Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirlýsing frá Svani Kristjánssyni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Svani Kristjánssyni prófessor: í Morgunblaðinu í gær voru höfð eftir mér orð er ég Iét falla á fundi stjórnmálasamtakanna Þjóðvaka þann 30. mars síðastlið- inn, en þar hafði ég verið beðinn að tala sem stjórnmálafræðingur. Ég hef orðið var við að orð mín eru almennt skilin sem gagnrýni á Þjóðvaka og vil því hér með setja þau i rétt samherigi. Stjómmálaflokkar á íslandi gefa afar sjaldan út yfirlýsingar um hvað taki við eftir kosningar. Kjósendur hafa engin áhrif á sam- setningu ríkisstjórna því þeir vita ekki hvaða afstöðu flokkamir hafa í þeim efnum. Svigrúm flokkanna er þó mikið, enda tilgangurinn sá, en stefna þeirra verður kannski að sama skapi óljós. Forysta Þjóðvaka minnkaði svigrúm sitt í þessari kosningabar- áttu með yfírlýsingu sinni um að samtökin vildu ekki fara í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum að kosningum loknum. Á hinn bóginn er stefna Þjóðvaka skýrari fyrir vikið. Ljóst er nákvæmlega hvað mun ekki taka við eftir kosn- ingar. Með yfirlýsingunni hefur Þjóðvaki dregið mjög úr svigrúmi sínu, en að sama skapi aukið svig- rúm kjósenda. í lýðræðisþjóðfélagi hlýtur hið síðarnefnda að vega þyngra. UA veiðir og vinnur rækju VEIÐAR og vinnsla á rækju hófst í ársbyijun hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa en slík starfsemi hefur ekki verið reynd hjá félaginu áður að því er fram kemur í ÚA-fréttum. Gert er ráð fyrir að Svalbakur EA-2 verði hluta af árinu á rækju- veiðum enda skipið sérstaklega út- búið til slíkra veiða, fullkomin rækju- vinnsla er um borð, öflugir lausfryst- ar og það er sérstaklega styrkt til veiða í ís. Þá er það búið sam- byggðri flottrolls- og togvindu sem gerir því kleift að draga tvö troll. Vonir eru bundnar við rækjuveiðar á Dohrnbanka, utan kvóta, en þar er að fínna stærstu og verðmestu rækjuna. Fulltrúi japanska fyrirtækisins Nitcero, eins stærsta fískinnflytjanda landsins, fór með Svalbak í fyrsta rækjutúrinn og lýsti hann áhuga á að kaupa alla rækjuframleiðslu ÚA. Þú getur treyst Fagor WL Glæsilegar Fagor þvottavélar hafa sannað ágæti sitt hérlendis sem og víðar í Evrópu.Fjöldi ánægðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning. , RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 tt-U44 Kr.4/.9UU,- stgr. Munalán, Visa og Euro-raftgrei&slur l'VOI J AVH.Ai: I l'l’l'VOITAVI'I.AK III.WNART I.KI K.l I.ISKAPAK SJONVl'ÍRP MVNDHANII.ST/1.KI Ný rannsóknadeild hjá Vegagerðinni Fáum ýmislegt í gegnum EES- samninginn Rannsókna- og þróun- arsvið Vegagerðar ríkisins er nýtt af nálinni'og heyrir beint und- ir vegamálastjóra. Deildin annast rekstur rannsókna- stofu Vegagerðarinnar og ráðgjöf til annarra deilda og umdæma í jarðfræði og jarðtækni, auk sam6kipta við erlenda rannsóknarað- ila. - Við hvaða lönd á deildin helst samstarf? „Það eru fyrst og fremst Norðurlöndin, ekki síst Noregur því við höfum mik- ið notað norska vegagerð- arstaðla. Norðurlöndin skiptast einnig mikið á tæknilegum upplýsingum og höfum við fengið mikla aðstoð frá þeim gegnum árin.“ - Hvað greinir okkur helst frá þeim í vegagerð? „í fyrsta lagi eru færri sem nota vegina og síðan eru það loft- lagsaðstæður. Við erum með frost í vegum sem ekki er í stórum hluta Evrópu og því eru allt aðrar að- ferðir notaðar við að hanna þá og byggja. Það er einnig dýrara því nota þarf vandaðri efni.“ - Hvað með samstarf við Evr- ópusambandið? „Við höfum skuldbundið okkur til þess að taka upp ESB-staðla í gegnum EES, til dæmis hvað varðar öxulþunga og fieira. Staðl- arnir eru frábrugðnir okkar að ýmsu leyti og síðan eru aðrar próf- unaraðferðir notaðar á efni til vegagerðar. Einnig má nefna nýj- ar reglur um leyfilegan þunga ökutækja. Þar er um að ræða hærri þyngd á hvem öxul, en lægri heildarþunga alls ökutækisins á móti.“ - Þjónar það einhverjum til- gangi öðrum en að standa við samninginn? „Þetta er eitt af því sem við verðum að taka upp. Við verðum að geta tekið við ökutækjum og sent ökutæki héðan sem eru lögleg í Evrópu ef menn fara út í vöru- flutningá milli landa með Nor- rænu. Við bara aðlögum okkur þessu. Sumt teljum við til bóta og annað ef til vill ekki.“ „Við teijum að við fáum ýmis- legt í gegnum samninginn. Það eru gífurlega miklir peningar lagð- ir í þróunarvinnu, til dæmis hvað varðar sjálfvirkar upplýsingar til vegfarenda. Það er mikil vinna í gangi niðri í Evrópu um það sem við munum geta nýtt okkur.“ - Vegagerðin hefur verið ásökuð nýverið um að vera úr takti við tímann. Er von á bættri upplýs- ingamiðlun til vegfarenda? „Við erum farnir að skoða þá hluti. Til dæmis upplýsingamiðlun í gegnum farsímakerfi. Einnig er talað um að í framtíðinni verði í öllum flutningabílum litlar tölvur | sem geta tekið við upplýsingum beint á skjá eða sent inn í okkar miðstöðvar. Menn séu því alltaf meðvitaðir um ástand vegakerfis- ins, hvort sem um er að ræða ófærð, viðgerðir eða vatnsflóð. Það eru ekki mörg ár í að slíkt komist í gagnið. Einnig er rætt um tækjabúnað sem auðveldað gæti snjómoksturs- mönnum að finna vegi í miklum snjóþyngslum, til dæmis einhvers konar skynjara í malbikinu eða meðfram vegum. Á síðustu vikum hefur reyndar komið í Ijós að við ► HREINN Haraldsson er verkefnisstjóri vegna fram- kvæmda við Vestfjarðagöng og framkvæmdastjóri rann- sókna- og þróunarsviðs Vega- gerðar ríkisins. Hreinn fædd- ist 24. júní 1949 og varð stúd- entfráMR 1971. Arið 1974 lauk hann BS-prófi í jarðfræði frá HÍ og doktorsprófi frá Uppsalaháskóla í Sviþjóð 1981. Hreinn hóf störf hjá Vega- gerðinn strax að loknu námi og tók við núverandi starfi í nóvember 1994. Hann er kvæntur Ólöfu Ernu Adams- dóttur stjórnarráðsfulltrúa og erum framar mörgum öðrum þjóð- um hvað varðar upplýsingar um veðurfar við vegi, t.d. í gegnum textavarpið." - Hver eru helstu verkefni sem blasa við í náinni framtíð? „Það er fyrst og fremst að leggja slitlög og byggja vegi upp úr landi þar sem þeir eru niður- grafnir. Síðan er næsta skref að leysa vandamál vegna stærri far- artálma, með því að gera fleiri göng gegnum fjöll eða byggja fleiri brýr. Vestfjarðagöngin eru eitt dæmið. Síðan má nefna þrösk- ulda frá Neskaupstað, Seyðisfírði og Vopnafirði yfir í almenna vega- kerfið, loks Siglufjörð og Akur- eyri. Menn hafa skoðað möguleika á jarðgöngum í stað fjallvega og búið er að gera tillögur þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar. Austfjarðagöng eru væntanlega þau næstu sem gerð verða og greidd af rík- inu. Þar er um að ræða þrenn göng, 16-17 kílómetra, til að losna við Oddsskarð og Pjarð- arheiði." - Hvað á eftir að gera í Vest- ljarðagöngum ? „Það má líkja því sem búið er við fokhelt hús. Það á eftir að styrkja bergið endanlega, leggja mikið af frárennslislögnum, byggja veg í botn ganganna og leggja á hann slitlag, setja plötur í loft þar sem vatnsleki er til að vísa því frá akbrautinni, setja merkingar og öryggisbúnað á borð við neyðarsíma, loftræstikerfi, lýs- ingu og ýmislegt fleira. Næsta vetur verður leyfð umferð um göngin þótt slitlag verði ekki kom- ið á. Þau verða ekki vígð endan- lega fyrr en síðsumars 1996. Reyndar er opið tvisvar á dag á vissum tímum til Suðureyrar því búið er að vinna heldur meira í þeim hluta ganganna." Miðlun upp- lýsinga um farsíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.