Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ELINROS HELGA
HARÐARDÓTTIR
+ Elínrós Helga
Harðardóttir
fæddist í Reykjavík
12. febrúar 1964.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Þórdís Sólveig
Valdimarsdóttir og
Hörður Þór Snorra-
son. Árið 1968 flutt-
ist hún með þeim til
Hriseyjar og ólst
þar upp. Systkini
hennar eru Guðrún,
f. 16.6. 1967, og Pálmi Viðar,
f. 21.10. 1973.
Elínrós giftist Gunnlaugi
Höskuldssyni árið 1994. Synir
hennar eru Hörður Þór Jóhann-
esson, f. 23.1. 1982, og Stein-
grímur Jóhannesson, f. 30.9.
1984.
Útför Elínrósar fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun.
AÐ MORGNI 26. mars sl. barst
okkur sú fregn að Helga frænka
(eins og hún var alltaf kölluð) væri
dáin, en hún hafði þá barist hetju-
lega um allnokkra hríð við ólækn-
andi sjúkdóm.
Trú, von og kærleikur er það
fyrsta sem kemur í huga manns,
þegar okkur er hugsað til Helgu.
Trúin og vonin um að læknast af
sjúkdómi sínum var það sem dreif
hana áfram og af kærleik átti hún
nóg af í garð ástvina, drengja sinna
og eiginmanns, sem barðist hetju-
lega með henni og gaf aldrei upp
vonina.
Helga ólst upp í Hrísey þar sem
foreldrar hennar búa enn í dag. En
þeir sem til Hríseyjar hafa komið
vita að þar eru mjög sérstakar og
skemmtilegar aðstæður og áttum
við þar skemmtilega daga sem litlar
stelpur á sumrin þegar farið var
norður.
Fyrir sex árum á ferð um landið
kom Helga með ijöl-
skyldu sína í heimsókn
til Áslaugar og fjöl-
skyldu að Hömrum í
Haukadal. Þar áttum
við skemmtilega daga,
drengirnir voru þar
mjög áhugasamir, sóttu
beljumar, gáfu öndun-
um og vildu helst verða
stórbændur strax á
morgun. Mikið hlógum
við af þessu öllu saman,
og eru þetta ógleyman-
legar stundir sem gott
er að minnast.
Þau hjónin voru allt-
af kát og glöð þegar komið var í
Lindasmárann til Fjólu og Qöl-
skyldu. Oft var það sem að Steini,
yngri drengur hennar, varð eftir
hjá Rannver frænda sínum, þeim
báðum til mikillar ánægju, og megi
það samband haidast áfram.
Elsku frænka, við þökkum þér
fyrir allar þær stundir og minningar
sem við eigum um þig, þeim munum
við seint gleyma.
Elsku Gulli, Hörður, Steini, for-
eldrar og systkini, megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni og vottum
við ykkur okkar innilegustu samúð,
blessuð sé minning Helgu.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Ailir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir qonum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins tii þig aftur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Áslaug og Fjóla Finnsdætur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTfN SIGRÍÐUR ÓLAFSSON,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 15.00.
Ólafur Ragnarsson,
Oddný M. Ragnarsdóttir,
Kristín R. Ragnarsdóttir,
Ragnar Ragnarsson,
Jóhanna María Lárusdóttir,
Hrafnkell Ásgeirsson,
Geir A. Gunnlaugsson,
Dóra Steinunn Astvaldsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær systir mín,
STELLA REYKDAL
Bergþórugötu 55,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 4. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Rauða kross íslands.
Kristján J. Reykdal,
Gylfi Reykdal,
Jón Reykdal,
Kristín Vigfúsdóttir,
Ragnhildur Vigfúsdóttir,
Ástríður Vigfúsdóttir.
t
Elskulegu vinir, við hjónin og synir okk-
ar fáum seint fullþakkað samúð og vin-
áttu við fráfall dóttur okkar og systur,
BERGÞÓRU GUÐRÚNAR ÞORBERGS-
DÓTTUR,
gjafir til góðra verka í minningu hennar
og minningarorð.
Sérstakar þakkir fá félagar hennar í
Háskólakórnum og Lúðrasveit verka-
iýðsins, sem settu svip á kveðjuathöfnina
og valkyrjurnar sem sáu um erfidrykkjuna.
Hildur Bjarnadóttir, Þorbergur Þorbergsson,
MINIMINGAR
Elsku Helga mín, nú ert þú farin
til Guðs og bíður okkar hinna. Ég
á svo margar yndislegar minningar
sem mig langar að deila með öllum
en ef ég minnist léttleikans, hláturs-
ins, gleðinnar og svo hetjulegrar
baráttu þinnar við ógnvænlegan
sjúkdóm, þá eru þetta minningar
sem við þekkjum öll af þér, þú varst
einstök kona, umtöluð og dáð fyrir
baráttu þína og viðhorf gagnvart
sjúkdómnum sem heijaði á þig sl.
tvö ár, svo stuttan tíma, svo sárt
að vera áhorfandi og svo lítilsmegn-
ugur.
Ég þakka innilega fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, elsku frænka
mín, og ég og trúi því að þér líður
vel núna hjá Guði, laus við öll mein,
frjáls.
Kæru Gulli, Hörður og Steini,
Dísa frænka og Hörður, Guðrún,
Pálmi og Andri, mínar innilegustu
samúðarkveðjur og hluttekning
með sálmi 23:
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mina,
og í húsi drottins bý ég
langa ævi.
(Úr Davíðssálmi nr. 23)
Guð blessi þig. Þín frænka,
Dagný Björk og fjölskylda.
Hún Helga frænka mín er dáin.
Þótt maður vissi hvert stefndi
síðustu misseri, er alltaf erfitt að
horfast í augu við endalokin. Veik-
indi Helgu voru mikil og erfið en
hún sýndi ótrúlegan baráttuvilja og
þrek þennan tíma og kvartaði
aldrei. „Ég er bara hress, það þýð-
ir ekkert annað," var hún vön að
segja þegar spurt var um líðanina.
Þær voru margar ferðimar milli
Akureyrar og Reykjavíkur milli
lyfja- og geislameðferðanna og
reyndi þá á fjölskylduna að standa
saman því fjarvistir urðu stundum
langar og strangar. Gulli eiginmað-
ur Helgu var hennar stoð og stytta,
traustur og umhyggjusamur allan
tímann, og sama má segja um for-
eldra Helgu, þau Dísu og Hörð.
Þegar ég minnist Helgu frænku
minnar koma upp í hugann fallegar
myndir úr Hrísey, þegar við sem
smástelpur vorum í vist saman,
tíndum ber í skyrið, sem reyndust
vera lambaspörð þegar heim var
komið og hlógum við oft að því síð-
ar. Við deildum gleði og sorg
bernskuáranna, hlógum í grasinu,
lékum okkur í fjörunni og alltaf
skein sólin í Hrísey. Helga bar ekki
tilfinningar sínar á torg en var allt-
af tilbúin að hlusta á aðra og var
trú og trygg sínum vinum. Hún
hafði góðan húmor og var skemmti-
lega stríðin og ég sé hana fyrir
mér við eldhúsborðið, með kaffiboll-
ann fyrir framan sig, hlæja þessum
dillandi, smitandi hlátri með tárin
rennandi niður kinnarnar.
Helga og Gulli höfðu búið sér
fallegt heimili í Móasíðunni ásamt
sonum Helgu, þeim Herði og Steina;
góðum og einlægum drengjum, og
alltaf var vel tekið á móti mér og
mínum fyrir norðan.
Það er erfitt að kveðja unga konu
í blóma lífsins og sár missir fyrir
tvo unga syni, eiginmann, móður,
föður, systur og bróður. Ég bið guð
að blessa þau öll og styrkja í þeirra
þungu sorg. Við Helga töluðum síð-
ast saman um mikilvægi þess að
hafa sólina og ljósið í hjarta og
huga. Látum minninguna um Helgu
lýsa upp döpur hjörtu okkar og létta
hugi okkar á erfiðum stundum. Ég
trúi því að amma og afi og góður
frændi hafi tekið á móti henni með
hlýjum opnum örmum á þeim stað
þar sem þjáningar fyrirfmnast ekki
og eilíf hamingja ríkir. Guð blessi
þig, elsku Helga frænka mín.
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Það er skrítið, að áður fyrr þegar
mér var hugsað til Helgu var hún
alltaf „litla frænka“ í mínum augum.
Helga var rúmum fimm árum
yngri en ég. Þegar hún síðan stálp-
aðist og vildi leika sér við okkur
hina krakkana fannst mér ég taka
niður fyrir mig að leika við svona
smá stelpuhnokka.
Þegar Dísa frænka og fy'ölskylda
fluttust norður í land hittumst við
æ sjaldnar, og í þau fáu skipti sem
við hittumst vorum við Helga alltaf
hálffeimnar hvor við aðra og náðum
því aldrei þá að kynnast nógu vel.
Fyrir bráðum nítján árum fluttist
ég til Svíþjóðar, þar af leiðandi rofn-
aði næstum allt samband mitt við
frænkur mínar og frændur á ís-
landi, nema þá í gegnum mömmu
mína og systur.
í júní ’93 var ég heima og þá
var haldið ættarmót. Þá fékk ég
loksins tækifæri til að hitta næstum
allt skyldfólk mitt að nýju. Það var
svo gott og gaman að fá að hitta
allt þetta fólk, alla þessa ættingja
eftir svona mörg ár. Áð finna skyld-
leikann, rifya upp gamlar minningar
og allt annað sem við eigum sam-
eiginlegt.
Þar hitti ég líka Helgu, „litlu
frænku". En hún var ekki lengur
„litla frænka", aldursmunurinn var
ekki svo mikill lengur. Við vorum
orðnar konur með börn á svipuðum
aldri. Það var mikið talað þessa
helgi, um allt milli himins og jarð-
ar, um sorg og gleði. Helga virtist
líta björtum augum á framtíðina
og var mjög hress miðað við það
að hún hafi farið í læknisaðgerð til
Svíþjóðar tæpum tveim mánuðum
áður.
í fyrrasumar var ég í löngu sum-
arfríi heima á íslandi og þá hitti
ég Helgu frænku aftur. Við komum
saman sjö frænkur og höfðum litið
„frænkupartý", nokkrar komu frá
Reykjavík, nokkrar utan af landi,
ein sem býr í Afríku og svo ég frá
Svíþjóð. Það var glatt á hjalla þetta
kvöld en undir niðri fundum við
allar fyrir þeirri alvöru sem lá á
bakvið. Þetta gat orðið síðasta
skiptið sem Helga frænka var með
okkur. Þó að hún bæri sig vel og
væri hress og dugleg, gátum við
lesið það úr augum hennar hvað
þetta var allt saman erfítt. Þvílík
lífsreynsla sem , þessi unga kona
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, vináttu og marg-
háttaðan stuðning við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, sonar,
tengdasonar og bróður,
ÞÓRARINS GUÐNASONAR
frá Raufarhöfn,
Meistaravöllum 5.
Sérstakar þakkir til Lionsklúbbsins
Vála.
Margrét Helga Sigurðardóttir,
Margrét Unnur, Egill, Óðinn,
Helga Jónsdóttir,
Margrét Unnur Steingrímsdóttir, Sigurður St. Þórhallsson,
og systkinin.
þurfti að ganga í gegnum. En Helga
stóð sig eins og hetja!
Nokkrum vikum seinna, sama
sumar, fór ég og fyölskylda mín í
ferðalag norður. Þá skruppum við
í smá heimsókn til Helgu. Það var
gott að koma til hennar og fyöl-
skyldunnar, að fínna hlýjuna og
kærleikann sem ríkti á milli þeirra
og á heimilinu. Við sátum þama
góða stund og röbbuðum saman um
lífið og tilveruna, ósköp afslappað
og fijálslegt. Þessi heimsókn var
og^er mér mikils virði.
í gær þegar ég fékk þessa sorg-
arfrétt, að Helga væri dáin, brast
ég í grát. Þó svo að við vissum að
þetta gæti líklega bara farið á einn
veg, lifðum við samt í von um
kraftaverk.
Elsku Gulli, Hörður og Steini,
Dísa, Hörður, Guðrún og Pálmi.
Missir ykkar er mikill, en ég bið
Guð að styrkja ykkur öll á þessum
erfíðu stundum.
Elsku „litla frænka", takk fyrir
að ég fékk tækifæri til að kynnast
þér einu sinni enn.
Linda frænka og fjölskylda
í Svíþjóð.
Þín minning öllu æðri.
Ofar moidum skín.
Er góðra verður getið
mun getið verða þín. (Q j)
Hún Helga er dáin.
Þessi orð hljóma í eyrum okkar,
orð sem maður vill ekki trúa, þrátt
fyrir erfið veikindi hennar.
Hún Helga sem alltaf var svo
hlý, og stutt í hláturinn hjá henni
og styrkur henanr og kraftur í veik-
indunum var ótrúlegur. Þess vegna
var svo fyarlægt okkur að hún væri
að fara svo fljótt.
Best þekktum við Helgu í gegn-
um vinnu okkar. Þar var oft stutt
í grínið og glensið hjá henni og var
margs að sakna þegar hún fór í
veikindafrí fyrir rúmlega ári.
Hún var fyrst til í að mæta á
skemmtanir ef eitthvað stóð til og
var hrókur alls fagnaðar. Nú þegar
sól hækkar á lofti og vorið er í
nánd, fellur ein rós, rós sem gaf
frá sér orku og yl.
Guð geymi þig, elsku Helga.
Kæri Gulli, þú sem stóðst eins
og klettur við hlið hennar, við send-
um þér, Herði, Steina, foreldrum
Helgu og systkinum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Trúarinnar traust og styrkur
tendrar von í döpru hjarta
eilífðin er ekki myrkur
eilífðin er ljósið bjarta.
(H. Sæmundsson.)
Gréta og Bryndís.
Baráttu Helgu við illvígan sjúk-
dóm er lokið. Það er erfítt að skilja
af hveiju ung kona er hrifín burtu
frá manni, bömum og fyölskyldu
en einhver hlýtur tilgangurinn að
vera. Það var um haustið 1987 sem
ég kynnist Helgu, ég var þá nýflutt
inn í íbúð í sama stigagangi, nýkom-
in í bæinn og þekkti fáa. Við Helga
urðum fljótt vinkonur, og núna fara
í gegnum huga minn allar þær ynd-
islegu samverustundir sem við átt-
um saman.
Aldrei heyrði ég Helgu kvarta,
þó að hún hafí örugglega oft haft
ástæðu til í gegnum sitt sjúkdóms-
stríð, hún var svo dugleg og ætlaði
sér að yfirstiga sjúkdóminn. Alltaf
stóð Gulli við hlið Helgu og studdi
hana í gegnum allt. Gulla var það
einhvern veginn lagið að fylla Helgu
bjartsýni, þegar erfíðu stundirnar
komu.
Elsku Helga, ég mun aldrei
gleyma þeim stundum sem við átt-
um saman, þær munu fylgja mér
þangað til við hittumst aftur.
Elsku Gulli, Steini, Hörður og
aðrir aðstandendur, ég bið Guð um
að styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Minn Jesús andlátsorðið þitt,
i mínu hjarta ég geymi,
sé það ög lika síðast mitt,
þá sofna ég burtu úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Inga Dóra Steinþórsdóttir.