Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 9
FRÉTTIR
Lögmaður nokkurra Súðvíkinga
Rannsókn á snjó-
flóðavörnum og upp
lýsingar um söfnun
ARNMUNDUR Backman hrl. hefur
fyrir hönd fjögurra Súðvíkinga, sem
misstu nána ættingja og eigur í snjó-
flóðinu 16. janúar sl., ritað dóms-
málaráðuneyti bréf þar sem lýst er
óánægju með ýmislegt varðandi snjó-
flóðavarnir og viðbúnað ásamt að-
gerðum þeim sem á eftir fylgdu og
óskað rannsóknar á því hvort al-
mannavamalög hafi verið brotin eða
hvort forða hefði mátt áfallinu með
öflugri viðvörun og betra eftirliti.
I bréfinu segir að fyrir hönd um-
bjóðenda sinna óski lögmaðurinn
þess að fram fari sérstök rannsókn
á skipulagi snjóflóðavarna á svæð-
inu, hvernig fylgst var með hættum
af snjóalögum, hvernig staðið var
að viðvörun til bæjarbúa daginn eða
dagana fyrir snjóflóðið og að endingu
hvernig staðið var að hjálparstarfi
og hreinsun með sérstöku tilliti til
að persónulegar eigur sumra
umbjóðenda lögmannsins hafi full-
komlega glatast við þær aðgerðir.
Rannsóknaróskin sé á því byggð
að dómsmáiaráðherra er æðsti maður
almannavarna í landinu og að brot
á almannavarnalögum varði sektum
eða varðhaldi nema þyngri refsing
sé við lögð í öðrum lögum.
„Með þessari ósk er ekki verið að
halda því fram að lögin um almanna-
varnir hafi verið brotin í þeim mæli
að varði sektum eða varðhaldi. Hins
vegar telja umbjóðendur mínir fulia
þörf á að rannsaka nokkur grundvall-
aratriði þessa máls, ef niðurstaðan
gæti orðið til eftirbreytni. Það sem
skiptir meginmáli í þessu sambandi
er hins vegar það, hvort lögunum
var fylgt og hvort forða hefði mátt
þessu skelfilega áfalli með öflugri
viðvörun og betra eftirliti," segir í
bréfí lögmannsins.
í bréfinu til Péturs Kr. Hafstein
formanns stjórnar sjóðsins Samhug-
ar í verki segir að ijóst sé að umbjóð-
endur lögmannsins hafi verulega
hagsmuni af því að vita hvaða al-
mennar reglur liggi til grundvallar
úthlutun úr sjóðnum 1. mars og
hvaða reglur eigi að gilda um ráð-
stöfun fjármunanna og þess sem eft-
ir stendur.
Yfirlit um greiddan kostnað
„Það er auðvitað ljóst að tjón
þeirra sem í þessum ósköpum lentu
er misjafnt af ýmsum ástæðum en
þá lágmarkskröfu verður að gera í
þessu sambandi að öllum séu ljósar
þær reglur sem byggt er á og jafn-
vel að þeir sem fyrir tjóninu urðu
hafi tillögurétt um ráðstöfun fjár-
ins,“ segir í bréfínu þar sem þess er
óskað að upplýst verði hvernig íjár-
munum sjóðsins hefur verið varið til
þessa.
Lögmaðurinn óskar eftir að fá
yfirlit um eign sjóðsins, ráðstöfun
fjármuna og þar með yfir kostnað
sem greiddur hefur verið og yfír þær
reglur sem sjóðurinn hefur sett sér.
Þegar þessi gögn liggja fyrir kveðst
lögmaðurinn munu koma sjónarmið-
um umbjóðenda sinna á framfæri við
nefndina.
Glæsilegt Kanarítilboð
24. maí í 3 vikur
frá kr. 47.800
Aðeins
10 hús
Við bjóðum nú glæsilegt
kynningartilboð á einn
vinsælasta gististaðinn í sumar
fyrir farþega okkar, Sonora
Golf, falleg smáhýsi í hjarta
Maspalomas.
Stór og fallegur garður með gestamóttökuu, sundlaug, og veitingastað.
Örstutt að fara í Tívolí, Faro 2 verslunarmiðstöðina og vatnagarðinn.
Kanaríferðir okkar í sumar hafa fengið frábærar viðtökur.
Bókaðu meðan enn er laust.
Verð kr.
m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára.
47.800
59.960
HEIMSFERÐIR
Verð kr.
m.v. 2 í húsi, Sönora Golf.
Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá
flugvelli erlendis, flugvallarskattar og forfallagjöld.
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 624600.
Fossháls I IIORcykjavík Simi 634000
Til hamingju
meðSAAB
Globus hf. óskar Bílheimum hf.
til hamingju með SAAB umboðið.
Jafnframt þakkar Globus hf. SAAB
eigendum viðskiptin á liðnum árum.
Vonar Globus hf. að SAAB eigendur
muni snúa sértil Bílheima hf.
í framtíðinni.
Bílheimar hf. munu kappkosta að veita
SAAB eigendum þá bestu þjónustu sem
völ er á. Verður stefnt að því að bjóða
vel búnar SAAB bifreiðar á góðu verði
innan skamms.
Sala nýrra SAAB bifreiða og
viðgerðaþjónusta verður að
Fosshálsi 1, sími 563 4000.
Varahlutadeild SAAB verður að
Sævarhöfða 2, sími 567 4000.
G/obus