Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ATHYGLISVERT er að fylgjast með því hvað umræður um fiskveiðistefnuna eru að verða áberandi í kosningabaráttunni og jafnframt hvað hver frambjóðand- inn á fætur öðrum er tilbúinn tii að taka undir kröfur um breytingar á henni. Á fundi frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi í Kópavogi sl. fimmtudagskvöld, sagði Árni Ragnar Árnason, alþing- ismaður, að til greina kæmi að taka upp auðlindaskatt, þegar veiði- heimildir verði auknar á ný. Sama kvöld efndi Landssamband smá- bátaeigenda til fundar í Hafnar- firði. Þar sagði Kristján Pálsson, einn af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins i kjördæminu, að sú þróun að kvóti gangi í erfðir væri andstæð sínu hjartalagi og á skjön við vilja Sjálfstæðisflokksins. Ágúst Einarsson, frambjóðandi Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi, sagði á fundinum í Hafnarfirði, að hann vildi koma á veiðileyfagjaldi þannig að þjóðin fengi arð af eign sinni auk þess, sem koma þyrfti í veg fyrir, að kvótinn safnaðist á hendur fárra aðila. Svavar Gests- son, alþingismaður Alþýðubanda- lags, sagði kvótakerfið hættulegt, þar sem það hefði misskiptingu í för með sér. Kristín Halldórsdóttir, frambjóðandi Kvennalista, sagði að fiskveiðistjórnunarkerfið gæti ekki gengið upp nema sátt væri um það Árvakur hf., Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Tohannessen, Styrmir Gunnarsson. í þjóðfélaginu og ekki væri hægt að segja, að kvótakerfið uppfyllti þau skilyrði. Þannig talar nú hver frambjóðandinn á fætur öðrum úr öllum flokkum og er það vel. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fiskveiðistefnuna að umtals- efni á fundi á Húsavík fyrir rúmri viku. Þar sagði hann m.a.: „Ef við horfum á kvótann eins og afnota- rétt, þá virkar hann líkt og lóð, sem bæjarfélag á og lætur í té. Lóðin undir húsinu mínu á Lynghaga í Reykjavík er eign Reykjavíkurborg- ar en ég get hins vegar selt húsið með lóðarréttindum og veðsett það, en það er enginn vafí á því engu að síður að Reykjavíkurborg á lóð- ina og ég borga leigu árlega til borgarinnar fyrir lóðina, sem hún á en ekki ég. Og það er alveg ljóst, að eftir 50 ár getur Reykjavíkur- borg tekið þessa lóð af mér en yrði væntanlega að greiða mér einhveij- ar bætur vegna þeirrar röskunar, sem yrði á mínum högum. Eignar- rétturinn á fískinum í sjónum er alveg klár hjá ríkisvaldinu." Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti svipuð- um viðhorfum á fundi framsóknar- manna sl. fimmtudagskvöld að því leyti til, að hann gerði greinarmun á eignarrétti og afnotarétti og sagði: „Eignarréttur og afnotarétt- ur eru ólík fyrirbæri. Því er alveg ljóst í mínum huga að handhafar kvótans í dag eru ekki eigendur hans en þeir hafa afnot af auðlindinni." Hér er lykilatriðið það, sem Dav- íð Oddsson sagði á fundinum á Húsavík: „. . . ég borga leigu árlega til borgarinnar fyrir lóðina . . .“ Ef tekið er mið af þessari röksemda- færslu er þá væntanlega eðlilegt að þeir, sejn eru handhafar afnota- réttarins af kvótanum greiði árlega leigu fyrir hann með sama hætti og handhafar lóðar greiða árlega leigu fyrir afnotaréttinn af henni. Ef menn á annað borð vilja líkja kvótanum við lóð undir húsi og benda á að árlega sé greidd leiga af lóðinni til eiganda hennar hljóta þeir einnig að fallast á það að leiga sé greidd fyrir kvótann til eiganda hans með sama hætti og leigan er greidd til eiganda lóðarinnar. Af ofangreindum tilvitnunum má sjá, að í fyrsta sinn í margra ára umræðum um kvótakerfið og greiðslu eða ekki greiðslu fyrir hann eða afnot af honum koma fram sjónarmið í kosningabarátt- unni, sem benda til þess, að tals- menn nánast allra stjórnmálaflokka séu smátt og smátt að hneigjast til þess að með einum eða öðrum hætti verði greitt fyrir afnot af auðlind- inni eins og öðrum gæðum, svo að ekki sé talað um takmörkuð gæði. Ef nefna á eitthvert eitt mál, sem hefur^verið til umræðu á fundum frambjóðenda um land allt umfram önnur, er það sennilega kvótakerfið og ýmsir þættir fiskveiðistefnunn- ar. Þessar umræður eru vísbending um, að kvótakerfið verði mjög til umræðu á hæsta kjörtímabili. Það er alveg ljóst, að í sumum kjördæm- um telja frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins, að það hafi hjálpað þeim mjög á fundum, að geta bent á tillögur frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum, sem vís- bendingu um, að umræður séu hafnar innan Sjálfstæðisflokksins um þetta mikilsverða mál. Það verð- ur erfitt fyrir frambjóðendur bæði Sjálfstæðisflokks og annarra flokka að koma til kjósenda að fjórum árum liðnum og játa að þeir hafi ekkert gert. Röksemdafærsla Davíðs Odds- sonar er einnig vísbending um, að gjaldtaka í einhverju formi sé ekki jafn fráleit frá sjónarhóli forystu- manna Sjálfstæðisflokksins og ver- ið hefur. KOSNINGABAR- ÁTTAN OG FISK- VEIÐISTEFN AN 1 QA MÉR ER JL ÖU*til efs að nokkur maður hafi kunnað að lesa eins vel úr texta Joyce og Campbell sem hefur táknmyndir og skír- skotanir á reiðum höndum en í fyrir- lestrum sínum leggur hann alltaf áherzlu á mikilvægustu þætti þeirra skáldverka sem hann brýtur til mergjar, hugmyndir þeirra og skáldskap, þ.e. hann leggur áherzlu á bókmenntirnar en týnist ekki í löngu dauðu táknmáli sem er þó yndi hans og áhugaefni einsog sjá má af ævisögu hans, A Fire in the Mind, eftir Stephen og Robin Lars- en sem hingað komu og fróðlegt var að hitta. Campbell var enginn sérfræðing- ur í fomum sögum íslenzkum en kunni á þeim einhver skil og hafði á þeim áhuga. Hann kom til Isiands á sínum tíma og það leyndi sér ekki að hugmyndir Einars Pálsson- ar voru honum íhugunar- og áhuga- efni. í fyrirlestrum sínum minnir Campbell okkur á þau orð Joyce að skáldsagnahöfundur er í persón- um sínum einsog guð í hverri mann- eskju. Og Joyce hafði tákn og skír- skotanir á reiðum höndum. En við getum notið verk^ hans, að sjálf- sögðu, án þess kunna skil á þeim öllum, enda taldi Campbell enga ástæðu til að týnast í táknlegum útlistunum þegar hann fór einskon- ar Odysseifsferð um verk Joyce á sínum tíma. ÞAÐ ER EKKI sama •hvernig Ijóðum er komið á framfæri. Einatt missa þau flugið í þýðingum og má því viðvíkjandi nefna nýja útgáfu af ljóðum rúss- nesku skáldkonunnar Marinu Tsvetajevu. Þau hafa verið gefin út í Bret- landi og gagnrýnandi helzta bókmennta- tímarits þar í landi, Literary Review, full- yrðir að þýðingarnar beri þess ekki vitni að rússneska skáldkonan sé meiriháttar ljóð- skáld, þvert á móti. Hann segir aftur á móti að gamlar þýðingar eftir David McDuff, sem Íslending- ar ættu .að þekkja að góðu einu, séu betri vitnisburður um skáldskap hennar. En því má þá bæta við til íhugunar að Gorkí sagði á sínum tíma að skáldkonan notaði ekki málið, en málið notaði hana. Þetta má sjálfsagt segja um fjölmörg skáld, bæði hefðbundin og þau sem yrkja í óbundnu formi, þvíað flæði ljóðlistarinnar ber þess oft vitni að skáldið sé einskonar farvegur fyrir ótamdar hugsanir og tilfinningar sem það hvorki getur né hefur áhuga á að beizla. í hinum stóru skáldsögum Joyce mætti ætla að þessu væri þannig háttað þvíað hugflæðið þar er einsog þegar Rín leysir af sér öll bönd og leggur undir sig næsta nágrenni. En samt er það ekki svo, þvert á móti. Joyce agar skáldskap sinn undir alltað því vísindalega notkun tungunnar, ein- sog sjá má þegar grannt er skoðað. Samt eru verk hans einatt á mörk- um prósa og ljóðlistar og margt óskiljanlegt við fyrstu sýn í lýsing- um á innra eintali og hálfmeðvit- aðri draumvitund, eða margslungn- um sögulegum og goðsögulegum veruleika. En Joyce er þá einnig mikið ljóðskáld og eftirminnilegt að kynnast þeirri hlið á honum. Mikiir skáldsagnahöfundar einsog Halldór Laxness, Hamsun og Hem- ingway svoað dæmi séu tekin, eiga einnig þennan ljóðræna streng í rík- um mæli og hann er reyndar ein- kenni á verkum þeirra. Ég hef hlustað á bókmenntafyrir- lestra Joseph Campbells, þessa mesta miðaldatáknfræðings okkar tíma, af spólum og það er hægt að njóta þeirra einsog maður væri á staðnum. Hann fjallar um bók- menntir sem bókmenntir en ekki eitthvað annað. Hann veit að bók- menntir eru öðrum þræði tákn- fræðileg rit, og að sjálfsögðu á all- ur góður skáldskapur djúpar rætur í fornri arfleifð sem rekja má þús- undir ára aftur í tímann ef menn vilja, en hann þvingar skáldskapinn aldrei undir nein kerfi en fjallar um hann einsog hann birtist okkur í allri sinni dýrð. Þannig talar hann um Dante, þannig talar hann um Thomas Mann. Og þá ekki sízt Joyce. 1 OO UNGUR BLAÐAMAÐ- lOfaiiur kynnti ég velska skáldið Dylan Thomas fyrir Iöndum mínum með grein í Morgunblaðinu, ég man reyndar ekki hvenær hún birtist og fyrir daga gagnabank- anna eru dagblöð einsog þýfður kirkjugarður þarsem allt er gengið í jörðina. Ég minnist þess nú þegar Joyce leitar á hugann og staðnæm- ist þá ekkisízt við kvæðið Fem Hill þarsem Thomas segir m.a. í ann- arri braglínu: „happy as the grass was green“. Það er sótt í Ulysses þarsem Joyce segir í einum falleg- asta og eftirminnilegasta kafla bók- arinnar „happy as the day was long“ (339-340). Vísa að öðru leyti í nýja Joyce-þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall HINN 30. JÚNÍ ÁRIÐ 1991, tveimur mán- uðum eftir að núver- andi ríkisstjóm var mynduð, birtust hér í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hug- leiðingar um stöðu og möguleika hinnar nýju ríkisstjórnar til þess að láta nokkuð að sér kveða. Þar sagði m.a.: „Á síðustu þrjátíu árum hafa setið hér tvær ríkisstjórnir, sem skildu eftir sig einhver þau verk, sem máli skiptu fyrir þjóðina, þegar litið er yfir farinn veg í víðu samhengi. Önnur var Viðreisnar- stjórnin, ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem sat hér á árabilinu 1959 til 1971 undir forsæti Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafstein og markaði djúp spor í þjóðlífið. Hin var ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem sat undir forsæti Geirs Hall- grímssonar á ámnum 1974 til 1978 og tryggði fullnaðarsigur í landhelgisbarátt- unni með útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur.“ Og ennfremur: „Þær ríkisstjómir, sem setið hafa frá hausti 1978 hafa verið af- greiðslustjórnir, sem hafa rekið þjóðarbúið frá degi til dags án þess að marka nokkur spor í þjóðarsöguna. Að sumu leyti hefur það verið vegna þess, að þær hafa hvorki haft miklar hugsjónir til að berjast fyrir eða metnað til þess að framfylgja slíkum hugsjónum. Að öðru leyti hafa ytri aðstæð- ur ekki knúið á um úrslit í hinum veiga- mestu málum.“ Og loks: „Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, sem nú situr, hefur möguleika á að verða annað og meira en venjuleg afgreiðslu- stjórn. Tvennt veldur: annars vegar er að draga til úrslita í nokkrum gmndvallarmál- um þjóðarinnar, sem kalla á ákvarðanir, sem geta skipt sköpum fyrir*framtíðina. Hér er um að ræða EFTA-EB viðræður, fiskveiðistefnuna, atvinnumál almennt, þ. á. m. einkavæðingu, viðnám gegn einok- un og hringamyndun og eflingu fijálsrar samkeppni, ríkisfjármál og endursköpun velferðarkerfisins. Hins vegar er ljóst, að innan ríkisstjórnarinnar er vilji og metnað- ur til þess að svara kalli tímans og taka þær ákvarðanir, sem máli skipta. Það ger- ist hins vegar ekki átakalaust." Síðan þetta var sagt eru liðin tæp fjög- ur ár og kosningar til Alþingis fara fram að viku liðinni. Hvemig hefur til tekizt hjá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á þessum fjórum árum, ef ofangreindur mælikvarði er lagður til gmndvallar? í stórum dráttum er óhætt að fullyrða, að ríkisstjómin hafi staðið undir þeim vonum, sem stuðnings- menn hennar bám í brjósti í upphafi kjör- tímabils, þótt efasemda hafi gætt um skeið um það, að þessi ríkisstjórn yrði annað og meira en afgreiðslustjórn. Tvennt stendur upp úr: Annars vegar vora viðræður á milli EFTA og ESB um myndun Evrópska efnahagssvæðisins leiddar til lykta með jákvæðri niðurstöðu. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu tryggir okkur íslendingum nánast allt það, sem máli skiptir fyrir okkur í samskiptum við aðildarríki ESB. Þar var því um tíma- mótaákvörðun að ræða, sem stjómarflokk- arnir stóðu að með myndarlegum hætti. Afstaða stjómarandstöðuflokkanna til að- ildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu var hins vegar á þann veg, að þeir flíka henni hvergi. Hins vegar hefur ríkisstjórninni tekizt að festa í sessi lágt verðbólgustig, sem á rætur að rekja til kjarasamninganna, sem gerðir vom í febrúar 1990. Þetta lága verðbólgustig og sá efnahagslegi stöðug- leiki, sem því hefur fylgt, hefur haft grand- vallaráhrif á atvinnulífið í landinu og gjör- breytt öllu rekstrammhverfí þess. Ríkis- stjórnin á ekki ein heiðurinn af því að þessi árangur hefur náðst. Þar vegur þungt og raunar þyngst afstaða verkalýðshreyf- ingar og vinnuveitenda, sem tvisvar sinn- um á kjörtímabilinu hafa náð samningum um kaup og kjör, sem réðu úrslitum. En í báðum tilvikum hlaut ríkisstjórnin að koma við sögu og gerði það með þeim hætti, að samningar tókust. Mesti árangur ríkisstjórnarinnar er að sjálfsögðu sá að leiða þjóðina á farsælan hátt í gegnum eina af þremur mestu efna- hagskreppum, sem hér hafa gengið yfir á þessari öld. Það eitt út af fyrir sig trygg- ir henni sess í sögunni, sem ein af þeim ríkisstjórnum á lýðveldistímanum, sem í REYKJAVÍKUR- bréfi, sem birtist 30. júní 1991, var vikið að nokkrum öðrum grundvallar- málum, þ. á m. „einkavæðingu, viðnámi gegn einokun og hringamyndun og eflingu fijálsrar sam- keppni", en öll þessi málefni hafa verið baráttumál Morgunblaðsins í rúmlega áttatíu ára sögu þess. Þær áhyggjur, sem menn höfðu í upphafi þessa kjörtímabils, að tilhneiging til einokunar og hringa- myndunar væri að eflast á ný í kjölfar hmns Sambands ísl. samvinnufélaga, era ekki jafn miklar í dag. Raunar er aug- ljóst, að umtalsverð valddreifing er að verða í viðskiptalífinu. Ný samkeppnislöggjöf hefur gjörbreytt aðstæðum að þessu leyti. Hvert ríkisfyrir- tækið á fætur öðru hefur orðið að taka upp nýja viðskiptahætti eftir að hafa beð- ið lægri hlut í kæramálum einkafyrirtækja á hendur þeim hjá Samkeppnisstofnun. í fyrsta skipti í áratugi hafa einkafyrirtæki nú möguleika á að ná rétti sínum gagn- vart opinberum aðilum, sem hafa skeyting- arlaust traðkað á rétti hins smáa í atvinnu- lífinu. Þótt blokkarmyndun sé augljós í við- skiptalífinu fer ekki á milli mála, að nú er það ekki ein viðskiptablokk, sem er alls- ráðandi, heldur að minnsta kosti tvær, sem era nokkuð jafnar að styrkleika og senni- lega er sú þriðja að verða til. Þetta skipt- ir höfuðmáli í baráttu gegn einokun og hringamyndun jafnframt því, sem aukin samkeppni erlendis frá í kjölfar aðildar okkar að EES er líkleg til þess að jafna metin enn meir. Krafan um jöfn samkeppnisskilyrði, sem hefur verið hávær síðustu misseri, er að gjörbreyta viðhorfum í viðskiptalífinu hér og stuðla að heilbrigðri samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins. Hlutabréfamarkað- urinn er að þróast í réttan farveg og mjög í samræmi við þau sjónarmið, sem Morgun- blaðið viðraði á árinu 1990. Samþykkt aðalfundar íslandsbanka hf. sl. mánudag um innlausnarskyldu hluthafa, sem eign- ast hefði þriðjung hlutafjár í bankanum, markar tímamót í þessum efnum og verð- ur væntanlega öðrum stóram fyrirtækjum með dreifða eignaraðild til eftirbreytni. Þessi þróun hefur orðið m.a. vegna að- ildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu og löggjafar, sem sett hefur verið í tengsl- um við hana. Sjálfstæðisflokkurinn verður því ekki sakaður um að einokun nokkurra einkafyrirtækja fái að þrífast í skjóli flokksins, eins og einokunarstarfsemi Sambands ísl. samvinnufélaga gerði ára- tugum saman í skjóli Framsóknarflokks- ins. Jafnframt hafa verið stigin mikilvæg skref á braut einkavæðingar, að vísu ekki í jafn ríkum mæli og margir áttu von á í upphafí kjörtímabilsins. Það skýrist hins vegar að verulegu leyti af því, að banka- kreppan, sem nú er að mestu afstaðín, útilokaði einkavæðingu ríkisbankanna. Nú er hún hins vegar komin á dagskrá á ný og verður að ætla að henni verði hrint í framkvæmd á næsta kjörtímabili. Á kjörtímabilinu hafa því orðið mjög þýðingarmiklar umbætur í viðskipta- og atvinnumálum, sem hafa leitt til þess að leikreglur viðskiptalífsins eru stöðugt að verða réttlátari og sanngjarnari. Þessar umbætur era mikilsvert framlag stjórnar- flokkanna til þess að skapa hér betra þjóð- félag. máli hafa skipt. Framfarir á öðrum svið- um REYKJAVIKURBREF Laugardagur 1. apríl Ríkisfjár- mál og end- ursköpun velferðar- kerfis MORGUNBLAÐIÐ taldi fyrir fjórum áram, að meðferð ríkisstjórnarinnar á ríkisfjármálum og afstaða hennar til endursköpunar vel- ferðarkerfisins mundu skipta veru- legu máli um þann dóm, sem stjórnarflokk- arnir hlytu í lok kjörtímabilsins. Nú er auðvitað ljóst, að ekki hefur tek- izt sem skyldi að stöðva hallarekstur ríkis- sjóðs. Þegar horft er til baka verður hins vegar að viðurkenna, að það var einfald- lega útilokað að ná þeim árangri við þær erfíðu aðstæður í efnahagsmálum, sem við höfum búið við á þessum fjóram áram. Ríkisstjómin hefur náð umtalsverðum árangri á þessu sviði en hún hefði getað gert betur. Hún verður hins vegar ekki sökuð um að hafa setið auðum höndum við endur- sköpun velferðarkerfisins og þá er átt við það í víðu samhengi, þ.e. heilbrigðis- og velferðarmál. í Reylq'avíkurbréfi Morgun- blaðsins sem birtist 2. júní 1991 sagði m.a.: „Fyrir nokkrum dögum fór einstak- lingur í nokkuð ítarlega læknisskoðun. Fyrir þá skoðun greiddi hann tólf hundrað krónur, en reikningurinn, sem ríkissjóður fékk vegna þessarar skoðunar, sem fól í sér myndatökur og fleira, nam um þijátíu þúsund krónum. Fyrir nokkram mánuðum fór annar einstaklingur í apótek, keypti lyf samkvæmt lyfseðli og greiddi fyrir það sjö hundrað og fimmtíu krónur. Heildarkostn- aður lyfsins nam hins vegar tæplega tutt- ugu þúsund krónum. Reikningur fyrir mis- mun var sendur ríkissjóði. Þessar tölur úr daglegu lífi tveggja einstaklinga sýna í hnotskum hversu risavaxið það verkefni er, sem Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, og núverandi stjórnarflokkar standa frammi fyrir að hemja aukningu ríkisút- gjalda og skera þau útgjöld jafnframt nið- ur, svo að þau séu í einhveiju samræmi við tekjur ríkissjóðsJ* Síðan sagði: „Það er engin leið að tak- ast á við útgjaldavanda ríkissjóðs, nema með því að draga úr útgjöldum til stærstu málaflokkanna, sem eru heilbrigðismál, tryggingamál, menntamál og landbúnað- armál ... Þess vegna er sú stund rannin upp hjá okkur eins og gerzt hefur hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar á undan- fömum áram að við verðum að horfast í augu við velferðarkerfí okkar og íhuga, hvemig við getum dregið verulega úr kostnaði Við það án þess að fóma kjama þess, sem er að tryggja öldraðum og sjúk- um áhyggjulaust ævikvöld, að tryggja sjúkum fullkomna læknisþjónustu, sem greidd er úr sameiginlegum sjóði og tryggja æskufólki aðgang að menntun, hver svo sem efni þess kunna að vera.“ í framhaldi af þessu hvatti Morgunblað- ið til tekjutengingar í velferðar- og heil- brigðiskerfinu, að tekið yrði upp tvöfalt kerfi í heilbrigðisþjónustu, þar sem þeir borgi, sem efni hafa á, og að teknar yrðu upp, greiðslur í skólakerfinu. Útgjöld til heilbrigðismála hafa verið eitt helzta átaka- og deilumál á kjörtíma- bilinu. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- ráðherra, gekk raunar svo myndarlega fram á fyrra tímabili sínu í heilbrigðisráðu- neytinu, að Morgunblaðinu þótti nóg um. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að á þessu kjörtímabili hefur verið hafizt handa um það verkefni að ná utan um útgjöld heilbrigðiskerfisins. Það hefur valdið miklum deilum og framkallað hávær mótmæli, ekki sízt frá heilbrigðisstéttun- um, en engin ríkisstjórn, sem vill takast á við fjárlagahallann, kemst hjá því að tak- ast á við heilbrigðiskerfið. Raunar er það að verða eitt helzta umræðuefni á vett- vangi stjórnmála beggja vegna Atlants- hafs. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráð- herra, hefur einnig legið undir harðri gagn- rýni fyrir niðurskurð í skólakerfinu og þá ekki sízt vegna endurskoðaðra útlána- reglna Lánasjóðs ísl. námsmanna. Hér á Morgunblaðiö/RAX SEYÐISFJÖRÐUR hið sama við og um heilbrigðiskerfíð. Hjá því varð ekki komizt, ef ríkisstjórnin hafði á annað borð einhvern metnað og vilja til þess að ráðast á aðkallandi vanda í ríkis- fjármálum að draga úr kostnaði við skóla- kerfíð og taka upp einhveijar kostnaðar- greiðslur þar. Á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar hafa útgjöld skattgreiðenda vegna land- búnaðarmála lækkað um marga milljarða. Það hefur komið illa við bændur og þá sérstaklega sauðfjárbændur en það varð heldur ekki hjá því komizt eins og allir vita. Það fer því ekki á milli mála, að stjórnar- flokkarnir hafa byijað á því verki, sem ekki varð undan vikizt og ný ríkisstjórn getur ekki leitt hjá sér á nýju kjörtímabili að endurskapa velferðar- og heilbrigðis- kerfið, endurskipuleggja skólakerfíð og draga úr útgjöldum til landbúnaðarins. A þessum sviðum hefur ríkisstjómin því staðið undir þeim vonum, sem til hennar vora gerðar í upphafí. MESTU VON- brigðin snúa að sjávarútvegsmál- um. Þar hefur auð- vitað verið við gífurleg vandamál að etja vegna samdráttar í þorskveiðum. Atvinnu- greinin sjálf hefur hins vegar tekið mynd- arlega til hendi. Segja má að alger um- skipti hafi orðið í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja á þessum fjóram árum. Fyrirtækin hafa sameinast, hagrætt og leitað nýrra leiða til þess að bæta sér upp aflaminnkun í þorskveiðum. Þeim hefur tekizt þetta svo vel, að hvert sjávarútvegsfyrirtækið á fætur öðra birtir reikninga, sem sýna umtalsverðan hagnað á síðasta ári. Þar skiptir að sjálfsögðu einnig verulegu máli það efnahagslega umhverfi, sem ríkis- stjóminni hefur tekizt að skapa, stöðug- leiki og vaxtalækkun. Hins vegar höfðu stuðningsmenn ríkis- stjómarinnar ástæðu til að ætla í upphafi kjörtímabils, að stjómarflokkamir mundu takast á við þann vanda, sem leitt hefur af kvótakerfinu. Það hafa þeir hins vegar ekki gert. Starf tvíhöfðanefndarinnar svo- nefndu reyndist lítils virði. Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur tekið til starfa en mun ekki skipta sköpum. Kvótakerfið hef- ur verið fest í sessi og nú er svo komið, að erfingjar að kvóta eru byijaðir að Vonbrigðin greiða erfðafjárskatt af þessari þjóðareign, sem þeir fengu fyrir ekki neitt. í öllum kjördæmum landsins mæta frambjóðendur úr öllum flokkum nú reiðu fólki, sem krefur þá skýringa á þessu fisk- veiðistjórnunarkerfi. í öllum kjördæmum landsins era frambjóðendur minntir á erfðafjárskattinn. Það er stutt í þjóðarapp- reisn gegn þeirri ósvinnu að fámennur hópur manna hefur fengið sameiginlega eign þjóðarinnar afhenta fyrir ekki neitt. Ef leita á skýringa á því, að stjórnar- flokkamir hafa ekki ráðizt til atlögu við þetta kerfí, er hún fyrst og fremst sú, að innan Sjálfstæðisflokksins era svo skiptar skoðanir um málið, að flokkurinn hefur ekki verið fær um að skapa í eigin röðum samstöðu um breytingar. Það gengur hins vegar ekki til lengdar. Á nýju kjörtímabili hljóta forystumenn Sjálfstæðisflokksins að snúa sér að þessu stóra viðfangsefni. Hvers konar ríkisstjórn? ÞEGAR UPP ER staðið og sann- gjarnt mat er lagt á verk þessarar rík- isstjórnar og erfið- ar aðstæður hafðar í huga, einhveijar hin- ar erfiðustu, sem nokkur ríkisstjóm hefur búið við á lýðveldistímanum, fer ekki á milli mála, að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur áunnið sér sess meðal þeirra ríkis- stjórna, sem máli hafa skipt á undanförn- um áratugum. Með sama hætti og samstarf Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks reyndist farsælt fyrir þjóðina á árunum 1959 til 1971 hef- ur það einnig skilað miklum árangri á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Þessir tveir flokkar hafa lokið sumum verkefnum og eru komnir vel á veg með önnur. Eru betri kostir í boði í þeim kosningum, sem fram fara eftir viku? Er það líklegt til farsældar fyrir þjóðina á næstu árum að hér sitji vinstri stjórn þriggja til fjögurra flokka, sem hvað eftir annað og m.a. nú í kosningabaráttunni hafa sýnt að sundur- lyndi þeirra í milli er engu minna en áður? Þegar allir möguleikar eru skoðaðir er það tæpast nokkurt álitamál að farsælast er fyrir þjóðina að núverandi ríkisstjórn fái endurnýjað umboð frá þjóðinni og sitji áfram að kosningum loknum. Morgunblað ið hvetur til þess. „Þegar upp er staðið og sann- gjarnt mat er lagt á verk þessarar ríkisstjórnar og erfiðar aðstæður hafðar í huga, einhverjar hinar erfiðustu, sem nokkur ríkis- stjórn hefur búið við á lýðveldistím- anum, fer ekki á milli mála, að rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hefur áunnið sér sess meðal þeirra rík- isstjórna, sem máli hafa skipt á undanförnum áratugum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.