Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIUINGAR
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 33
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDSSON
+ Guðmundur
Guðmundsson
fæddist í Reylq'avík
28. júní 1918. Hann
lést á St. Jósefsspít-
ala í Landakoti 26.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Kristjáns-
son, bílstjóri í
Reykjavík, oft
kenndur við Hóla-
kot, og Ingibjörg
Asmundsdóttir frá
Krossi í Lundar-
reykjadal. Hann átti
11 alsystkini sem voru: Ásmund-
ur (látinn), Kristín, Ingólfur (lát-
inn), Hjálmar, Lúðvík (látinn),
Guðrún, Hjördís, Pálmi, Aðal-
steinn, Hjörtur, Haraldur og
eina uppeldissystur, Önnu Ás-
mundsdóttur. Hinn 9. desember
1944 kvæntist Guð-
mundur Svövu Jó-
hannesdóttur, f. 3.
apríl 1920, dáin 11.
júlí 1989. Þau
bjuggu allan sinn
hjúskap í Reykjavík.
Dætur þeirra eru 1)
Sigrún, f. 6. janúar
1948, eiginmaður
hennar er Kristinn
Bjamason og sonur
þeirra Guðmundur
Rúnar. 2) Björg
Elín, f. 9. mai 1950,
eiginmaður hennar
er Bjami Vilhjálms-
son og dætur þeirra em Fanný
Svava og Henný Sif.
Útför Guðmundar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
á morgun og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður
í Fossvogskirkj ugarði.
Á MORGUN kveðjum við okkar
ástkæra föður, sem er látinn eftir
stutta en erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Á slíkum stundum er erf-
itt að átta sig á þeim hugsunum
sem streyma í gegnum hugann. Við
erum samt óþyrmilega minnt á það
með einum eða öðrum hætti að það
er ekkert líf án dauða.
Faðir okkar fæddist á Grettis-
götu 58 og ólst þar upp í foreldra-
húsum ásamt stórum systkinahópi.
Ungur stundaði hann ýmis störf
eins og fólk þurfti almennt að gera
í þá daga. Hann lærði rafvirkjun
hjá bróður sínum, Lúðvíki, og árið
1944 tók hann sveinspróf og starf-
aði hann sjálfstætt í mörg ár að
þeirri iðn þar til hann hóf störf hjá
Ríkisútvarpinu.
Mesta gæfa föður okkar var þeg-
ar hann kvæntist móður okkar,
Svövu Jóhannesdóttur. Voru þau á
margan hátt mjög ólík, en áttu samt
einstaklega vel saman og eru æsku-
minningar okkar tengdar því að við
ólumst upp við mikið ástríki og
umönnun foreldra okkar.
Það sýndi okkur best þá ást sem
hann bar til móður okkar, sem hafði
í mörg ár átt við erfíð veikindi að
stríða, að þegar hann varð 67 ára
þá lét hann af störfum hjá Ríkisút-
varpinu og sagði við okkur í glettni
að nú væri hann orðinn „löggilt
gamalmenni". En við vissum betur,
því nú gat hann helgað móður okk-
ar krafta sína í veikindum hennar
og var henni mikil stoð og stytta
og gerði líf hennar léttbærara. Við
fráfall móður okkar árið 1989
missti hann meira en hægt er að
gera sér grein fyrir. Og sögðum við
oft systurnar hvor við aðra að hluti
af honum hefði dáið með henni.
Faðir okkar var með afbrigðum
heimakær og vildi hvergi annars
staðar vera og var ánægðastur þeg-
ar bamabörnin voru hjá honum því
ekkert var honum mikilvægara en
að fylgjast með þeim í starfí og leik.
Faðir okkar var mjög dagfars-
prúður maður og skipti sjaldan
skapi en hafði þó sínar skoðanir á
málunum. Það sýndi sig best í veik-
indum hans að ekki heyrðist hann
mæla æðruorð þótt hinn alvarlegi
sjúkdómur hefði gengið mjög nærri
honum. Reyndi hann frekar að
bregða á glens eins og honum ein-
um var lagið. Honum var það mik-
ið kappsmál að fá að vera sem
lengst heima í veikindum sínum og
er gott til þess að hugsa að hafa
getað uppfyllt þá ósk hans.
Elsku pabbi, við viljum þakka þér
fyrir allar þær dýrmætu og ógleym-
anlegu stundir sem við áttum með
þér. Nú ertu horfínn á fund móður
okkar og við vitum að þið hafíð
aftur sameinast.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku pabbi, og biðjum Guð að
geyma þig.
Sigrún og Björg Elín.
Á morgun kveðjum við elskuleg-
an afa okkar Guðmund Guðmunds-
son, Sunnuvegi 27, eða afa á Sunnó
eins og við systumar vom vanar
að kalla hann. Það er skrýtið til
þess að hugsa að hann skuli vera
farinn frá okkur, hann sem var allt-
af svo hraustur og lét aldrei bilbug
á sér fínna. Síðastliðna átta mánuði
barðist hann hetjulega við erfíðan
og sársaukafullan sjúkdóm sem að
lokum lagði hann að velli.
Þegar við hugsum til baka koma
upp í huga okkar margar hugljúfar
minningar um elsku afa. Hann var
okkur alltaf svo yndislegur og góð-
ur og gladdi okkur ávallt með nær-
veru sinni, því alltaf var stutt í
grínið hjá honum og tókst honum
með því að láta okkur gleyma öllum
heimsins áhyggjum ef einhveijar
voru.
Það var ávallt gott og gaman að
koma í heimsókn upp á Sunnó til
ömmu og afa þar sem alltaf var
tekið vel á móti okkur. Þá minn-
umst við einna helst þess þegar fjöl-
skyldan kom saman til að borða
hádegismat, „læri og rabbarbara-
graut" á sunnudögum. Afí og amma
voru alltaf áhugasöm um velgengni
okkar systranna þó svo að þau hafi
átt í svo erfíðum veikindum sem
raun bar vitni. Þau voru mjög sam-
rýnd hjón og það var mjög gott að
vera í návist þeirra sem sýnir sig
einna best á því að við systurnar
gistum oft þar heilu helgarnar og
var þá oft spilað langt fram eftir
nóttu við mikið grín og glens.
Elsku afí okkar og amma, nú
liggja leiðir ykkar loks saman á ný
eftir langa bið og megi ykkur líða
vel uns við sameinumst öll á nýjan
leik. Við systurnar eigum margar
fagrar og góðar minningar tengdar
ykkur, jafnt úr barnæsku sem frá
síðari árum. En nú er komið að
kveðjustund. Við viljum þakka allar
þær yndislegu samverustundir sem
við áttum saman og biðjum góðan
Guð að blessa ykkur og varðveita.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku mamma okkar og Sía,
megi góður Guð styrkja ykkur nú
í sorginni og um ókomna framtíð.
Fanný Svava og Henný Sif.
Nú hefur elskulegur afí minn
kvatt þennan heim eftir stutt en
erfið veikindi. Það er sárt að kveðja
þann sem við elskum þó að minning-
in lifi áfram í hjörtum okkar. Með
afa fer svo margt. Mig langar, afi
minn, að kveðja þig með þessum
ljóðlínum:
Eg kveð þig, elsku afi, síðasta sinni
með sárri hryggð, en blessuð minning þin
mun verma mig og lýsa á lífsbraut minni
sem ljós, er mér af himni bjartast skín.
Ó, afi minn, ég krýp við kistu þína,
af hvarmi falla tárin þung og heit.
En vorsins geislar vonarbjartir skína
og velqa fegurst blóm á grafarreit.
(Á.H.)
Elsku afi minn, þú reyndist mér
ætíð svo vel og alltaf var svo kært
með okkur nöfnunum. Hvíl þú í
friði, elsku afi.
Guðmundur Rúnar.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR,
Reyrengi 9,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn 31. mars.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Þröstur Þorsteinsson,
Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir.
t
Maðurinn minn og afi,
STEFÁN HERMANNSSON,
Otrateig 18,
lést 31. mars í Landspítalanum.
Katrfn Jóhannesdóttir,
Stefán Jóhannesson.
t
Ástvinur okkar,
GUÐJÓN GUÐJÓNSSON,
Hrauntúni 7,
Vestmannaeyjum,
áðurtil heimilis
á Lækjarvegi 2, Þórshöfn,
sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. mars, verður jarðsung-
inn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 4. apríl kl.
14.00. Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Charlotta Guðjónsdóttir,
Matthfas Þór Bogason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTIR
frá Eyjarhólum,
Mýrdal,
sem andaðist á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 25. mars,
verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju, Mýrdal, miðvikudaginn 5.
apríl kl. 14.00.
Anna M. Þoriáksdóttir, Páll Auðunsson,
Rósa Haraldsdóttir,
Indriði H. Þorláksson, Rakel Jónsdóttir,
Guðrún S. Þorláksdóttir,
Ingólfur H. Þorláksson, Guðrún Ingólfsdóttir,
Nanna Þorláksdóttir, Sæmundur Örn Sigurjónsson,
Þórarinn Þorláksson, Kristm Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn,
BJARNI PÉTURSSON
fyrrv. bóndi og stöðvarstjóri,
Fosshóli, Suöur-Þing.,
Hólmgarði 46,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
4. apríl kl. 13.30.
F.h. barna, tengdabarna, barnabafna og barnabarnabarna,
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
GUÐRÚN S. EINARSDÓTTIR
frá Hróðnýjarstöðum,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í
Reykjavík miðvikudaginn 5. apríl
kl. 13.30.
Steinunn Árnadóttir, Gunnar A. Aðalsteinsson,
inga Árnadóttir, Sigurður Markússon,
Guðrún L. Árnadóttir, Guðmundur Benediktsson,
Árni J. Árnason, Edda Þorsteinsdóttir,
Brynhiidur Erna Árnadóttir,
barnabörn og aðrir afkomendur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Sunnuvegi 27,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
mánudaginn 3. apríl kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðn-
ir að láta Krabbameinsfélag Islands
njóta þess.
Sigrún Guðmundsdóttir, Kristinn Bjarnason,
Björg Elín Guðmundsdóttir, Bjarni Vilhjálmsson
Guðmundur Rúnar Kristinsson,
Fanný Svava Bjarnadóttir,
Henný Sif Bjarnadóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
ÓSKAR JÓHANN GUÐMUNDSSON
vélstjóri
frá Vestmannaeyjum,
Háaleitisbraut 14,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
mánudaginn 3. apríl kl. 13.30.
Marfa Magnúsdóttir, Sævar Óskarsson,
Elín Ósk Óskarsdóttir, Arngrímur Þorgrfmsson,
Anna Maggý Óskarsdóttir, Pálmar Þór Snjólfsson,
Óskar Þór Arngfmsson, Eygló Björk Páimarsdóttir,
Arnar Már Pálmarsson, María Rós Arngrímsdóttir.
+
Hjartkáer sonur minn og bróðir okkar,
RÓSINKAR GUÐMUNDSSON
frá Höfða,
Gnoðarvogi 68,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðju-
daginn 4. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Málfríður Marfa Jósefsdóttir
og systkini hins látna.