Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR íslandsmeistarar Stjörnunnar Efri röð frá vinstri: Unnur Jo- hnsen, Bergþóra Sigmundsdóttir formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Kristín Pétursdóttir, Una Steinsen liðstjóri, Hrund Grét- arsdóttir með son sinn Hrannar Heimisson í fanginu, Laufey Sig*_ valdadóttir, Inga Fríða Tryggva- dóttir, Margrét Theódórsdóttir, Erla Rafnsdóttir, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Ásta Sölvadóttir, Þórarinn Sigurðsson liðstjóri, Ingi- björg Valsdóttir sjúkraþjálfari, Sigurveig Sæmundsdóttir formað- ur meistaraflokksráðs kvenna, Magnús Teitsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Olafía Bragadóttir, Sóley Halldórsdóttir, Guðný Gunn- steinsdóttir fyrirliði, Fanney Rún- arsdóttir, Herdís Sigurbergsdóttir með Sigrúnu Maríu Jörundsdóttur í fanginu, Ragnheiður Stephensen með Oddnýju Sigurbergsdóttur, Nína Bjömsdóttir og Egill Þórar- Morgunbiaðið/Bjami insson stendur hjá föður sínum. ÍÞRÓTTIR Stefrrt ad40 - 50toppkytf- ingum um næstu aldamót ÓLÖF María Jónsdóttir, landsliðskona úr Kelll er ein þeirra sem æft hafa stíft í vetur. Hér sést hún reyna sig í stuttum vipp- um í Golfheimi. Unglinga- landsliðsmennirnir Eiríkur Jóhannsson, Jens Sig- urðsson og Ómar Hall- dórsson fylgjast með. byggt upp. Bæði Ólafur og Ragnar em sammála um að sömu lögmál séu á bak við velgengni í flestum íþróttagreinum. „Það er alveg sama hvaða íþrótt það er. Ef menn ætla sér að verða afreksmenn þá þurfa þeir að vera tilbúnir að leggja meira á sig heldur en næsti maður og það gildir það sama um golf sem aðrar íþróttir. Sumir eiga auðveldara með þetta en aðrir, en fyrst og fremst er ein- ungis um vinnu að ræða og það er það sem við viljum koma kylfingun- um í skilning um. Því fyrr sem kylf- ingar skilja það, því fljótar geta þeir vænst árangurs en það gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir Ragnar. Gott þrek er grunnurinn „Við erum með ákveðna forskrift og höfum lagt áherslu á líkams- ræktn og mataræði. Grunnurinn er gott líkamlegt þrek og það verður að vera til staðar eigi árangur að nást. Við reynum að fá landsliðsfólk- ið til að huga betur að þrekinu, við höfum sett það í þolpróf og ætlumst til að þau bæti þol sitt frá síðasta prófí. Ef þeir gera það ekki missa þeir sæti sitt í hópnum,“ segir Ragn- ar en þess má geta að landsliðsfólk- ið hefur gengist undir eitt slíkt próf og annað slíkt er ráðgert í næsta mánuði. Morgunblaðið/Frosti Vandamál með aðstööu Það markmið sem landsliðsnefndin stefnir að til að bæta árangur er bundin því að aðstaða bæði utan- og innanhúss verði fullnægjandi en það telja nefndarmenn ekki vera í dag. Litlar líkur eru á því að Golfheimur, stærsti æfíngastaðurinn verði starf- ræktur næsta vetur, staðurinn hefur verið í leiguhúsnæði í Skeifunni sl. þrjú ár. Vandræðin við reksturinn hafa að miklu leyti stafað að því að ekki hefur tekist að nýta húsnæðið í þá fjóra mánuði sem kylfingar kjósa að leika golf sitt utandyra. Eftir stendur þá Gullgolf sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur rekið en sá staður mun ekki geta staðið einn undir æf- ingum landsliðsins. Á síðasta golf- þingi var sú tillaga samþykkt að skip- uð skyldi nefnd til að skoða kosti og leita eftir heppilegu húsnæði. Draum- ur margra kylfínga er um stóra æf- ingamiðstöð. Ljóst er að Golfsam- bandið mun ekki sjá um rekstur á slíkum stað og spurning hvort að klúbbamir á stór - Reykjavíkursvæð- inu séu tilbúnir til að leggja fé í slíka aðstöðu en sumir þeirra hafa þegar komið upp aðstöðu í sínum heima- byggðum. Hvað gerist í þessum efn- um kemur líklega ekki í ljós fyrr en næsta vetur en þangað til geta kylf- ingar á höfuðborgarsvæðinu aðeins vonað það besta. Á SÍÐASTA golfþingi sem haldið var á Akureyri í febrúar sl. voru samþykkt drög að stefnumótun golflandsliðanna þar sem meðal annars er stefnt að því að á aldamótaárinu verði um 40 - 50 kylfingar með tvo í forgjöf eða lægri. Óhætt er að segja að Golfsambandið sigli á ný mið með landslið sín. Betri árangur á að nást með því að nýta vetrartímann betur bæði til hefðbund- inna tækniæfinga en jafnframt með nýstárlegri leiðum eins og hugrænni þjálfun, líkamsrækt og ýmis komar fræðslu sem kom- ið getur kylfingum til góða. Frosti Eiðsson skrifar Ekki verður sagt að íslenskir landsliðskylfingar hafí verið fastagestir á þeim stöðum þar sem hægt er að æfa golf yfír vetrartímann. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum á meðal íslenskra afrekskylfínga kom í ljós að þeir æfðu aðeins 48 - 96 klst. yfir vetrartímann en að meðaltali 100 - 120 klst á mánuði yfir sumartímann. Allt annað hefur verið uppi á ten- ingnum í vetur. Landsliðsæfingar hófust í október og í vetur hafa p landsliðin æft í æfíngastöðunum Golfheimi og Gullsporti. Kylfíngarn- ir hafa æft að meðaltali 3-4 sinnum í viku auk þess sem að á einni helgi mánaðarlega er gengist fyrir æf- ingabúðum. Hópurinn sækir þá fyr- irlestra og hefur efni þeirra verið margvíslegt. Hugrækt og líkamsrækt Helmingur hópsins hefur verið í hugrækt og sjálfsstyrkingu undir stjórn geðlæknis en það er í fyrsta A sinn sem slíkt er reynt á íslenskum íþróttahópi. í sumar á síðan að skoða hvemig þeim hópi reiðir af saman- borið við hinn hópinn sem ekki sæk- ir þá tíma. Mikil áhersla hefur verið lögð á líkamsþjálfun og að landsliðs- menn bæti þrek sitt. Samtök at- vinnugolfkennara hér á landi hafa samið námsefni og skipulagt æfíng- ar og farið yfír leikskipulag. Sam- vinna samtakanna og GSÍ gerir það að verkum að kylfingamir fá nú með reglulegu millibili ráðleggingar um það hvernig hægt sé að bæta golfsveifluna. Um þijátíu manns em í landsliðs- hópunum og markmiðið með þessu átaki er að bæta árangur kylfínga. Landsliðsnefndin hefur sett sér markmið til að stefna að næstu fímm árin, um lægri forgjöf bestu kylfing- anna og betri árangur á mótum er- lendis en uppskera íslenskra kylf- inga hefur oft verið rýrari en efni hafa staðið til að mati nefndar- manna. Landsliðið fer til Portúgal TÍU íslenskir landsliðsmenn halda í tíu daga ferð til Portúgal þann 17. þessa mánaðar en ferðin er fyrst og fremst hugsuð sem æfínga- ferð fyrir sumarið. Ragnar Ólafsson, Iiðsstjóri karla- og kvenna- landsliðanna, valdi nýlega hópinn en við val hans var tekið mið af æfíngasókn í vetur. Karlaliðið er skipað þeim Björgvini Sigurbergs- syni, Keili, Sigurpáli Sveinssyni og Erni Arnarsyni, Golfklúbbi Akur- eyrar, Birgi Leifí Hafþórssyni og Helga Dan Steinssyni úr Leyni frá Akranesi og Hannesi Eyvindssyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Fjórar stúlkur hafa verið valdar en það eru þær Herborg Amarsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi ReyRjavikur og Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir úr Keili. Tvær stúlkur úr unglinga- landsliðinu verða einnig með í för en það eru þær Ásthildur Jóhanns- dóttir úr GR og Rut Þorsteinsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja. Sænska hlaðborðið Landsliðsátakið er byggt að hluta á því sem Svíar hafa verið að gera í gegn um árin en uppgangur hefur verið mikill hjá sænskum spilurum á síðustu árum. Þeir hafa unnið stærstu liðamót áhuga- og atvinnu- manna og rúmlega tuttugu Svíar eru á evrópsku atvinnumótaröðinni. Rúmur áratugur er síðan að Svíar fóru að vinna með sérfræðingum í sálarfræði, líkamsrækt og næring- arfræði auk þess sem þeir hafa unn- ið með golfkennurum varðandi tæknileg atriði golfsins og leikskipu- lag. Svíar kalla þetta kerfí „smorg- asboard,“ sem útleggst gæti sem hlaðborð. Samlíkingin er sú að boðið er upp á mörg atriði og kylfingar velja það úr sem þeir telja að henti sér. Arnar Már Ólafsson golfkennari frá sænska PGA skólanum er einn fjögurra meðlima í samtökum at- vinnugolfkennara hér á landi og hann á jafnframt sæti í landsliðs- nefnd. „Golftímabilið í Svíþjóð er stutt eins og hér og því erfíðara fyrir þá að verða betri í að slá bolt- ann áfram. Meginhugmyndin að þessu kerfí í Svíþjóð var að gera betur en aðrir á sviðum sem tengj- ast golfinu. Svíar hafa verið óhrædd- ir að gera rannsóknir og unnið braut- ryðjendastarf. Aðrar norðurlanda- þjóðir hafa farið að dæmi Svíanna og nú væri kannski réttara að tala um skandinavísku leiðina að betra golfí þr sem náið samstarf er á milli Norðurlandaþjóðanna," segir Amar Már. Hugræn þjálfun og þrekpróf GSI leitaði til Ólafs Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns í handknatt- leik til að taka að sér formennsku í landsliðsnefndinni og tengslin við handknattleik sjást víðar. Ragnar Ólafsson liðsstjóri landsliðanna lék til að mynda lengi með HK og litið hefur verið nokkuð til hvernig landsl- iðsstarfíð í handknattleik hefur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.