Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 4

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 4
4 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 26/3 - 1/4 ► Jóhannes Nordal stjórn- arformaður Landsvirkjun- ar segir að stórfelld breyt- ing hafi orðið í þróun i orkufrekum iðnaði og að nú sé rétti tíminn til að semja um nýja stóriðju. Stækkun álversins og járn- blendiverksmiðjunnar séu vænlegustu kostimir. ► Sérfræðilæknar hafa ákveðið að stefna heil- brigðisráðherra vegna til- vísanakerfísins en munu þó reyna fram yfir kosningar að vinna að því að fá reglu- gerð um tilvísanir hnekkt. Aðilar málsins hafa vísað útreikningum hvors annars á bug. ► Forsætisráðherra hvet- ur til þess að leitað sé sátta í deilunni um tilvisanakerf- ið og telur ekki óeðlilegt að gildistöku þess sé fre- stað á meðan. Hann segir meirihluta þingflokks sjálf- stæðismanna hafa fallist á rök sérfræðilækna gegn kerfínu. Formaður Alþýðu- flokksins telur yfirlýsingn forsætisráðherra bera vott um lítinn stuðning við heil- brigðisráðherra sem sé að framfylgja mótaðri stefnu ríkisstjórnarinnar allrar. ► Olíufélagið hf. og Skelj- ungur hf. tilkynntu í vik- unni að framvegis bjóðist viðskiptavinum þeirra að dæla sjálfir bensíni á bíla sína á ákveðnum bensín- stöðvum og greiða lægra verð fyrir. Annir voru á bensínstöðvunum og segja félögin breytinguna hafa fallið í góðan jarðveg hjá neytendum. ► Valsmenn urðu fslands- meistarar í handknattleik karla þriðja árið í röð eftir að hafa sigrað KA í fímm leikja úrslitaviðureign. Verkfalli kennara lokið KENNSLA hófst að nýju í grunn- og framhaldsskólum á fímmtudag eftir að samninganefndir kennara og ríkis- ins höfðu samþykkt sáttatillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram. Kjara- samningur á grundvelli tillögunnar, sem gildir til tveggja ára, var undirrit- aður á miðvikudag og er talinn fela í sér 15% beina launahækkun og lægri kennsluskyldu sem metin er tii 4-5% kjarabótar. Launagjöld ríkissjóðs hækka um 1.400 milljónir á ári í stað 1.200 milljóna samkvæmt fyrra til- boði samninganefndar ríkisins. Verk- fall stóð til föstudagskvölds i Verslun- arskóla íslands þar sem ágreiningur var um ráðningarréttindi kennara. Öryggisgæsla í verkfalli flugfreyja FLUGFREYJUR, sem efndu til verk- falls frá þriðjudegi til fímmtudags, gripu til aðgerða til að hefta innan- landsflug Flugleiða á miðvikudag og koma þannig í veg fyrir að um 20 menn í stjórnunarstöðum frá félaginu gengju í störf þeirra. Flugleiðir höfðu þjálfað helstu stjómendur til að sinna öryggisgæslu um borð í vélum félags- ins í því skyni að halda uppi flugi í verkfallinu. Flugfreyjur telja að að- eins 4-5 yfírmenn þeirra hafí haft heimild til að ganga í störfin. Deiluað- ilamir em á öndverðum meiði varð- andi lögmæti þessara aðgerða flug- freyja. Talsverð röskun varð á flugi meðan á verkfalli flugfreyja stóð en félagið hélt þó uppi millilandaflugi og innanlandsflugi samkvæmt sérstakri neyðaráætlun. Fimm bjargað FIMM manns, áhöfnum tveggja trillu- báta, var bjargað heilum á húfí um borð í Farsæl GK frá Grindavík eftir að trillurnar sukku um átta sjómílur suður af Krísuvíkurbjargi á mánu- dagskvöld. 59 farast þegar þota hrapar í Rúmeníu 59 MANNS biðu bana á föstudag þeg- ar farþegaþota af gerðinni Airbus í eigu rúmenska flugfélagsins Tarom hrapaði um þrem mínútum eftir flug- tak nálægt Búkarest. Rúmensk yfír- völd sögðu að enginn hefði komist af. Að sögn flugfélagsins voru 49 farþeg- ar um borð, auk tíu manna áhafnar. Þotan var á leiðinni til Brussel og far- þegamir flestir belgískir. Sjónarvottur sagði að sprenging hefði orðið í aftur- hluta þotunnar áður en hún hrapaði og gífurleg sprenging varð einnig þeg- ar þotan skall til jarðar. Þotan gjö- reyðilagðist. ERLENT BRIAN Tobin heldur á lofti undirmáls-grálúðu úr afla spænsks togara. Spánverjar hefja grálúðuveiðar á ný SPÆNSKU togaramir á grálúðumið- unum við Kanada hófu veiðar að nýju á þriðjudag undir vemdarvæng varð- skips. Breska stjórnin kvaðst ætla að beita neitunarvaldi gegn hugsanlegri tillögu innan Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Kanada vegna deil- unnar og skoraði á Spánveija og Kanadamenn að lægja öldurnar meðan viðræður færu fram. ► RÚSSAR sögðust á föstudag hafa náð bænum Shali í Tsjetsjníju á sitt vald, en bærinn var síðasta mikil- væga vígi tsjetsjenskra her- manna í uppreisnarhérað- inu. Rússar hafa nú um 80% héraðsins á valdi sínu og Oleg Soskovets, aðstoðar- forsætisráðherra Rúss- lands, sagði að hernaðarað- gerðunum yrði nú hætt. ALLTað 15.000 tyrk- neskir hermenn hófu stór- sókn gegn kúrdískum skær- uliðum í austurhluta Tyrk- lands á fimmtudag og að sögn tyrkneskra embættis- manna verða hernaðarað- gerðimar álíka umfangs- miklar og innrásin í Norður- írak. ► Stjóra múslima í Bosníu kvaðst á miðvikudag vera að íhuga að fjölga hermönn- um sínum í 200.000 og taldi nægan mannafla f 400.000 manna lið. Sljómin réð fólki frá þvi að nota fölsuð vega- bréf til að komast úr landi og sleppa þannig við her- þjónustu. HENRY Kissinger, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti til þess á miðvikudag að stofn- uð yrðu Fríverslunarsamtök N orður-Atlantshaf sríkj a í þvf skyni að binda þau nán- ari böndum og koma í veg fyrir ágreining. Hann hvatti til viðræðna milli Bandaríkj- anna og Evrópulanda um málið en sagði ekkert um hvort hann hefði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sérstaklega f huga. FRÉTTIR Söluaðilar síma- og fjarskiptabúnaðar ósáttir við uppstokkun hjá P&S „I hróplegn ósam- ræmi við úrskurð Samkeppnisráðs“ SAMTÖK seljenda síma- og fjar- skiptabúnaðar hafa ákveðið að leita til Samkeppnisstofn- unar vegna þeirrar ákvörðunar Pósts og síma að stofna nýtt aðalsvið utan um þann fjarskiptarekstur sem er eða getur orðið í beinni samkeppni við aðra aðila á markaðinum. Krist- ján Gíslason framkvæmdastjóri Rad- íómiðunar hf. hefur þegar sent stofn- uninni fyrirspurn varðandi þessa ráðstöfun. Síðastliðið haust óskaði Sam- keppnisráð eftir aðskilnaði sölu- deildar P&S frá annarri starfsemi sem nýtur einkaleyfísverndar til að fyrirbyggja að síðarnefndi rekstur- inn greiði niður viðskipti með not- endabúnað. Úrskurður þessi var til- kominn vegna kæru Kristjáns í Radíómiðun hf. „Stofnun þessa sk. samkeppnis- sviðs er í hróplegu ósamræmi við úrskurð Samkeppnisráðs og ég tel að samgönguráðherra hafi með reglugerð um þetta fyrirkomulag, hunsað gjörsamlega niðurstöður ráðsins og sýnt svo ekki verður um villst að einkafyrirtækin á markaði fyrir notendabúnað eiga ekki að fá að búa við jöfn samkeppnisskil- yrði,“ segir Kristján. Langt í virka samkeppni Hann kveðst telja að ráðherra beri alfarið ábyrgð á reglugerð um þetta mál, en P&S hafi þó of sterk ítök í ráðuneytinu að hans mati. „Með þessari niðurstöðu er seljend- um notendabúnaðar gefíð langt nef, vinna þeirra og allur minn málarekstur þegar ég kærði til Samkeppnisstofnunar á sínum tíma, er til einskis ef að Samkeppn- isráð lætur þessa uppstokkun við- gangast," segir Kristján. Hann kveðst telja að væri virkri samkeppni í rekstri farsímakerfa komið á, myndi það nægja til að jafna hlut annarra seljenda síma- og fjarskiptabúnaðar. Hins vegar sé langt í að virkri samkeppni verði komið á fót á þessum vettvangi. „Samkeppnissviðið nýja er ekki sjálfstætt hlutafélag eins og gerist erlendis, heldur deild innan P&S sem fær afhent á silfurfati alla uppbyggingu P&S á þessu sviði sér að kostnaðarlausu og þarf ekki að afskrifa neitt, á meðan rekstraraðil- ar nýs símakerfis þyrftu að hefja íjárfestingar frá byrjun og afskrífa í samræmi við það. Menn þurfa að hugsa glæfralega til að leggja í Samtök seljenda síma- og ijarskiptabúnaðar og Kristján Gíslason fram- kvæmdastjóri Radíómið- unar hf. vilja að Sam- keppnisstofnun kanni nýtt fyrirkomulag hjá P&S, sem Kristján segir gefa einkafyrirtækjum á þessu sviði langt nef. slíka samkeppni," segir hann. Þórður Gíslason formaður SFF segir að eins og málin horfí við í dag, fái samkeppnissviðið nýja rekstur NMT-farsímakerfisins og GSM-farsímakerfisins til umráða auk rekstur boðkerfis og kaup og sölu notendabúnaðar o.fl., og sé fyrir vikið í lófa lagt að lækka verð farsímatækja til að kaupa sem flesta viðskiptavini og afla sér tekna á þann hátt. Þetta þýði að allir aðrir sem standa að sölu viðkom- andi fjarskiptatækja í dag, séu mjög illa settir. „Væru hins vegar annar aðili á markaðinum sem ræki GSM-sím- stöð og dreifíkerfi, væri komin til sögu samkeppni sem hjálpaði okkur að selja inn á kerfín hjá hvorum fyrir sig, í stað þess að P&S sé einn í aðstöðu til að lækka verð tækj- anna til að geta selt inn á sitt kerfi,“ segir Þórður. A ábyrgð ráðherra „En á meðan ekki er um að ræða virka samkeppni á sviði rekstrar farsímastöðva eins og GSM og NMT, verður að aðgreina sölu not- endabúnaðar frá öðrum rekstri hið fyrsta. Tekjur af rekstri þessara kerfa hjá P&S nam um 450 milljón- um króna í fyrra og það er ljóst í mínum huga að þetta nýja svið muni greiða niður verð notendabún- aðar með hagnaði sínum af símkerf- unum, eins og verið hefur til þessa. Samgönguráðherra ber ábyrgð á þessu ástandi á meðan hann auglýs- ir ekki eftir eða gefur út leyfisbréf handa öðrum rekstraraðilum og skapi þannig grundvöli fyrir virka samkeppni,“ segir Kristján. Samkeppnisráð óskaði á sínum tíma eftir stofnun sérstaks fyrir- tækis um rekstur með notendabún- að. Kveðst Þórður telja að óskum ráðsins hafí ekki verið hlítt sem skildi við umstokkunina nú, þar sem fyrirtækið hafí enn ríkið að bak- hjarli sem gjörbreyti stöðu þess á t.d lánamarkaði og við myndun við- skiptasambanda, greiði ekki sömu skatta og almenn hlutafélög og hefji rekstur sinn með 90 starfs- mönnum, veltu upp á 1,3 milljarða króna og margháttuð markaðs- tengsl. „Við fögnum vitaskuld aðskilnað- inum en nýja sviðið fær hluta af rekstri P&S yfir til sín í upphafi rekstrar, þannig að í raun standa aðrir samkeppnisaðilar í sömu spor- um og áður,“ segir Þórður. Hlutafélagið NAT sótti í lok sein- asta árs um leyfi til samgönguráðu- neytis til að setja upp og starf- rækja GSM-símstöð og dreifikerfi, en P&S hefur ekki lengur einkarétt á slíkum rekstri, auk þess sem nægilega margar fjarskiptarásir eru til staðar fyrir annað kerfi. Siguijón Asbjömsson fram- kvæmdastjóri NAT hf. segir að hluthafar fyrirtækisins séu orðnir nokkuð langeygir eftir svari og telji tímabært að stjórnvöld svari um- sókn fyrirtækisins. Öll skilyrði í lagi „Við teljum óeðlilegt að rekstrar- aðilar símkerfa selji símtæki og annan notendabúnað, og ef við fengjum rekstrarleyfí myndum við að sjálfsögðu draga okkur út af þeim notendabúnaðarmarkaði sem við emm nú á meðan beðið er eftir að stjómvöld veiti leyfi eða auglýsi það laust. Það er algjör firra að P&S selji þennan notendabúnað og má helst líkja við að Vatnsveitan byði tilboð á blöndunartækjum og baðkerum. Við fögnum mjög því skrefí sam- gönguráðherra að framkvæma þessa uppstokkun hjá P&S og telj- um jafnframt að nú séu öll skilyrði uppfyllt til samkeppnisrekstrar á GSM-sviðinu,“ segir Siguijón. Að NAT standa fyrirtækin Sím- virkinn-Símtæki hf., REFEX hf. og lcecraft hf., en þau eru í nánu sam- starfí við bandarískt símafyrirtæki sem útvegar þeim m.a. símtæki eins og sakir standa. Siguijón segir að fyrirtækið kunni þó að semja við aðra aðila, og nú standi viðræður yfir við erlend fyrirtæki önnur. k i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.