Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FJÁRBÆNDUR Á
FALLANDA FÆTI
Margvíslegir erfíðleikar steðja aðíslenskum
sauðflárbændum vegna ört vaxandi fram-
leiðslu- og sölusamdráttar. Jóhanna Ing-
varsdóttir leitaði skýringa á því hvers
vegna sauðfjárbændur eru nú við hungur-
mörkin á meðan ýmsar aðrar greinar í land-
búnaði virðast spjara sig og það án þess
mikla opinbera stuðnings, sem sauðfjár-
bændur og kúabændur sitja einir að.
Þróun á verði til framleiðenda
búvara 1980-1994
Einingaverð á verðiagi 1994, y í
Kr/kg, i. uppreiknað með framfærsluvísitölu 7 ^
/ MjóllT
1980 '81 '82 '83 '84 1985 '86 '87 '88 '89 1990 '91 '92 '93 '94
Ó MÖRGUM sé til efs að
landbúnaður á íslandi sé
þjóðhagslega hagkvæm-
ur, er staða bænda nokk-
uð mismunandi eftir búgreinum.
Þannig hafa sauðfjárbændur orðið
fyrir allt að þriðjungs framleiðslu-
skerðingu og allt að helmings tekju-
rýmun á undanförnum íjórum árum
og eru, að eigin sögn, við hungur-
mörkin enda finnast mörg dæmi um
sauðfjárbændur, sem eru að komast
í þrot. Á sama tíma hafa kjúkl-
inga-, eggja-, nautgripa- og kúa-
bændur orðið fyrir nokkurri tekju-
rýmun, en þó ekki í nærri því eins
miklum mæli og sauðfjárbændur.
Hinsvegar virðast svínabændur
standa nokkuð vel að vígi. Þrátt
fyrir að verð til þeirra hafi lækkað
um 23% á undanfömum fjórum
árum, hafa þeir mætt þeirri verð-
lækkun með aukinni hagræðingu
og vömþróun, sem skilað hefur 24%
söluaukningu á sama tíma. Sauð-
fjárrækt og mjólkurframleiðsla em
hinsvegar einu búgreinamar, sem
njóta stuðnings af opinbem fé, en
þurfa hinsvegar að sæta fram-
leiðslustýringu.
Beinir ríkisstyrkir til búvömfram-
leiðslunnar nema á fjárlögum ársins
1995 alls 4.694 milljónum kr. Stuðn-
ingshlutfallið við sauðfjárrækt mið-
ast við 50% af reiknuðum fram-
leiðslukostnaði við kjötið sem sam-
svarar 44% af reiknuðum heild-
artekjum sauðfjárbúa, þar sem
reiknað er með að kjötið skili 90%
teknanna. Beingreiðslur til kúa-
bænda nema 47,1% af reiknuðu
framleiðsluverði mjólkur. Vegna
sauðfjárframleiðslunnar greiðir rík-
issjóður í ár 1.637 milljónir kr. í
formi beingreiðslna til bænda, 250
milljónir í niðurgreiðslur á ull og
gæmr og 290 milljónir í vaxta- og
geymslukostnað. Beinar greiðslur
til mjólkurframleiðenda nema 2.502
milljónum kr. auk 15 milljóna vegna
Afleysingaþjónustu kúabænda sem
er umsamin fjárhæð og kemur í síð-
asta sinn til greiðslu í ár. Auk þessa
renna 165 milljónir kr. úr ríkissjóði
á árinu í Lífeyrissjóð bænda.
33% niðurskurður
Þegar búvömsamningurinn, sem
nú er í gildi, var gerður á vormánuð-
um 1991 og nær til 1998, vom þá
þegar mörg sauðfjárbú orðin allt of
lítil og gáfu ekki af sér þær tekjur,
sem nauðsynlegar *vom til fram-
færslu. Að sögn Halldórs Blöndal,
landbúnaðarráðherra, tók samning-
urinn ekki nægilega á þeirri erfiðu
stöðu, sem þá var orðin meðal
sauðfjárbænda, heldur var í honum
gert ráð fyrir uppkaupum, sem ekki
hafa gengið eftir sem skyldi, m.a.
vegna þess að bændur hafa ekki séð
fram á atvinnumöguleika annars
staðar auk þess sem þeir eiga marg-
ir hveijir erfitt með að sætta sig
við að jarðir þeirra hverfi úr ábúð.
Síðan hefur allt að 33% flatur niður-
skurður, þar sem hann hefur verið
mestur, dunið á sauðfjárbændum
sem þýtt hefur 30-50% tekjurýmun
á undanfömum fjómm ámm.
Íslenskir sauðfjárbændur hafa
sent frá sér „neyðarkall“ sökum
fjárhagserfiðleika og lýsa eftir nýrri
stefnumótun enda megi þeir vart
við frekari „kollsteypum" þrátt fyrir
að mörgum milljörðum hafi verið
varið af fé skattborgaranna þeim
til handa á umliðnum ámm. Sauð-
fjárbændur telja að sú 900 milljóna
kr. skuldbreyting, sem boðuð hefur
verið í Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins og kemur fleimm til góða en
sauðfjárbændum einum saman,
muni greiða úr fyrir sumum, en
eftir standi talsverður hópur bænda,
sem muni þurfa sérstaka aðstoð,
ýmist til að hætta búskap, leita
nauðasamninga eða annarra mögu-
leika, sem meta verði í hverju tilviki
fyrir sig.
Atvinnuleysi
Ari Teitsson, nýkjörinn formaður
Bændasamtaka íslands, segir sam-
drátt í sauðfjárframleiðslu til kom-
inn vegna minnkandi innanlands-
neyslu og því að með gerð búvöm-
samnings 1991 hafi verið ákveðið
að hætta stuðningi við útflutning.
Hann segir samdrátt í sauðfjárfram-
leiðslu liggja á bilinu 30-40% á und-
anförnum fjórum ámm sem sé allt
önnur stærðargráða en aðrar bú-
greinar hafi þurft að glíma við nema
hvað miklar sveiflur hafi orðið í loð-
dýrarækt af allt öðmm ástæðum.
Ari segir að í því erfiða atvinnu-
ástandi, sem hér hafi ríkt, hafi
bændur ekki haft að annarri atvinnu
að hverfa og því fremur kosið að
búa áfram við minnkandi fram-
Ieiðslu og minnkandi tekjur frekar
en við algjört atvinnuleysi.
Bændur þurfa í reynd að segja
sig frá búskap til þess að njóta
greiðslna úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði þrátt fyrir að hafa greitt
tryggingagjald frá árinu 1991. Aft-
ur á móti em nú uppi hugmyndir
um að heimila öðm hjóna að segja
sig frá búskap til þess að komast á
bætur þar sem að sýnt þykir að
afkoma margra búa dugar ekki
lengur til framfærslu, en skv. heim-
ildum Morgunblaðsins ríkir mikil
andstaða gagnvart þessum hug-
myndum innan veggja fjármála-
ráðuneytis.
Verð til bænda
Afkoma landbúnaðarins hefur
versnað jafnt og þétt frá árinu 1980
og hefur samdrátturinn orðið lang-
mestur í framleiðslu kindakjöts enda
hafði sú framleiðsla aukist mest
áratuginn á undan.
Frá upphafi > búvörusamnings-
tímans hefur orðið 10% skerðing á
framleiðendaverði til sauðijárbænda
auk þess sem þeir hafa tekið á sig
5% aukaverðskerðingu vegna erfiðr-
ar birgðastöðu á sama tíma og salan
hefur dregist saman um 9%. Fram-
leiðendaverð til kúabænda hefur
dregist saman um 5% á meðan sala
á mjólk og mjólkurafurðum hefur
dregist saman um 1%. Nautgripa-
ræktendur hafa orðið fyrir 32%
verðskerðingu á meðan sala í nauta-
kjöti hefur vaxið um 4%. Eggja-
bændur hafa orðið fyrir 2% verð-
skerðingu og 5% sölusamdrætti. En
athygli vekur að á tímabilinu hefur
framleiðendaverð til svínabænda
minnkað um 23% á sama tíma og
svínakjötssalan hefur aukist um
heil 24% og framleiðendaverð til
alifuglabænda hefur hækkað um
12% á sama tima og sala á afurðum
þeirra hefur minnkað um 13%, skv.
tölum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins.
í sérstakri úttekt á fjárhagsstöðu
bænda kemur fram að sauðfjárbú
afla að meðaltali aðeins 46% tekna
sinna með búrekstrí, en 54% tekna
* utan bús. Kúabændur og bændur á
blönduðum búum afla rúmlega 75%
tekna sinna með búrekstri.
Fækkun bænda
Sauðljárbændum hefur fækkað
um 390 á undanförnum fiórum
árum og eru nú 2.771 talsins. Þar
af eru 1.210 hreinir sauðfjárbændur
með yfír 100 ærgildi og samtals
5.100 tonna greiðslumark af þeim
7.400 tonnum, sem til úthlutunar
eru á þessu ári. Heildarfullvirðisrétt-
urinn var 10.200 tonn þegar búvöru-
samningurinn var gerður, en
greiðslumarkið stefnir í að verða
7.200-7.400 tonn á næsta ári.
Svínakjötsframleiðendum hefur
fækkað úr 131 í 100 á sama ára-
fjölda. Kjúklingabændum hefur
fækkað úr 26 í 19 og eggjaframleið-
endum um helming, eða úr 61 í 31,
en frá árinu 1988 hafa eggjabændur
búið við kvótastýringu og framleiða
tuttugu egggjabændur nú um 97%
af þeirri framleiðslu, sem fer á al-
mennan markað.
Mjólkurframleiðendum hefur
fækkað úr 1.565 í 1.403 á undan-
förnum fjórum árum og hefur grein-
in orðið fyrir um 10% tekjusam-
drætti, sem rekja má fyrst og fremst
til verðfalls á nautakjötsmarkaði,
aukinna framleiðnikrafna til mjólk-
urframleiðenda og vanefnda ríkisins
á jarðræktarframlögum. Langmest-
ur hluti nautakjötsframleiðslunnar
er hliðarbúgrein hjá mjólkurfram-
leiðendum og vegur mjólkurfram-
leiðslan um 90% af tekjum búanna
og nautakjötið um 10%. Vegna verð-
falls á nautakjöti hafa bændur, sem
stólað hafa á viðbótartekjur af naut-
gripauppeldi, ekki haft árangur sem
erfiði sl. tvö ár vegna offramboðs,
að sögn Guðmundar Lárussonar,
formanns Landssambands kúa-
bænda. „Bjartari tímar virðast
framundan í kjötframleiðslunni
vegna nýrra möguleika í útflutningi
og hækkandi verðs innanlands, en
kúabændur gripu til þeirra aðgerða
að taka kjöt af markaði til þess að
freista þess að ná verðinu upp að
nýju, sem gengið hefur eftir það sem
af er þessu ári,“ segir Guðmundur,
en hann lítur á opinberan stuðning
við greinina sem niðurgreiðslur á
verði til neytenda frekar en styrk til
bænda.
Ósamkeppnisfært
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður
Svínaræktarfélags íslands, segir
svínabændur standa þokkalega vel
þrátt fyrir að hafa orðið fyrir veru-
legri verðlækkun á markaði. „Að
sama skapi hefur markaðurinn auk-
ist. Við höfum náð að framleiða
meira magn, náð aukinni nýtingu í
framleiðsluþáttum, umbótum í
greininni á ýmsum stigum og fóður-
gjald og verð á fóðurhráefnum hef-
ur lækkað. Allt hefur þetta skilað
sér í hagkvæmari framleiðslu, sem
hefur gert það að verkum að tekjur
búanna hafa haldist. Þá hafa svína-
bændur lagt ríka áherslu á að bjóða
nýtt kjöt í hverri viku svo og vöru-
þróun í samstarfi við úrvinnslu-
greinar. Það hefur aftur skilað sér
í aukinni fjölbreytni á markaði og
þar með meiri sölu og velvilja neyt-
enda, en við höfum sérstaklega
passað vel upp á okkar ímynd.“
Svínabændur búa hvorki við stýr-
ingu í framleiðslu eða verði né við
opinberan stuðning heldur er það
fyrst og fremst markaðslögmálið
framboð og eftirspurn sem ræður
ríkjum. Kristinn Gylfi segir það oft
hafa verið erfitt fyrir þá kjötfram-
leiðendur, sem ekki njóta styrkja
af neinu tagi, að keppa við niður-
greidda kjötframleiðslu, þó þróun
undanfarinna ára sýni mikinn sam-
drátt í sölu á lambakjöti, en aftur
mikla söluaukningu í svínakjöti.
„Hinsvegar er staðreyndin sú að
sauðfjárrækt er í eðli sínu mun dýr-
ari en aðrar búgreinar og geysilega
mikill munur er á framleiðsiukostn-