Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 19
• Vió leituóumst
vió aó skapa
heildstæóa mynd
byggóar og um-
hverfis og var
mjög hugaó aó
skapa sem mest
skjól, jafnt aó
sumri sem vetri,“
sögóu þeir Gylfi
og Siguróur Jó-
hann arkitektar
settur við þjóðveginn, í góðum
tengslum við skólasvæðið og
íbúðabyggðina sjálfa, svo og við
hugsanlega þjónustustaði við
ferðamenn.
Beðið eftir hættumati
Það hefur þegar komið fram í
frétt í Morgunblaðinu, haft eftir
Jóni Gauta Jónssyni sveitarstjóra
í Súðavík, að heimamenn væru
mjög ánægðir með hina nýju skipu-
lagstillögu. En hvert er álit Stefáns
Thors, skipulagsstjóra, á hinu nýja
byggingarsvæði í Súðavík og hinni
útvöldu tillögu sem lögð verður
væntanlega til grundvallar þegar
framkvæmdir heíjast við uppbygg-
ingu hinnar nýju Súðavíkur?
„í fyrsta lagi tók hreppsnefnd
Súðavíkur þá ákvörðun að byggja
upp nýja Súðavík á landi Eyrar-
dals fyrir innan gömlu Súðavík,“
sagði Stefán. „Til er skipulag, stað-
fest fyrir Súðavík og samkvæmt
því skipulagi er gert ráð fyrir fram-
tíðarbyggð á þessu svæði. Það má
því segja að þessi ákvörðun sé í
samræmi við það gamla skipulag.
Þetta svæði er flatlendara en
það sem núverandi byggð er á, og
á þessu svæði er barnaskólinn,
kirkjan og Langeyrin, þar sem
áður var atvinnustarfsemi. Upp-
haflega, þegar byggð fór að mynd-
ast á Súðavík, var mjög horft til
þessarar landspildu sem svæðis
fyrir byggðina, en niðurstaðan
varð hins vegar sú að byggja upp
þar sem Súðavík er í dag, upp af
höfninni.
Fyrsta spurningin sem vaknar
er hvort þetta svæði sé öruggt með
tilliti til snjóflóða. Svo hefur alltaf
verið talið, en að fenginni reynslu
er nauðsynlegt að kanna það sér-
staklega áður en framkvæmdir
hefjast. Vegna þess hversu hratt
hreppsnefnd hefur viljað vinna að
uppbyggingunni liggja ekki enn
fyrir niðurstöður úr hættumati sem
unnið er að á vegum Ofanflóða-
nefndar. Það er hins vegar alveg
ljóst að þessar niðurstöður þurfa
að liggja fyrir áður en fram-
kvæmdir verða hafnar.
Það er margt sem bendir til
þess að þetta sé ekki hættusvæði,
en núna vinnur norskur sérfræð-
ingur og Veðurstofan að greinar-
gerð sem að skýrir þetta mál.
Sex aðilum var boðið að þessari
skipulagssamkeppni og sú tillaga
sem valin var til útfærslu er mjög
vel unnin og í henni er tekið mjög
gott tillit til aðstæðna og hún
byggist á góðum skilningi á því
hvernig samfélag eins og Súðavík
gæti best þróast,“ sagði Stefán
Thors að lokum.
kommóður-skrifborð - sófar - skápar - styttur
Ijósakrónur-gólflampar- o-
o
-s;
co
co
ANTIK - UTSALA
Allt að 70% afsl.
O*
05
C/D
Opið alla helgina
UslsILl fVi
Grensásvegi 3
sófaborð - Ijósakrónur - gólflampar - sófaborð - rúm - kistur - fataskápar -
C/5
CO
Jafnar greiðslur
Óverðtryggð lán
til allt að 5 ára með jöfhum greiðslum
allan lánstímann!'
íslandsbanki vill stubla aö stööugleika í fjármálum heimilanna og býöur nú nýjan
lánamöguleika. Óverötryggö lán til allt aö S ára meö jöfnum greiöslum allan lánstímann.
Leitaöu upplýsinga í nœsta útibúi bankans.
ISLANDSBANKI
- í takt viö nýja tíma!
*Um er aö rœöa jafngreiöslulán. Creiöslubyröi þessara lána veröur jöfn út lánstímann á meöan vextir breytast ekki.