Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.1995, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 L MORGUNBLAÐIÐ 1 FRÉTTIR Forystumenn flokkanna um fríverslunarsvæði Evrópu og N-Ameríku Telja hugmyndiraar já- kvæðar fyrir íslendinga FORYSTUMENN stjómmálaflokkanna taka vel í hugmyndir sem fram hafa komið í viðræðum ráðamanna í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu um fríverslunarsvæði sem tengi saman Evrópu og Norður-Ameríku. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði að sér litist afar vel á þessa hugmynd. „Ef hún næði fram að ganga yrði þetta meiri háttar mál. Það myndi þýða að Evrópusam- bandið, 400 milljóna markaður, tengdist Banda- ríkjunum og hugsanlega NAFTA, sem er næst stærsta fríverslunarsvæði heims. Þannig yrði byggð brú samhliða Atlantshafstengslunum á vamar- og öryggismálasviðinu, sem næði einn- ig til viðskipta. Þetta myndi koma í veg fyrir hættu á viðskiptastríði milli þessara viðskipta- heilda," sagði hann. „Ég lít svo á, að þessi framtíðarhugsun, sem er bæði jákvæð og raunsæ, sé enn ein rök fyr- ir því að íslendingar eigi ekki að einangra sig, heldur gera upp hug sinn um að þeir em Evr- ópuþjóð og eiga að vera meðal þeirra og nýta kosti slíks fríverslunarbandalags yfír Atlants- hafið,“ sagði Jón Baldvin. Eðlilegt framhald Bjöm Bjamason, talsmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, tók jákvætt í þessar hugmyndir. „Það er ljóst að Bandaríkjamenn hafa beðið eftir niðurstöðum í GATT-samningum og stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar með allar frek- Utanríkisráðherra segir að byggð yrði brú viðskipta samhliða vamarsamstarfinu ari ákvarðanir um fríverslunarmál. Það er mjög eðlilegt að í framhaldi af því, að Alþjóðavið- skiptastofnunin er tekin til starfa, taki menn upp þráðinn að nýju varðandi svæðasamstarf í verzlunarmálum," sagði Bjöm. Hann sagði að gagnvart íslendingum hefðu Bandaríkjamenn sagt að viðræður um frí- verzlunarmál myndu ráðast af því hvað gerðist á vettvangi GATT. „Staðreyndin er hins vegar sú að ef GATT-samkomulaginu verður hrundið í framkvæmd eins og að er stefnt, skiptir það meira máli fyrir alþjóðleg viðskipti en svæða- samstarf, nema menn ætli að fara út í eitthvað meira en alþjóðlega fríverzlun og byggja upp sameiginlegar stofnanir," sagði Bjöm. Varð- andi hag íslands af viðskiptasamstarfi yfír Atlantshafið sagði Bjöm: „ísland hefur alltaf hag af því þegar þjóðir beggja vegna Atlants- hafsins hafa náið samstarf." Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, sagði að sér litist vel á hugmyndina. „Ég er þeirrar skoðunar að fríverslunin þróist mjög mikið í framhaldi af GATT-samningunum. Þetta er dæmi um skref í þá átt og ég tel það vera til góðs fyrir okkur íslendinga, sem eram mjög háðir alþjóðlegum viðskiptum og tel líklegt að með því aukist möguleikar okkar til markaðsöfl- unar í Asíulöndum og á viðskiptum við þau ríki/‘ sagði Halldór. Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði hugmyndimar enn almennar og ekki mikið útfærðar. „Hins vegar finnst mér jákvætt að grandvöllur viðskiptasamvinnu sé breikkaður. Eg er sannfærður um að það væri til hagsbóta fyrir okkur íslendinga að slík skip- an kæmist á,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þar með myndu rökin fyrir því að við færam að loka okkur af innan viðskiptamúra Evrópusambands- ins veikjast enn frekar. Við hefðum þá mjög víðtæka möguleika." Ólafur sagði að í viðræðum utanríkismálanefndar við bandarísk stjómvöld í fyrra hefði komið fram jákvæður hugur til við- skiptasamvinnu við íslendinga og hann teldi því rétt að fylgjast náið með þróun þessara hug- mynda. Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þing- flokks Kvennalistans, sagði að sér þætti hug- myndin athyglisverð. „Það þjónar hagsmunum okkar að fríverzlun sé sem víðtækust, en spurn- ingin sem vaknar er hvernig stofnanaþættinum eigi að vera hagað. Menn hljóta að spyija hvort nýi GATT-samningurinn og þróun hans ætti ekki að geta náð yfir viðskipti af þessu tagi. Hvað ætla menn að ganga langt? Það er ekki ljóst af þessum hugmyndum," sagði hún. Morgunblaðið náði ekki tali af Jóhönnu Sigurð- ardóttur, formanni Þjóðvaka. Fjórir slasast í árekstri HARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbíla á þjóðveginum skammt frá Rifi á Snæfellsnesi laust fyrir kl. 22 í gærkvöldi. Fjögur ungmenni vora í bílunum og slösuðust öll, þar af tveir mjög alvarlega, sem fluttir vora með flugvél á Borgarspítalann í Reykjavík í gærkvöldi. Hin voru flutt á heilsugæslustöðina til að- hlynningar. Vanfær kona slapp við alvarlega áverka Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ekki talið að neinn hafi slasast lífshættulega í árekstrin- um, en fólkið hafði hlotið mikil meiðsli m.a. lærbrot og höfuð- áverka. Vanfær kona var meðal farþega, en hún mun hafa sloppið við alvarlega áverka. Mikil hálka var á veginum þar sem slysið varð. Bílamir era báðir ónýtir. Minkur í íbúð- arhúsi GUÐBRANDUR Guðbrands- son, bóndi á Staðarhrauni á Mýrum, mætti mink í klósett- dyrunum heima hjá sér fyrir skömmu. Minkurinn hafði komist inn um opinn glugga, en glugginn er hálfur á kafi í si\jó. Guðbrandur er þekkt- ur fyrir gestrisni, en að þessu sinni brást hann hinn versti við og drap hinn óboðna gest. „Ég var að koma úr fjósi og ætlaði að bregða mér inn á klósett þegar ég mætti mink í klósettdyrunum. Mér brá náttúrlega og honum ekki síður. Það var þarna forláta trésverð eigi allfjarri og ég greip til þess ráðs að vinna á dýrinu með því,“ sagði Guðbrandur. „Hræddari en ég“ Guðbrandur sagðist ekki hafa heyrt um það áður að minkur leitaði inn í íbúðar- hús. Hann sagðist hafa orðið var við mink í nágrenni við bæinn skömmu áður en hinn óboðni gestur gerði sig heimakominn á Staðar- hrauni. Líklega væri um sama mink að ræða. Guðbrandur sagði að rninkurinn hefði skilið eftir sig afskaplega vonda lykt, sem líklega bæri vott um hræðsluviðbrögð dýrsins. „Ég held nú að minkurinn hafi verið hræddari en ég þegar við mættumst," sagði Guðbrandur. 11 umsóknir um stöðu rektors MR ALLS sóttu ellefu um stöðu rekt- ors Menntaskólans í Reykjavík, en staðan var auglýst laus til umsókn- ar 13. mars síðastliðinn. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Ámi Indriðason, menntaskóla- kennari, Bragi Halldórsson, menntaskólakennari, Elías Ólafs- son, aðstoðarrektor, Gísli Ólafur Pétursson, menntaskólakennari, Guðbjörg Þórisdóttir, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneyti, Magnús Þorkelsson, kennslustjóri, Ólafur H. Johnson, viðskiptafræð- ingur, Ólafur Oddsson, mennta- skólakennari, Óskar Sigurðsson, starfsmaður hjá Geðhjálp, Pétur Rasmussen, aðstoðarrektor, og Ragnheiður Torfadóttir, mennta- skólakennari. Stefnt að að McDonald’s flytjist inn í gamla Hressó fyrir 17. júní Húsinu breytt sem minnst MEÐ blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Máli og menningu, „Ströndin í nátt- úru íslands". Morgunblaðið/RAX Glaðar frá Grindavík ÁHORFENDUR frá Grindavík höfðu ríka ástæðu til að fagna í gærkvöldi þegar UMFG sigraði Njarðvík 97:104 í fimmta úrslita- leik liðanna um íslandsmeistara- titilinn í körfuknattleik. Staðan er nú 3:2 fyrir UMFN og liðin mætast sjötta sinni í Grindavík á laugardaginn. Það heyrir til tíð- inda þegar Njarðvíkingar tapa í „Ljónagryfjunni", heimavelli sín- um, og það hefur ekki gerst í rúma 13 mánuði, síðan 4. mars í fyrra. Þá komu Grindvíkingar í heimsókn og sigruðu alveg ná- kvæmlega eins og í gærkveldi, 97:104. UNDIRRITAÐUR hefur verið samn- ingur milli KFUM og K og Kjartans Arnar Kjartanssonar um leigu á húsnæði því sem hýst hefur veitinga- staðinn Hressó, eða gamla Hressing- arskálann, til skamms tíma og mun nýr McDonald’s veitingastaður hefja þar göngu sína síðar á þessu ári. 30-40 ný störf Ekki er enn vitað hvenær McDon- ald’s hefur starfsemi sína á þessum stað, en stefnt er að því að það geti orðið fyrir 17. júní nk. í húsinu hef- ur verið veitingarekstur í rúm 60 ár. Kjartan Öm Kjartansson, eigandi Lystar hf. sem starfrækir McDon- ald’s á íslandi, segir að veitingastað- urinn sem verður opnaður í Austur- stræti 20, ætti að geta skapað 30-40 ný störf. Hann sé þakklátur fyrir að hefja rekstur á þessum stað, en sjálfur hafi hann stundum verið gestur á gamla Hressó ásamt eigin- konu sinni á uppvaxtarárum sínum. „Við munum hrófla sem minnst við byggingunni að utan sem innan, þannig að hún haldi núverandi svip að mestu. Við verðum auðvitað að merkja okkur staðinn, en breytingar verða lágstemmdar og lítið um flenniskilti eða þess háttar,“ segir Kjartan. Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og K, segir að leigusamningurinn sé til langs tíma og telji hann rekstur McDonald’s skyndiþitastaðar falla vel að mark- miðum félaganna, enda verði ekki selt eða veitt þar áfengi. Hentar markmiðum KFUM „Leigutakar á liðnum árum, en þeir voru nokkrir, voru í stöðugum vandræðum og virtust ekki ráða við hefðbundinn kaffihúsarekstur í hús- inu en við treystum því að vel gangi hjá nýjum leigutaka," segir Ragnar. I I > ) ) I '
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.