Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 53

Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 53 Ekkert jafntefli í 9. umferð SKAK Ilótel Loftlciðir SKÁKÞING NORÐUR- LANDA OG SVÆÐAMÓT 21. mars til 2. apríl CURT Hansen frá Danmörku er gersamlega óstöðvandi á Skákþingi Norðurlanda. Hann lagði Jóhann Hjartarson að velli á föstudagskvöld- ið með svörtu mönnunum og hélt tveggja vinninga forskoti sínu. Bar- ist var af mikilli hörku í níundu umferðinni og lauk engri af skákun- um tíu með jafntefli, en það er sjald- gæft á svo öflugu móti. Margeir Pétursson vann Simen Agdestein og Helgi Ólafsson átti unna stöðu á Piu Cramling, én lék hroðalega af sér í endatafli. Pia held- ur því öðru sætinu á mótinu. Næstsíðasta umferð mótsins hófst í gær, laugardag, kl. 16 á Hótel Loftleiðum og sú síðasta hefst í dag kl. 13. Curt Hansen er orðinn næsta öruggur með Norðurlandameistara- titilinn, en hörð barátta er um hin tvö sætin á millisvæðamóti FIDE sem fram fer síðar á þessu ári. Mótið hefur verið fært uppúr kjall- ara hótelsins, en sá flutningur var þó ekki til bóta á föstudaginn, því þá heyrðust ræðuhöld úr næsta sal í u.þ.b. einn og hálfan tíma í upp- hafi skákanna. Úrslit í 9. umferð: Jóhann — Curt Hansen 0-1 Margeir — Agdestein 1-0 Pia Cramling — Helgi 1-0 Hector — Gausel 1-0 Tisdall — Djurhuus 1-0 Sune B. Hansen — L.B. Hansen 0-1 Sammalvuo — Þröstur 0-1 Hannes — Ákesson 0-1 Degerman — Mortensen 1-0 Emst — Manninen Staðan á mótinu: 1. Curt Hanseh D 8 v. 2. -3. Margeir og Pia Cramling S 6 v. 4.-5. Hector og Tisdall 5Vi v. 6.-7. Jóhann og Lars Bo Hansen 5 v. 8.-13. Agdestein N, Helgi Ól., Gausel N, Djurhuus N, Degerman og Sune Berg Hansen D 4>/2 v. 14. Mortensen D 4 v. 15. -17. Hannes, Þröstur og Emst, S 3V2 v. 18. Sammalvuo F 3 v. 19. Manninen F 2!4 v. 20. Ákesson S 2 v. Árið 1985 þurfti undirritaður að tefla einvígi við Simen Agdestein á Loftleiðahótelinu um sæti á milli- svæðamóti. Hann sigraði ömgglega og hefur verið erfiður æ síðan. Það má því segja að eftir þessum vinningi hafí verið beðið í tíu ár: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Simen Agdestein Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 - Bg7 7. Rf3 - c5 8. Be3 - 0-0 9. Hcl - Da5 10. Dd2 - e6 11. Bh6! Þessu lék Karpov gegn Kasparov í síðasta einvígi þeirra, 1990. Agdestein hefur sjaldan eða aldrei teflt Grunfelds- vöm og notaði mikinn tíma á byijunina. 11. - Rc6 12. h4 - cxd4 13. Bxg7 — Kxg7 14. cxd4 — Hd8 15. Dxa5 — Rxa5 16. Kd2 - Bd7 17. h5!? - f6 18. Hc5 - Rc6 19. hxg6 - hxg6 20. Bd3 - Hac8 21. Hhcl - Kf7 22. Ke3 — g5 23. g4 — e5! Snjall Ieikur sem jafnar taflið. 24. dxe5 - Bxg4 25. Bc4+ - Kg6 26. Bd5 - Rxe5 Hér bauð Agdestein jafntefli, en ein- faldari leið til þeirrar niðurstöðu er 26. — Bxf3 27. Bxc6 og allt leysist upp. 27. Rxe5+ — fxe5 28. Bxb7 — Hxc5 29. Hxc5 - Hf8! 30. Hxe5 - Hf3+ 31. Kd4 - Hxf2 32. Bd5!? - Hf8 Eðlilegra er 32. Ha5 — Hf7 33. Bd5. Nú ætti svartur að leika 32. — Hd2+ 33. Ke3 — He2+, en í staðinn leikur hann ónákvæmt í tímahraki. 33. He7 - Bf3 34. Ke5! - g4 35. Be6 — a5 Missir af 35. — Bxe4! sem hvítur svarar með 36. Bxg4 með aðeins örlitl- um vinningsmöguleikum, því 36. Kxe4 — Kf6 er jafntefli strax. 36. Bf5+ - Kg5 37. Hg7+ - Kh4 38. Kf4 - Kh3 39. e5 39. Bdl?? Síðasti möguleikinn var 39. — Bd5! 40. Hh7+ (Ekki 40. Hxg4 - Be6! 41. Hg5+ — Kh4 og hvítur getur ekki bætt stöðuna) 40. — Kg2 41. Kxg4 — Bxa2 42. e6 og hvítur getur í besta falli reynt að vinna með hrók og biskup gegn hrók, sem er fræðilegt jafntefli. 40. e6 - Bc2 41. Hf7 - Bxf5 42. Kxf5 - He8 43. e7 - g3 44. Hh7+ - Kg2 45. Ke6 - Ha8 46. Hf7 - Kh2 47. Hf8 og svartur gafst upp. Þegar hér var komið sögu í skák þeirra Piu og Helga hafði hann ekki farið einföldustu vinningsleiðina, en nú kom hrikaleg yfirsjón í tímahraki Piu: Svart: Helgi Ólafsson SJÁ STÖÐUMYND H Hvítt: Pia Cramling 39. - Rf4?? 40. Rxe2 - Rxe2+ 41. Kh2 - Rxc3 42. Hc7! Þegar svartur lék 39. — Rf4 hefur honum yfírsést þessi leikur. 42. - Rdl 43. Hxc4 - a5 44. Hcl og hvitur gafst upp, því 44. — Rxb2 45. Hbl er vonlaust. Otrúleg umskipti. Margeir Pétursson STÖÐUMYND II Morgunblaðið/Kristinn AGDESTEIN og Hannes Hlífar hafa verið langt frá sínu besta á Norðurlandamótinu. N áttúr u ver ndar ár Evrópu 1995 t / Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl nk., fylgir Morgunblaðinu blaðauki sem heitir Náttúruverndarár Evrópu 1995. í þessum blaðauka verður fjallað um alhliða umhverfis- og náttúruvernd og hvað er á döfinni í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu 1995. Einnig verður fjallað um landgræðslu og skógrækt og ný viðhorf á þeim vettvangi, samhent átak til hreinsunar í umhverfinu, samstarf ríkis og sveitarfélaga við frjáls félagasamtök í heimahéraði o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum biaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 10. aprfl. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir og Rakel Sveinsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 11 10. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.