Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ATRIÐI úr Einni stórri fjölskyldu.
Jói og fimm fræknar
KYIKMYNPIR
Iláskólabíó
EIN STÓR FJÖLSKYLDA
★ */t
Leikstjórí Jóhann SigTnarsson. Hand-
rit Jóhann Sigmarsson. Kvikmynda-
taka Guðmundur Bjartmarsson. Tón-
list Skárren ekkert. Leikmynd Bene-
dikt Elfar, Omar Stefánsson. Búning-
ar Hildur Jóhannsdóttir. Aðalleik-
endur Jón Sæmundur Auðarson,
Asdís Sif Gunnarsdóttir, Sigrún
Hólmgeirsdóttir, Kristján Arngríms-
son, Tinna Gunnlaugsdóttir, Eiríkur
Thorarensen, Steinunn Ólina Þor-
steinsdóttir, Nína Björk Gunnars-
dóttir, Sara Dögg Meulenbreck, Mar-
ía Hjálmtýsdóttir. Framleiðandi Jó-
hann Sigmarsson/Kvikmyndafélag
íslands 1995.
TENGDAFORELDRARNIR og
kærastan eru komin vel á veg með
að gera Jóa ræfilinn (Jón Sæmund-
ur Auðarson) vitlausan með frekju,
kjafti og yfirgangi, svo það er ekki
um nema eitt að ræða — að pilla
sig. Hann tekur kreditkort karlsins
í ieiðinni, svona uppí vangoldin
laun. Lifir hátt um sinn á vertshús-
um og slær um sig meðal kvenna.
Mikill er kynngikraftur gullkorts-
ins. En allar góðar stundir taka
enda, gamla kærastan fínnur Jóa
sinn á ný og þau sættast, enda
stelpan ólétt. Tepgdó gleymir kort-
asvindlinu.
Eymingja Jói hefði átt að byrja
á að fara í smokkinn á morgnana
því eftirhreytur kortagleðinnar eru
m.a. fjórar stúlkur óléttar, plús
kærastan, svo okkar maður rennir
upp klaufinni og ræður sig til sjós
til að standa straum af stórfjöl-
skyldunni.
Með vissu millibili hafa fjárhags-
legar hremmingar þessarar kvik-
myndaframleiðslu lent í fréttum og
svo er að sjá sem Ein stór fjöl-
skylda hafi ekki sloppið áfallaiaust
úr þeim darraðardansi. Myndin ein-
kennist af göslaragangi, það er
greinilegt að hlutunum hefur verið
rumpað af í of miklum flýti. Þetta
kemur t.d. fram í gamalkunnum
vanda sem lengi hrjáði íslenska
kvikmyndagerð, hljóðupptökunni,
sem er það slæm á stöku stað í
samtalsatriðum að vart greinast
orðaskil. Hins vega.r tekst betur til
með tónrásina og kvikmyndatón-
skáldin sem nefnast því hæverska
nafni Skárren ekkert, standa vel
undir nafni! Leikurinn er ansi við-
vaningslegur, enda óreyndir krakk-
ar í aðalhlutverkum sem aukinheld-
ur hafa ekki fengið mikla tilsögn.
Handritið sjálft veldur einnig
nokkrum vonbrigðum þó beina-
grindin sé skondin. Jóhann var
skemmtilega meinfyndinn i Vegg-
fóðri, hér á hann vissulega hressi-
lega kafla en þess á milli gerist
ósköp lítið á tjaldinu.
Ein stór fjölskylda er hrá og
hraðsoðin í öllu útliti og innihaldi,
því koma þessir gallar ekki eins
að sök. Það má telja víst að Jóhann
Sigmarsson eigi eftir að gera miklu
betri hluti, hann hefur húmorinn í
lagi og myndin á örugglega eftir
að finna vænan áhorfendahóp með-
al unglinganna.
Sæbjörn Valdimarsson
UPPBOÐ
MÁLVE RKAU PPBOÐ
Á HÓTEL SÖGU
/ KVÖLD KL 20.30
VERKIN SÝND FRÁ KL. 12.00 TIL 18.00
í GALLERÍ BORG VIÐ AUSTURVÖLL.
ANTIK-UPPBOÐ
AÐ FAXAFENI 5,
LAUGARDAGINN 8. APRÍL KL. 14.00.
TVEIR GÁMAR Á LEIÐINNI,
FULUR AF GLÆSILEGUM HÚSGÖGNUM OG LISTMUNUM.
v/Austurvöll, sími 24211.
Litaspil landsins
MYNPLIST
Listasafn Kópavogs
— Geröarsafn
MÁLVERK
ELÍAS B. HALLDÓRSSON
Opið alla daga (nema mánud.) kl.
12-18 til 20. apríl. Aðgangur kr. 200.
Sýningarskrá kr. 100.
SÁ SEM helgar sig myndlistinni
er alltaf að. Hvert andartak vöku
er notað til að vinna við
miðilinn, eða til kanna
umhverfi, náttúru, lífið og
tilveruna í víðara sam-
hengi í leit að innblæstri
þeirra verka, sem koma
síðar. Þannig á sér stað
sífelld þróun, stöðug end-
urnýjun sem listunnendur
fá síðan notið þegar af-
raksturinn er sýndur op-
inberlega. Þar fer loks
fram það uppgjör, sem
hveijum listamánni er
nauðsynlegt að takast á
við öðru hveiju; hefur mið-
að fram á veg, og hvert
skal halda héðan.
Elías B. Halldórsson
vinnur með þessum hætti,
og nú er komið að þvi 'að líta yfir
afrakstur undanfarinna ára. Hér er
á ferðinni umfangsmikil sýning, sem
alls telur rúmlega hundrað verk,
stór og smá, í öllum sölum safns-
ins. Það eru tæp þijú ár frá því
hann hélt síðustu einkasýningu sína
í Hafnarborg í Hafnarfirði, en ekki
hefur listamaðurinn slegið slöku við
síðan, sé fjöldí verka hér einhver
mælistika á vinnusemina.
Sem fyrr er Elías í myndum sínum
fyrst og fremst að vinna úr tengslum
við liti landsins og náttúrunnar, en
þangað leitar hann helst fanga, þó
hann túlki þau hughrif sem þaðan
koma einkum í óhlutbundnu litaflæði
abstraktmálverksins. Það eru fínlegir
tónar hafsins, vætunnar og hinnar
bláu fjarlægðar sem eru mest áber-
andi hér, sem og birta gula litarins,
sem er boðberi vors og grósku í
hugum flestra Islendinga.
Þessir þættir eru uppistaða
flestra stærri verkanna á sýning-
unni, og má m.a. benda á verkin
„Fjallatjarnabakkar" (nr. 3) og
„Grasgarðadögg" (nr. 11) sem
dæmi um líflega myndbyggingu; í
„Tíbrá“ (nr. 16) brennur vorið síðan
heitum ioga.
Á sýningunni er einnig mikið af
litlum verkum, þar sem viðfangsefn-
ið er bundið náttúrunni og minning-
um í senn. í þessum myndum er
hin lárétta áhersla og þröngt mynd-
svjðið mest áberandi, en í þeim er
oft að finna fáein hús eða lítið þörp
út við ysta fjörð. Það er mikil hlýja
í þessum verkum, og stafar hún
bæði af litunum sem hér eru notað-
ir, en ekki síður af þeirri tilfinn-
ingu, sem myndefnið byggir á; hér
er komin hin lífseiga og þjóðlega
minning um fámennu og afskekktu
byggðina, sem nærði íslenska þjóð-
menningu til þess afls, sem hún býr
nú að. Mörg þessara verka eru sterk
í smæð sinni, og má nefna „Eld-
flallaland“ (nr. 29), „Strönduð
þögn“ (nr. 57) og „Blásvali" (nr.
91) sem vitnisburði þess að það er
ekki endilega stærðin sem ræður.
Elías leiðir einnig fram í einum
sal tvö verk frá miðjum síðasta ára-
tug. Þar gefst gott tækifæri til að
gera samanburð við það sem hann
er að fást við nú; hér er um að
ræða allt aðrar stærðir, liti, áferð
og viðfangsefni. Það er gaman að
fá slíkan kost annað veifið, því
hvergi kemur þróun í verkum við-
komandi listamanns betur í ljós en
í samanburði eins og þeim sem
„Sólbræddir vængir" (nr. 47) bjóða
upp á.
Loks má nefna, að til viðbótar
málverkunum hefur Elías sett upp
nokkra smáskúlptúra, sér og öðrum
til skemmtunar. Þessi verk eru úr
ýmsu dóti úr fjörunni, eiginlegir
„Fjörulallar" sem jafnframt bera
ýmis tilfyndin nöfn, eins og vænta
má frá listamanninum, enda gjarna
einnig grunnt á kímnina í nafngift-
ura hans á málverkunum.
I heildina séð gefur þessi sýning
listunnendum ágætt tækifæri til að
skoða hvað Elías er að fást við þessi
árin, um leið og þeir geta borið það
saman við tvö stór verk frá fyrri
áratug, eins og áður er nefnt. Hins
vegar hefði að skaðlausu mátt grisja
sýninguna nokkuð, því þessi mikli
fjöldi verka kann að hafa deyfandi
áhrif á skoðandann. Færri myndir,
valdar af kostgæfni, myndu njóta
sín betur og með sjálfstæðari hætti
í sölunum, þar sem betra tækifæri
gæfist til að skoða myndbyggingu
og litaspil landsins í hveijum fleti
fyrir sig.
Eiríkur Þorláksson
Fyrsta norræna
FYRSTA norræna leiklistarstefnan
hefst í Gautaborg í Svíþjóð 15. maí.
Dagskráratriði verða 99 og þátttak-
endur frá ýmsum Iöndum. Meðal at-
riða er ráðstefna um evrópskt leikhús
samtímans. Ráðstefnan fer fram á
ensku. Stjórnandi hennar verður Se-
leiklistarstefnan
bastian O’KelIy, menningarritstjóri
tímaritsins The Europeans.
Leik- og danshópar kynna það sem
þeir hafa fram að færa og sýningar
verða á ijósahönnun, hljómsetningu,
hárkollum og búningum og fjölmörgu
öðru úr heimi leikhússins.
Mínar bestu þakkir sendi ég öllum þeim fjöl-
mörgu sem glöddu mig d dttrœðisafmœli mínu
þann 13. febrúar sl. meÖ símhringingum, skeyt-
um, höfðinglegum gjöfum og sem heimsóttu
mig og áttu meÖ mér ógleymanlegt kvöld í
Gunnarshólma þann 11. febrúar sl.
Sérstakar þakkir til barna minna og fjöl-
skyldna þeirra fyrir þeirra ómetanlega framlag
og til frœnda míns Guömundar Hauks fyrir
að stjórna dahsi og gleði fram eftir nóttu.
GuÖ blessi ykkur öl/.
Gróa Helga Kristjánsdóttir,
Hólmi.