Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Auga fyrir auga og Essenar Réttur láglaunafólks fyrir borð borinn Frá Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni: í JANÚAR sl. hlýddi ég á leikhús- gagnrýni að morgni dags á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. Þetta var vandað- ur og sanngjarn pistill eftir því sem ég kann að dæma um. En líking sem sótt var til Bibl- íunnar varð mér umhugsunarefni. Pistlahöfundur (KJJ) var að tjá að í umræddu verki kæmu fram óík viðhorf til sömu málefna líkt og Biblían boðaði „auga fyrir auga“ og hvetti menn síðan til að bjóða hinn vangann ef þeir væru slegnir utanundir. Nú er það svo að í Biblíunni eru sannindi oft sett fram með vissum andstæðum og ef réttur heildar- skilningur á að koma fram verður að haida báðum sjónarhornum til haga. Þessu til skilnings má benda á gyðinglega fræðsluhefð, þar sem mjög skerpt dæmi eru notuð, svo sem vel er lýst í bók dr. Jakobs Jónssonar, „Kímni og skop í Nýja testamentinu.“ Hins vegar eru ívitnuð orð Jesú í Fjallræðunni (Matt 5:38) oft mis- skilin. Hér er um að ræða gamal- þekkt ákvæði, í réttarsögu Austur- landa nær, sem rekja má allt aftur til lagasafns Hammúrabís Babýlon- íukonungs. Orðin „auga fyrir auga“ eru ekki hvatning til hefndar held- ur hið gagnstæða. Þau takmarka refsingu við afleiðingar afbrots. Hvatt var til að tjón af völdum afbrots væri metið og refsing (t.d. sekt) höfð í samræmi við það. Hefnd gengur, eins og við þekkjum, jafnan lengra en þetta. Við sjáum líka, ef við lesum nálæg vers í Fjallræðunni, að Jesús er ekki að setja fram andstæður heldur skerpa gömul ákvæði. Hér segir Jesús því eitthvað á þessa leið: „Fylgismenn mínir ættu að ganga lengra en hin gömlu ákvæði um takmörkun refsingar (við tjón vegna afbrots) bjóða, þeir ættu alls ekki að rísa gegn mótgerðar- manni.“ Hér stenst ég ekki mátið að minna á hina, að mínum dómi, at- hyglisverðu útleggingu náttúru- fræðingsins, Konrad Lorenz, sem fram kemur í bók hans, „Talað við dýrin“. Þ.e. hvernig það, að bjóða hinn vangann, sé ekki til þess að höggin verði fleiri heldur til að binda enda á átökin. En hér er ekki rúm til að fjalla um þetta at- riði nánar. Annað tilefni þessa bréfkorns er pistill Einars Þorsteins Ásgeirsson- ar í blaðinu, sunnudaginn 19. febr- úar sl. Einari þakka ég marga for- vitnilega pistla en leyfi mér að leið- rétta missögn sem þarna hefur slæðst inn. Fram kom að Edgar Cayce hefði sagt fyrir um Essena og aðsetur þeirra við Dauðahafið áður en vitn- eskja fékkst um þennan gyðinglega trúflokk í „Dauðahafsrúllunum“ 1948 og er bækistöðvar þeirra hafi fundust þarna árið 1949. Þetta stenst ekki. Tilvera Essena, sem urðu til á 2. öld fyrir Kr. en hverfa af sjónarsviðinu í styijöldinni ’66-’70 e.Kr. (uppreisn Gyðinga gegn Rómveijum), er gamalkunn. Þeir voru hreyfing hliðstæðir Far- iseum og Saddúekum. Líklega hef- ur þetta verið samheiti yfir svipaða hópa sem t.d. lögðu mikla áherslu á hreinsunarsiði, nákvæmt helgi- hald hvíldardagsins og fleira en virðast oft hafa greint sig meira frá þjóðfélaginu en t.d. Farísear. Gyðinglegi sagnaritarinn Josefus (1. öld e. Kr.) fjallar um þá og Philo frá Alexandríu, sem uppi var á sömu öld, telur þá um 4.000 og lýsir hugmyndum þeirra og lífs- háttum. Rómverski fræðimaðurinn, Plínus eldri, skrifar einnig á 8. tug 1. aldar e. Kr. um hóp Essena með aðsetur upp af Engedí við norð- vestanvert Dauðahaf. Handritafundur í hellum á þess- um slóðum (1947 og næstu ár) jók vissulega þekkingu á Essenum sem og gyðingdómi almennt (sjá t.d. Klaus Berger, „Qumran und Jesus - Wahrheit und Versc- hluss?“ Quell Verlag, Stuttgart ’93). Uppgröftur á Qumran- rústunum (1951-’B6), sem voru gamalþekktar, fræddi um fornt samfélag sem þar hafðist við ná- lægt upphafi tímatals okkar og eignað hefur verið Essenum, sem og bókasafnið í hellunum, vegna margs konar samsvörunar við áðurnefndar fornar heimildir en ekki vegna þess að heitið Essenar hafi fundist í þessum fornu minj- um. Tilvist Essena og að þeir áttu mikilvægt aðsetur norðvestur af Dauðahafi — hvort tveggja var kunnugt frá fornu fari. VIGFÚS INGVARINGVARSSON, Mánatröð 18, Egilsstöðum. Frá Guðf. írisi Þórarinsdóttur: OFT verður maður undrandi á af- stöðu atvinnurekenda og forystu launþegasamtaka gagnvart lág- launafólki þegar það missir vinnu. Þessi afstaða virkar á mann eins og það séu samantekin ráð þessara aðila að sjá til þess að þetta fólk komist ekki inn á atvinnuleysisbæt- ur, án þess að fara fyrst á 2 mán- aða biðtíma. Þeir benda þessu fólki oft á að það eigi að leita eftir fjár- hagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun. Astæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur er sú að stúlku sem vann á Elliheimilinu Grund var sagt upp og uppsagnarbréfið, sem afhent var á skrifstofu starfsmannafélags- ins Sóknar, orðað þannig að hún væri ónothæf vegna veikindafor- falla. Þessi yfirlýsing starfsmanna- stjórans á Grund nægði til þess að formaður Sóknar taldi stúlkuna hafa fyrirgert rétti sínum til at- vinnuleysisbóta vegna slæmrar mætingar í vinnu. Þegar átti að fá nánari skýringu á þessum ummælum starfsmanna- stjórans á Grund var alls staðar gengið á vegg eins og alltaf þegar reynt er að rétta hlut láglauna- manns. Þá kemur upp þessi staða. Starfsmannastjórinn segir aðeins það sem rétt og satt er. Forstjórinn staðfestir orð starfsmannastjórans og formaður stéttarfélagsins stað- festir sannleiksgildi orða starfs- mannastjóra og forstjóra. Þar með er málið afgreitt, frekari rannsókn ekki þörf. Þessi stúlka sem hér um ræðir hefur átt við erfiðan sjúkdóm að stríða sem orsakaði að hluta þá slæmu mætingu sem vitnað er til. En þetta heilsuleysi var yfirmönnum Grundar vel kunnugt um því hún hafði unnið þar töluvert áður. Einn- ig á hún ungt barn sem veiktist á þessum tíma og hún þurfti að sinna því að sjálfsögðu. Ofyrirsjáanlegt atvik kom upp á þessum tíma sem varð til þess að hún óskaði eftir því að fá nokkurra daga frí, sem yrði dregið frá sumarfríi og hún fékk það samþykkt. Aðstaða launafólks virðist vera orðin á svipuðum nótum og var hjá svertingjum á þrælatímabilinu, að það sé atvinnurekandinn sem ákveð- ur hver réttur launþegans er og það sem hann segir er óbreytanlegt. Segi hann að launþeginn eigi ekki að fá greiddan lífeyri þá er verka- lýðsforystan því samþykk að laun- þeginn sé látinn svelta ef hann get- ur ekki betlað sér fyrir framfærslu. { þessu tilfelli er það formaður starfsmannafélagsins Sóknar sem fleygir því hlutverki sínu fyrir borð að gæta réttar Sóknarfélaga, en þess í stað fylgir stefnu atvinnurek- andans með bundið fyrir augu. Þar sem formaður Sóknar mun vera í framboði fýrir Alþýðuflokkinn í komandi Alþingiskosningum, verð- ur manni hugsað til þess, fyrir hveiju hún muni beijast ef hún kemst á þing eða hvort hún er þarna að spegla stefnu Alþýðuflokksins gagnvart láglaunafólki. GUÐF. ÍRIS ÞÓRARINSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 24, Reykjavík. * * I Arbæjar- laug Frá Má Viðari Mássyni: ÞAÐ er laugardagur í Árbæjarlaug. Ungbarnasund í innilauginni. Það eru mest karlar sem halda á börn- unum. Þeir eru stoltir, hlýir og gef- andi. Þeir horfast í augu við börnin og senda þeim viðurkenningarbros. Nú er sunnudagur í Árbæjarlaug. í sturtuklefanum eru tveir feður með kornabörnin sín undir rennandi vatninu. Þeir halda þéttingsfast utanum börnin, gæla við þau og kjá framan í þau. Lítill pottormur kemur hlaupandi í öllum fötum inn í sturtuklefann og pabbi á eftir. Sokkarnir þeirra rennblotna og sömuleiðis lopapeysa pabbans. Frammi í búningsklefa eru rusla- föturnar fullar af notuðum bleium. Þar heyrist á tal tveggja karla. „Hvort er þetta strákur eða stelpa?" spyr annar. „Þetta er stúlka. Hún er tíu mánaða,“ segir hinn. „Já, ég hefði mátt segja mér það. Hún er í bleikum bol,“ segir sá fyrri og heilsar litlu stúlkunni með augna- ráðinu. „Drengurinn þinn er orðinn stór. Þau stækka fljótt," segir faðir stúlkunnar. „Hann er þriggja ára og tekur hraustlega til matar síns,“ segir stoltur faðir drengsins. MÁRVIÐAR MÁSSON, Næfurási 17, Reykjavík. HÚSGAGNAVERSLUN Síöumúia 20, sími 688799 TAXI B.S.O. SÍMi 11010 HÖFÐI Pvottakús - fatalitun Hqjharstrœti 34 - Simi 22580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.