Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 6

Morgunblaðið - 07.04.1995, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldur í skemmu Hraðfrysti- húss Eski- fjarðar Eskifirði. Morgunblaðið. ELDUR varð laus í geymslu- skemmu í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar um kvöldmatarleytið gær. Skemman stendur við Útkaupstaðabraut og íbúðarhús í næsta nágrenni. í skemmunni eru geymd veið- arfæri og fiskikassar ásamt fleiru. Mikill reykur myndaðist í skemmunni og urðu töluverðar skemmdir á fiskikössunum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Ekki er kunnugt um eldsupptök. Morgunblaðið/Ómar Bjarki Smárason. Teppti veg- inn um Bú- landshöfða STÓR vöruflutningabíll frá Vík- urleið sf., sem var að flytja fisk- úrgang frá Grundarfirði í fyrra- kvöld, fór þversum á þjóðvegin- um sem liggur upp Búlandshöfð- ann á norðanverðu Snæfellsnesi. Mikil hálka var þegar óhappið varð. Aftanívagn bílsins rann út af veginum og valt. Skemmdist hann töluvert. Fiskúrgangurinn flóði út um allt. Erfiðlega gekk að losa bílinn og ná vagninum upp og var þjóðvegurinn lokaður fyrir allri umferð í nokkrar klukkustundir. Framhald átaks samgönguráðuneytis og Flugleiða Framlög skíluðu sér fimmtánfalt SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ og Flugleiðir hafa gert með sér sam- komulag um að halda áfram átaksvetkefni sem hófst á síðasta ári til kynningar á helstu ferðamörkuðum erlendis. Hvor aðili mun veija til þess 30 milljónum króna, eða samtals 60 milljónum og verður höfuðáhersla lögð á að kynna ferðamöguleika til íslands utan háannatíma. Á síðasta ári vörðu Flugleiðir 50 milljónum króna, samgöngu- ráðuneytið 40 milljónum og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins 10 milljónum króna til sambærilegrar kynningar á helstu markaðssvæð- um íslenskrar ferðaþjónustu er- lendis. Markmið þess átaks var að auka straum ferðamanna til landsins og tekjur af þeim næmu 1.000 milljónum króna. Áætlað er að tekjuaukning vegna þessa átaks hafi numið um 1.500 millj- ónum króna, þannig að þær 100 milljónir króna sem varið var til átaksins skiluðu sér fímmtánfalt til baka. Skilar sér marg- falt til baka Halldór Blöndal samgönguráð- herra segist hafa beitt sér fyrir því að fjárveitingar til ferðamála bæði til þróunar innanlands og til markaðssóknar erlendis yrðu auknar. Á liðnu ári hefðu framlög verið um 152 milljónir króna sam- anborið við 63 milljónir rúmar árið 1990. Aldrei hefði meiri fjármun- um verið varið til að efla ferðaþjón- ustuna og greinilegt að það væri nú að skila sér margfalt til baka. Áframhaldandi fjölgun ferða- manna til landsins skapaði fjölda nýrra starfa. Áætlað er að umsvif ferðaþjón- ustu muni tvöfaldast á næstu 15 árum, en umsvif í íslenskri ferða- þjónustu hafa á undanförnum árum aukist meira en sem nemur meðaltalsaukningu í heiminum. Undantekning er síðustu fimm ár, þegar vöxtur hefur verið hægari hér þar til á síðasta ári. Átaksverkefnið gaf góða raun Átaksverkefnið sem ráðist var í á liðnu ári gaf góða raun og var því ákveðið að ráðast í sambæri- legt verkefni, en með nokkuð breyttum áherslum. Auk þess að kynna ísland almennt sem áfanga- stað ferðalangs verður lögð áhersla á að kynna landið utan háannatímans, þá möguleika sem bjóðast til ferðalaga vor, haust og vetur. Með því er stefnt að því að ná bættri nýtingu fjárfestingar sem þegár eru fyrir hendi í land- inu, m.a. í flugvélum, hópferðabíl- um, veitinga- og gististöðum. Stefnt að sama árangri og síðast Það markmið sem sett er um árangur af þessu átaksverkefni er að ná hið minnsta sama árangri og á síðasta ári, þ.e. að fjárfesting- in skili sér fimmtánfalt til baka og tekjuaukningin verði 900-1.000 milljónir króna. Gjaldeyristekjur ferðaþjón- ustunnar á síðasta ári námu 16,8 milljörðum króna samkvæmt skráningu Seðlabanka íslands og jukust um 1.900 milljónir frá árinu áður. Ferðaþjónustan er nú annar stærsti gjaldeyrisaflandi atvinnu- vegur þjóðarbúsins næst á eftir sjávarútvegi. Ritröð Guðmundar P. Ölafssonar um náttúru Islands Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR segir að erfiðasti hlutinn við gerð bókarinnar hafi verið að takmarka sig því efnið gefi ótal möguleika. Hann segir of langt að þakka öllum sem þakkir eigi skildar fyrir aðstoð við bókina en nefnir sérstaklega bókaútgáfu Máls og menningar og prentsmiðjuna Odda. Samstarf borgarstjóra, félagsmála- ráðherra og iðnaðarráðherra Nýsköpunarsjóð- ur fyrir konur í atvinnulífinu Ströndin í náttúru A Islands ÞRIÐJA bókin í ritröð Guðmundar P. Ólafssonar um náttúru íslands er komin út. Bókin ber heitið Ströndin í náttúru íslands og hefur að geyma fjölbreyttan fróðleik um strendur landsins, myndun, sögu, einkenni og lífríki strandanna. Texti bókarinnar er kryddaður tilvitnun- um í skáld og spekinga, þjóðtrú og forna speki. Hátt í 2.000 ljósmynd- ir prýða 460 blaðsíðna bók. Strönd- in í náttúru íslands er gefín út af Máli og menningu og unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Guðjó.n Ingi Eggertsson hannaði útlit bókarinn- ar í samvinnu við höfund. Fyrri bækur í ritröð Guðmundar eru Fugl- ar í náttúru íslands og Perlur í náttúru íslands. Á blaðamannafundi í tilefni af útkomu bókarinnar tók Guðmundur fram að þó elsta myndefnið eftir hann sjálfan í bókinni væri frá ár- inu 1969 hefði vinnan ekki hafíst af fullum krafti fyrr en árið 1991. Guðmundur hefur samið texta bók- arinnar, teiknað myndir og tekið 70 til 80% af öllum ljósmyndum. Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, segir að myndatakan hafí meðal annars fal- ið í sér að hanga út úr flugvél Land- helgisgæslunnar til að ná loftmynd af ströndinni. Að fara á gúmmít- uðru fyrir Hombjarg og kafa í sjón- um. Gamall draumur Guðmundur gerir lítið úr ævin- týrum sínum í tengslum við mynda- tökuna. Þegar hann er spurður hvað hafí valdið því að -hann valdi sér ströndina að viðfangsefni, svarar hann því til að hann hafi dreymt um að gera bók um ströndina ára- tugum saman. Ekkert hafí hins vegar orðið úr framkvæmdum fyrr en hann hafí hitt fyrir hjá Máli og menningu skynsamt fólk sem hafí haft trú á því að hugmyndin gæti orðið að veruleika. Hann segir ákaf- lega margt heillandi við ströndina. „Eg nefni sjálft öldubrotið, lands- lagið, lífríkið og söguna. Allir þess- ir þættir eru hluti af umbúnaðinum um seið strandarinnar. Hún er dul- arfull, hún er fögur, hún er hrika- leg, hræðileg. Spannar allt,“ segir Guðmundur. Hann er fæddur á Húsavík árið 1941 og menntaður í náttúrufræði, ljósmyndun, myndlist og köfun í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Guð- mundur hefur víða farið og unnið mörg störf til sjós og lands hér á landi og annars staðar. Af þeim má nefna skólastjóm, kennslu, samningu kennslubóka og endur- reisn húsa og mannlífs á Fiatey á Breiðafírði. Hann teiknaði myndir í bókina íslenzka sjávarhætti eftir Lúðvík Kristjánsson. Nú er Guð- mundur búsettur í Stykkishólmi. Ferðasaga í tíma og rúmi Hann segir í formála að bókinni að Ströndin í náttúru íslands sé ferðasaga í tíma og rúmi. „Fyrri hlutinn, Við öldubrot, er almenn fræði um ströndina, myndun hennar og mótun, lífsmyndun í hafínu, sjó- inn, hafstrauma og fallstrauma, sól og veður. Þessir meginþættir móta lífheiminn við strendur Islands. Síð- ari hluti verksins nefnist Seiður ís- lenskra stranda. Stærsti hluti hans er lífheimur strandarinnar, lifverur, lifnaðarhættir þeirra og nytjar. En einnig er fjallað um einstök svæði strandlengjunnar, landslag þeirra, búsetusögu og samspil, atvinnu- og lífshátta." Guðmundur segir að bókin eigi að höfða jafnt til allra aldurshópa. Framsetningin væri mitt á milli bókar og kvikmyndar. Ný sýn blasti við á hverri síðu og alltaf væri hægt að fara aftur og fletta upp í bókinni. Stærsta litmyndaverkið Halldór Guðmundsson segir að Ströndin í náttúru íslands sé stærsta litmyndaverk sem prentað hafí verið á Islandi. Hann leynir því ekki að bókin hafí verið dýr í vinnslu og nefnir sem dæmi efnisöflun, myndvinnslu o.fl. En tekur fram að fýrri bækumar hafí verið í jafnri og góðri sölu. Fuglamir hefðu selst í yfír 8000 eintökum og Perlumar í hátt í 6000 eintökum. SAMKOMULAG um stofnun ný- sköpunarsjóðs fyrir konur í at- vinnulífínu var undirritað á þriðju- dag. Áð því standa félagsmálaráð- herra, iðnaðarráðherra og borgar- stjórinn í Reykjavík. Sjóðurinn er lánatryggingarsjóður sem ætlað er að efla og styðja konur til nýsköp- unar í atvinnulífínu. Sjóðurinn mun veita tryggingar fyrir lánum sem geta komið í stað hefðbundinna veða í fasteignum. Starfshópur útfæri rekstur sjóðsins Stofnframlag félagsmálaráðu- neytisins er 5 milljónir króna, iðnaðarráðuneytisins 2 milljónir og Rey kj avíkurborgar 3 milljónir. Samkomulagið gerir ráð fyrir að skipaður verði fjögurra manna vinnuhópur sem kanni möguleika á samstarfi, þ.m.t. við Iðnþróunar- sjóð eða lánastofnanir um rekstur sjóðsins og útfæri markmið og starfshætti hans. Ennfremur á hóp- urinn að kanna möguleika á aðild fleiri aðila, t.d. annarra ráðuneyta, lífeyrissjóða eða verkalýðsfélaga. Rannveig Guðmundsdéttir fé- lagsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynntu samkomulagið á fundi með fréttamönnum í gær. í máli Rann- veigar kom m.a. fram að á vegum félagsmálaráðuneytisins hefði á undanförnum árum verið veitt ákveðnu fjármagni til styrktar at- vinnumálum kvenna en atvinnu- leysi hefði, eins og kunnugt væri, verið hlutfallslega hærra meðal kvenna en karla hér á landi um árabil. Því íjármagni, sem varið hefði verið til atvinnumála kvenna, hefði einkum verið ætlað að standa straum af kostnaði vegna þróunar og nýsköpunar, markaðsátaks og námskeiða í stofnun og rekstri fyrir- tækja og til að bæta hæfni í fram- leiðslu. Styrkir til stofnkostnaðar og beinir rekstrarstyrkir hefðu ekki verið veittir. Komið hefði í ljós að margar konur hefðu viljað leita til lánastofnana fremur en að sækja um beina styrki. Konur segðu sjálf- ar að þær ættu erfítt með að leita til lánastofnana og erlendar rann- sóknir renndu stoðum undir þetta álit. Rannveig fagnaði sérstaklega því samstarfí sem hefði náðst í þessu máli, þótt fjárhæðin, sem farið væri af stað með, væri ekki há. Lítil afföll af lánum til kvenna Ingibjörg Sólrún sagði að eitt af því sem starfshópurinn þyrfti að gera væri að stækka sjóðinn og kanna möguleika á samstarfi við sams konar erlenda sjóði, t.d. Wom- en’s World Banking. Hún sagði að reynslan sýndi að afföll vegna útlána til kvenna í atvinnurekstri væru lítil en þær væru tregar til að veðsetja fbúðar- húsnæði sitt og því gæti sjóður sem þessi orðið til að auka möguleika kvenna til að koma enn frekar inn í atvinnurekstur í gegnum smáfyr- irtæki. Fram kom að sjóðurinn gæti ekki staðið fyrir 100% tryggingu útlána, þær lánastofnanir sem lánuðu fjár- magn yrðu að taka einhveija áhættu á sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.