmæli dagsins var fólki úr söfnuðinum og hinnar kaþólsku Maríukirkju í ýmsum kirkjunnar mönnum boðið Breiðholti fyrir skömmu. I tilefni upp á léttar veitingar. íhei 2,8 grömm Air Titanium léttasta umgjörð í heimi Hann valdi nútíma gleraugu „Air Titanium“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.