Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 25 A: Eðlileg frumuskipting -W v^°\ - y\ B: Fruman verður fyrir áreiti, t.d. geislun. Magn P53 próteinsins ey'<st innan frumunnar. Þá stöðvast frumuskiptingar þar til gert hefur verið við skemmdir í erfðaefninu eða að fruman deyr. Stýrður O j frumu- dauði V^°\ C: Fruman verður fyrir áreiti, t.d. geislun. Ef P53 próteinið er gallað eða óvirkt verður ekki stöðvun á frumuskiptingunum. Frumurnar skipta sér þrátt fyrir skemmdir í erfðaefninu. <s> EÐLILEGT p53 stöðvar frumuhringinn verði fruman fyrir áreiti sem veldur skemmdum á erfðaefninu. Viðgerð getur þá orðið. Ef p53 er gallað eða það vantar alveg, gerist þetta hins vegar ekki. tekist að fá til liðs við okkur ágæta konu, Margréti Steinsdóttur á Land- spítalanum. Þá getum við séð hvaða litningar eru óeðlilegir og hveijir eru það ekki. Um þetta höfum við áður sent frá okkur tvær greinar í ritin Genes, Chromosomes and Cancer og Cancer Genetics and Cytogenetics. Okkur hefur tekist að fá sérfræðinga úr mismunandi greinum til sam- starfs. Þarna kemur við sögu tælensk kona, dr. Kesara Anamathawat- Jónsson, sem er plöntuerfðafræðing- ur á RALA. Hún er sérfræðingur í að lita litninga með flúorsenti. Það er kallað FISH.“ Á myndum sýnir Jórunn Erla okkur þessa fagurlitu litninga, sem greina sig svo vel hver frá öðrum þegar búið er að lita þá. Þrátt fyrir það er ekki einfalt að lesa úr þessu og túlka og er mælt með ýmsum aðferðum. Mér skilst að þetta sé eins og púsluspil, þar sem þarf að raða saman mörgum þáttum. I verkefninu hjá Jórunni Erlu Eyfjörð í sameindalíffræðinni eru nokkrar konur. T.d. kemur þama inn í hluti af doktorsverkefni Steinunnar Thorlacius, sem er m.a. að skoða bijóstakrabbamein í karlmönnum, og verkefni Rutar Valgarðsdóttur er til meistaragráðu, um samanburð á breytingum á erfðaefni og breytingar sem hægt er að greina á litningum, svo og dr. Sólveig Grétarsdóttir. Þá segir Jórunn Erla samstarfíð við það ágæta fólk á Rannsóknastofu Há- skólans, læknana og annað starfs- fólk, mjög mikilvægt. Svo og starfs- fólkið á Krabbameinsskránni. Niðurstöður í þeim rannsóknum sem kynntar eru í síðustu greininni, þeirri sem birtist í Cancer Research í febrúar sl. og sýnir marktækni í fylgni milli stökkbreytinga í geni p53 og aukins óstöðugleika, eru algerlega frá þeim komnar. „Áður var búið að sýna fram á þetta í frumurækt, aðallega í músa- frumum. Það sem er nýtt hjá okkur er að sýna fram á að þetta gerist líka raunverulega í sjúklingum. Við segjum í lok greinarinnar hvers vegna horfur þeirra sjúklinga sem þessar breytingar finnast hjá séu verri. Með þessu sé hægt að skýra tengslin við illkynjaða sjúkdóma.“ Jórunn Erla segir að þessum rann- sóknum verði fram haldið, leitast verði við að sanna þessi raunverulegu tengsl. Hún kveðst telja að tvennt sé til í þessu; annaðhvort vinnist ekki tími til að gera við eða að fru- munum sé ekki eytt. Skemmd fruma, eins og hún sýnir mér á mynd, sé hættuleg og eigi ekki að fá að lifa. Hugsanlega sé hægt að stýra þessu ferli — eða megi fínna ráð til að eyða svona frumum. Kannski þurfí líka að hugsa allt dæmið upp á nýtt, frá því sem nú er viðtekið, og dempa sjúkdóminn niður, þótt ekki sé hægt að eyða frumunum. Þegar gengið er nánar á hana, segir hún: „Mér fmnst hugsanlegt að grípa inn í þetta ferli. Ljóst er orðið að hægt á að vera að láta slíkan sjúkl- ing fá meira sérhæfða eða einstakl- ingsbundna meðferð. En þetta tekur allt tíma.“ Þetta hlýtur að vera óskaplega spennandi, svo afdrifaríkt sem það er fyrir einstaklingana. Jórunn Erla samsinnir því, segir það svo spenn- andi að maður geti ekki annað en sökkt sér á kaf í það og sólarhring- urinn dugi ekki til. Það gerir hún sannarlega með góðum árangri, sem m.a. má marka af því að á ráðstefnu læknadeildar nýlega var henni veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til rannsókna. Breyttur kúrs Það ætlar líka að verða útundan hjá okkur að kynna konuna Jórunni Erlu Eyf|örð og spyija hana um önn- ur viðfangsefni hennar. Hún var kom- in í læknisfræðinám í Háskóla íslands eftir stúdentspróf úr stærðfræðideild í MR þegar hún ákvað að gera hlé á og fara til Bandaríkjanna í eitt ár í líffræði. Þá las hún fyrir tilviljun við- tal í Morgunblaðinu við dr. Guðmund Eggertsson prófessor. Það réði úrslit- um um að hún ákvað að koma heim pg skipta yfir í líffræðinám í Háskóla íslands. Líffræðideildin var að byija og hún útskrifaðist með fyrsta ár- ganginum, en vann með náminu hjá Guðmundi Eggertssyni á rannsókna- stofunni á Keldum. Þá hélt hún til framhaldsnáms i Sussex í Bretlandi í erfðafræði og lauk prófum í sam- eindaerfðafræði, og varði doktorsrit- gerðina um viðgerðir á erfðaefninu. Vann að henni í Sviss. Það kom til af því, að maður hennar, Englending- urinn Róbert Magnús stærðfræðing- ur, starfaði þar. Það var því ekkert gefíð að hún ætti eftir að koma til starfa á ís- landi, þar sem þau settust að með tveimur börnum sínum. Svo bar til að Guðmúndur Eggertsson bað Jór- unni um að leysa sig af við kennslu í eitt ár í fjarveru hans og henni fannst það gott tækifæri til að efla tengslin við Island. Maðurinn hennar fékk starf á Raunvísindastofnun og þau ætluðu að vera hér þetta eina ár. Samhliða kennslunni gat hún unnið að erfðarannsóknunum. Þetta var árið 1977 og þau búa. hér enn. Og Jórunn Erla kennir enn sam- eindaerfðafræði í Háskóla íslands. Áður var búiö að sýna fram á þetta í frumurækt, aðal- lega í músafrumum. Það sem er nýtt hjá okkur er að sýna fram á að þetta gerist líka raunveru- lega í sjúklingum Siðfræðileg viðhorf Annað mjög áhugavert viðfangs- efni hefur dr. Jórunn Erla Eyfjörð. Hún er formaður Norrænnar sið- fræðinefndar í líftækni. Þetta er ráð- gefandi nefnd sem fæst við siðferði- leg viðhorf í sambandi við rannsókn- ir og á að undirbúa umræðugrund- völl um vandamál í líftæknirannsókn- um á Norðurlöndum og á alþjóðavett- vangi. I þessari nefnd er fólk úr ýmsum stéttum á Norðurlöndum, lögfræðingar, læknar, heimspeking- ar og líffræðingar, tveir frá hveiju landi. Hinn fulltrúi íslands er dr. Erlendur Jónsson heimspekingur. Stendur nefndin fyrir ráðstefnum og fundum, þar sem einstök vandamál eru tekin fyrir og rædd. Á næstu ráðstefnu verður t.d. fjallað um gena- lækningar, hvað hægt er að gera og hvaða mál tengjast þeim. Á fundi í Osló á síðasta ári var einmitt verið að fjalla um greiningu erfðagalla í heilbrigðum einstakling- um. Flutti dr. Jórunn Erla Eyfjörð þar erindi, sem hefur verið birt. Þar kemur hún inn á það siðfræðilega vandamál sem skapast þegar hægt er að sýna fram á tilhneigingu til sjúkdóms hjá heilbrigðu fólki, hvort rétt sé að gera því viðvart eða ekki. í vissum tilfellum getur það orðið til gagns að vita það og í öðrum getur slík vitneskja lagt líf viðkomandi manneskju í rúst. Framfarimar hafa orðið svo miklar og kortlagningin á erfðaefninu er svo ör. Þessi hratt aukna þekking á genunum og mögu- leikarnir til að greina fleiri erfðasjúk- dóma hljóta að gera brýna umræðu um hve langt skuli ganga og hvemig um að fjalla. Ekki síður um framtíð- arhorfur í þessum efnum. Hvers megi vænta. — Hvað fínnst henni sjálfri? „Þetta er ekki einfalt mál,“ svarar hún. „Ég er frekar íhaldssöm. Það verður að fara mjög varlega í þessum efnum. Þessi mál eru eldfim, t.d. varðandi tryggingar. Hér emm við a.m.k. ennþá vel sett hvað þetta snertir, en erlendis getur það verið spurning um hærri tryggingar eða atvinnumöguleika ef vitað er um að manneskjan hafi erfðagalla, sem er áhættuþáttur." Hún bendir á að á hinn bóginn geti það leitt til betri skilnings á sjúk- dóminum, til þess að forvarnalyf finnist og gert meðferð sjúklings árangursríkari. Að fínna sjúkdóminn á fyrsta stigi í einstaklingi í áhættu- hópi getur í sumum tilfellum orðið til þess að hindra eða draga úr sjúk- dómseinkennunum með „réttum lífs- stil“ eða með því að hafa vakandi auga með honum og grípa snemma inn í. Við þessu er ekkert eitt svar og því er einmitt verið að reyna að nálgast vandann og kryfja frá ýms- um hliðum í þessari norrænu nefnd, sem Jórunn Erla Eyfjörð veitir nú forstöðu. gH Funahöfða 19 • Sími 587 5680 Islensk hönnun ~ hreinar línur ~ hagstætt verð *Ef þú kemur til okkar og kaupir eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, fataskápa, innihurðir, heimilistæki eða annað fyrir 15. apríl n.k. lendir nafn þitt í lukkupotti Eldhús og baðs. Ef þitt nafn er dregið úr pottinum færðu hlutinn, hver sem hann er, endurgreiddan að fullu. Eldhús og bað er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að hönnun, smíði og ráðgjöf á sviði innréttinga. Við höfum langa reynslu af að leiðbeina fólki við val á innréttingum. Við leggjum áherslu á faglega ráðgjöf sem hentar hverjum og einum, hagstætt verð og góða þjónustu. Komdu við í verslun okkar að Funhöfða 19 það marg borgar sig. ...blabib - kjarni málsins I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.