Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 53 Ekkert jafntefli í 9. umferð SKAK Ilótel Loftlciðir SKÁKÞING NORÐUR- LANDA OG SVÆÐAMÓT 21. mars til 2. apríl CURT Hansen frá Danmörku er gersamlega óstöðvandi á Skákþingi Norðurlanda. Hann lagði Jóhann Hjartarson að velli á föstudagskvöld- ið með svörtu mönnunum og hélt tveggja vinninga forskoti sínu. Bar- ist var af mikilli hörku í níundu umferðinni og lauk engri af skákun- um tíu með jafntefli, en það er sjald- gæft á svo öflugu móti. Margeir Pétursson vann Simen Agdestein og Helgi Ólafsson átti unna stöðu á Piu Cramling, én lék hroðalega af sér í endatafli. Pia held- ur því öðru sætinu á mótinu. Næstsíðasta umferð mótsins hófst í gær, laugardag, kl. 16 á Hótel Loftleiðum og sú síðasta hefst í dag kl. 13. Curt Hansen er orðinn næsta öruggur með Norðurlandameistara- titilinn, en hörð barátta er um hin tvö sætin á millisvæðamóti FIDE sem fram fer síðar á þessu ári. Mótið hefur verið fært uppúr kjall- ara hótelsins, en sá flutningur var þó ekki til bóta á föstudaginn, því þá heyrðust ræðuhöld úr næsta sal í u.þ.b. einn og hálfan tíma í upp- hafi skákanna. Úrslit í 9. umferð: Jóhann — Curt Hansen 0-1 Margeir — Agdestein 1-0 Pia Cramling — Helgi 1-0 Hector — Gausel 1-0 Tisdall — Djurhuus 1-0 Sune B. Hansen — L.B. Hansen 0-1 Sammalvuo — Þröstur 0-1 Hannes — Ákesson 0-1 Degerman — Mortensen 1-0 Emst — Manninen Staðan á mótinu: 1. Curt Hanseh D 8 v. 2. -3. Margeir og Pia Cramling S 6 v. 4.-5. Hector og Tisdall 5Vi v. 6.-7. Jóhann og Lars Bo Hansen 5 v. 8.-13. Agdestein N, Helgi Ól., Gausel N, Djurhuus N, Degerman og Sune Berg Hansen D 4>/2 v. 14. Mortensen D 4 v. 15. -17. Hannes, Þröstur og Emst, S 3V2 v. 18. Sammalvuo F 3 v. 19. Manninen F 2!4 v. 20. Ákesson S 2 v. Árið 1985 þurfti undirritaður að tefla einvígi við Simen Agdestein á Loftleiðahótelinu um sæti á milli- svæðamóti. Hann sigraði ömgglega og hefur verið erfiður æ síðan. Það má því segja að eftir þessum vinningi hafí verið beðið í tíu ár: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Simen Agdestein Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 - Bg7 7. Rf3 - c5 8. Be3 - 0-0 9. Hcl - Da5 10. Dd2 - e6 11. Bh6! Þessu lék Karpov gegn Kasparov í síðasta einvígi þeirra, 1990. Agdestein hefur sjaldan eða aldrei teflt Grunfelds- vöm og notaði mikinn tíma á byijunina. 11. - Rc6 12. h4 - cxd4 13. Bxg7 — Kxg7 14. cxd4 — Hd8 15. Dxa5 — Rxa5 16. Kd2 - Bd7 17. h5!? - f6 18. Hc5 - Rc6 19. hxg6 - hxg6 20. Bd3 - Hac8 21. Hhcl - Kf7 22. Ke3 — g5 23. g4 — e5! Snjall Ieikur sem jafnar taflið. 24. dxe5 - Bxg4 25. Bc4+ - Kg6 26. Bd5 - Rxe5 Hér bauð Agdestein jafntefli, en ein- faldari leið til þeirrar niðurstöðu er 26. — Bxf3 27. Bxc6 og allt leysist upp. 27. Rxe5+ — fxe5 28. Bxb7 — Hxc5 29. Hxc5 - Hf8! 30. Hxe5 - Hf3+ 31. Kd4 - Hxf2 32. Bd5!? - Hf8 Eðlilegra er 32. Ha5 — Hf7 33. Bd5. Nú ætti svartur að leika 32. — Hd2+ 33. Ke3 — He2+, en í staðinn leikur hann ónákvæmt í tímahraki. 33. He7 - Bf3 34. Ke5! - g4 35. Be6 — a5 Missir af 35. — Bxe4! sem hvítur svarar með 36. Bxg4 með aðeins örlitl- um vinningsmöguleikum, því 36. Kxe4 — Kf6 er jafntefli strax. 36. Bf5+ - Kg5 37. Hg7+ - Kh4 38. Kf4 - Kh3 39. e5 39. Bdl?? Síðasti möguleikinn var 39. — Bd5! 40. Hh7+ (Ekki 40. Hxg4 - Be6! 41. Hg5+ — Kh4 og hvítur getur ekki bætt stöðuna) 40. — Kg2 41. Kxg4 — Bxa2 42. e6 og hvítur getur í besta falli reynt að vinna með hrók og biskup gegn hrók, sem er fræðilegt jafntefli. 40. e6 - Bc2 41. Hf7 - Bxf5 42. Kxf5 - He8 43. e7 - g3 44. Hh7+ - Kg2 45. Ke6 - Ha8 46. Hf7 - Kh2 47. Hf8 og svartur gafst upp. Þegar hér var komið sögu í skák þeirra Piu og Helga hafði hann ekki farið einföldustu vinningsleiðina, en nú kom hrikaleg yfirsjón í tímahraki Piu: Svart: Helgi Ólafsson SJÁ STÖÐUMYND H Hvítt: Pia Cramling 39. - Rf4?? 40. Rxe2 - Rxe2+ 41. Kh2 - Rxc3 42. Hc7! Þegar svartur lék 39. — Rf4 hefur honum yfírsést þessi leikur. 42. - Rdl 43. Hxc4 - a5 44. Hcl og hvitur gafst upp, því 44. — Rxb2 45. Hbl er vonlaust. Otrúleg umskipti. Margeir Pétursson STÖÐUMYND II Morgunblaðið/Kristinn AGDESTEIN og Hannes Hlífar hafa verið langt frá sínu besta á Norðurlandamótinu. N áttúr u ver ndar ár Evrópu 1995 t / Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk., fylgir Morgunblaðinu blaðauki sem heitir Náttúruverndarár Evrópu 1995. í þessum blaðauka verður fjallað um alhliða umhverfis- og náttúruvernd og hvað er á döfinni í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu 1995. Einnig verður fjallað um landgræðslu og skógrækt og ný viðhorf á þeim vettvangi, samhent átak til hreinsunar í umhverfinu, samstarf ríkis og sveitarfélaga við frjáls félagasamtök í heimahéraði o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum biaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 10. aprfl. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 11 10. -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.