Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Enginn spyr mig nokkru sinni Nú, hvað finnst þér um eitthvað? Hver veit? hvað mér finnst um eitthvað... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þjóðleg, fróðleg og vel skrifuð Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: EIN af fjölmörgum bókum sem gefn- ar voru út í lok sl. árs, er „Sendi- herra á Sagnabekk" eftir dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra. Dr. Hann- es Jónsson hefur skrifað fjölda bóka, flestar um félagsfræðileg efni, stjórnmál, utanríkis- og viðskipta- mál, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur á löngum ferli embættisstarfa heima og erlendis setið í ótal nefnd- um og ráðum um milliríkjamál og samningamál af ýmsu tagi, var sendiherra um langt árabil, m.a. í Sovétríkjunum á tímum kalda stríðs- ins. Hann var blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar 1970-1974, á storma- sömum vettvangi milliríkjasamn- inga, m.a. í sambandi við útfærslu fískveiðilögsögunnar. Dr. Hannes var sendiráðsritari í Bonn í Þýskalandi frá 1955-1957, og fýlgdist því vel með hinni evr- ópsku samruna- og efnahags- þróun, sem þá var á frumstigi. Þá var sjálf- ur Rómarsáttmálinn í mótun og var undirritaður 1957. Nokkur hópur manna hér á íslandi lítur þennan sáttmála Evrópulanda líkt og mú- slimar líta Kóraninn, hann er nánast heilagur í þeirra augum. Vegna þeirrar þrálátu umræðu, sem enn hefur skotið upp_ kolli hér í okkar góða landi, um að íslending- ar gangi í Evrópusambandið ESB, afkomanda Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, væri ekki úr vegi að landsmenn kynntu sér hvað dr. Hannes Jónsson hefur að segja um kynni sín af þróun mála í Evrópu á mótunartíma bandalagsins. Miðstýrt fjölþjóðaríki Evrópusambandið hefur þanist út á undanförnum árum og stefnir að miðstýrðu íjölþjóðaríki, með sameig- inlega her- og utanríkisstefnu, sam- eiginlegan gjaldmiðil og nýtingu auðlinda aðildarríkjanna, svo aðeins örfátt sé nefnt af fjölmörgu því, sem aðildarríkin verða að framselja af fullveldi sínu og sjálfstæði. Dr. Hannes Jónsson er með allra fróðustu íslendingum um þessi mál, var á vettvangi atburðanna um ára- bil og hefur fylgst vel með framvind- unni til þessa dags. Árið 1990 skrif- aði hann mjög fróðlega bók, sem hann nefndi „Evrópumarkaðshyggj- an: Hagsmunir og valkostir Is- lands“. „Sendiherra á Sagnabekk" segir okkur skilmerkilega sögu ís- lenskrar utanríkisþjónustu, allar götur frá því er skáldið Grímur Thomsen starfaði í utanríkisþjónustu Dana sem kansellisti, á öldinni sem leið, og fram á okkar daga. Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er mjög fróðleg lesning í bók dr. Hannesar, ætti raunar að vera lands- mönnum vel kunn, en ekki er ég viss um að henni séu gerð nægilega góð skil í skólum landsins. Þáttur Sveins Bjömseonar, sem sendiherra, skipaður af Danakon- ungi og íslenska forsætisráðherran- um sem sendiherra með umboði, frá 1920-1940, að tveim árum undan- skildum, þar til Danmörk var her- numin, sýnir okkur hversu mikilhæf- an mann þjóðin átti á þessu sviði, en hann varð eftir heimkomuna ráðunautur ríkisstjórnarinnar um utanríkismál, síðar ríkisstjóri og fyrsti forseti lýðveldisins árið 1944, eins og alkunna er. í sambandslögunum 1918 var gert ráð fyrir að Islendingar öðluðust starfsreynslu í danska utanríkisráðu- neytinu, en Danir fóru með utanríkis- mál íslands skv. samningnum. Dr. Hannes greinir frá reynslu og þekk- ingu þeirra manna, sem fyrstir störf- uðu á þeim vettvangi og urðu nokk- urskonar lærifeður þeirra ungu manna, sem komu fyrst til starfa í utanríkisþjónustu íslands eftir 1944. Lárus Jóhannesson lögfræðingur, hæstaréttardómari og alþingismaður, var fyrstur Islendinga til þess að öðlast starfsþjálfun hjá Dönum eftir 1918. Hann kom heim 1921 til þess að annast afgreiðslu utanríkismála hér, sem sérstakur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Dr. Hannes Jónsson greinir einnig frá 5 öðrum löglærðum mönnum, sem síðar fengu starfsþjálfun hjá utanríkisþjónustu Dana og urðu brautryðjendur í íslenskri utanríkis- þjónustu, með víðtæka þekkingu og starfsreynslu. Þessir 5 menn eru flestum íslendingum nafnkunnir af löngum og farsælum embættisstörf- um, en þeir eru: Stefán Þorvarðar- son, Pétur Benediktsson, Agnar Klemens Jónsson, Gunnlaugur Pét- ursson og Hinrik Sv. Bjömsson. Leikmanni sýnist ekki fara milli mála, að starfsþjálfun, undir hand- leiðslu reyndra og þjálfaðra manna á þessu flókna sviði milliríkjasam- skipta o.fl. þátta, hljóti að vera nauð- synleg og sjálfsögð. Leiðir það hug- ann að ýmsu, sem hefur verið að gerast á þessum vettvangi á undan- förnum árum. Fróðleg og áhugaverð bók Fjölmargt fróðlegt og áhugavert er að finna í bók dr. Hannesar sem ekki er hægt að gera skil í stuttri blaðagrein. Ekki verður þessum lín- um þó lokið nema minnst sé hugleið- inga hans um Evrópubandalagið, (nú ESB). kynni af mótun þess og inn- viðum. Kaflarnir „Hugsunin að baki EB“ og „Hugmyndafræðilegt ætt- erni EBE“, eiga erindi til allra ís- lendinga í dag. Þar segir m.a. „Hitt er þó víst að stjórnskipulag EB á ekkert skylt við lýðræðisskipulag. Þar ríkir stofnanavald skrifræðis- ins.“ Án efa kjósa langflestir íslend- ingar að vera lausir við þetta „stofn- anavald skrifræðisins" í Brussel. Saga liðinna alda ætti að hafa kennt okkur íslendingum, að undir oki er- lends valds famast þjóðinni ilia. Ábyrg afstaða leiðtoga stærstu stjórnmálaflokkanna, um að ekki verði anað í fljótræði inn í ESB, hef- ur náð að róa landsmenn, sem marg- ir voru famir að óttast að hinn taum- lausi áróður á vegum tiltekins hóps manna, næði að villa fyrir þjóðinni. Vissulega á ísland aðra valkosti held- ur en óttann og undirgefnina undir erlent vald, sem binda mundi endi á 50 ára sjálfstæði þjóðarinnar. Von er að vel takist til, að þjóðleg viðhorf verði ríkjandi í utanríkisráðuneyti íslands á komandi ánim og að íslend- ingar megi ganga bjartsýnir og sam- taka um að varðveita fullveldið, til móts við nýja öld, í góðri sátt við allar þjóðir, nær og fjær. JÓHANNES R. SNORRASON, Helgalandi 6, Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.