Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 1
128 SÍÐUR B/C/D/E/F 82. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aftöku Bretans frestað Atlanta. Reuter. BANDARÍSKUR dómari ákv^ í gær að fresta aftöku Bretans Nicol- as Ingram sem taka átti af lífi í rafmagnsstól í Georgíuríki í Banda- ríkjunum í gærkvöldi, klukkustund áður en aftakan átti að fara fram. Umdæmisdómari, sem úrskurðaði um frestunina, tekur sér einn sólar- hring til að taka afstöðu til beiðnar lögfræðinga Ingrams, sem vilja fá dauðadóminn mildaðan á þeim for- sendum að Ingram hafi verið ófær um að verja sig er dauðadómurinn var kveðinn upp, sökum þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja. Ingram var fundinn sekur um að hafa myrt mann, sært eiginkonu hans og rænt bíl þeirra árið 1983. --------» ♦ » Færeyska stjórnin gefur eftir Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landsstjómin viður- kenndi í gær að krafa verkfalls- manna um 8,5% launahækkun væri réttmæt. Stjómin tók hins vegar fram að svo mikil hækkun geti ekki orðið á einu ári, heldur á lengri tíma. Verkfallinu er því ekki lokið og stóðu samningaviðræður fram á kvöld í gær. Á sama tíma og landsstjómin við- urkenndi þetta, hótaði einn stjómar- flokkanna, Verkamannafylkingin, að segja sig úr henni, yrði kröfum launafólks ekki framfylgt. Verkfallið í Færeyjum hefur nú staðið í tvær vikur. Reuter Kínverjar konunum erfiðir Hong Kong. The Daily Telegraph. EFASEMDIR hafa komið upp um að Kína sé heppilegur vett- vangur kvennaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna sem halda á í september á þessu ári. Ástæð- an er hversu treg kínversk yfir- völd em til að leyfa ýmsum „óopinberum" kvennasamtök- um þátttöku í ráðstefnunni. Fulltrúar um 500 þrýstihópa og samtaka, sem meinuð var þátttaka, hafa deilt hart á skipulagsstarfið. Meðal þeirra eru hópar frá Tíbet og Taíván, sem eru hatrammir andstæð- ingar fóstureyðinga. Hefur neitunin til þeirra ýtt undir gmnsemdir um afskipti Kín- veija af starfi skipuleggjenda. „Kanadamenn sjó- ræningjar 21. aldar“ UM 3.000 reiðir sjomenn söfnuðust saman við kanadíska sendiráðið í Madrid í gær og köstuðu fiski og eggjum á bygg- inguna til að mótmæla aðgerð- um Kanadamanna gegn spænskum togurum utan við kanadísku landhelgina. Spán- veijar saka Kanadamenn um að hafa reynt að klippa togvíra tveggja togara en Kanadamenn neita þessum ásökunum með öllu. Sjómennirnir, sem komu frá Galisíu, báru kröfuspjöld og kanadíska fána sem þeir höfðu málað hauskúpur á til að undir- strika þá fullyrðingu sína að Kanadamenn væru sjóræningj- ar 21. aldarinnar. Þá fordæmdu Frakkar, sem fara með forystu Evrópusam- bandsins (ESB), Kandadamenn harðlega í gær og sögðu meiri- hiuta aðildarþjóða sambandsins styðja fordæminguna. Frakkar gripu til þessa ráðs eftir að Bretar höfðu komið í veg fyrir að ESB gripi til aðgerða gegn Kanadamönnum með því að beita neitunarvaldi. Gagnrýndu Kandamenn þessa afstöðu ESB í gær, sögðu hana óábyrga og heimskulega. ■ Fiski kastað/22 Filippeyski herinn berst við öfgamenn Gíslar múslima komast hverm Zamboanga, Ipil. Reuter. ^ UM 3.000 fihppeyskir stjórnarher- menn börðust í gær við islamska öfgamenn í suðurhluta Filippseyja. Hafði stjórnarherinn króað um 100 manna hóp af, hluta þeirra manna sem réðust inn í miðborg Ipil á þriðjudag, og myrtu 45 manns. Árásarmennirnir höfðu 26 gísla á brott með sér og kemst fólkið nú hvergi. Barist er í og við nokkra bæi skammt frá Ipil. Beitir stjórnarher- inn m.a. stórskotaliði og þyrlum. Þúsundir manna hafa flúið á brott en að sögn eins bæjarstjórans er óttast að mikið mannfall hafi orðið meðal óbreyttra borgara er múslim- arnir fóru um. Sex karlar og tutt- ugu konur eru gíslar þeirra og er óttast að fleiri gíslar hafí verið tekn- ir. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, vék í gær yfirmanni hersins í suður- hluta landsins úr embætti eftir að talsmenn hersins viðurkenndu „leyniþjónustumistök". Hefur her- inn viðurkennt að hafa vitað að öfgasamtök múslima hyggðu á árás en að þeir hafí talið að til stæði að ráðast á aðra borg. Samskipti Rússa og Úkraínumanna fara versnandi vegna deilna um Krímskaga Þingmenn rífa þjóðfána hver annars Kíev. Reuter. ÞJÓÐERNISSINNAÐIR þing- menn á úkraínska þinginu rifu í gær rússneska fánann í þingsaln- um í mótmælaskyni við framferði rússnesks þingmanns, sem reif úkraínska fánann á miðvikudag. Er þetta til marks um versnandi samskipti þjóðanna sem deila hart um framtíð Krím. Á Krím for- dæmdu stjórnmálamenn tilraunir Ukraínu til að halda í skefjum aðskilnaðarsinnum, sem hliðhollir eru nánari tengslum við Rússa. Úkraínsku þingmennirnir rifu rússneska fánann eftir að forseti þingsins, Alexander Moroz, féllst ekki á að fordæma það að rúss- neskur þingmaður skyldi gera hið sama deginum áður. „Ég sagði Moroz að þessi gjörð jafngilti stríðsyfírlýsingu á hendur Úkra- ínu. Ég bað hann um að gangast fyrir takmörkuðu herútboði," sagði einn þingmannanna, Oleh Vytovych. Moroz hafði þá fordæmt gjörð rússneska þingmannsins en vildi ekki gera neitt til að draga frekari athygli að málinu. Þingið samþykkti síðar ályktun um að meina rússneska þingmann- inum Nikolaj Lysenko að stíga á úkraínska jörð um óákveðinn tíma en það var Lysenko sem reif fána Úkraínu í rússneska þinginu. Leoníd Kuchma, forseti Úkra- ínu, sagði Max Van der Stoel, eftir- , , Reuter IBÚAR í Simferopol, höfuðborg Krím, komu í gær saman til að mótmæla afskiptum úkraín- skra yfirvalda af sljórn Krím. Samskipti Úkrainumanna og Rússa hafa versnað mjög vegna málsins og tii marks um það reif rússneskur þingmaður fána Úkraínu á miðvikudag, eins og sést á minni myndinni. í gær rifu úkraínskir þingmenn svo fána Rússlands í mótmælaskyni. litsmanni Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE), að Úkra- ínumenn hyggðust herða á barátt- unni gegn aðskilnaðarsinnum á Krím. „Við munum ganga hreint til verks til að tryggja að úkra- ínsku stjórnarskránni verði fram- fylgt á Krím. Sumir stjórnmála- menn á Krím telja sig geta gert hvað sem er án þess að verða refs- að. Ef við bregðumst ekki við, gefur það frekari aðgerðum þeirra grænt ljós,“ sagði Kuchma. Krím varð hluti Úkraínu árið 1954 en tilheyrði áður Rússlandi. Meirihluti íbúanna eru Rússar og vilja þeir nánari tengsl við Rúss- land. I síðustu viku gaf Kuchma út tilskipun þar sem hann tók yfir stjórn Krím og felldi úr gildi sjálf- stæðisyfirlýsingu Krím frá 1992.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.