Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.04.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 35 MINNINGAR l i ( ( ( ( ( < ( ( ( < ( ( ( ( JAKOBÍNA GUÐRÚN ANNASDÓTTIR + Jakobína Guð- rún Annasdótt- ir var fædd í Hindi- svík á Vatnsnesi 22. ágúst 1919. Hún lést á heimili sínu í Laufási á Hvamms- tanga 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jakobsdóttir ættuð úr Breiða- firði og Annas Sveinsson frá Kirkjubóli í Stein- grímsfirði í Strandasýslu. Börn þeirra voru níu og var Jakobína þriðja elst. Hin voru: Brynjólf- ur, f. 16. maí 1917, Ingunn, f. 2. ág. 1918, Jóna, f. 2. mars 1921, Þórdís, f. 6. ág. 1922, Sig- urður, f. 31. des. 1923, Magnús, f. 30. maí 1925, Pétur, f. 2. okt. 1926, og Bryndís, f. 19. sept. 1928. Aður átti Annas þijú börn: Svein Guðlaug, f. 23 okt. 1902, Guðbrand, f. 1904, og Fanneyju, f. 14. júlí 1910. Þrjú systkinanna eru á lífi. JAKOBÍNA Annasdóttir ólst upp í stórum systkinahópi. Níu börn og það elsta aðeins 11 ára taka til sín mikla vinnu enda urðu eldri bömin að fara að hjálpa til við að gæta systkina sinna og vinna hver þau verk sem þau gátu ráðið við að leysa af hendi. Þau lærðu vel til verka sem var þeim veganesti í lífsbarátt- unni. Heimilið þurfti mikils með og var erfitt að sjá því farborða. Bar- átta fjölskyldunnar var því hörð en ekki var'gefíst upp. Árið 1935 lést Annas og þá var ekki lengur hægt að halda heimilinu saman og dreifð- ist fjölskyldan. Börnin komust vel til manns og voru dugandi, farsælt og vel látið fólk. Jakobína var vel í stakk búin til að takast á við framtíðina. Hún var gædd þeim kostum sem mikils voru metnir og best dugðu í lífsbarátt- unni en það voru vinnusemi, vand- virkni og samviskusemi. Hún frest- aði ekki verkum dagsins til hins næsta. Hún var góð í allri um- gengni, prúð og skapstillt og lagði gott til fólks. Hún sá björtu hliðarn- ar og það góða í hveijum manni. Það var mikil gæfa þeirra beggja, Jakobínu og Kristins, þegar þau gengu í hjónaband. Þau virtu hvort annað og voru samhent mjög. Þeg- ar þau áttu þess kost að fá keypt býlið Laufás var ekki hikað við það. Það var hvorttveggja að þau nálguðust æskustöðvarnar og að þau unnu sveitinni og höfðu yndi af að umgangast skepnur og var með afbrigðum vel um þær hugsað. Annas og Helga voru á Tjörn, Iiindi- svík og Flatnefs- stöðum á Vatnsnesi en fluttu að Engja- brekku í sömu sveit árið 1923. Jakobína fór 17 ára gömul starfsstúlka að Heggstöðum og var þar í mörg ár en flutti til Reykjavík- ur og vann m.a. á Farsóttahúsinu. Hinn 24. septem- ber 1966 giftist Jak- obína Kristni Jóns- syni frá Svalbarði á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en 16. júní 1974 fluttu þau til Hvammstanga. Þá höfðu Þau keypt býlið Laufás við Hvammstanga og hafa búið þar síðan. Útför Jakobínu verður gerð frá Hvammstangakirlyu á morgun og hefst athöfnin klukkan 14.00, en jarðsett verð- ur á Tjörn á Vatnsnesi. í erli lífsins gerum við okkur oft ekki grein fyrir því hve hinn trausti og ábyrgi einstaklingur er mikils virði í uppbyggingu hvers þjóðfé- lags. Það fólk sem gerir fyrst og fremst kröfur til sjálf sín og slítur ekki böndin við uppruna sinn, er hógvært og samviskusamt í lífi og starfí og fylgist vel með framvindu mála er hið mikla afl sem myndar hornsteina sem lengi standa. Þetta fólk gætir þess að ganga ekki á annarra hlut en hlúir hlýjum hönd- um að hverju því sem þarf á umönn- un að halda til að dafna og þróast. Það skilur ekki sár eftir sig heldur uppbyggingu og góðar minningar. Jakobína tilheyrði þessum hópi fólks, hópi hins almenna manns sem skilaði farsælu lífsstarfi. Hún var heiðarleg, traust og góð kona. Við Þökkum henni samfylgdina og biðj- um henni blessunar guðs á nýjum vegum þess fullviss að þar verður vel á móti henni tekið. Eiginmanni hennar, ættingjum og vinum flytj- um við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Æskuheimili Jakobínu var í Engjabrekku, litlu býli innst í Þor- grímsstaðadal á Vatnsnesi. Sá bær er nú fyrir löngu kominn í eyði. Þangað fluttu foreldrar hennar árið 1923 en höfðu áður búið á nokkrum bæjum yst á Vatnsnesi. í Engja- brekku bjuggu þau þar til Annas lést 1935. Helga reyndi að halda heimilinu saman og bjó enn eitt ár + Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS MAGNÚSSONAR frá Stað í Aðalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórð- ungssjúkrahússins á (safirði fyrir alúð þeirra og umhyggju. Guöný H. Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Baldur T. Jónsson, Vigfúsina Clausen, Hreinn Þ. Jónsson, Kristín Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 í Engjabrekku með börnum sínum. En það var henni að sjálfsögu of- raun við þær aðstæður sem þá voru. Eftir það fóru eldri systkinin að vinna fyrir sér á ýmsum heimilum en þau yngstu fylgdu móður sinni þangað sem hún vann fyrir sér. Elsti bróðir Jakobínu lést aðeins 12 ára gamall. Það varð henni mikið áfall. Einnig varð henni sár föður- missirinn og segir það nokkuð um samband þeirra feðgina að alla ævi geymdi hún sem dýrgripi þijú lítil jólakerti, síðustu gjöfína frá honum. Þegar Jakobína var 17 ára gömul réðist hún í vist að Heggstöðum við Miðfjörð til hjónanna Sigurjónu Guðmannsdóttur og Jóns P. Leví. Þar átti hún heimili fram um 1950 og vann af trúmennsku öll verk sem henni voru falin. Frá Heggstöðum lá leið hennar til Reykjavíkur. Nokkuð lengi vann hún í Farsótta- húsi Reykjavíkur undir stjórn Maríu Mook sem hún mat mikils. Einnig vann hún á heimili Sigurðar Ólason- ar hæstaréttarlögmanns og konu hans Unnar Kolbeinsdóttur. En allt- af þegar voraði þráði hún að kom- ast í sveitina og þá var sjálfsagt að drífa sig norður að Heggstöðum og vinna þar sumarlangt. Á árunum upp úr 1960 kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Kristni Jónssyni frá Svalbarði á Vatnsnesi. Hann hafði þegar hér var komið sögu verið í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Þau gengu í hjónaband og stofnuðu heimili á Hrísateig 11. Kristinn var lengst af hjá SIS og líka í byggingavinnu en hún við heimilisþjónustu. í Reykjavík leið þeim á margan hátt vel en þráðu þó alltaf sveitina sína fyrir norðan. Árið 1974 kom tæki- færið, þá keyptu þau býlið Laufás við Hvammstanga. Þar settu þau upp dálítið fjárbú. Þau höfðu bæði yndi af skepnum og umgengust öll dýr með mikilli nærgætni og hlýju. I öllu voru þau samhent. Það var mikið gæfuspor þegar Kristinn eign- aðist þessa konu, hann hafði ungur að árum orðið fyrir þeirri erfiðu reynslu að missa fyrri konu sína Halldóru Bjamadóttur frá nýfæddri dóttur þeirra. Þau höfðu aðeins átt samleið um fárra ára skeið. Jakobína var fædd svo snemma á þessari öld að hún kynntist vel fátæktinni á íslandi þegar eiginlega ekkert var til á heimilum nema allra nauðsynlegustu hlutir og þótti gott ef hægt var að hafa til hnífs og skeiðar. Þegar hún kom sjálf út á vinnumarkaðinn var hún mjög heppin með vinnuveitendur en hún kynntist því samt hvernig verkafólk varð stundum að sæta afarkostum hjá þeim sem völdin og peningana höfðu. Áreiðanlega hefur þetta mótað Jakobínu mikið. Ung að árum átti hún sér þann draum að verða fremur veitandi en þiggjandi. Verða sjálfstæð manneskja. Þessi draumur hennar rættist. Engum sem kom á heimili hennar duldist að henni var eiginlegt að greiða fyrir öðrum og veita af rausn. Hjá þeim dvöldu oft böm eða unglingarv til hjálpar við störfin og mynduðust hlý tengsl við þessi ungmenni. Hljóðlát vann hún verk sín af ein- stakri natni og samviskusemi. Var hlý í viðmóti og góð bæði mönnum og málleysingjum. Elsku pabbi, guð styrki þig og blessi á þessum erfíðu tímum. Halldóra og Ólafur frá Ánastöðum. Nám við TietgenSkolen fyrir íslendinga TietgenSkolen, (Odense Business College) Menntun á menntaskólastigi: - 3 ára viðskiptamenntun. - 3 ára alþjóðleg viðskiptamenntun (International Business Baccalaurate — IBB. Kennslan fer fram á ensku). Stutt framhaldsnám: -markaðshagfræði (Markedsokonomuddannelsen): 2 ára framhaldsnám í markaðssetningu og alþjóða viðskiptum. Eins árs viðskiptamenntun: -eftir stúdentspróf. The Market Economist Course: 2 ára nám í alþjóðlegri markaðshagfræði. Kennslan fer fram á ensku. Kerfisfræði (Datamatikeruddannelsen): 2 Ví ára tölvunám í tölvuumhverfi. Útflutningstækni (Eksportteknikeruddannelsen): 4 ára nám með áherslu á sölutækni. Upplýsingabæklingar og aðrar upplýsingar fást sendar ef þú hefur sambandvið skólann. Húsnæði í Odense fyrir íslendinga: Sé sótt um fyrir 1. júlí 1995 getur TietgenSkolen hjálpað til með að útvega húsnæði í Odense. Hafðu samband sem fyrst. TietgenSkolen, Odense Business College, er meðal fremstu viðskiptaskóla í Danmörku með um 15.000 nemendur, þará meðal íslendinga. Boðið er upp á nám í verslunar og viðskiptagreinum og framhalds- _ .—• greynum, svo sem markaðs- hagfrœði, kerfisfræði og _T útflutningstœkni. Þarfyrir ' =Er utan býðurskólinn uþp á . nám sem byggir á áfanga- kerfi, auk fiölda nám- skeiða. Starfsfólk skólans erum 500 og er fiár- magnsveltan um 100 milljónir DKR. TietgeníSkolen ODENSE BUSINESS COLLEGE Nonnebakken 9 DK 5000 Odense C Tlf. +45 66 11 57 47

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.